21.11.2013 | 00:17
Vangaveltur um neikvæða vexti Seðlabanka Evrópu á innlánsreikningum, valda smávegis lækkun evrunnar
Það eru bersýnilega vaxandi væntingar uppi um að Mario Draghi yfirmaður Seðlabanka Evrópu muni grípa til frekari aðgerða, til þess að hindra þróun í átt að verðhjöðnun á evrusvæði. Einn möguleiki er "QE" þ.e. kaup prógramm Seðlabanka Evrópu í stíl við sambærileg á vegum "US Federal Reserve" - "Bank of England" og Japansbanka; fjármögnuð með prentun.
ECB Said to Consider Minus 0.1 Percent Deposit Rate
German Notes Advance as ECB Said to Mull Negative Deposit Rate
En vægari aðgerð er sú, að leggja á neikvæða vexti, á innlánsreikninga Seðlabanka Evrópu.
Þ.e. á þá reikninga sem evr. bankastofnanir eiga í "ECB" til að letja þá í því atferli að varðveita stórar fjárhæðir þar í öruggu skjóli - - en hagkerfum eigin landa til einskis gagns.
Hugmyndin er að slíkir neikvæðir vexti, neyði banka til að - nota það fé til einhvers.
- Reyndar held ég, miðað við núverandi aðstæður á evrusvæði, sé langlíklegast að S-evr. bankar mundu bregðast við, með því að kaupa enn - enn meir af ríkisbréfum eigin landa.
- Frekar en að, bjóða upp á aukin útlán - - > Sem eru þau áhrif sem menn dreymir um að af verði.
En eins og ég sagði frá í gær: Hið vanheilaga samband banka og ríkissjóða hefur ágerst á evrusvæði síðan 2012
Virðast bankar í S-Evr. að vera bregðast við óvissuástandinu innan eigin hagkerfa, með því að - - kaupa, kaupa og kaupa - ríkisbréf eigin landa.
En vandinn í S-Evr. er að eignaverð er líklegt að lækka, þannig að líklega sé ekki góður "bissness" að bjóða upp á lán með veðum t.d. í húseignum þessa stundina.
Atvinnulíf sé megni til enn í hnignun - fyrir utan einhverja aukningu í útflutningi sérstaklega á Spáni. Almenningur einnig skuldi mikið - nema á Ítalíu einna helst. En þar í staðinn er hnignun í atvinnulífinu alls staðar í augsýn. Aukning í útflutningi virðist ekki duga til þess að koma heildarhagkerfinu af stað.
- Málið sé að almennt í þeim löndum sé ekki að sjá mikinn gróða í því að auka útlán hvorki til almennings né til fyrirtækja á næstunni.
- Skársti kosturinn sé líklega því -> enn meiri ríkisbréf.
- 10 ára spönsk og ítölsk eru þessa stundina á kringum 4% vöxtum á markaði.
- Meðan að Seðlabankainn býður 0,25% stýrivexti.
- Virðist það besti "díllinn" líklega í boði fyrir þessa banka, að kaupa enn meir af ríkisbréfum.
Þetta sé líklega af hverju bankar í löndum eins og Spáni, Portúgal, Ítalíu og Írland - hafi verið að auka mjög á ríkisbréfaeign sína síðan veturinn 2011.
Í þeirri óvissu sem sé til staðar í atvinnulífinu, sé þetta skársti kosturinn af slæmum.
----------------------------
Þess vegna væri miklu betra að hefja "QE" eins og einn bankaráðsmanna innan Seðlabanka Evrópu ræddi sem möguleika um daginn sbr:
Stutt í að Seðlabanki Evrópu fari að prenta? Skv. EUROSTAT mældist hagvöxtur einungis 0,1%
Það sem þetta sýnir þó er að mikil umræða er í gangi innan Bankaráðs Seðlabanka Evrópu, og sitt sýnist hverjum.
Sjálfsagt styðja einhverjir "QE" kannski Peter Praet, en ýmsir aðrir líklega vilja fara þá vægari leið að setja neikvæða vexti á innlánsreikningana - - svo er þriðji hópurinn sem fulltrúa Þýskalands í broddi fylkingar sem vill alls - alls ekki, fara lengra í þá átt að losa um peningastefnuna.
Eins og ég sagði um daginn - getur næsta vaxtaákvörðun verið áhugaverð.
Niðurstaða
Ég held ekki að það muni skila árangri að setja neikvæða vexti á innlánsreikninga Seðlabanka Evrópu, vegna þess að ég tel að það trend að bankar í S-Evr. kaupi eins og óðir ríkisbréf eigin landa, muni þá einfaldlega ágerast enn frekar.
Þeir með öðrum orðum, muni ekki auka útlán - ekki heldur lækka vexti á lán til að auka eftirspurn; með öðrum orðum, stíflan innan bankakerfis S-Evr. muni ekki losna við þá aðgerð.
Og þróun yfir í verðhjöðnun muni þá halda áfram af sama krafti!
Þannig að ef Draghi tekur þá tilteknu ákvörðun í desember, þá mun hann líklega standa frammi fyrir fyrstu vísbendingum um gagnsleysi þeirrar ákvörðunar í byrjun janúar.
Þá kannski frestast "prentun" með "QE" einfaldlega um mánuð.
En ég sé ekki að prentun verði umflúin á evrusvæði - mikið lengur.
Kemur í ljós - - kannski gerist hann róttækur þegar í desember í stað þess að neyðast til þess síðar.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:19 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 395
- Frá upphafi: 863639
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 373
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning