Hugmyndin að ESB aðstoði við losun hafta dúkkar allaf upp öðru hvoru!

Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn gaf út skýrslu snemma á árinu sem fjallaði um losun hafta, og komst að því að kostnaðurinn við það væri ekki undir 35% af þjóðarframleiðslu. Hafið í huga, að 35% er gólfið í þeirra áætlun. Sjá athugun AGS á losun hafta: Selected Issues.

Ég bendi á þennan áætlaða kostnað, vegna þess að þetta er vandinn í hnotskurn.

Bloomberg tók viðtal við íslenska forstjóra um daginn, og þeir eru bersýnilega á böggum hildar yfir því, að þeim virðist margt benda til þess að losun hafta geti dregist úr hömlu.

Iceland’s EU Snub Provokes CEO Backlash as Euro Dreams Crushed

Forstjórarnir voru greinilega ekki alltof kátir yfir því að aðildarferlið var stöðvað, en mesta athygli vakti þó svar Helga S. Gunnarssonar forstjóra Regins:

"“Removing capital controls is going to be a lot more challenging than people allege these days. It’s going to be painful. It would be easier if we were assisted by the EU.

 

Ég hef aldrei almennilega séð fyrir mér hvernig ESB mundi aðstoða við losun hafta!

Ég hef aldrei heyrt neina skýra hugmynd eða tillögu um akkúrat hvernig af hálfu aðildarsinna, mér virðist hugmyndir gjarnan frekar - þokukenndar.

En málið er að það eru ekki endalausar útgáfur af því hvernig höft eru losuð.

  1. Það er tæknilega séð unnt að skuldsetja ríkið upp á 30-40% til að tryggja þannig losun hafta, með sem minnstum kostnaði fyrir einkaaðila. Sú viðbótar skuldsetning ofan á núverandi skuldsetningu upp á ca. 100% hefði þó margar alvarlegar afleiðingar. Og auðvitað skipta vextir lánsins miklu máli. Það þarf þá að lágmarka þá lánsfjárhæð eins og mögulegt er.
  2. Það má ímynda sér að einhver afskaplega góðviljaður, veiti Íslandi stuðning - t.d. að Seðlabanki Evrópu samþykkti tengingu krónu á hagstæðu gengi. Þá mundi Evrópa borga þennan kostnað að mestu leiti. Mig hefur grunað að þetta sé draumur einhverra aðildarsinna. En ég efa að forstjórinn sé þetta óraunhæfur.
  3. Tæknilega er unnt að "frysta lánskjaravísitöluna" og losa síðan höft, þá er kostnaðurinn áfram sá sami, en í stað þess að tekið sé lán þá er þeim kostnaði dreift á alla landsmenn sem og eigendur fjármagns til jafns - svona nokkurn veginn. Það felur í sér verulega lífskjaralækkun a.m.k. um skamman tíma, vandinn er að lánaleiðin - einnig felur í sér umtalsverða lífskjaralækkun.
  4. Væri skiptigengisleiðin, sú einnig felur í sér umtalsverða lækkun lífskjara en hefur þann kost, að ekki verður nein verðbólga, en þá væri tekinn upp nýr gjaldmiðill t.d. Ríkisdalur, og síðan færi fram skipti á honum og núverandi fjármagni - í fyrirfram ákveðnum skiptihlutföllum. Þetta verður að gilda jafnt fyrir alla til að standast stjórnarskrá, en það mætti hafa þá almennu reglu t.d. að lágar upphæðir t.d. upp í 10 eða 20 milljónir, fari á hagstæðara skiptihlutfalli.
  • Málið er að ég kem ekki auga á nokkra leið til losunar hafta - - sem ekki leiðir til lífskjaralækkunar er væri umtalsverð.
  • Þess vegna auðvitað hika stjórnvöld.

 

En losun hafta kostar alltaf þessi 35-40% af þjóðarframleiðslu, burtséð frá því hvaða aðferð er beitt!

Varðandi birtingarmynd hugsanlegrar aðstoðar ESB - - sé ég ekki fyrir mér nokkra raunhæfa leið aðra en lán.

Það sé algerlega af og frá að það geti komið til greina, að Íslandi verði veitt hagstæð tenging, þannig að kostnaður við losun hafta lendi á Seðlabank Evrópu - - þó ekki væri nema fyrir það, að honum er bannað algerlega skv. sáttmálanum um Evrópusambandið að "fjármagna ríki."

Bannið gagnvart því að fjármagna ríki hefur einnig aðra afdrifaríka afleiðingu!

Nefnilega þá, að Seðlabanka Evrópu væri óheimilt að lána aðildarríki fé undir markaðsvöxtum.

Það er mjög mikilvægur punktur, en ég sé ekki nokkra leið fyrir Ísland að komast af, eftir að hafa tekið lán upp á 35-40% af þjóðarframleiðslu á 7% vöxtum eða þar um bil.

Tæknilega gæti Ísland gert a.m.k. tilraun, til að fá "aðildarríkin" til þess að lána Íslandi fyrir losun hafta, á lægri vöxtum en markaðs.

Ísland er þó ekki meðlimur að evrusvæði, jafnvel þó það væri gengið í ESB - en um upptöku evru gilda sér reglur, og vanalega tekur það nýtt land fleiri ár að komast inn í evruna, eftir að það er gengið inn.

Utan við evrusvæði, er ég ekki viss að greið leið væri að láni frá "neyðarlánasjóði evrusvæðis" en ef maður ímyndar sér, að í aðildarferlinu legði Ísland megin áherslu á það - að öðlast "hagstæða lánsfjármögnun" - og aðildarríkin fyrir rest samþykkja að veita hana.

Ímyndum okkur það, þá hef ég miklar efasemdir um það, að Ísland mundi sleppa við sambærileg ströng skilyrði um þá lánveitingu, og tja ríki eins og Portúgal eða Grikkland eða Írland.

  • Kannski er það þetta sem þessir ágætu herramenn sjá fyrir sér, að Ísland gangi inn - - svo það geti fengið "neyðarlán" frá aðildarríkjum ESB.
  • Til að fjármagna með þeim hætti, losun hafta sbr. kostnaður upp á 35-40% af þjóðarframleiðslu.


Hvaða afleiðingar hefði það að skuldsetja landið fyrir 35-40%?

Þær væru auðvitað svakalega, en þá um leið verður skuldastaða ríkissjóðs þyngri heldur en skuldastaða Ítalíu, svipuð og skuldastaða Portúgals.

En það tekur ekki alfarið tillit til þess hvaða hagkerfislegar afleiðingar það hefði, en augljóslega mundi hagkerfið við þetta - skreppa töluvert saman.

En það þarf að minnka verulega neyslu, svo nægur afgangur sé af viðskiptum við útlönd til að ráða við hækkaða skuldastöðu, það minnkar hagkerfið.

Ríkið þarf líklega að hækka skatta verulega, hirða umtalsvert aukið hlutfall tekna almennings, tæknilega væri unnt að hirða þá lífskjaralækkun sem mundi þurfa til - með skattahækkun einni sér.

Ríkið þarf þá auðvitað einnig, að skera mikið niður til viðbótar því, sem í dag er útlit fyrir að það þurfi að skera niður.

Þannig að þjónusta við almenning - gæti beðið mjög umtalsverðan hnekki, þ.e. atvinnuleysisbætur - tryggingabætur - vaxtabætur - örorkubætur - framkvæmdir á vegum ríkisins - viðhald vega og margt fleira.

  • Ég er að tala um það, að eftir minnkun hagkerfisins yrði skuldastaðan líklega á bilinu 150-160%.

Eða á svipuðum slóðum og á Grikklandi.

Það mundi síðan taka líklega áratugi að borga þetta til baka.

Við værum því að tala um lækkun lífskjara er mundi vara sennilega a.m.k. 30 ár.

Nema auðvitað, að rosalega yrði mikið um nýjar fjárfestingar - - en ég sé ekki alveg fyrir mér að áhugi fjárfesta mundi vakna á hagkerfi, þess ríkissjóður rambar á hyldýpi gjaldþrots.

En ofur skuldastaða virðist á evrusvæði valda því, að fjárfestar leggja á flótta - fjármagn fremur en hitt leitar annað. Auðvitað mundi fólksflótti af landinu allur færast stórfellt í aukana.

Þannig að ég sé ekki alveg fyrir mér, að þessi skuldsetningar leið - jafnvel þó hún tryggði haftalosun.

Að hún mundi leiða til aukinna fjárfestinga eða aukins trausts.

Ég held að viðbótar skuldsetningin vegi á móti og gott betur.

 

Niðurstaða

Punkturinn er sá, að það er ekki sama hvernig höftin eru losuð. Stjórnvöld verða auðvitað að íhuga sinn gang. Ég get vel skilið að menn hiki þegar staðið er frammi fyrir þessum kaleik. En ef lífskjör lækka um helming aftur - sem getur vel gerst. Þá má reikna með því að almenningur mæti á Austurvöll með potta og tunnur. Það hefur einhvern veginn enginn, leitt almenningi það fyrir sjónir - að losun hafta sé líkleg að vera kostnaðarsöm með þeim hætti, að erfitt verði að forða því að sá kostnaður bitni á almenningi.

Að semja við erlenda eigendur fjármagns sem fast er hérlendis um niðurfærslu þess, getur verið gott - - en ég segi einungis "getur verið" því að mér virðist óhjákvæmilegt að stjórnvöld ætli á endanum að borga þá út, eftir að samið hefur verið um nægilega mikla niðurfærslu.

Viðbótar skuldsetning þannig lágmörkuð. Á hinn bóginn, eins og AGS bendir á sjá hlekk á umfjöllun AGS að ofan þá er það fjármagn einungis ca. "hálfur skaflinn." Hinn helmingur hans er uppsafnað fé lífeyrissjóðanna, og sá skafl hleðst stöðugt hærra því lengur sem höftin eru.

Það verður áhugavert að sjá hvernig menn ætla að glíma við þá hundruð milljarða króna, sem sjóðirnir líklega vilja færa út - - en ef höft eru losuð mun það útstreymi lækka gengi krónunnar mjög verulega.

Þó við tölum eingöngu um útstreymi fjármagns sjóðanna. Þá hækka lán landsmanna hressilega, og það akkúrat gengur ekki.

  • Þess vegna er á því, að fyrir rest - þurfi að losa höft með lánskjaravísitöluna í frystingu.

Þá virðislækka sjóðirnir sitt eigið fé hér heima fyrir, er þeir senda fé úr landi. Og jafnframt þá lán landsmanna.

En vegna þess að sá skafl sem hleðst upp af peningum sjóðanna hækkar stöðugt, má þessi losun ekki bíða mjög mikið lengur.

------------------------------

Mér líst eiginlega ekki sérdeilis vel á hugmyndir um aðstoð ESB. Ekki vegna þess að mér sé sérdeilis í nöp við ESB. Heldur vegna þess, að mér líst alls ekki á það hvaða afleiðingar það hefði - að fjármagna losun hafta með skuldsetningu. En við sjáum hve vel Grikklandi vegnar - ekki satt?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Geir Briem

þettað veltur á því hvað menn eru samvinnuþýðir. var altaf á móti gjaldeyrishöftunum menn eiga að læra af sögunnisenilega voru menn í timmaþröng á sínum tímma. það hefði verið hægt t.d. að hafa uppoð á gjaldeyri þeir sem vildu fara hefðu keipt á uppspreindu verði þettað hefði vont fyrir þjóðina í nokkurn tímma en hefði það verið gert skipulega og menn hefðu birgt sig upp af nauðsinjum áður hefði það geingið. jafnvel hefði verið hægy að skattlegja gjaldeyrinn og hann skatturinn borgaður í gjaldeyri fræðilega séð er hægt að fella gjaldeyrishöftinn niður á morgun því seðlabankkin gétur alta boðið betur í gjaldeyrinn hvort það er skinsamlegt er annað mál. senilega úr þessu er skinsamlegt að skipta um krónu taka tvö núll aftanaf og hafa breitilegt skiptigeingi líkt og lilja mósesdóttir stakk uppá

Kristinn Geir Briem, 13.11.2013 kl. 09:16

2 Smámynd: Benedikt Helgason

Fínn pistill hjá þér Einar Björn eins og svo oft áður.

Þetta er nú það sem aðildarsinnar hafa aldrei viljað ræða í smáatriðum, þ.e.a.s. í hverju hin meinta aðstoð ECB við losun hafta fælist. Það síðasta sem ég las um Kýpur, sem glímir að einhverju leyti við sömu vandamál og Ísland, var að ECB "aðstoðar" þá með 1650 milljarða kr. láni.

Ég er nú svona ennþá á því að leysa þetta mál með því að beyta kröfuhafa gömlu bankanna mestu mögulegu hörku og þá með því að kalla inn erlendu eignir þrotabúanna og gera þau svo í framhaldinu upp í krónum.  Það má vera að það sé illfær leið en ég á ennþá eftir að sjá rökin fyrir því að þetta sé ekki hægt. Þau rök kunna hins vegar að vera til, ég skal ekki útiloka það.

Benedikt Helgason, 13.11.2013 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband