Þjóðverjar samþykkja í prinsippinu nýjan slitasjóð fyrir "bankasamband" ESB!

Það sem er áhugavert við samkomulagið - má segja, að sé - hve litlu er í reynd lofað.

Fram að þessu hafði ekki verið til staðar samkomulag um einn sameiginlegan slitasjóð. Heldur átti hver þjóð fyrir sig að fjármagna sinn slitasjóð með álögum á banka í eigin landi. Eins og mál litu út, þá átti kerfið að taka til starfa eftir 10 ár - - þ.e. þá skildu sjóðirnir vera fullfjármagnaðir.

Stóra hugmyndin að baki kerfinu, var það - - að bankarnir sjálfir fjármögnuðu það. Þannig að skattgreiðendur þyrftu mun síður, leggja bönkum til fé - ef og þegar þeir standa frammi fyrir hruni.

  1. Skv. nýja samkomulaginu ef marka má fréttir, þá renna sjóðirnir saman í einn, og sameiginlegur slitasjóður tekur til starfa í síðasta lagi jan. 2025.
  2. Fram að þeim tíma, er þó hver þjóð fyrir sig með eigin sjóð. Þ.s. kerfið á að vera fullfjármagnað eftir rúm 10 ár, þá væntanlega eru þeir sjóðir smám saman að stækka ár frá ári.

Euro zone agrees on bank closure funding; banking union in sight

Eurozone agrees ‘backstop’ for failing banks

Banking union: the limits of the backstops deal

 

Áhugi vekur hve sjóðurinn á að vera "lítill"!

55 milljarðar evra hljómar auðvitað sem dágóð summa! En gjaldþrot Anglo Irish bankans eins og sér kostaði írska ríkið 30ma.€. Og það eru til töluvert stærri bankar en þetta innan aðildarríkja ESB.

Síðan er heildar umfang fjármálakerfis evrusvæðis e-h um 3 þjóðarframleiðslur aðildarríkja þess. 6 stærstu frönsku bankarnir samanlagt eru ca. 3 þjóðarframleiðslur Frakklands að umfangi. 

Það virðist því augljóst að kerfið geti skort fjármagn! Ekki síst í millitímanum, áður en þ.e. fullfjármagnað.

  • Mér skilst að meðan kerfið er enn starfandi á ábyrgð hvers ríkis fyrir sig, áður en árin 10 eru liðin, og stórt babb kemur á bátinn - þá séu valkostir eftirfarandi ef meira fé þarf:
  1. Ríkissjóður aðildarríkis megi lána eða afhenda eigin slitasjóð fé, ef umráðafé sjóðsins klárast. Líklega valkostur einna helst í boði fyrir fjársterkari aðildarríkin.
  2. Næsti kostur sé að land í vanda, með þurrausinn sjóð, óski eftir láni frá slitasjóði annars aðildarlands. Ekki fylgir sögunni hvaða skilyrði geta verið. Líklega samningsatriði milli lands A og lands B, ef til kemur. Eða tæknilega milli stjórnenda sjóðanna.
  3. Eða að aðildarland með þurrausinn slitasjóð, óskar eftir neyðarláni til björgunarsjóðs evrusvæðis. Gæti verið lán á svipuðu formi og Spánn fékk fyrir rúmu ári þ.e. um 30ma.€.

 

Höfum í huga hverju ekki hefur verið lofað!

Engu fjárframlagi aðildarríkjanna sjálfra. Þetta er sennilega lykilatriðið. Angela Merkel eina ferðina enn hefur staðið vörð fyrir hagsmuni þýskra skattgreiðenda. Og tekist að sleppa við að verja viðbótar skattfé - til að byggja upp enn einn sjóðinn. 

Þjóðverjar hafa óttast, að lenda í því að borga fyrir óráðsíu annarra. Og fimlega eftir megni, virðast í hvert sinn - gefa eftir eins lítið og þeir geta komist upp með.

Þeir sannarlega gáfu lítið eftir!

Eftirgjöfin virðist einungis samþykki á prinsippinu að það verði starfandi sameiginlegur slitasjóður í síðasta lagi 2025.

Engu fjárframlagi lofað - ekki einni einustu evru af þýsku skattfé. Og það á eftir að ganga frá flestum þáttum tengdum því akkúrat hvernig slíkur sjóður á að starfa.

 

Niðurstaða

Þó svo að Þjóðverjar hafi í reynd litlu lofað í þetta sinn. Þíðir það ekki endilega að sjóðurinn verði akkúrat eins og samkomulagið lítur út í dag árið 2025. En þangað til getur margt gerst. Maður getur fastlega gert ráð fyrir því að Ítalía - Frakkland og Spánn. Muni áfram beita Þýskaland þýstingi um frekari eftirgjöf. Það má því vel vera að sjóðurinn fyrir rest verði stærri. Og að aðildarríkin muni stækka hann með fjárframlögum skattborgara!

Á sama tíma muni Þýskaland fyrirséð halda áfram stefnu sinni, að gefa eins lítið eftir í hvert sinn og stjv. Þýskalands framast komast upp með.

Svo verður einnig að koma í ljós hvort að kerfi byggt upp með smáskrefa aðferðinni, komi til með að duga í þeim hremmingum er geta verið framundan á milli dagsins í dag og jan. 2025!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband