9.12.2013 | 01:05
Það skildi ekki vera að gull sé í vinnanlegu magni rétt hjá Reykavík?
Það hafa komið skemmtilega fréttir um það um helgina, að hugsanlegt sé að gull sé í vinnanlegu magni í Þormóðsdal rétt við Hafravatn, skamman spöl frá Reykjavík. Þetta er ekki í fyrsta sinn að hugmyndir um gull í Þormóðsdal hafa komið upp.
Gullæð skáldsins fundin -"Einar H. Guðmundsson, bóndi í Miðdal í Mosfellssveit, sendi um svipað leyti sýnishorn úr landi sínu til frænda síns Steingríms Tómassonar, sem hafði um langt skeið fengist við gullleit í Ástralíu og var þar búsettur. Steingrími fannst sýnin álitleg og kom heim árið 1908 til frekari rannsókna að tilstuðlan Einars Benediktssonar, skálds og athafnamanns. Niðurstaða Steingríms var að gull væri vissulega að finna í landi Miðdals og einnig Þormóðsdals, beggja vegna Seljadalsár sem skilur á milli jarðanna tveggja."
Sjá fréttir helgarinnar:
Meira gull í Þormóðsdal en talið var
Borað eftir gulli í Þormóðsdal á næsta ári
"...helstu niðurstöður eru þær að þessi kjarnasýni...sýna töluvert betri niðurstöðu en áður. Þýðir þetta það að hægt er að fara með þetta gull í vinnslu. Já já sem sagt gradið er nægilega hátt, en nú þarf að finna út hvort þetta sé nægilegt magn, segir Vilhjálmur."
"Fyrr í ár mældust allt að 400 grömm af gulli í hverju tonni af jarðvegi."
Ekki fylgir sögunni akkúrat hvar þetta er tekið - - en þ.e. t.d. þekkt að gull getur verið í "árseti," slíkt gull kemur vanalega úr einhverju bergi sem er að verða fyrir vatnsveðrun.
En það getur verið dagóð þraut að finna akkúrat hvaðan! En eins og þekkt er, þá getur sandur og smásteinar borist vegalengdir t.d. í vatnsflóðum á vorin.
Sjálfsagt er þess vendilega gætt að ekki vitnist akkúrat hvaðan sýnin voru tekin af svæðinu, sem sýndu þessa jákvæðu svörun.
- Skemmtilegt að ryfja upp að það varð þekkt gullæði í Vatnsmýrinni í Reykjavík upp úr 1905, en þá var verið að bora eftir heitu vatni á svæðinu, það hafa örugglega verið með fyrstu tilraunum til slíks.
"Járnsmiður nokkur, Ólafur Þórðarson, sem fenginn var til að brýna bortönnina, sagði að svo þykkar hefðu gullskánirnar verið að hann hefði tálgað þær af með vasahnífnum sínum. Gullæði braust út. Fjársterkir menn buðu sig fram og vildu taka þátt í ævintýrinu. Hlutafélagið Málmur var stofnað um gullvinnsluna. Mýrarflákinn í miðjum höfuðstaðnum var nefndur upp á nýtt og var nú kenndur við gull."
Sennilega verið svokallað "glópagull" eða Járnkís eins og Vísindavefurinn kallað það efni.
Þetta kvá vera efnasamband brennisteins og járns, og myndast mjög gjarnan í jarðhitakerfum, því er ekki furðulegt að þegar verið er að bora á slíku svæði, geti það hafa átt sér stað, að járnkís hafi litað bortönnina.
"...járnkís...fellur út úr brennisteinsríkum vökvum í jarðhitakerfum og kringum kólnandi innskot...flakkar (oft með vatni sem einhvers konar klór-samsett efnasamband) um bergið uns hann binst járni í vaxandi kristöllum."
Sennilega - tæknilega mögulegt að ná járni úr járnkís. Kannski hafa fornmenn notað þetta efni er þeir voru að smíða vopn.
- Í dag að sjálfsögðu, er ekki hætta á að menn villist á glópagulli og - - gulli.
Það verður forvitnilegt að fylgjast áfram með rannsóknum í Þormóðsdal, en ef gull mælist nægilega víða í jarðvegi á svæðinu í vinnanlegu magni, þá getur það hugsast að farið verði í það verk að vinna gull.
Líklega væri þetta þá gert með því að jarðvegi er mokað upp í miklu magni, en ef 400g. nást úr einu tonni.
Þarf rúm 2,5 tonn af jarðvegi til að ná einu kílói, sem væntanlega þíðir að til þess að ná að vinna eitt tonn af gulli, þarf 2.500 tonn af jarðvegi.
Það gæti orðið töluvert rask!
Niðurstaða
Ég hef ekki hingað til tekið fréttir af gullleit mjög alvarlega. En ef þ.e. staðfest á næstu árum að gull sé í vinnanlegu magni. Þá mundi auðvitað skapast áhugaverð umræða. Vinnslan væri sennilega einföld, þ.e. stórvirk tæki að moka miklu magni af jarðvegi. Ekki sérlega kostnaðarsöm þannig séð. En því fylgdi mikið rask - - en kannski er það ásættanlegt!
Kv.
Flokkur: Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 11:34 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á vefsíðu Ferlis þann 8. des. 2005 kom m.a. eftirfarandi fram um fyrirhugaða frekari gullvinnslu í Þormóðsdal :
"Gull í námu er hins vegar ekki endurnýjanlegt. Það er flutt burtu og kemur aldrei aftur. Gullvinnslu fylgja gríðarleg náttúruspjöll. Heilu hlíðunum, heilu fjöllunum er beinlínis skolað í burtu. Klettar sprengdir upp. Grónu landi breytt í ógeðslegt drullusvað. Þeir sem hafa komið á svona svæði skilja við hvað er átt. Reyndar getur náttúran sloppið vel ef ríkar gullæðar finnast. Því er ekki að heilsa hér. - Gullmagnið er við neðri mörk hins vinnanlega (og líklega rétt undir þeim). Það þýðir aðeins eitt; hámarks náttúruspjöll”..
Már Elíson, 9.12.2013 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning