24.12.2013 | 01:50
Hræðsla innan fjármálageirans í Kína!
Innan um jákvæðar fréttir um aukna bjartsýni um hagvöxt í Bandaríkjunum, að "US Federal Reserve" hafi loks hafið sitt "taper" þ.e. þá aðgerð að smá minnka prentun; hafa borist fréttir um vaxandi spennu innan fjármálakerfis Kína.
Seðlabanki Kína er þegar búinn að bregðast við, með því að dæla neyðarlánum inn í bankakerfið.
Og það getur verið, að sú aðgerð muni duga!
Þ.s. þetta er ef til vill þó skýr vísbending um, er að kínverska hagkerfið sé farið að spenna bogann afskaplega hátt.
Það geti verið að nálgast þann punkt, ef þ.e. ekki þegar komið af honum, að snögglega geti átt stað einhvers konar - - krass atburður!
Hvað var að gerast?
Það sem hefur verið í gangi sl. tvær vikur, er hröð hækkun á vöxtum - - á millibankamarkaði innan Kína.
Það þíðir, að bankar voru í hratt vaxandi mæli - - hræddir um að lána hverjum öðrum fé.
Það sem slíkt er - - > Er augljóst hættumerki.
- Fyrir tveim vikum, kostaði það banka að fá skammtíma peningalán á kínv. millibankamarkaðinum - -> 4,3%. Sem er reyndar afskaplega mikið.
- En sl. föstudag, rauk vaxtakrafan upp í 7,6%.
- Kínv. seðlabankinn brást við á mánudag með 300ma.júan tilboði til bankanna, á skammtímalánum á mjög hagstæðum kjörum, skv. frétt Reuters: China benchmark money rate opens sharply lower.
- Skv. sömu frétt, lækkaði vaxtakrafan á millibankamarkaðinum í Kína á mánudag í 5,57%.
- Í annarri frétt Reuters: Shanghai shares halt 9-day losing streak, large financials rebound. Kemur fram, að aðgerð Seðlabanka Kína, leiddi til þess að verðfall undanfarinna daga á verðbréfamarkaðinum í Shanghæ, snerist við og verð bréfa hækkaði.
- Skv. þriðju frétt Reuters, virðist í upphafi dags á mánudag, millibankavaxtakrafan hafa hækkað í 9,8%. Áður en fréttir bárust af aðgerðum Seðlabanka Kína: Asia shares inch ahead, China money rates spike anew.
Það sem þetta virðist sýna, er að kínv. einka-hagkerfið sé orðið afskaplega viðkvæmt.
En skuldir hagkerfisins eru komnar yfir 200%. Stærsti hluti skuldir annarra aðila en ríkisins og hins opinbera. Líklega er í dag mikið af mjög skuldsettum fyrirtækjum.
Þ.e. ekkert sérstaklega óvenjulegt hagsögulega séð, að efnahagslegur uppgangur í ríkjum sé brokkgengur, vegna þess að atvinnulífið á endanum - - þenji bogann of hátt.
Þannig að - - krass atburður verði fyrir rest. Slíkir atburðir eru ekkert endilega slæmir, en öll vel stæð hagkerfi í dag hafa gengið í gegnum margar kreppur.
Þ.s. kreppur gera fyrir hagkerfi, er að þurrka út "ofurskuldsett" fyrirtæki sem hafa veðjað of hátt. Fjárhagslegt tap er vanalega mikið, en oftast nær - - veldur það engum langtímaerfiðleikum.
Skuldug fyrirtæki verða gjaldþrota, fjármálakerfið þá afskrifar skuldir gjaldþrota fyrirtækja, við taka önnur minna skuldsett fyrirtæki. Eftir snöggt krass, hefst hagvöxtur að nýju - - líklega innan 2. ára frá upphafi krass.
Þannig eru kreppur sögulega séð í hagkerfum sem eru í vexti!
Bandaríkin gengu í gegnum margar slíkar skammtímakreppur, á leið sinni til velmegunar frá því að efnahagsleg uppbygging þar hófst á fyrri hl. 19. aldar.
- Það virðist afskaplega líklegt - að Kína sé nálægt slíkum "kreppupunkti."
Bendi á skemmtilega frétt er sýnir áhyggjur kínv. stjv. af ástandinu!
China presses media to tone down cash crunch story
"Chinese propaganda officials have ordered financial journalists and some media outlets to tone down their coverage of a liquidity crunch in the interbank market,..."
Mér finnst þetta sérstaklega skemmtilegt "touch" hjá kínv. yfirvöldum.
Og ég er viss að það hafi akkúrat - - þveröfug áhrif.
Að auka á hræðsluna! Því af hverju annars væru yfirvöld að þessu? En vegna þess, að full ástæða sé til að hræðast hið undirliggjandi ástand? Eða þannig þykir mér líklegt að margir muni hugsa.
Það verður því áhugavert að halda áfram að fylgjast með fréttum frá Kína.
Niðurstaða
Kína gæti verið stóra efnahags fréttin á næsta ári. En kínverska hagkerfið virðist sýna augljós hættumerki. Sem benda til þess að krass atburður geti átt sér stað - - þá og þegar. Í dag er kínverska hagkerfið það stórt innan heimshagkerfisins. Það þegar orðið það mikilvægur þáttur í eftirspurn innan heimshagkerfisins. Að krass þar - - og kreppa. Þó svo að líklegast standi sú kreppa ekki mjög lengi. Þ.e. líklega ekki lengur en 2-3 ár. Þ.e. dæmigerð kreppulengd fyrir hagkerfi í vexti, séð frá hagsögunni. Þá mundi það eigi síður koma sér illa fyrir heimshagkerfið - miðað við þá stöðu sem vesturlönd enn eru í.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 25.12.2013 kl. 01:24 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Afskaplega áhugaverð grein og "pælingar". Reyndar hef ég haft grunsemdir um þetta í nokkurn tíma fyrir það fyrsta þá hef ég ekki alveg getað fundið samsvörun á því að þegar menn vilja koma hagnaði í lóg að þá eru svo til einu möguleikarnir til fjárfestinga að byggja "borgir" sem enginn hefur efni á að búa í og niðurstaðan er sú að í Kína eru tugir ef ekki hundruð mannlausra borga. Hagkerfið í Kína er frekar lokað og sú stefna Kínverja að hleypa inn miklu erlendu fjármagni en vera mjög strangir á að hleypa nokkru út endar alltaf með ósköpum. Það þarf engan speking til að sjá það að ef vatn rennur viðstöðulaust í eitthvað ílát en kemst hvergi út, þá endar með því að ílátið fyllist og flæðir út úr því. Og ég held að þessi greining hjá þér sé alveg hárrétt.
Ég óska þér gleðilegra jóla og vonast eftir áframhaldi á frábærum pistlum frá þér............
Jóhann Elíasson, 24.12.2013 kl. 11:15
Ég sá engan íslenskan fjölmiðil veita þessu athygli. Það verður áhugavert að sjá hvert framhald þessara hræringa verður. En alls óvíst er að þessir 300ma. kínv. seðlabankans dugi til að lægja öldur. Gleðileg jól.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.12.2013 kl. 13:22
Það verður ekki uppgangur að eilífu. Það endar alltaf á að það verður niðurgangur.
Það verður áhugavert að sjá hvernig kínverjar vinna sig út úr þessu - það er ekkert ólíklegt að þeir geri nákvæmlega sömu vitleysurnar í sömu röð og alir aðrir. Vegna þess að enginn virðist geta lært af mistökum annarra.
Ásgrímur Hartmannsson, 24.12.2013 kl. 21:45
Oftast nær eru menn svo uppteknir af skammtímshugsun þegar hagkerfi verða loftbólukennd. Ekki að segja að kínv. hagkerfið sé ein bóla sem muni springa, og síðan koðna niður - ekki rísa meir. Heldur, sé komin froða yfir, en undir froðunni sé einnig alvöru hagkerfi sem muni ekki fara þó það verði hvellur er blási froðunni í burtu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.12.2013 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning