1.12.2013 | 01:07
Ríkið mun ekki borga 80ma.kr. leiðréttingu eins og sumir halda fram!
Það hefur vakið nokkra athygli hvernig leiðrétting lána sem kosta á 80ma.kr. er útfærð. En skv. hugmyndum ríkisstjórnarinnar, verður hún endanlega fjármögnuð með nýjum bankaskatti. Hann muni m.a. leggjast á þrotabú gömlu bankanna.
En sá skattur á að leggjast á - - yfir næstu fjögur ár og greiða kostnað við leiðréttingu lána.
Nokkur fjöldi aðila í þjóðfélaginu telja að ríkið þurfi að reiða fram 80ma.kr. - til þess að leiðréttingar aðferðin gangi upp.
T.d. telur Viðskiptablaðið þetta:
Ríkissjóður mun greiða beint niður lán þeirra sem fá skuldaniðurfellingu
Sjá einnig frétt MBL: Greiðslubyrði lána lækkar strax
Sjá skýringar stjórnvalda: Spurt og svarað aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána
----------------------------------------------------
Hvernig virkar höfuðstólsleiðréttingin?
Höfuðstólsleiðréttingin fer þannig fram að upphaflega láninu er skipt í tvö lán, frumlán og leiðréttingarlán. Lántakinn heldur áfram að greiða af frumláninu en greiðir ekki af leiðréttingarláninu. Ábyrgð lántakans á leiðréttingarláninu lækkar um fjórðung árlega uns leiðréttingarlánið hverfur alveg að fjórum árum liðnum. Gagnvart lántakanum kemur lækkun greiðslubyrði hins vegar fram strax á árinu 2014, eins og öll leiðréttingin hafi verið framkvæmd á fyrsta árinu.Hvað þýðir frumlán og leiðréttingarlán? Verð ég núna með tvö lán?
Frumlán er sá hluti upphaflega lánsins sem stendur eftir þegar búið er að taka leiðréttingarhlutann frá. Lántakinn heldur áfram að greiða af frumláninu eins og ekkert hefði í skorist en greiðslubyrðin lækkar þar sem hann greiðir ekki af leiðréttingarhlutanum.Leiðréttingarlán er sá hluti upphaflega lánsins sem inniheldur höfuðstólsleiðréttinguna. Lántakinn ber ábyrgð á báðum hlutum upphaflega lánsins þar til að leiðréttingarlánið hefur færst niður að fullu. Ábyrgð lántakans á leiðréttingarláninu lækkar um fjórðung árlega uns leiðréttingarlánið hverfur alveg að fjórum árum liðnum, þá að fullu uppgreitt af ríkinu. Gagnvart lántakanum kemur lækkun greiðslubyrði hins vegar fram strax á árinu 2014, eins og öll leiðréttingin hafi verið framkvæmd samtímis á fyrsta árinu.
Af hverju kemur leiðréttingarlánið ennþá inn á skattframtalið sem mitt lán?
Leiðréttingarlánið er formlega á ábyrgð lántaka þar til það hefur verið greitt upp að fullu með aðgerðum stjórnvalda, sem lækka leiðréttingarlánið um fjórðung árlega frá 2014-2017. Lántaki hættir hins vegar að greiða af leiðréttingarláninu árið 2014 og því eru áhrifin á greiðslubyrði lántakans þau sömu og ef leiðréttingin kæmi öll til framkvæmda á fyrsta árinu.
Hvað gerist ef ég hætti að borga af frumláninu á fjögurra ára tímabilinu?
Ef lántaki lýsir sig gjaldþrota renna lánin aftur saman og eru öll á ábyrgð lántaka.
----------------------------------------------------
Eins og ég skil þetta!
Verður ríkið ekki að reiða fram 80ma.kr. - þegar aðgerðin kemst til framkvæmda - til þess að þetta gangi upp. En ég tel að með því að láta hvern og einn bera ábyrgð á "leiðréttingarláninu" þá einmitt sleppi ríkið við slík fjárútlát. Það sé einmitt ástæða þess, að sú leið sé farin - að viðkomandi lánþegar séu ábyrgðarmenn leiðréttingarlánsins.
Þetta er raunveruleg ábyrgð sbr. síðustu tilvitnunina að ofan, að ef lánþegi verðu gjaldþrota innan nk. 4. ára, leggjast lánin saman - þ.e. leiðréttingarlánið sé þá gjaldfellt á lánþega.
Það að lánþegar bera ábyrgð á leiðréttingarláninu, meðan - - ríkið er að greiða það niður á nk. 4. árum með nýjum bankaskatti.
Líklega þíðir að, lánstraust lánþega eykst ekki nema smám saman yfir það tímabil, eftir því sem leiðréttingarlánið er greitt niður af hinum nýja skattstofni.
Það á móti væntanlega letur fólk til að fara að slá ný lán, eða til að kaupa nýtt húsnæði - strax.
Það hefur þá "jákvæðu" hlið, að draga úr hugsanlegum verðbólgu áhrifum, vegna þess að hugsanlega slái fólk ný neyslulán.
Eða út hugsanlegum áhrifum til hækkunar á húsnæðisverði vegna þess að aðgerðin kalli fram aukna eftirspurn á húsnæðismarkaðinum.
- Viðbótar hliðaráhrif eru þá væntanlega auk þess þau, að þar með ógnar aðgerðin ekki lánstrausti ríkisins sjálfs - - sá áróður að ríkið falli í ruslflokk sé því ekki réttur.
Niðurstaða
Ég get vel skilið það að ef til vill finnist einhverjum óþægilegt að bera með þessum hætti ábyrgð á "leiðréttingarláninu" en á móti, vinnst það fram - - að þ.s. greiðslubyrði fólks lækkar strax frá upphafi árs 2014. Þá hefur aðgerðin um og hún kemst til framkvæmda á nk. ári, áhrif til að bæta kjör skuldugs almennings.
Ný skattstofn mun greiða upp "leiðréttingarlánin" og að 4 árum liðnum, ef fólk kærir sig um - getur það slegið ný lán.
Með þessari aðferð virðist mér ríkinu takast að framkvæma aðgerðina, án þess að hún skapi nýja umtalsverða fjárhaglega áhættu fyrir ríkið. Þar með standast ekki þær fullyrðingar að hún ógni fjárhagslegum stöðugleika ríkisins þ.e. lánstrausti þess.
Ég held að almenningur geti sætt sig við þau líklega smávægilegu áhættu, að bera ábyrgð á leiðréttingarláninu meðan það er greitt upp af hinum nýja skattstofni ríkisins. Í staðinn fyrir að fá á næsta ári, bót lífskjara með lækkun vaxtagjalda.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:40 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar, ég er að mestu sammála þér, nema þú talar um upphaf næsta árs. Mér skilst að framkvæmdin verði um mitt ár 2014. Lántakendur eiga að sækja um leiðréttinguna sjálfir á tilteknum degi, en það gerist ekki fyrr en eftir að nauðsynlegar lagabreytingar liggja fyrir og útfærslan hefur verið skilgreind nánar.
Kæmi mér ekki á óvart að framkvæmdin verði stuttu fyrir sveitarstjórnarkosningar!
Það er erfitt að sjá hver er ábyrgð ríkissjóðs og lántakanda í þessu samhengi. Vissulega verður viðbótarlánið með veði í fasteigninni - sem slíkt fellur það á eiganda fasteignarinnar (lántakanda) við gjaldþrot. En hver er það sem tekur viðbótarlánið, svona hreint tæknilega séð?
Viðbótarlánið er með einn greiðanda: Ríkissjóð. Eru viðbótarlánin þá ekki á ábyrgð Ríkissjóðs? Verður þetta tæknilega útfært eins og þegar einn aðili tekur bankalán með veði í fasteign annars aðila? Einhvers konar lögbundinn samningur hlýtur að þurfa að liggja fyrir milli þriggja aðila: Lántakanda, lánastofnunar og ríkissjóðs.
Verða lánastofnanir lögbundnar til að gangast undir slíka samninga, eða verður samningurinn aðeins milli lántakanda og ríkissjóðs? Er það lagatæknilega hægt að lögbinda lánastofnanir með þessum hætti? Spyr sá sem ekki veit. Ríkissjóður virðist í raun vera að veita lántakanda lán til fjögurra ára, þar sem ríkissjóður gefur eftir fjórðung lánsins á hverju ári.
Miðað við vexti af verðtryggðum lánum þá er vaxtakostnaðurinn rúmir 4 milljarðir.
Ríkið verður af tekjum einhverjum tekjum vegna breytinga á séreignasparnaði. Ef allir sem geta hækka framlag úr 2% í 4% minnka tekjur ríkissjóðs um c.a. 10 milljarði (1/3 af 40% af 70 milljörðum). Það er þó alveg óljóst hversu margir munu taka upp séreignarsparnað til þess að greiða niður húsnæðisskuldir - miðað við tölurnar sýnist mér gert ráð fyrir að allir lántakendur nýti sér réttinn til fulls (miðað við að lántakendur séu helmingur þjóðarinnar, og meðaltekjur séu 500.000 á mánuði, þá er heildarframlag á 3 árum c.a. 1 milljón að meðaltali, sem dreifist á 70.000 heimili). Stóra spurningin hér er þá hversu margir sem ekki nýta sér séreignarsparnað í dag munu taka hann upp. Tekjuskerðing ríkissjóðs verður minni eftir því sem fleiri fara þessa leið.
Uþb. 70.000 heimila eru með fasteignalán, og viðbótarlánið skilar því uþb. 1,1 milljón að jafnaði. Full nýting séreignarsparnaðar skilar annarri milljón í lækkun höfuðstóls. Gróft reiknað gerir það um 20.000 lægri mánaðargreiðslu til frambúðar.
Alls sýnist mér ábyrgð ríkissjóðs vera upp á c.a. 100 milljarði í þessu dæmi (80 milljarðir í aukalán + vextir og tekjuskerðing).
Brynjólfur Þorvarðsson, 1.12.2013 kl. 09:32
Takk fyrir athugasemdina, breytti þessu í - þegar aðgerðin kemst til framkvæmda - svo ég sé ekki að segja neitt er orkar tvímælis.
"Kæmi mér ekki á óvart að framkvæmdin verði stuttu fyrir sveitarstjórnarkosningar!"
"En hver er það sem tekur viðbótarlánið, svona hreint tæknilega séð? "
Fyrst að leiðréttingarlánið er á ábyrgð lántakanda - það fellur á hann ef sá verður gjaldþrota innan nk. 4. ára; þá er hann örugglega hinn tæknilegi lántakandi.
"Einhvers konar lögbundinn samningur hlýtur að þurfa að liggja fyrir milli þriggja aðila: Lántakanda, lánastofnunar og ríkissjóðs."
Já, þess vegna er væntanlega það fyrirkomulag, að fólk þarf að sækja um. Það þurfi að liggja fyrir skír vilji viðkomandi, og þá fullar sannanir í framtölum og yfirlitum yfir greiðslur nokkur ár aftur í tímann. Spurning hvort þ.e. eins flókið og að fá þjónustu - Umboðsmanns skuldara. Kemur í ljós.
"Er það lagatæknilega hægt að lögbinda lánastofnanir með þessum hætti? Spyr sá sem ekki veit."
Hmm, það þarf örugglega að gera - till að tryggja þátttöku allra. Annars gæti það þvælst fyrir ef lánastofnun neitar þátttöku. Ef lánastofnun mundi kæra, þá getur það orðið áhugavert prófmál. A.m.k. ætti lánveitandinn ekki að vera tapa neinu fé - sá fær viðbótar lausafé með því að lán eru greidd upp hraðar en sá reiknaði með. Tæknilega getur sú stofnun þá grætt, með því að geta boðið ný lán í auknum mæli. Nema auðvitað að ríkið og Seðlab. hafi áhyggjur af verðbólgu, og lausafjárbinding verði aukin á móti.
"Stóra spurningin hér er þá hversu margir sem ekki nýta sér séreignarsparnað í dag munu taka hann upp. Tekjuskerðing ríkissjóðs verður minni eftir því sem fleiri fara þessa leið. "
Þetta er áhugaverður punktur - - þetta gæti ítt fj. fólks í það að hafa séreignarsparnað. Sem kannski er góður hlutur - lengra fram litið. Að auka sparnað í hagkerfinu.
"Alls sýnist mér ábyrgð ríkissjóðs vera upp á c.a. 100 milljarði í þessu dæmi (80 milljarðir í aukalán + vextir og tekjuskerðing)."
Það var einmitt punkturinn hjá mér, að ríkið væri sennilega ekki - að taka nokkra beina ábyrgð eða áhættu á þeim aukalánum.
svo við erum að tala um kostnað fyrir ríkið sem getur nálgast 20ma.kr. dreift á nk. 4 ár, sem kannski minnkar ef þeim fjölgar verulega sem hafa séreignasparnað.
Þetta virðist viðráðanlegt fyrir ríkið með 4 ára dreifingu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.12.2013 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning