Allt betra með öðrum gjaldmiðli!

Ég rakst á athugasemd eftir gamlan Framsóknarmann, hann Guðmund Inga, einn af þeim sem voru áberandi í flokknum á þeim árum sem Halldór Ásgrímsson stjórnaði honum. En það er mjög merkilegt hve margir virðast ekki skilja hvað það þíðir að "gjaldeyrir er takmarkaður" og að auki gjarnan á sama tíma virðast þeir hafa mjög takmarkaðan skilning á orsökum "verðbólgu."

En orsök verðbólgu er ekki ein, þ.e. eins og ætla mætti af mörgum "krónan sjálf."

En andstæðingar krónu virðast eingöngu horfa til gengissveifla, en gengissveiflur eru einungis - - > ein af a.m.k. 3-grunnorsökum verðólgu.

Nr. 2 mætti vera, víxlverkan launa og verðlags, þ.e. "launahækkun" eftir allt saman eykur launakostnað, þegar við erum að tala um verslanir og þjónustufyrirtæki, þá fá þau fyrirtæki þær tekjur sem þau hafa m.a. til að greiða laun, af þeim tekjum sem þau fá fyrir sölu á varningi eða þjónustu. Þannig, að það ætti ekki koma nokkrum á óvart, að hækkun launakostnaðar leiði til hækkana á verðlagi fyrir varning eða veitta þjónustu. Víxlverkan launa og verðlags virkar alveg eins burtséð frá gjaldmiðli.

No. 3 væri þegar hagkerfið er nærri toppi hagsveiflu, hagvöxtur er öflugur, atvinnuleysi er orðið mjög lítið - aukning eftirspurnar er kröftug - - og atvinnulífið fer að bjóða í þá starfskrafta sem eru á lausu, verslanir og þjónustufyrirtæki neyðast til að bjóða samkeppnishæf laun og verðlag hækkar því vegna þessarar þenslu. Þessi áhrif verða einnig áfram til staðar þó skipt væri um gjaldmiðil.

-------------------------Athugasemd Guðmundar Inga!

Einu varanlegu kjarabæturnar eru aÄ‘ gera fólki kleift aÄ‘ losna viÄ‘ þessa gagnslausu ruslkrónu sem er neytt uppá okkur. Ef fólk fengi borgaÄ‘ út í alvöru mynt myndi verÄ‘bólgan vinna meÄ‘ launafólki, og gegn atvinnurekendum og fjármagnseigendum.
ÞaÄ‘ eru ákvæÄ‘i í t.d. samningi rafiÄ‘naÄ‘armanna sem leyfa þetta.
Enda eru allar fjármálastofnanir og útgerÄ‘arfélög meÄ‘ sitt í erlendri mynt.
ÞaÄ‘ eina sem hindrar þetta er aÄ‘ stjórnvöld leyfa ekki undanþágu á gjaldeyrishöftum til aÄ‘ launagreiÄ‘endur kaupi gjaldeyrir fyrir launum.
Því miÄ‘ur er þaÄ‘ borin von aÄ‘ þaÄ‘ breytist þar sem núverandi stjórnvöld berja höfÄ‘inu viÄ‘ steininn og berjast viÄ‘ aÄ‘ halda krónuræflinum gangandi, þótt þaÄ‘ kosti alla íslendinga aleiguna, nema auÄ‘vitaÄ‘ þá íslendinga sem eru í forréttindahópnum og hafa aÄ‘gang aÄ‘ erlendri mynt.

---------------------------

Ef við ímyndum okkur að farið væri að tillögu hans, og fyrirtækjum væri heimilað að "kaupa" krónur og greiða út laun í gjaldeyri!

  1. Nú þurfa allir að muna þá grunnstaðreynd - að gjaldeyristekjur eru takmarkaðar.
  2. Það er ekki meiri gjaldeyrir en samsvarar þeim tekjum í boði!
  3. Nema auðvitað að landið mundi slá lán fyrir gjaldeyriskaupum!
  • En það væri ekki framtíð í því að skuldsetja landið fyrir neyslu - - menn þurfa ekkert annað en að skoða skuldavandræði ríkja í S-Evrópu innan evrusvæðis, til að sjá þann vanda sem getur skapast ef hagkerfi skuldsetur sig til erlendra banka fyrir innflutningi neysluvarnings.

Ef farið væri eftir tillögu Guðmundar Inga fyrrum Framsóknarmanns, nema hann enn telji sig vera það.

  1. Í dag erum við að nota gjaldeyri til að borga af erlendum gjaldeyrisskuldum. Stór hluti gjaldeyristekna fer beint í vaxtagjöld af þeim skuldum. Það þíðir að minna er eftir, til að fjármagna neyslu - - því þurftu laun að lækka!
  2. Allur innflutningur krefst gjaldeyris, bið fólk aftur að muna það að gjaldeyristekjur eru takmarkaðar. Vegna aukningar gjaldeyrisskulda í kjölfar hrunsins, varð að minnka innflutning. En þetta virkar eins og ef við ímyndum okkur að Ísland sem heild væri einn einstaklingur. Skuldirnar aukast skyndilega, en tekjur ef e-h er minnka, það þíðir að neysla þarf að minnka verulega svo Ísland verði ekki greiðsluþrota - þ.e. sami vandi og einstaklingur stendur frammi fyrr ef tekjur minnka og skuldir aukast. Launin voru lækkuð með "gengisfellingu" og þannig dregið úr þeim gjaldeyri sem fór í innflutning.
  3. Skv. hugmynd Guðmundar Inga, er svo kominn 3-flokkur gjaldeyrisnotkunar. Þ.e. kaup fyrirtækja á gjaldeyri til þess að fjármagna launagreiðslur. Eins og gefur að skilja, þ.s. gjaldeyristekjur eru áfram þær sömu, þá leiðir þessi nýja gjaldeyrisnotkun til þess - - "AÐ LAUN ÞURFA AÐ LÆKKA." Hvernig stendur á því, muna eina ferðina enn að gjaldeyrir er takmarkaður, en málið er að við getum einungis dregið úr innflutningi - ekki heimtað að þeir sem eiga okkar skuldir, lækki þær vegna þess að það sé óþægilegt fyrir okkur hvað þær eru háar. Þannig að kaldhæðnin er sú, að hugmynd Guðmundar Inga, mundi leiða til "lífskjaralækkunar."


Niðurstaða

Ég velti fyrir mér af hverju svo margir Íslendingar eiga svo erfitt með að skilja einfalda hluti. Það er, gjaldeyrir sá sem til er - - virkilega er takmarkaður. Skuldir landsmanna hækkuðu verulega í hruninu, það leiðir til beinnar kjaraskerðingar Íslendinga því að eina leiðin til að fjármagna stórfellda aukningu vaxtagjalda í erlendum gjaldeyri, var að minnka innflutning. Þar með lækka verulega laun - - það breytir í reynd engu hvort þ.e. gert með gengisfellingu eða beinni launalækkun. 

Þó hér væri annar gjaldmiðill, er Ísl. áfram haldið sama vandanum, að hér eru tekjur af utanríkisviðskiptum takmarkaðar. Þær tekjur, mundu áfram borga fyrir allan innflutning. Og það mundi áfram virka svo, að Ísland getur ekki fjármagnað "viðskiptahalla til lengdar" þ.e. viðskiptahalli mundi áfram eins og áður - - þvinga fram þörf á lækkun launa.

Það er mikill misskilningur að óstöðugleiki lífskjara á Íslandi stafi af því að hér sé rangur gjaldmiðill.

Ísland verður ekki fært um það allt í einu fyrir einhvern galdur, að lifa endalaust um efni fram - - bara fyrir það eitt að við förum að nota gjaldmiðl annarrar þjóðar.

Það að við notum t.d. gjaldmiðil Kanada, þíðir ekki að Kanada sé til í að lána okkur endalaust Kanadadollara út á krít - eða gefa okkur þá, eða borga okkar umfram neyslu fyrir okkur. Þannig virkar ekki heimurinn.

Það er enginn sem er þannig greiðasamur, það mun því áfram virka þannig að þróun yfir í viðskiptahalla valdi kollsteypum!

  • Til þess að hér geti verið stöðugleiki í lífskjörum eða aukning þeirra, þarf:
  1. Stöðugleika í tekjum, eða aukningu þeirra. 
  2. Og stöðugleika í skuldum, eða lækkun þeirra.

Ef við viljum forðast kollsteypur, þurfum við að gæta að viðskiptajöfnuðinum - - en halli veldur alltaf án nokkurrar undantekningar sl. 60 ár eða svo, kollsteypu fyrir rest ef sá er ekki stöðvaður áður en í óefni er komið.

Þetta gildir algerlega óháð því hvort hér er áfram notuð króna eða tekinn upp gjaldmiðill annarrar þjóðar!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mjög sammála niðurstöu þinni í þessum pistli, vonandi einhvern tíman og það fljótlega þá áttar fólk sig á að skuldasöfnun gengur ekki endalaust, hvort sem það er hjá ríki og bæ, einkafyrirtæki eða einstakling.

Ég er viss um að flestir launþegar skilja ekki að gengisfelling er ekkert annað en lögleg launalækkun, annars væru launþegar löngu búnir að þrísta á yfirvöld að nota ekki verkfærið gengisfelling.

Hvað ættli verkalýðsfélögin mundu segja og gera ef stjórnvöld mundu skipa 10%, 20% eða hvaða % lækkun sem er á launþegum í næstu viku, eða bara á morgun?

En það heyrist ekki múff frá þessum vörðum launþegana þegar stjórnvöld setja á gengislækkun.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 8.12.2013 kl. 13:23

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

USA CIA factbook  gefur að nýjar eignir sem bera söluskatt og seljast í fyrsta skipta [ líka endurunnið]  innan USA  eru eins og spila peningar á hverju ári.  Heildar upphæð í reiðufé sem var staðgreidd fyrir alla spilapeninganna er árs gengið á dollar,[ selt úr USA skilar ekki söluskatti: enda er með lögum notaður til fjármagna opinbera þjónustu innan USA markaða við þá sem skila honum. 

þar sem hlutbréf á markaði USA [eru ekki verðtrygginga bréf Ríkis og þess undirsjóða], og endurspegla  markaðaskiptingu söluskatts skyldara geira, þá eru allir söluskattageirar eftir afskriftir [vegna framtíðar hækkana] í besta falli ekki  ekki með raunhagnað.   Því þá gætum aðilar bara keypt hlutafalslega bréf í þeim öllum og verðtryggt þannig til eilífðar. 

Ef selt magn allra spilapeninga vex meira en upphæð í Dollur þá í loka árs er niðurstaða að meira hafa fengist fyrir dollar  að meðtali en árið á undan. Raunhagnaður er þá greiddur  úr hjá þeim  sem juku sína hlutdeild meira en meðaltalið og raunstyrkingu á dollar inna þeirrar lögsögu  sem USA markar.

Á skatta ári opnar nýr markaður og þá er raunvirði spilapeninga sú skipting sem varð raunveruleg árið á undan. 

Raunvirði Dollar vex að mati almennings innan USA markaðar ef hann færa meira  af spilapeninga  fyrir sína heildar innikomu í reiðufé [óháð upphæð í Dollurum].   Fastar eignir og eignir sem bera ekki söluskatt eru ekki spilapeningar.

Sossar viðurkenna ekki að allir getir ekki grætt jafn mikið og þessi forsenda er ráðandi í Þeirra Ríkjum.
Tæknilega geta allir grætt jafnmikið umfram  af dollur á hverju ári, það tryggir ekki að næsta ár fáist sama magn spilapeninga fyrir  alla dollara í notkun. 

Ef eitt söluskatts fyrirtæki [geiri] eykur hlut deild sína [hlutfallslega] í kaupum á dollurum á hverju ári , þá er það græða [ gaining]  en hinn öll hin til samans að sýna minnandi hlutdeild í  dollara kaupum [fyrir löggilda spilapeninga  sem seljast almennt. 

Til að skilja index-fræðin hér að bak við í lagabókhaldlegum skilningi, þarf einstaklingur að vera yfir meðtali í IQ , og kunna rúmfræði og algebru upp á 10.  Perceptive cognition inn í hlutfallslegt samhengi hlutfall : skila vegin meðaltöl án tölu og mynda.  Þetta lámark gildir ekki um einn lykilaðila í Íslensku stjórnsýslunni.

Hefðir eru heldur engar til að fara eftir hér.  Langtíma Bonds, yfirgreindrar Stjórnsýslu og hennar sjóða , seljast til verðtrygginga erlendis. Hlutbréf [stocks: sjá raunvirðisauka rekstur ] gera það ekki. 

Ísland getur ekki með 4,5% raunvaxta kröfu í grunni keypt evrur, eða dollara til að markaðasetja hér. 

Evru ríki [Stjórnsýslur/Seðlabankar] fá evrur kvóta úr á sitt þjóðar gengi [vsk sölu]  hcip: reiknað sem vegið meðtal spilapeninga á evru mörkuðum síðust fimm ár með leyfi til að markaðasetja 25% umfram [raunhagvöxt] á öllum fimm árum.   Umfram evrur geta allar kennitölur keypt á rándýru markaðgengi.  Fátæku hráefna og orku ríki innan EU, hafa sannarlega keypt í gegnum sínar kennitölur alltaf mikið af evrum fyrir 2000.

Ísland getur sennilega ekki verið með krónur því hér vantar Alþjóðlegt fjárlæsi og einstaklinga sem geta masterað því.          Wolwerhampton   [ http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_urban_areas_in_the_United_Kingdom ]   er það sem Darling bar saman við Ísland, og þá í samhengi EU alvöru skattahagfræði.      Vandamálið hér er því of margir íbúar í augum Brussel. 

Elítur við Miðjarðarhafið voru bláfátækar það er áttu ekki spilpeninga  til kaupa inn utan sinnar lögsögu: en höfðu gjaldeyris tekju af túristum. Ísland er á svipuð róli í dag. 

Ísland þarf að gera skil á milli 10% ríkustu með hlutfalslega mest milli handanna, beint og sem prókúruhafa og hinna.  Skil á milli vsk. hlutbréfa markaðar og Bonds sem verðtryggja án umfram áhættu kröfu.   Til að sanna að hér ráði fjárlæsi ferðinni.  Hvert ríki er með sitt innra bókhald og viðskipta hernaðar leyndarmál.  Eina sem hægt er verðtryggja í grunni allra einstaklinga og skyldugt er lámarks reiðufjár innkoma á hverju ári og hlutfallslegar skiptingar. Önnur sértæk  langtíma form af verðtrygging standast ekki IQ yfirgreind  og því stjórnskrár í frjálsum Markaða ríkjum.

Til þess að viðhalda raunvirði sölu á íbúa innan ríkismarkaðar [velferðsköttum, sölusköttum, fasteignsköttum] þannig að meðal arður sé sá sami og hlutfalshækkun heildarverðs [óháð mynt] á hverju ári þá þarf að afskrifa : taka úr umferð sömu hagvaxta-gulrót og setja aftur í pottinn.   Upptaka Evru merkir Wolwerhamton  skipting.   Sinni er siður hjá hverri lögsögu. Íslensk ríkisborgara heimil  eiga í dag um 0,1 barn.  

Júlíus Björnsson, 9.12.2013 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband