Er nýtt samdráttarskeið að hefjast á evrusvæði?

Það eru komnar vísbendingar í tölum MARKIT sem birtir reglulega svokallaða "pöntunarstjóravísitölu" helstu -iðn, sem og þjónustufyrirtækja á evrusvæði. Sérfræðingar MARKIT greina þessar tölur eftir ríkjum, en birta einnig heildartölu fyrir evrusvæði allt.

Það er nefnilega áhugavert að stefnan í tölum MARKIT hefur verið til aukningar að mestu samfellt síðan ca. í apríl sl. En nú annan mánuðinn í röð, má sjá vísbendingar um hugsanlegt nýtt trend í hina áttina.

Auðvitað er ekki unnt að vera viss að þróun tveggja mánaða í röð sé nýtt trend - - en þ.e. samt ástæða að ætla að slíkt geti verið í gangi.

En ég bendi á óvenjulága mælingu á verðbólgu á evrusvæði nýverið, en það getur bent til þess að hagkerfið sé á leiðinni í einhvers konar svefn ástand - jafnvel samdrátt.

Og að auki skv. mjög nýlegum tölum um vöxt á evrusvæði á 3. fjórðungi var vöxtur einungis 0,1% meðan hann mældist 0,4% á 2. fjórðungi - - er var fyrsti fjórðungurinn þá í töluverðan tíma er sýndi hagvöxt.

Tölur hærri en 50 aukning - - tölur lægri en 50 samdráttur!

Markit Flash Eurozone PMI®

  • Eurozone PMI Composite Output Index (1) at 51.5 ( 51.9 in Octo ber ). Three - month low.
  • Eurozone Services PMI Activity Index (2) at 50.9 ( 51.6 in October ). Three - month low.
  • Eurozone Manufacturing PMI (3) at 51. 5 ( 51.3 in October ). 29 - month high.
  • Eurozone Manufacturing PMI Output Index (4) at 52. 8 ( 52.9 in October ). Two - month low.

Eins og þið sjáið er þetta mjög mild sveifla, þarna dregur úr aukningu milli mánaða örlítið.

Heildartalan "composite" sýnir samlagningu pöntunarstjóra vísitölum fyrir iðnframleiðslu og þjónustu.

Þarna mælist enn smávegis aukning í pöntunum til iðnfyrirtækja, en af greiningu MARKIT sést - að þar er um pantanir erlendis frá að ræða. Ekki innan evrusvæðis.

Tölurnar sýni að heildar-eftirspurn innan evrusvæðis sé - - > aftur komin í niðursveiflu.

Ef það væri ekki fyrir töluverða aukningu erlendra pantana, væri líklega einnig niðursveifla í pöntunum til iðnfyrirtækja.

Þ.s. þetta sýnir er að nýleg vaxtaákvörðun Seðlabanka Evrópu var - hárrétt.

  • "Williamson , Chief Economist at Markit said: Some encouragement must be gleaned from the PMI signalling expansion of the eurozone economy for a fifth successive month in November, but the average reading over the fourth quarter so far is signalling a very modest 0.2% expansion of GDP across the region, and it looks like momentum is being lost again
  • "“Attention will also be focused on the signs that deflationary forces may be gathering. Prices charged for goods and services fell at a faster rate in November, despite firms‟ input costs rising at the steepest clip for over a year."

Það er sérstaklega uggvænlegt að fyrirtækin séu að neyðast til að lækka verð hraðar en áður, á sama tíma og verðþróun á aðföngum var óhagstæð.

Það þíðir að hagnaður þeirra hefur þá minnkað eða jafnvel horfið.

Við slíkar aðstæður fara þau ekki að ráða nýtt fólk.

  • Þýskaland sker sig þó úr - - eina landið þ.s. tölur eru enn í hækkunarferli, segir hagfræðingur MARKIT.

 

Áhugavert að sjá muninn á Frakklandi og Þýskalandi!

Markit Flash Germany PMI®:

  • Germany Composite Outp ut Index (1) at 54.3 ( 53.2 in Octo ber ) , 10 - month high.
  • Germany Services Activity Index (2) at 54.5 ( 52.9 in Octo ber ), 9 - month high.
  • Germany Manufacturing PMI (3) at 52.5 ( 51.7 in Octo ber ), 2 9 - month high.
  • Germany Manufacturing Output Index ( 4) at 54.0 (53.6 in October ), 3 - month high

Markit Flash France PMI®:

  • France Composite Output Index (1) f alls to 48.5 ( 50.5 in October ), 5 - month low.
  • France Services Activity Index (2) drops to 48.8 ( 50.9 in October ), 4 - month low.
  • France Manufacturing Output Index ( 3 ) slips to 47.2 ( 49.0 in October ), 6 - month low.
  • France Manufacturing PMI ( 4 ) fa lls to 47.8 ( 49.1 in October), 6 - month low.

Tölurnar í Frakklandi komnar aftur yfir í samdrátt.

Meðan að enn er uppsveifla í þýsku tölunum.

Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Hollande, en það getur þítt að Frakkland lendi í mældum efnahagssamdrætti á 4. ársfjórðungi, eftir að hafa mælst í 0,1% samdrætti á 3. fjórðungi, sem mundi þíða að skv. reglum ESB væri Frakkland aftur komið í samdráttarskeið.

Frakkland stóð sig þá lakar en Spánn þ.s. mældist 0,1% vöxtur. En ef aftur er að hægja á - á evrusvæði. Þá getur vel verið að Spánn muni mælast í samdrætti á síðustu 3. mánuðum ársins.

 

Niðurstaða

Það getur verið að vangaveltur mínar frá því sl. sumar, þegar ég varpaði fram þeirri tilgátu að vöxturinn sem mældist á evrusvæði 0,4% apríl, máí og júní - væri einungis skammtímasveifla, séu að rætast. Ég var með vangaveltur um nýlegar launahækkanir í Þýskalandi þ.s. aukning í eftirspurn virtist langmest innan Þýskalands. En fékk ábendingu á móti, að þetta gæti einnig passað við góða sumarvertíð. Ef við segjum að líklegri skýring sé - sumarvertíð. Þá er það alveg rökrétt að aftur mundi hægja verulega á vexti fjórðunginn á eftir. Það að vöxtur 3. fjórðungs var einungis 0,1% virtist þá þegar staðfesta grun minn um skammtíma sveiflu.

Og nú tölur MARKIT - geta gefið til kynna að grunur minn um samdrátt lokamánuði ársins, geti einnig ræst.

Þá kemur því kannski ekki á óvart, að verðbólga sé að hrynja saman í október. En það getur tónað við það ástand - - að hagkerfið sé við það að nálgast svefn ástand.

Það verður forvitnilegt að sjá hvort að tilgátan um samdrátt lokamánuði ársins - rætist einnig.

Mældur hagvöxtur á evrusvæði á 2. ársfjórðungi 2013

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Svo talar Æðsti Prestur ESB trúboðsins á Íslandi Árni Páll Árnason um að hér geti verið að myndast eitthvert "Japanskt kyrrstöðu" og doða ástand sem hætta sé að færist yfir Ísland ef að þjóðin gangi ekki strax í Evrópusambandið ?

ÁPÁ kann greinilega ekkert í landafræði !

Gunnlaugur I., 22.11.2013 kl. 23:44

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Spurning hve vel hann fylgist með erlendu pressunni. Eða hvort hann treysti á að landinn sé ekki að því.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.11.2013 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband