Framkvæmdastjórn ESB ætlar að rannsaka "of mikinn viðskiptaafgang Þýskalands"

Málið er að Þýskaland er farið að brjóta reglur sambandsins, sem það sjálft átti mikinn þátt í að setja. Nefnilega reglur svokallaðs "Stöðugleika Sáttmála." En þegar Merkel samdi við aðildarríkin um hann, þá tókst þeim að fá inn reglu um - hámarks heimilann viðskiptaafgang.

Þetta er ekki sérlega stíf regla, hámarkið sem er heimilað, er 6% af þjóðarframleiðslu.

Sem eiginlega er alltof há heimild, en Þjóðverjar samþykktu þetta ákvæði þó, sennilega til að hindra að stífari regla væri sett upp. 

Málið er að viðskiptajöfnuður Þjóðverja, hefur verið yfir settum mörkum nægilega lengi samfellt, að reglan telst nú formlega vera brotin - - þannig að Framkvæmdastjórn ESB er í fullum rétti að hefja rannsókn.

Ég velti fyrir mér af hverju Merkel samþykkti 6% regluna, sjá mynd, en eins og sjá má hefur Þýskaland verið rétt ofan við 6% múrinn, fremur reglulega síðan 2006.

Brussels launches inquiry into Germany’s current account surplus

Surplus Debate: Berlin's Export Whining Shows Double Standard

Mér líkar sérstaklega viðhorf blaðamanns Der Spiegel, Gregor Peter Schmitz, en hann bendir á það augljósa - - að Þýskaland verði að virða reglur.

Sérstaklega þegar Þýskaland hefur á undanförnum árum eftir að evrukreppan hófst, margítrekað sett sjálft sig á nokkurn háhest, við það að predika yfir öðrum aðildarlöndum - um "góða stjórnun."

Nú sér José Manuel Barroso forseti Framkvæmdastjórnar ESB sér ákveðinn leik á borði, að beita þýsk stjórnvöld þrístingi.

Beina mórölskum ljóskastara að þýskum stjórnvöldum.

En það eru margir þeirrar skoðunar að þýsk stjórnvöld geti gert miklu meira en þau fram að þessu hafa viljað, til að örva eftirspurn innan Þýskalands.

Barroso - “Our problem could never be German competitiveness but whether Germany, the EU’s economic powerhouse, could do more to help the rebalancing of the EU economy.”  - “If there is a country that has emphasised the need to be objective, to respect the rules, it has been Germany.“

Svo er ekki síst sá mikilvægi punktur, að hinn mikli útflutningshagnaður Þýskalands, geti átt sinn þátt í því að gengi evrunnar hefur verið í fremur ákveðinni uppsveiflu sl. ár eða svo, og það skaðar möguleika landa í S-Evr. til að skapa efnahagslegan viðsnúning með því að efla eigin útflutning.

Skv. Financial Times, hafa foringjar helstu stjórnmálaflokka Þýskalands risið upp einni röddu, og hafnað því að nokkur ástæða sé að fetta fingur út stöðu viðskiptahagnaðar Þýskalands.

En eins og þetta hljómar gjarnan í Þýskalandi, að verið sé að gagnrýna - - viðskiptaárangur Þýskalands.

En þ.e. viljandi afflutningur hvers er verið að gagnrýna - - en viðskiptaafgangur þíðir að neysla í Þýskalandi er óþarflega lítil.

Þessi rúmu 6% af þjóðarframleiðslu sem viðskiptaafgangur Þýskalands nemur, má kalla lífskjör sem þýskur almenningur fær ekki að njóta.

Það er í reynd merkilegt að innan Þýskalands skuli vera nær fullkominn "policital concensus" fyrir því, að lífskjör almennings skuli vera lægri en þau þurfa að vera, svo nemi ca. 6% af þjóðarframleiðslu.

  • Ég á ekki von á því að þrístingur Framkvæmdastjórnarinnar muni skila miklu.
  • Pólitíska elítan í Þýskalandi virðist tala þarna nánast öll einni röddu.
  • Alveg sama í hvaða flokki nánast, en líklega hlustar enginn á talsmann "Die Linke."
 

Niðurstaða

Það merkilega er að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þýskaland sjálft brýtur stöðugleika reglur sambandsins, á sl. áratug um tíma brutu bæði Þýskaland og Frakkland reglur um ríkishalla, margir telja að það hafi sett slæmt fordæmi um slaka eftirfylgni á þeirri reglu - að 2 öflugustu löndin skuli hafa sett það fordæmi. 

Nú er Þýskaland sjálft að brjóta "Stöðugleika Sáttmálann" sem var settur skv. þrístingi Þýskalands sjálfs.

Ríkin í S-Evr. munu náttúrulega fylgjast vel með þessari rannsókn Framkvæmdastjórnarinnar, en sjálfsagt með einhverju glotti þó. Barroso mun þurfa að ná fram einhverri tilslökun frá nýrri ríkisstjórn Þýskalands. Til að það líti ekki svo út, að "það sé ekki sama Jón og Séra Jón."

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nokkuð merkilegt línurit sem þú sýnir þarna Einar. Gaman væri að sjá það svolítið lengra aftur í tímann. Eins og það kemur fyrir þarna virðist sem þjóðverjar séu að hagnast verulega á evrunni, á sama tíma og önnur ríkihennar tapa, sum jafnvel komin á hausinn.

Gunnar Heiðarsson, 14.11.2013 kl. 08:56

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Wall Street Journal var með það í fréttaskýringu. Ég held að þeirra hagnaður hafi að meðaltali verið töluvert lægri á sl. áratug, en markið var oft með afskaplega hátt gengi.

Þeir hafi þó ekki oft verið með viðskiptahalla, eins og þeir höfðu þarna til skamms tíma kringum 2000.

En Þjóðverjar eru klárlega að verja sína "skammtíma" hagsmuni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.11.2013 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband