Þetta virðist niðurstaða Deutche Bank, en þetta má sjá í mynd er finna má í þeirra nýjustu ársskýrslu. En eitt af því sem maður hefur velt fyrir sér er - - af hverju hefur vaxtakrafa á lönd eins og Ítalíu og Spán lækkað svo mikið síðan 2012? Að sjálfsögðu hefur loforð Mario Draghi svokallað "OMT" eða "Outright Monetary Transactions" haft heilmikið að segja.
En margir hafa einnig bent á "LTRO" eða mjög hagstæð lán til evrópskra banka, sem Mario Draghi veitti til evr. banka það sama ár - - þ.e. til 3. ára á um 1% vöxtum, og mjög hagstæðum greiðslukjörum.
Margir vilja meina, að þetta fé hafi stórum hluta farið í að kaupa ríkisbréf eigin landa.
Og bankarnir græði heilmikið á því að fá fé á 1% vöxtum, kaupa ríkisbréf á kannski á bilinu 3-5%. Græða þá 2-4%.
Takið eftir því hve eign banka á ríkisbréfum eigin lands vex!
Það eru sérstaklega súlurnar fyrir Spán og Ítalíu er vekja athygli!
- "Italian banks have increased their holdings of Italian public debt from 240bn to 415bn since November 2011 (+ 73pc)."
- "Spanish banks have raised their holdings of Spanish debt 166bn to 299. (+81pc)."
- "Ditto Irish banks, up 60pc; and Portuguese banks, up 51pc."
Sennilega drógu sér engir bankar meira fé hlutfallslega frá Seðlabanka Evr. með "LTRO" neyðarlánunum heldur en spænskir bankar.
- Það sem þetta segir - er að ríkissjóðir þessara landa, séu í stórauknum mæli, háðir kaupum innlendu bankanna í eigin landi, á útgáfum ríkisbréfa. (Sem getur verið m.a. skýr vísbending þess, að kaupendum hafi fækkað)
- Þessir bankar eiga nú verulega meira af ríkisbréfum eigin lands en áður - - sem þíðir væntanlega, að ef áhyggjur af stöðu þessara landa ágerast aftur.
- Sem getur vel gerst þ.s. skuldir þessara landa eru í stöðugu hækkunarferli.
- Þá sé hugsanlegt tap þeirra, þar með enn meira en áður.
Að einhverju leiti má líkja stöðu bankanna á Spáni og Ítalíu, við hluthafa fyrirtækis - sem hafa trekk í trekk tekið þátt í aukningu hlutafjár, þó tapreksturinn haldi stöðugt áfram.
Og hafi nú hætt svo miklu fé, að þeir hafa ekki efni á að tapa því.
En það virðist afskaplega líklegt að hræðsla um stöðu þeirra landa, ef hún tekur sig upp að nýju - - geti sett stórt spurningamerki um stöðu akkúrat sömu banka.
Þar sem þeir líklega hafa ekki efni á því, ef virði þeirra bréfa reynist vera verulega minna virði - en upphaflegt kaupvirði.
---------------------------
Í ljósi þessa, verður áhugavert að fylgjast með stöðu Ítalíu og Spánar sérstaklega, en líklega Portúgals einnig. En tölur um verðbólgu á evrusvæði hafa sýnt Portúgal og Spán alveg við - verðhjöðnun. Mæling verðbólgu "0%" í október í báðum löndum.
Ef verðhjöðnun tekur sig upp, þá hlýtur það ástand að auka vandamál þeirra sem skulda innan landanna tveggja þ.e. allra aðila - > ríkissjóða, sveitafélaga, héraðsstjórna, einstaklinga og fyrirtækja.
Þar með væntanlega eykst tap banka í Portúgal og Spáni, þ.e. afskriftir aukast.
Þá gæti skapast mjög áhugaverð staða í fjármálakerfi þeirra landa, ef markaðurinn fer að óttast um greiðslustöðu ríkissjóða Portúgals og Spánar. Alls ekki út í hött.
Ef bæði löndin lenda í verðhjöðnun.
- Auðvitað Ítalíu einnig - en Ítalía virðist ekki alveg á verðhjöðnunar barminum enn.
En ótti gagnvart stöðu Spánar gæti spillt yfir til Ítalíu, þannig séð.
Niðurstaða
Punkturinn er sá að staðan á evrusvæði er enn virkilega viðkvæm. Sá litli hagvöxtur er mældist á Spáni á 3. fjórðungi þ.e. 0,1% er hvergi nálægt því sem þarf. Ítalía mælist enn í samdrætti. Portúgal hélst í 0,2% eftir 1,1% yfir sumarmánuðina. En einnig er það líklega ekki nægur vöxtur til að ráða fram úr skuldavanda.
Í ljósi þessarar óvissu - virðist það vart vera góðar fréttir.
Að bankar í sömu löndum sem eiga í skuldavanda, skuli hafa stórfellt aukið eign sína í ríkisbréfum eigin landa.
Það virðist augljós áhættuþáttur. Ásamt stöðugt vaxandi skuldum ríkissjóða sömu landa.
Þannig að óvissa um stöðu þessara ríkissjóða muni líklega óhjákvæmilega "spilla" yfir í óvissum um stöðu fjármálakerfis sömu landa.
Evrusvæði hafi ekki tekist að vinna sig út úr sínum vanda. Heldur hafi hann dýpkað.
Verðhjöðnun ef hún mælist á nk. ári á Spáni sérstaklega - en hún virðist sérdeilis líkleg í því landi, gæti einmitt sett óttann af stað að nýju.
- Það getur orðið virkilega forvitnilegt að sjá hvað Mario Draghi gerir - - en hann mun væntanlega fyrir næst vaxtaákvörðun, hafa í höndunum skýrar vísbendingar um stöðu mála lokamánuði þessa árs, þó þær tölur hafi þá ekki enn verið gerðar opinberar. Hann muni vita, hvort að hagkerfi evrusvæði er dottið yfir í samdrátt, í lok þessa árs.
- En vöxtur var bara 0,1% skv. síðustu mælingu.
Nýr samdráttur + verðhjöðnun, væri virkilega eitraður kokteill.
Mario Draghi gæti hafið prentun jafnvel í desember, eða í upphafi nk. árs.
Það gæti verið eina leiðin til að halda dæminu á floti áfram.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
skil hvorki upp né niður í þessu til hver að vera með þessa hríngegju seðlabankin kánar ríkjum sem borga með lánum önur lán sem eru með okurvöxtum sem hleðst uppí tölvukerfum banka en fara ekki útí þjóðfélagið mindi það breita nokkru að bankar feingju bara verðtryggínguna þeir munu aldtrei géta ráðstafað þessum gerfipeníngumá skinsaman hat því mun koma ný bóla sem mun sprínga meða bóla er ekki sprúnginn er hægt að bregðast við en þá verða menn að vinna saman p.S.þessir sektargreiðslur bandarískra banka mun það loka fyrir aðrar málsóknir í bandaríkjunum ea mun aðrar málsóknir koma í kolfarið frá almeníngi
Kristinn Geir Briem, 20.11.2013 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning