Um hvað er Kína akkúrat að deila við Japan og S-Kóreu, úti í miðju ballarhafi?

Það er áhugavert að eitt af því fyrsta sem ný ríkisstjórn Kína hefur ákveðið að gera - - er að storka einmitt ríkisstjórnum S-Kóreu og Japans, auk þess auðvitað þeirra megin bandamanni, Bandaríkjunum.

Þetta er sjálfsagt söguleg tilviljun - - en nú eru við völd í löndunum þrem; ríkisstjórnir sem eru ákaflega þjóðernissinnaðar. 

Spurning hvort það magnar hættu á því, að deilur þjóðanna magnist upp í eitthvað hættulegt?

Á mynd Wall Street Journal má sjá hið yfirlýsta flugöryggissvæði Kínverja!

 
  1. Innan þess eru Leodo sem S-Kórea telur sig eiga, bæði efnahagslögsögu í kringum og lofthelgi, stjv. S-Kóreu virðast líkleg til að verja sitt "claim" gegn "counter claim" Kína.
  2. Síðan er það röð af smáeyjum og skerjum sem Japanir kalla Senkaku en Kínverjar Diaoyu. Þar telja Japanir sig eiga allan rétt þ.e. lögsögu í kring, lofthelgi og umráðarétt á landi. Japanir eru þar með stöð á einnig smáeyjunni.

 

Hvað er þetta Leodo?

Skv. Wikipedia er þetta klettur undir sjávarmáli, þ.e. á fjöru er þetta 4 metra undir yfirborðinu. Enska heitið er Socotra Rock. 

Á Íslandi mundi þetta vera kallað - boði. En sker er alltaf ofansjávar a.m.k. á fjöru - sjór brýtur þá yfir.

Skv. Hafréttarsáttmálanum er ekki mögulegt að nota boða sem aldrei sést ofan sjávar sem lögsögu-mörk.

S-Kórea hefur aftur á móti reist pall --> Sjá mynd. Eins og sjá má er þar þyrlupallur. Þarna er víst veðurathugunarstöð og vísindastöð.

Augljóst er að tilgangurinn er að tryggja sér örlítið stærri lögsögu, Kínverjar að sjálfsögðu hafa engan áhuga á að viðurkenna "claim" S-Kóreu.

Hið minnsta er neðansjávarkletturinn eða boðinn Leodo, nær S-Kóreu. 

En þ.e. þó ekki sennilegt, að það skipti miklu máli í augum Kínverja, en þeir muna það alveg örugglega að gervöll Kórea þ.e. bæði Suður og Norður, voru hérað í Kína, þegar svokölluð Quing ætt réð ríkjum. Síðasta keisaraveldi Kína.

Þá auðvitað áttu þeir allan flóann þarna á milli, en Kórea er eins og skagi út úr Kína, eins og sjá má á mynd.

Kínverjar virðast hafa tilhneigð til að líta svo á, að þeirra "claim" skipti alltaf meira máli, ef þ.e. eldra. Í þessu tilviki geta þeir þó ekki breitt sögunni. Enda S-Kórea það öflugt ríki að það verður ekki lagt auðveldlega undir Kína. S-Kórea er mjög hernaðarlega sterk, þ.e. öflugur landher.

 

Senkaku eyjar eða Diaoyu!

Ég held að þetta sé sínu hættulegri deila. En ég á mjög erfitt með að sjá S-Kóreu og Kína fara í stríð út af boða, sem aldrei kemst nær sjávarmáli en 4 metra.

Þarna kemur ekki síst - erfið saga Kína og Japans. En Japan er auðvitað að mörgu leiti sjálfu sér verst, en Japanir hafa aldrei gengið nándar nærri því eins langt og t.d. Þjóðverjar í því að biðjast afsökunar á hegðun sinni í Seinna Stríði. En það eru engar ýkjur að japanskir hermenn, urðu valdir að dauða margra milljóna kínverskra borgara. Sérstaklega er alræmdur atburður sem svokallað "Rape of Nanking." Sem var þá höfuðborg Kína, undir stjórn Kuomintang flokksins. Eitthvað um 3 milljón Kínverja er sögð hafa verið drepin - hreinlega myrt í þeirri borg. Þ.e. mjög grimmilegu "sack" eins og þ.e. kallað, er borgin féll, atburður sem virðist hafa verið eins grimmur og slíkir atburðir verstir hafa verið í forsögu fyrri alda. Þ.e. þegar her tekur borg og nánast gersamlega eyðir öllu kviku þar innan.

Vegna þess að Japanir þykja ekki nægilega sakbitnir út af þessu, og öðrum grimmdarverkum frömdum í öðrum Asíulöndum. Hefur allt fram á þennan dag, verið ákveðin undirliggjandi andúð á Japönum í Asíu.

Þó þetta sé almennt í dag komið undir yfirborðið, gleymt í mynni yngri kynslóða víða hvar í Asíu. Þá hefur minningunni verið haldið mjög vakandi innan Kína.

Það má vera að kínverski kommúnistaflokkurinn sé að einhverju leiti að notfæra sér þetta gamla hatur.

Það væri ekki í fyrsta sinn - - Senkaku Islands.

Senkaku islands

Það er magnað að hugsa til þess, að hugsanlega fari Kína og Japan í stríð út af eyjum, sem eru smærri að heildarflatarmáli heldur en Vestmannaeyjaklasinn.

Eins og sést eru Ryukyu eyjar sem koma í beinu framhaldi af Japan eyjaklasanum ekki langt undan.

Þær hafa tilheyrt Japan um langan aldur. En Senkaku komst í hendur Japana eftir ósigur Kína gagnvart Japan í stríði 1895. Þá tók Japan einnig Tævan.

Í dag ræður Japan ekki Tævan, en heldur enn Senkaku eyjum.

  • Ég held að stóri punkturinn sé tvímælalaust sá; að Senkaku eyjar, Ryukyu eyjar og síðan Tævan.
  • Mynda nokkurs konar varnarlínu á hafinu.

Ef kemur til stríðs, og Japan ræður enn yfir Senkaku, og ef maður ímyndar sér að Tævan sé þátttakandi og ekki vinveitt Kína.

Þá tæknilega séð, væri hægt fyrir flota landanna, að setja nánast - - hafnbann á Kína.

Filippseyjar eru síðan rétt fyrir sunnan.

  • Eins og sést á Kortinu fyrir neðan, er Kína í reynd ákaflega aflokað - -af þessum eyjaklösum.
  • Líklega er þ.s. kínv. yfirvöld vilja, er að rjúfa skarð í þennan múr.
En það þarf ekki endilega risastóran sjóher, til að loka Kína af - - ef sá er studdur af stöðvum á landi af nálægum eyjum.

Ef Kína nær Senkaku, þá væri Kína búið að rjúfa skarð í "Múrinn."

Það má sjá á eftirfarandi fréttaskýringu Reuters, að Kína hugsar þetta einmitt svona:

Special Report: China's navy breaks out to the high seas

Þetta er örugglega af hverju einnig, Kína leggur svo mikla áherslu á að "einangra Tævan" - en ef Kína getur náð Tævan undir sig, þá mundu landsstöðvar þar geta haldið sjóherjum hugsanlegra andstæðinga í góðri fjarlægð, þannig að kínv. flotinn hefði örugga sjóleið út á Kyrrahaf.

  1. Fyrsta skrefið sé að ná Senkaku!
  2. Og að sjálfsögðu vita Japanir af "strategísku" mikilvægi smáeyjanna, sem er akkúrat af hverju, Japanir vilja hanga á þeim.
  • Það er einmitt hætta, að eftir því sem Kína þrýstir fastar á - eflir sinn flota meir.
  • Því stærra mun Kína voma í augum Japana sem ógn, og því þeir halda fastar í þessar smáeyjar.

Ef Japan er óvinveitt, en segjum Tævan er ekki - þá yrðu kínv. siglingar að fylgja strönd Kína, og síðan út á haf vestan megin við Tævan.

Japan mundi geta haldið uppi langri varnarlínu alla leið að Tævan.

Ég bendi ykkur á að taka eftir því hvar á kortinu Spratly eyjar eru!

Það er nefnilega ein deilan enn - - þar deilir Kína við Víetnam, Filippseyjar, Indónesíu og Malasíu.

Takið eftir því hve fjarri þær eyjar eru Kína - - en þó þykist Kína eiga þær.

Og Kína hefur verið að beita þessi ríki að mörgu leiti sambærilegum þrístingi, þ.e. siglir eigin herskipum um eyjarnar reglulega, mótmælir reglulega siglingum flota hinna landanna um sama svæði.

  • En það má alveg sjá þarna vinkil út frá öryggi siglingaleiða, þ.e. kínv. stöðvar þar gætu hugsanlega auðveldað Kína að tryggja öryggi eigin siglinga um það svæði. En nær allir olíuflutningar til Kína, fara í gegnum indónesísku sundin þar lengra í Suður.

En þrístingur Kínverja, er að ýta einnig þessum ríkum til að efla sinn herstyrk.

 

Mér virðist raunverulega hætta á því að Kína endurtaki mistök keisarans af Þýskalandi!

En eftir að Bismark var endanlega rekinn af Vilhjálmi keisara 1890, urðu mikilvægar breytingar á þýskri utanríkisstefnu. En Bismark hafði tekist að einangra Frakkland, tekist að viðhalda vinsamlegum samskiptum við Bretland, og hann gerði sér far um að tryggja að Austurríki og Rússland færu ekki í hár saman. Þannig tókst honum að viðhalda friði milli stórveldanna í Evrópu um nokkurn árafjöld.

En keisaranum, tókst að sannfæra á nokkrum árum Frakka og Breta um að mynda bandalag gegn Þýskalandi, um 1900 var búið að mynda bandalag milli Breta - Frakka og Rússa, meðan að á móti hafði Þýskaland einungis keisaradæmi Austurríkis og Ungverjalands.

1895 hófst umfangsmikil flotauppbygging Þýskalands, stefnan var að ná að byggja upp flota sem væri a.m.k. álíka sterkur og sá breski. Bretar gátu ekki annað en séð það sem ógn.

Á skömmum tíma í kjölfarið, var búið að myndast vinskapur með hinum gömlu erkifjendum, Bretum og Frökkum.

  • Hættan virðist augljóslega sú, að hin - ég verð að segja - fremur ódýplómatíska nálgun Kína að deilum við nágranna lönd sín, á sama tíma og Kína er augljóslega að efla herstyrk sinn hröðum skrefum.
  • Sannfæri nágranna löndin um að mynda bandalag, gegn Kína.
  • Augljósi bandamaður þeirra er þá auðvitað Bandaríkin.
  1. Kína gæti mjög auðveldlega haft allt aðra nálgun á þessi mál, en Kína væri í lófa lagið að bjóða margvíslegar gulrætur til ríkjanna í kring, í skiptum fyrir að þau mundu veita Kína réttindi í tilteknum eyjaklösum.
  2. Það gæti falið í sér, frekari opnun á viðskipti fyrirtækja í þeim tilteknu löndum innan Kína, það gæti falið í sér - tilboð um fjárfestingar, jafnvel sérréttindi til fyrirtækja frá þeim tilteknu löndum. En slíkur séraðgangur að Kína, gæti orðið töluvert verðmætur!

Hafandi í huga hve öflugar gulrætur Kína getur boðið.

Þá botna ég alls ekki í því, af hverju Kína beitir ekki þessu "soft power approach." 

En ég er algerlega viss, að sú aðferð mundi virka miklu mun betur. Kína gæti þá hugsanlega notfært sér undirliggjandi gamlan illvilja innan Asíu gegn Japan, og einangrað Japan - og jafnvel Bandaríkin frá SA-Asíu.

En til þess þyrfti utanríkisstefnu sambærilega við þá er Bismark rak á sínum tíma. Í Kína virðist engan Bismark að sjá, a.m.k. ekki í valdastól.

 

Niðurstaða

Ég velti fyrir mér hvort að hin nýja stefna valdaflokksins í Kína, sé vísbending þess að kínv. kommúnistaflokkurinn, ætli sér að beita fyrir sig - - "þjóðrembu" gambýttnum.

En það hefur áður gerst, að ríkisstjórnir ákveða að ýta undir neikvætt form þjóðernishyggju - þ.e. þjóðrembu.

En takið eftir orðalagi í tali talsmanns stjórnvalda Kína: China sends fighter jets into disputed air space

Bandaríkin sendu tvær sprengjuvélar í langflug, lá flugleiðin í gegnum hið ný skilgreinda flugöryggissvæði Kína, þess ytri mörk með þeim hætti Bandaríkin þar með sína fram á að þau hundsi.

Að auki hafa talsmenn bandar. stjv. líst það svæði "provocative." Sem það sannarlega er. Og auðvitað embættismenn og ríkisstj. Japans og S-Kóreu, sent Kína formlegar kvartanir.

Japan and the US should carefully reflect upon and immediately correct their mistakes,” - “They should stop their irresponsible accusations against China and refrain from remarks and actions that harm regional stability.

Umkvartanir Bandar. og aðgerðir, sbr. flug tveggja sprengjuvéla - eru sem sagt að skaða svæðisbundið jafnvægi.

Þetta virðist gefa vísbendingu um það hvernig Kína stjórn ætlar að fjalla heima fyrir um deilur tengdar Senkaku og yfirlýstu flugöryggissvæði, þ.e. kínv. stjv. blásaklaus að fást við yfirgang erlendra ríkja á yfirráða svæði Kína.

Nálgun sem virðist hönnuð til að æsa upp kínverska þjóðrembu.

En þetta tónar einnig við árin fyrir Fyrra Stríð, en eftir því sem deilur Frakka og Þjóðverja mögnuðust eftir 1890, þá stigmögnuðust einnig þjóðernis æsingar þeirra á milli - - hatur milli þjóðanna varð smám saman mjög ofstækisfullt.

Ég velti fyrir mér hvort deilur Japana og Kínverja muni fylgja sambærilegum farveg?

Hvort við séum nú stödd ca. í 1895 þegar enn voru 18 ár í allsherjar stríð milli Frakka og Þjóðverja. Þannig að á komandi árum munum við horfa á sambærilega uppbyggingu á spennu, milli Kínverja og Japana. Ásamt mikilli hernaðar uppbyggingu og upphleðslu spennu!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 856020

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband