Engar nýjar aðgerðir til varnar verðhjöðnun frá Seðlabanka Evrópu að sinni!

Það er eiginlega fremur magnað að lesa greiningu Seðlabanka Evrópu á ástandinu á evrusvæði, en "ECB" skv. virðist ekki telja nokkra umtalsverða hættu á verðhjöðnunarspíral sambærilegan við þann sem skók Japan á 10. áratugnum.

Ég verð að segja, að mér virðist orðalag greiningarinnar, benda til þess að menn geti verið "værukærir" gagnvart þeirri hættu.

Bendi á mynd að neðan er sýnir verðbólgu á evrusvæði í Október!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/ez_inflation.jpg

 

Eins og sést eru nokkur ríki einmitt í ástandi verðhjöðnunar, og þ.s. er áhugavert - - að löndin á Íberíuskaga, Spánn og Portúgal, mælast einungis í 0%.

 

Ný vaxtaákvörðun Seðlabanka Evrópu - vextir óbreyttir!

Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 5 December 2013

  1. "Underlying price pressures in the euro area are expected to remain subdued over the medium term."
  2. "At the same time, inflation expectations for the euro area over the medium to long term continue to be firmly anchored in line with our aim of maintaining inflation rates below, but close to, 2%."

Það sem þetta segir er - - að verðbólga í náinni framtíð verði mjög lág, en til lengri tíma verði hún í takt við markmið Seðlabanka Evrópu.

Skv. því virðist Bankaráð Seðlabanka Evrópu vera að senda þau skilaboð, að tal manna um hættu á verðhjöðnun sé misskilið - í gangi sé einungis skammtíma ástand. Sem muni leiðréttast af sjálfur sér, þegar hagkerfi evrusvæðis taki betur við sér.

Enn virðist meirihluti Bankaráðsins vera þeirrar skoðunar að stefnan sé rétt, hún sé að virka - - og muni skila auknum hagvexti í framtíðinni. Sú uppsveifla sé rétt handan við hornið.

Sú uppsveiflan muni eyða verðhjöðnunardraugnum án þess að til nokkurra viðbótar aðgerða þurfi að grípa.

  1. "Developments in survey-based confidence indicators up to November are consistent with a positive growth rate also in the fourth quarter of the year. "
  2. "This assessment is also reflected in the December 2013 Eurosystem staff macroeconomic projections for the euro area, which foresee annual real GDP declining by 0.4% in 2013 before increasing by 1.1% in 2014 and 1.5% in 2015."

Það verður áhugavert að sjá hvort þetta rætist, en kannski er það rétt að heildarhagkerfi evrusvæðis muni enda árið í rétt svo mælanlegum hagvexti, á síðasta ársfjórðungi var hann 0,1%.

Síðan telja þeir að hin eiginlega uppsveifla sé að hefjast 2014. Þeir eru ekkert að spá sérlega hröðum hagvexti, enda erfitt að sjá hvernig hann gæti komið til.

En einhvern veginn hef ég þann grun, að þessar tölur séu ívið bjartsýnar!

En ég er handviss að "ECB" er núna að vanmeta hættu á verðhjöðnun, evran er núna rúmlega 1,37 móti dollar, nú þegar ljóst er að "ECB" hefur ekki gripið til neinna viðbótar aðgerða til að stemma stigu við "hættu á verðhjöðnun" - - getur vel verið að markaðurinn, veðji á hækkun evrunnar.

Ef hún nær 1,4 móti dollar, óttast margir að það mundi örugglega íta S-Evr. dýpra inn í verðhjöðnunarspíral.

Það á þó eftir að koma fram hvort þessar vangaveltur sumra fréttaskýrenda eru á rökum reist.

  1. "According to Eurostat’s flash estimate, euro area annual HICP inflation increased in November 2013 to 0.9%, from 0.7% in October."
  2. "Eurosystem staff macroeconomic projections for the euro area foresee annual HICP inflation at 1.4% in 2013, at 1.1% in 2014 and at 1.3% in 2015. "

Verðbólga mældist í október 0,9% sem er ofan við þau 0,7% er hún mældist í september, þessi 0,2% hækkun virðist hafa - - dregið úr stuðningi innan Bankaráðsins við þá skoðun, að þörf væri frekari aðgerða till að berja á "verðhjöðnunarhættunni."

Ef markaðurinn nú í kjölfar þess að nú er í ljós komið að "ECB"ætlar ekki að gera neitt frekar - a.m.k. á næstunni; hækkar evruna - - þá gæti næsta verðbólgumæling reynst mjög áhugaverð.

Að auki, mundi frekari gengishækkun evrunnar, draga úr hugsanlegum hagvexti - jafnvel geta ítt S-Evr. aftur í átt að dýpkandi kreppuástandi. Í stað þess að það hefur virst í rénun síðan sl. sumar.

Þetta kemur í ljós.

  • "The annual rate of change of loans to non-financial corporations (adjusted for loan sales and securitisation) was -2.9% in October, following -2.8% in September and -2.9% in August."
  • "Annual growth in M3 moderated to 1.4% in October, from 2.0% in September...Net capital inflows into the euro area continued to be the main factor supporting annual M3 growth,"

Enn heldur samdráttur í lánveitingum til fyrirtækja áfram - - haldið til haga að sá samdráttur er mestur í S-Evrópu, en þ.e. mikið af smáum fyrirtækjum - á Spáni og Ítalíu virðast þau sjá yfir helmingi vinnumarkaðarins fyrir vinnu. Það kvá víst einna helst vera slík fyrirtæki, sem eiga í vandræðum með fjármögnun.

Svo er áhugavert að aukning peningamagns, er ekki til komin vegna aukningar í innra hagkerfi evrusvæðis, heldur vegna þess að - af völdum samdrætti í eftirspurn innan hagkerfa evrusvæðis er evrusvæði nú sem heild með viðskipta-afgang.

Það er örugglega sá sem býr til þessa litlu aukningu á M3.

Að öðru leiti sé hagkerfið í svefni.

 

Niðurstaða 

Jæja, það fór þá ekki þannig að Mario Draghi gripi til rótækra aðgerða til að fást við verðhjöðnunardrauginn innan evrusvæðis. Síðan blæs Draghi á það að evrusvæði sé í japanskri þróun sbr. áhugavert svar hans við spurningu blaðamanns:

"Draghi...I think that the situation in the euro area is quite different from what it was in Japan...

  1. The first...we have taken decisive monetary policy measures of great significance at a very early stage, even when, as a matter of fact, inflation was not at the levels at which it is today...
  2. The second reason why – by the way...We are in the process of doing the asset quality review. You are aware that the situation in Japan lasted much longer than it should have because the balance sheets of the banking system and the private sector were burdened, and had to be deleveraged and the action to induce this deleveraging lacked for many years. The review is expected to, produce this action. And as a matter of fact, this action has already started, and is actually underway right now. Much of it, well, some of it, is actually taking place even before the review is being implemented...
  3. The third reason is that the situation of the private sector balance sheets is not at all comparable in the euro area. It is not at all comparable with what it was in Japan at that time...
  4. The fourth reason is that the countries in the euro area have made significant progress in addressing their structural weaknesses...
  5. But there is a fifth reason. As a matter of fact, if you look at the inflation expectations in the euro area and the corresponding inflation rates you would see that in Japan the inflation expectations were dis-anchored quite significantly, and for a long period of time, which is not something we are seeing here."

Tja, vandinn við þetta er: að þær aðgerðir sem hann vísar til í fyrsta lið, hafa alls ekki bundið enda á það "credit crunch" sem er viðvarandi í S-Evrópu. Þær aðgerðir hafa hjálpar bönkum að haldast á floti sannarlega, en þeir hafa ekki verið að auka útlán heldur þvert á móti eru enn að draga úr þeim.

Að stórum hluta er það líklega vegna þrýstingsins frá yfirvöldum innan Framkvæmdastjórnar ESB og frá Seðlabanka Evrópu, að bankar lagfæri sín eignasöfn. Sem þíði, að þeir afskrifi slæm lán í auknum mæli. Af hverju eykur það "credit crunch"? Þ.e. vegna þess, að þrýstingurinn kallar á auknar afskriftir bankanna, sem þíðir að þeir þurfa að sanka að sér fjármagni - sem þíðir að þeir halda að sér höndum með lánveitingar, innkalla lán frekar en hitt. Áhugavert að Mario Draghi skuli ekki sjá, hvernig krafan til bankanna, er einmitt að stuðla að minnkun efnahagsumsvifa í S-Evrópu og auknu atvinnuleysi. Þannig að þær aðgerðir eru einmitt að magna hættu á þróun yfir í verðhjöðnun! Og stóra bankaprófið sem "ECB" ætlar að keyra á nk. ári, getur kallað fram enn frekari afskriftaþörf og því ýtt enn undir þetta "credit crunch" og þar með, magnað enn enn frekar hættuna á verðhjöðnun.

Síðan varðandi 4. atriðið, þá hafa þjóðirnar verið að lagfæra sína "veikleika" með þeim hætti, sem einmitt eykur líkur á verðhjöðnun þ.e. - - með niðurskurði, með launalækkunum, með auknu atvinnuleysi, með því að pína niður innanlands eftirspurn. 

Svo bendir hann á væntingar markaðarins um verðbólgu á evrusvæði - - tja, þó svo það sé sennilega rétt að markaðurinn a.m.k. ekki enn, sé að veðja á verðhjöðnun. Þá getur markaðurinn leiðrétt þá sýn mjög hratt, ef þróun reynist önnur en sú sem hann telur akkúrat núna líklegasta.

------------------------------

Með öðrum orðum, er Draghi segir að Evrópa sé ekki í hættu á verðhjöðnun vegna þess að ólíkt Japan sé Evrópa að taka á sínum málum, þá er Draghi alfarið að missa af "punktinum."

Því einmitt þær aðgerðir óhjákvæmilega hafa bælandi áhrif - - þó það sé ekki útilokað gersamlega að á lengri tíma skili þær sér í hagvexti. Þá bæla þær aðgerðir í skemmri tíma séð a.m.k.

Það getur vel verið þegar tekið er tillit til skuldaspíralsins sem löndin í S-Evr. eru föst í, að til samans þá kæfi hvort tveggja þann litla hagvöxt sem t.d. hefur verið að sjást einhver teikn til á Spáni nú í haust.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband