21.11.2013 | 00:17
Vangaveltur um neikvæða vexti Seðlabanka Evrópu á innlánsreikningum, valda smávegis lækkun evrunnar
Það eru bersýnilega vaxandi væntingar uppi um að Mario Draghi yfirmaður Seðlabanka Evrópu muni grípa til frekari aðgerða, til þess að hindra þróun í átt að verðhjöðnun á evrusvæði. Einn möguleiki er "QE" þ.e. kaup prógramm Seðlabanka Evrópu í stíl við sambærileg á vegum "US Federal Reserve" - "Bank of England" og Japansbanka; fjármögnuð með prentun.
ECB Said to Consider Minus 0.1 Percent Deposit Rate
German Notes Advance as ECB Said to Mull Negative Deposit Rate
En vægari aðgerð er sú, að leggja á neikvæða vexti, á innlánsreikninga Seðlabanka Evrópu.
Þ.e. á þá reikninga sem evr. bankastofnanir eiga í "ECB" til að letja þá í því atferli að varðveita stórar fjárhæðir þar í öruggu skjóli - - en hagkerfum eigin landa til einskis gagns.
Hugmyndin er að slíkir neikvæðir vexti, neyði banka til að - nota það fé til einhvers.
- Reyndar held ég, miðað við núverandi aðstæður á evrusvæði, sé langlíklegast að S-evr. bankar mundu bregðast við, með því að kaupa enn - enn meir af ríkisbréfum eigin landa.
- Frekar en að, bjóða upp á aukin útlán - - > Sem eru þau áhrif sem menn dreymir um að af verði.
En eins og ég sagði frá í gær: Hið vanheilaga samband banka og ríkissjóða hefur ágerst á evrusvæði síðan 2012
Virðast bankar í S-Evr. að vera bregðast við óvissuástandinu innan eigin hagkerfa, með því að - - kaupa, kaupa og kaupa - ríkisbréf eigin landa.
En vandinn í S-Evr. er að eignaverð er líklegt að lækka, þannig að líklega sé ekki góður "bissness" að bjóða upp á lán með veðum t.d. í húseignum þessa stundina.
Atvinnulíf sé megni til enn í hnignun - fyrir utan einhverja aukningu í útflutningi sérstaklega á Spáni. Almenningur einnig skuldi mikið - nema á Ítalíu einna helst. En þar í staðinn er hnignun í atvinnulífinu alls staðar í augsýn. Aukning í útflutningi virðist ekki duga til þess að koma heildarhagkerfinu af stað.
- Málið sé að almennt í þeim löndum sé ekki að sjá mikinn gróða í því að auka útlán hvorki til almennings né til fyrirtækja á næstunni.
- Skársti kosturinn sé líklega því -> enn meiri ríkisbréf.
- 10 ára spönsk og ítölsk eru þessa stundina á kringum 4% vöxtum á markaði.
- Meðan að Seðlabankainn býður 0,25% stýrivexti.
- Virðist það besti "díllinn" líklega í boði fyrir þessa banka, að kaupa enn meir af ríkisbréfum.
Þetta sé líklega af hverju bankar í löndum eins og Spáni, Portúgal, Ítalíu og Írland - hafi verið að auka mjög á ríkisbréfaeign sína síðan veturinn 2011.
Í þeirri óvissu sem sé til staðar í atvinnulífinu, sé þetta skársti kosturinn af slæmum.
----------------------------
Þess vegna væri miklu betra að hefja "QE" eins og einn bankaráðsmanna innan Seðlabanka Evrópu ræddi sem möguleika um daginn sbr:
Stutt í að Seðlabanki Evrópu fari að prenta? Skv. EUROSTAT mældist hagvöxtur einungis 0,1%
Það sem þetta sýnir þó er að mikil umræða er í gangi innan Bankaráðs Seðlabanka Evrópu, og sitt sýnist hverjum.
Sjálfsagt styðja einhverjir "QE" kannski Peter Praet, en ýmsir aðrir líklega vilja fara þá vægari leið að setja neikvæða vexti á innlánsreikningana - - svo er þriðji hópurinn sem fulltrúa Þýskalands í broddi fylkingar sem vill alls - alls ekki, fara lengra í þá átt að losa um peningastefnuna.
Eins og ég sagði um daginn - getur næsta vaxtaákvörðun verið áhugaverð.
Niðurstaða
Ég held ekki að það muni skila árangri að setja neikvæða vexti á innlánsreikninga Seðlabanka Evrópu, vegna þess að ég tel að það trend að bankar í S-Evr. kaupi eins og óðir ríkisbréf eigin landa, muni þá einfaldlega ágerast enn frekar.
Þeir með öðrum orðum, muni ekki auka útlán - ekki heldur lækka vexti á lán til að auka eftirspurn; með öðrum orðum, stíflan innan bankakerfis S-Evr. muni ekki losna við þá aðgerð.
Og þróun yfir í verðhjöðnun muni þá halda áfram af sama krafti!
Þannig að ef Draghi tekur þá tilteknu ákvörðun í desember, þá mun hann líklega standa frammi fyrir fyrstu vísbendingum um gagnsleysi þeirrar ákvörðunar í byrjun janúar.
Þá kannski frestast "prentun" með "QE" einfaldlega um mánuð.
En ég sé ekki að prentun verði umflúin á evrusvæði - mikið lengur.
Kemur í ljós - - kannski gerist hann róttækur þegar í desember í stað þess að neyðast til þess síðar.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:19 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 565
- Frá upphafi: 860907
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 508
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning