Munu stéttastríðin koma aftur? Á Vesturlöndum?

Ég hef áður rætt svipaðar pælingar, en ég tel að hin djúpa ástæða kreppunnar á vesturlöndum í dag, liggi í hnignun framleiðsluhagkerfis vesturlanda er hófst upp úr 1990 - þá fyrir alvöru. En á þeim áratug er uppbygging framleiðsluhagkerfis í Kína að hefja flugtakið. Auðvitað hafði gætt samkeppni frá Asíu fyrr, þ.e. frá Japan frá og með rétt fyrir 1970, S-Kóreu á seinni hl. 8. áratugarins og þeim 10. Á 10. koma einnig inn lönd eins og Tæland - Malasía og Indónesía. Málið er hin risavaxna stærð Kína, að það vigtar mun meir - heldur en öll hin löndin til samans. Ekki má heldur gleyma Indlandi, þar fá Vesturlönd mikla samkeppni í gegnum hugbúnaðargeirann og í þjónustuiðnaði, síður í dæmigerðri framleiðslu. Þannig séð má segja að Vesturlönd séu milli tveggja elda þ.e. hörð verðsamkeppni frá Kína og Indlandi, sem fer vaxandi og til samans nær yfir mjög víðan völl!

Þegar Kína fer að iðnvæðast af krafti, þá hefur það mjög afdrifaríkar afleiðingar.

Uppbygging Indland hefur einnig mikil áhrif, þó það sé ekki að keppa eins mikið á sviði framleiðsluiðnaðar, er það að mörgu leiti að veita sambærilega samkeppni á sviði þjónustu sem unnt er að veita í fjarlægð í gegnum netið og í gegnum síma - slík starfsemi er þá að flytjast til Indlands.

Og ég tel einmitt að kreppan á vesturlöndum sé - hliðarafleiðing samkeppninnar frá risahagkerfunum tveim.

 

Vesturlönd hafa verið að bregðast við þeim þrýstingi í gegnum árin!

Frá og með 10. áratugnum, hefur mjög mikið hægt á hagvexti vesturlanda. En þ.e. í reynd ekkert furðulegt, þ.s. á sama tímabili - - hafa í vaxandi mæli framleiðslustörf verið að flytjast til Kína. 

Á þessum tíma gætir einnig í vaxandi mæli þeirrar þróunar, að laun verkafólks og lægri millistéttar stendur í stað eða jafnvel - - lækka.

Þ.s. hagvöxtur hefur ekki alfarið hætt, þíðir þetta að kjör þessa hóps lækka hlutfallslega, þ.e. þ.s. þeim fellur í skaut af landframleiðslu hvers lands, minnkar á vesturlöndum.

Þetta má einnig umorða þannig, að launamunur fer vaxandi - sumir hópar sem hafa þekkingu sem enn er eftirspurn eftir, sem starfa í greinum sem enn eru samkeppnisfærar, þeirra laun hafa haldið áfram að hækka meðan að tekjur hinna hópanna hafa staðið í stað eða lækkað - jafnvel.

Ekki fyrir löngu síðan var áhugaverð umfjöllun um þetta atriði á vef The Economist:  Labour pains

Það sem er áhugavert er að þróunin sem ég nefni að ofan, hennar er að gæta nú ekki einungis í Evrópu og N-Ameríku, heldur gætir hennar nú einnig í ríkari löndum Asíu þ.e. S-Kóreu og Japan.

Ég er alveg viss um að því er um að kenna að þetta er að gerast, þeirri þróun sem er að eiga sér stað; að risastór hagkerfi eru að iðnvæðast.

En sú þróun eykur samkeppnina hnöttinn vítt eftir störfum, en málið er að á Jörðinni er ekki raunverulega pláss fyrir endalausa framleiðslu, því að Jörðin hefur ekki endalaust framboð hráefna til að vinna úr; þ.s. er að gerast síðan 1990 er að risa hagkerfin í Asíu eru að toga sífellt meir til sín af þeim störfum sem geta verið til.

Af því leiðir þetta vaxandi atvinnuleysi í Evrópu og einnig í Bandaríkjunum nú.

Sannarlega leit út um tíma þ.e. rétt eftir 2000 að Evrópa og Bandar. væru að finna sér farveg sem svokölluð "Þjónustuhagkerfi" þ.e. - - í reynd lugu Vesturlönd að sjálfum sér að þau væru að færast yfir á næsta þróunarstig. Að það væri mögulegt, að láta önnur lönd framleiða fyrir sig, meðan að þau keyptu.

  1. Þetta gat gengið um hríð - - meðan að Vesturlönd viðhéldu tækni forskoti á lönd Asíu.
  2. Þannig gátu ódýrari störf færst þangað - - meðan að Vesturlönd einbeittu sér að dýrari störfum.

En málið er, menn þurfa ekki annað en að labba út í næstu verslun er selur síma - fjarskiptatæki - sjónvörp - tölvur og aðrar slíkar hátæknivörur. Til að sjá hvar þær eru framleiddar.

Um leið og vesturlönd tapa sínu tækniforskoti - - hætta þau að græða "nettó" á "hnattvæðingunni."

Það sem gerðist á sl. áratug, var neyslubóla- sem um hríð blindaði almenningi í Evr. og Bandar. sýn, því meðan veislan stóð yfir þá bötnuðu lífskjör - - en á sama tíma var þróunin sem er að grafa undan lífskjörum í Evr. og Bandar. að ágerast enn frekar, á auknum hraða.

Á endanum gat almenningur í þeim löndum ekki endalaust keypt upp á krít, þegar lánstraust þraut - - sem það gerir alltaf fyrir rest - - hófst kreppan, og hún verður auðvitað dýpri en hún hefði annars orðið fyrir tilstuðlan þess að þ.e. skuldakreppa til viðbótar við sogið frá Asíu.

  • Ég tel að lágvaxtastefnan sem var á Vesturlöndum samfellt frá því að svokölluð "Dot.com" bóla var á fyrri hl. 10. áratugarins, sú stefna er reyndar enn til staðar og ef e-h er, eru peningar ennþá ódýrari; hafi verið tilraun til að efla hagvöxt gegn þrýstingnum frá Asíu.
  • En menn vonuðust til þess, að ódýrir peningar mundu efla fjárfestingu, sem sannarlega gerðist. En vandinn var að megnið af þeirri fjárfestingu, fór í þætti sem koma ekki til með að nýtast til frambúðar, þ.e. mjög mikil fjárfesting var í verslunar og þjónustugeira, þ.e. byggðist í kringum sölu á varningi til almennings í Evr. og Bandar., sem vaxandi mæli var innfluttur frá Asíu. Einnig var offjárfesting í húsnæði vegna húsnæðisbóla. Sú fjárfesting eðlilega tapast mikið til, þ.s. nú í kreppunni hrinur eftirspurn saman í Evr. og Bandar.
  • Það sem sagt mistókst að ná fram uppbyggingu á sviði nýrra iðngreina, bæði í Evr. og Bandar.
  • Innri markaðurinn í Evr. og síðar Evran, má einnig skoða í þessu ljósi. Þ.e. sem tilraun til að skapa Evr. aukið mósstöðuafl gegn samkeppninni frá Asíu. Með því að auka skilvirkni heildarhagkerfisins, á sama tíma og fjármagn til fjárfestinga var haldið mjög ódýru.
  • Reyndar eru mál það slæm, að t.d. tilraunir Evr. til að byggja upp með ærnum tilkostnaði, svokallaðar "grænar iðngreinar" er einnig að mistakast - - en kínv. framleiddar vindmyllur eru nú í vaxandi mæli að taka þann geira yfir, og kínv. framleiddar sólarhlöður hafa nú nærri því lokið fullri yfirtöku á því sviði heims markaðar.
  • Uppgangur ný-frjálshyggju má að auki skoðast í sama ljósi, sem viðbrögð gagnvart hinum vaxandi þrýstingi frá Asíu, áhersla á að minnka kostnað atvinnulífs - auka skilvirkni og samkeppnishæfni; en á sama tíma leggur sú stefna þá áherslu á að íta kjörum verkafólks niður - á það að skera niður í almannaþjónustu - - > að mörgu leiti er þetta endurkoma hinnar klassísku frjálshyggju í nýjum umbúðum, sem er í reynd yfir 100 ára gömul stefna. En ný-frjálshyggjan byggir á sömu grunn hugmyndafræði.


Áhugavert að endurkoma frjálshyggjunnar sem áhrifa-afls eftir margra áratuga hlé, virðist eiga sér stað á sama tíma og ný stéttaskipting er að myndast!

Ég held að þetta sé ekki tilviljun, en frjálshyggja var hugmyndafræði sem vinsæl var meðal auðugs millistéttafólks og iðnrekenda á seinni hl. 19. aldar, hún var einnig áhrifamikil fram að heimskreppunni miklu á 4. áratugnum. En eftir Seinna Stríð hnignaði þeirri "hugmyndafræði" mikið í vinsældum.

  • Það áhugaverða er hverskonar samfélag var til staðar þegar frjálshyggjan var sterkt áhrifa-afl.

Það var samfélag þ.s. mikill munur var á milli ríkja og fátækra!

Þ.s. verkafólk var miklu mun hlutfallslega fátækara en það er í dag.

Auðugt millistéttafólk og ríkara, var gjarnan með vinnufólk - það var vegna þess að laun verkafólks voru það lág, að hærri millistétt og ríkir höfðu ágætlega efni á því.

T.d. gátu háskólamenn í toppstöðum, haft vinnufólk.

  • Spurning hvort þessi tími er að koma aftur?

Takið eftir að þróunin í Evrópu og Bandaríkjunum er sú, að það sífellt fækkar þeim hlutfallslega sem hafa "örugg vel launuð störf."

Launabilið milli slíkra starfa og dæmigerðra þjónustu- og framleiðslustarfa er krefjast lítillar þekkingar; er að breikka.

Sífellt hærra hlutfall vinnuafls, er að lenda í störfum sem ekki eru örugg, sem ekki fela í sér langtíma ráðningu, sem ekki einu sinni standa yfir allt árið. Launakjör í boði fyrir slík störf hnignar jafnt og þétt.

Og þ.s. verra er, fela í sér sífellt í auknum mæli auk þess - - umtalsvert skert réttindi, af því tagi sem verkalýðshreyfingin barðist fyrir um áratugi, að koma á.

  • Það er með öðrum orðum að verða til ný stéttaskipting.


Ég held að stéttastríðin komi aftur!

En það ætti öllum að vera frekar augljóst, að þessi "efri millistétt" hefur alls ekki sömu hagmuni, og lægri millistétt sem stöðugt er að verða hlutfallslega fátækari.

Efri millistéttin, þeir hópar sem búa yfir þekkingu sem enn er verðmæt, starfa þ.s. enn er að fá verðmæt störf, í greinum sem enn eru samkeppnisfærar.

En þó svo að mörgum greinum sé að hnigna á Vesturlöndum, þíðir það ekki að ekkert sé til staðar - sem enn sé fremst og best, málið er einfaldlega að þeim sviðum hefur fækkað og fer áfram fækkandi.

Sífellt minnkandi hlutfall vinnuafls, er í greinum sem eru samkeppnisfærar, þ.s. launakjör eru enn góð og batnandi.

  • Sá hópur sem starfar í þeim fækkandi geirum, sem enn geta boðið upp á góð kjör - - hefur aðra hagsmuni, en þeir sem starfa í geirum þ.s. samkeppnisforskot hefur glatast og launakjör eru að hrynja saman.

Í vaxandi mæli sé líklegt að verndunarsjónarmiðum muni vaxa fiskur um hrygg, meðal þess vaxandi fjölda sem er að lenda undir.

Meðan að, sá hópur sem enn helst í góðum og batnandi kjörum, með sæmilega örugg störf. Er enn að græða á þróun hnattvæðingarinnar - - þ.e. að geta keypt í vaxandi mæli ódýrari vörur erlendis frá.

  1. Hópurinn sem er sístækkandi, er líklegur til að kjósa í vaxandi mæli flokka, sem eru andvígir "hnattvæðingu" og vaxandi verslunarfrelsi. Vegna þess að sá sístækkandi hópur sér þá þróun sem ógn, kennir henni um að hafa lent undir.
  2. Meðan að hinn hópurinn, virðist vera í vaxandi mæli í leið inn á mið "frjálshyggju hugmynda."

Þarna sé að myndast sí breikkandi gjá - milli hópanna.

Þeir tiltölulega ríku og vel stæðu, sem enn tilheyra þeim hópum sem græða á þeirri þróun, ásaka hinn hópinn um þröngsýni og afturhald.

  • Það er reyndar góð spurning - - en málið er að báðar grunn hugmyndirnar eru gamlar: frjálshyggjan er að grunni til meira en 150 ára og verndarstefna er sannarlega ekki yngri.
  • Þetta er í reynd ákaflega gömul deila, það má alveg taka hana lengra aftur í tímann, aftur til þess tíma er sum lönd ástunduðu "merkantílisma" vs. lönd eins og Bretland, sem mjög lengi hefur talið sig græða á viðskiptafrelsi. Þ.e. a.m.k. 300 ár.

Þannig séð má deila um það, hvað sé afturhald og hvað sé þröngsýnt. Enda báðar grunn stefnurnar ca. jafn gamlar. Þ.e. jafnvel því bráðfyndið, þegar Ný-frjálshyggjumenn halda að þetta séu nýjar hugmyndir.

Því miður er þetta drama sem sést hefur áður, síðast á 4. áratugnum. Fátt er nýtt undur sólinni.

En minni fólks er aftur á móti gjarnan skammlíft.

 

Spurning hvort að það endurtaki sig að heims viðskiptakerfið brotni upp?

Það var útkoma síðasta stéttastríðs á 4. áratugnum.

En áhugaverða spurningin er um - - > áframhaldandi fjölgun þeirra hópa sem telja sig tapa á hnattvæðingunni, á þróuninni í átt að vaxandi viðskiptafrelsi.

En þ.s. gerðist á 4. áratugnum var að svokallaðir popúlistar voru kosnir til valda í töluverðum fjölda landa, en á endanum ef hópunum sem eru að tapa fjöldar stöðugt.

Þá endanum - - > ná þeir hópar að vera meirihluti kjósenda.

Þá gerist það fyrir rest hugsanlega, að ef hnignuninni er ekki snúið við; að hugmyndir þeirra sem telja að viðskiptafrelsið sjálft sé slæm hugmynd - - geta aftur eins og á 4. áratugnum orðið ofan á.

Þetta er atriði sem virkilega getur gerst í annað sinn - - það hefur ekki gerst enn.

En má vera að framtíðin allra næstu ár, beri þá útkomu í skauti sér.

-------------------------------------

Svæði sem er líklegt til að taka upp slíka stefnu á endanum er Evrópa. En þ.e. sérstaklega Evrópa þ.s. þróunin í þá átt að sífellt fjölgar þeim hópum sem eru að verða undir er hvað hraðast að ágerast. Það getur verið að ESB sjálft haldi velli - - þ.e. að þær þjóðir þ.s. flokkar sem aðhyllast verndarstefnu ná völdum, muni ná meirihluta. Þannig að ESB sem heild muni taka hana upp.

Ef ekki, gæti verið að ESB muni klofna upp í 2-bandalög, þ.e. S-Evr. bandalag ívið fátækari þjóða, þ.s. verndarstefnu líklega verður á komið.

Og bandalag N-Evr. þjóða sem verði ívið auðugari með Þýskaland sem forysturíki, sem muni áfram leggja áherslu á viðskiptafrelsi.

Sennilega verður þetta í tengslum við verulegt hrun í lífskjörum innan Evrópu.

  • Ég held að það geti farið svo að Bandaríkin, svona rétt svo, sleppi við neikvæðari hluta þessarar þróunar.

En þ.s. er að endurreisa samkeppnishæfni framleiðslu í Bandar. er ekki síst "fracking" þ.e. vinnsla á olíu og gasi úr leirsteins lögum í mið- og S-miðríkjum Bandaríkjanna, og í N-miðríkjunum.

Orkuverð hefur fyrir bragðið lækkað mjög verulega - - sem er að skapa nýjan samkeppnisgrundvöll fyrir margvíslega framleiðslu.

Fyrir bragðið, gæti orðið töluverð endurreisn framleiðslu innan Bandar. - - Bandar. þannig sloppið við það að fara eins langt niður í lífskjörum og Evrópa líklega mun gera.

Bandar. muni líklega ná að viðhalda meirihluta samstöðu um áframhaldandi stuðning við viðskiptafrelsi.

 

Niðurstaða

Of er sagt að sagan endurtaki sig. Mér finnst aftur á móti að 19. aldar rithöfundurinn Mark Twain hafi haft rétt fyrir sér en hann sagði - "History does not repeat itself, but it does rhyme." Líklega ummæli höfð einhvertíma eftir honum í umræðu - en þau er hvergi að finna í hans ritverkum. Þess vegna vilja sumir meina að þau séu í reynd ekki eftir hann. En hvað um það - þau eru eigi að síður sönn. En það er einmitt málið, það eiga sér stað endurtekningar sem gjarnan eru svipaðar en sjaldan alveg eins. Þær eru með tilbrigðum, sem má einmitt líkja við -- ljóðrím.

Það hafa verið margar kreppur. Það hefur verið að ágerast um nokkurt árabil sú þróun að framleiðslustörf færast til Asíu. Sú þróun heldur áfram að ágerast, sem sést í því að Kína er einnig að taka yfir svokallaðar "grænar iðngreinar" sem fyrir fáum árum pólitíkusar í Bandar. og Evr. töluðu um sem - - framtíðar vaxtarsprota fyrir eigin lönd.

  • Kína hefur þannig séð - - með því að taka þau svið yfir að auki. Þannig séð, "outmaneuvered" Evrópu og Bandaríkin, það blasir því ekkert nýtt svið við manni þ.s. Evrópa getur fundið sér - - ferskt vaxtarsvið.

Ég sé því enga leið framhjá þeirri hnignun kjara sem líklega er framundan.

Megin spurningin sé einungis - - hvort einhver lönd sleppa við hana?

En ég bendi á að Finnland hefur ekki lengur Nokia. Á sl. ári var framleiðsla Nokia seld til Microsoft. Líklega mun Microsoft færa sem mest af þeirri framleiðslu þangað þ.s. ódýrast er að framleiða, þ.e. frá Finnlandi. Mér virðist líklegt að finnska efnahagsundrinu fari því hnignandi.

Þetta er kannski ábending gagnvart hugmyndum þess efnis, að Ísland fylgi dæmi Finnlands. Ég er ekki að segja að það sé fyrirfram tapað, einfaldlega að benda á að samkeppnin í þeim greinum er óskaplega hörð og óvægin. Þér getur gengið vel á einum tíma, orðið svo undir áratuginn eftir, kannski gengur vel einhvertíma seinna - - sennilega leggst ekki þessi iðnaður af í Finnlandi. En það mun pottþétt koma töluverð lægð í hann næstu árin.

  • Það virðist við blasa, að í framtíðinni muni renna upp tími - harðnandi stéttaátaka.
  • En slíkt hefur áður fylgt erfiðum kreppum, líkur virðast benda í þá átt að slík söguleg endurtekning sé í vaxandi mæli líkleg.

Það er ekki fyrirfram unnt að ákveða hver útkoma þeirra samfélagsátaka verður.

Afleiðingarnar þurfa ekki að verða eins alvarlegar í þetta skipti og á 4. áratugnum.

Þ.e. samt ekki ástæðulaust að óttast að hlutir geti farið eins illa.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er einhver smá munur á 2014 og 1934, held ég.

1: Rússland er ekki lengur sovétríkin. Þeir hafa hægt vaxandi framleiðzlugetu, vegna þess að þeir eru ekki á kafi í að útrýma hevr öðrum.

2: Kína er ekki lengur sama bænda-feadal ríkjasamband sem það var. Ef eitthvað er, er það líkara Rússlandi eins og það var 1905. Sem þarf ekki að vera gott.

3: Þýzkalandi er ekki stjórnað af háværum gyðingahatara.

En stéttastríð? Já, ég býst við því. Sterklega. Sérstaklega í Suður evrópu. Ástandið þar verður ekkert lagað.

Ég gef öllu heila batteríinu til 2018. Ef allt verður ekki komið í meiriháttar blóðsúthellingar þá, verð ég hissa.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.12.2013 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband