Kjarasamningar virðast bæta verulega kaupmátt lægri launa!

Það þarf að hugsa þetta í samhengi við útspil ríkisstjórnarinnar. En fyrir utan 9.750kr. hækkun lægstu launa. Kemur frá ríkisstjórninni, að efri mörk neðsta skattþreps eru hækkuð í 290þ.kr. úr 256þ.kr.

Útspil ríkisstjórnarinnar skiptir umtalsverðu máli fyrir láglaunaða, því það þíðir að þeir lenda síður í skattþrepi 2. Þegar þeir taka - - aukavinnu.

Skattkerfið letur þá síður láglaunaða, til að bæta við sig vinnu - til þess að hafa það ívið betra.

Auðvitað skiptir lækkun skatthlutfalls miðþreps úr 25,8% í 25,3% máli. Þó líklega í krónum talið fyrir hvern og einn, munar líklega ekki mikið ef yfirvinnan fer einhverja þúsund kalla upp í miðþrep.

Sjálfsagt hefðu margir kosið að persónuafslátturinn væri hækkaður - - sem ríkisstjórnin hafnaði.

En á móti er ASÍ einungis að bjóða 12 mánaða kjarasamninga!

Þetta er því útspil er getur komið síðar!

  • 2,8% kauphækkun síðan yfir línuna!


Fyrir bragðið munu kjarasamningarnir óhjákvæmilega auka verðbólgu!

Það er einfaldlega vegna þess að þar með hækka kjarasamningarnir - - launakostnað fyrirtækja.

Þegar kemur að þjónustufyrirtækjum og verslunum, þá eru það tekjur af sölu þjónustu eða varnings, sem greiða fyrir launahækkanir.

Þess vegna fer almenn kauphækkun alltaf í verðlag! 

Á hinn bóginn er prósentuhækkunin ekki það há, að líklega fer verðbólgan ekki í aukningu umfram ca. 2% ofan á núverandi verðbólgu. 

Það er, gæti náð 5% ca. er sveiflan toppar.

Það þíðir að lán landsmanna hækka!

  • Þetta er ástæða þess að ég talaði fyrir því, að farin yrði önnur leið við kjarasamninga, en sú - - að hækka laun!

En þ.e. vel hægt að auka kaupmátt án kauphækkana.

  1. Skattbreyting ríkisstjórnarinnar er ein leið.
  2. Aðgerð Framsóknarflokksins í skuldamálum heimila er önnur.
  3. Síðan má nefna hækkun persónuafsláttar.
  4. Lækkun á virðisaukaskatti.
  5. Jafnvel hækkun á gengi krónunnar!

Ég velti fyrir mér af hverju verkalýðshreyfingin - - er svo áfram um að beita þeirri leið, sem veldur ávallt gersamlega óhjákvæmilega aukningu verðbólgu?

Er það vegna þess, að ASÍ rekur lífeyrissjóði - - og er kannski meir umhugað um að láta verðtrygginguna, hækka þær upphæðir sem reknar eru innan þess sjóðakerfis?

En að bæta kjör launamanna?

----------------------------

Auðvitað eru allar aðferðir til að bæta kjör - - háðar þeirri takmörkun!

Að raunverulega séu til peningar fyrir þeirri kjarabót!

Skiptir þá engu hvaða aðferð er beitt!

  • En gengishækkun getur einungis að sjálfsögðu staðist - - ef þ.e. aukning gjaldeyristekna fyrir henni. En þá gæti hún alveg gengið! En mundi krefjast þess, að rekin væri "fastgengisstefna."

En gengishækkun, öfugt við kauphækkanir - - lækkar verðbólgu!

Þetta virkar alveg öfugt við - - gengisfall!

 

Niðurstaða

Ég vona að fyrir næstu kjarasamninga. Verði mögulegt að koma inn aukinni skynsemi. Svo að kjarabót raunverulega geti virkað alfarið án verðbólgu. En tæknilega séð er ekkert ómögulegt við það. Svo fremi auðvitað að til sé peningur í formi aukinna gjaldeyristekna. En sú frumforsenda þarf ætíð að vera til staðar á Íslandi, ef kjarabætur yfirleitt eiga að ganga upp - - án kollsteypu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Marinósson

Of snemmt fyrir ykkur fræðingana að fagna. Þessi samningur verður að öllum líkindum felldur heima í héraði, enda hvorki fugl né fiskur. Gengur einfaldlega ekki upp að láta launþega um að bera eina þessa "þjóðarsáttaleið"

Ágúst Marinósson, 22.12.2013 kl. 16:57

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hvað áttu við með því - "bera eina þessa "þjóðarsáttaleið""?

Ef maður ímyndar sér að laun væru hækkuð um segjum 10% yfir línu, eða ef gefin væri segjum 50þ.kr. launahækkun yfir línu.

Þá er nær alveg öruggt að raunveruleg kjaraaukning er ekki meiri, en af 2,8% launahækkun.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.12.2013 kl. 19:22

3 Smámynd: Ágúst Marinósson

Það er alveg ljóst að launafólkið í neðri hlutanum fær engar skattalækkanir. Þeir sem eru með laun fyrir ofan meðaltalið og svo hálaunafólkið fær hinvegar verulegar skattalækkanir. Þetta er svo sem alveg í samræmi við það sem von er á frá núverandi ríkisstjórn sem boðaði skattalækkanir á hálaunafólk í kosningabaráttunni. En nú er bara komið nóg. Hvað með 70.000 kall einsog framkvændastjóri íbúðalánasjóðs fékk afturvirkt í fyrradag? Það mætti ræða það.

Ágúst Marinósson, 22.12.2013 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband