Risahöfn á Austurlandi gæti aukið mjög erlenda fjárfestingu á Íslandi!

Mín kenning um það af hverju ekki hefur verið mikið um erlenda fjárfestingu hérlendis, er töluvert önnur en áhugamanna um aðild að ESB og um upptöku evru.

En ég fókusa á "flutningskostnað" til og frá landinu. Grunar að sá skipti miklu máli.

Það sem hefur lengi vantað hérlendis, er aukin samkeppni í siglingum hingað til lands, en ekki síst. Aukin umferð flutninga um landið.

Þetta skiptir máli, því hvort tveggja aukin umferð og aukin samkeppni, leiðir til minni kostnaðar í flutningum til og frá landinu.

Minni kostnaður, þíðir að ódýrara verður fyrir erlend fyrirtæki að starfa hér á landi.

Ísland verður samkeppnishæfara sem land til að framleiða varning til útflutnings.

Mig grunar einmitt, að stórskipahöfn geti verið lykill að því, að gera Ísland samkeppnishæft, sem "manufacturing" eða framleiðsluland.

Auðvitað skiptir flr. máli - eins og skattaumhverfi, lagaleg umgjörð, jafnvel innanlands pólitík.

Ég legg auðvitað til, að við aðlögum skatta á fyrirtæki að því sem tíðkast á Írlandi, ef við gerum það í ofanálag við það að höfn kemur, þá virkilega gæti opnast fyrir gáttir erlendrar fjárfestingar hér.

Mynd sýnir Langanes og hvar Finnafjörður er!

Það var áhugaverð frétt á Ruv.is í dag: Höfnin í Finnafirði þykir góður kostur

"Hafsteinn Helgason...sagði að þýska höfnin Bremanports hefði valið Finnafjörð vegna þess að þar er mjög aðdjúpt, lítið um vindhviður og ölduhæð lítil."

"Í Finnafirði er nóg flatlendi og það þykir kostur að ekkert fjölmennt þéttbýli sé í grennd. Hafsteinn segir að krafa þýska fyrirtækisins sé sú að hægt sé að byggja óhindrað upp starfsemi á u.þ.b. 1.000 hekturum lands."

"Einnig kom fram í máli Hafsteins að Bremenports ætlaði að ráðast í mikla skógrækt allt í kringum höfnina til að draga úr skafrenningi og snjósöfnun. Enn einn kostur Finnarfjarðar sé að þar er lítil úrkoma og snjólétt. Í upphafi hafi  Bremenports talið að framkvæmdir gætu hafist eftir 10-12 ár en nú hafi sá tími verið styttur í 5-8 ár."

"„Fyrsta fjárfestingin verður um 18 milljarðar íslenskra króna, segja þeir og það er um það bil 1,6 km langur viðlegukantur. Þeir segja að ekki sé byrjað með minna,“ segir Hafsteinn."

"Tveir stórir viðskiptavinir þýsku hafnarinnar Bremenports vilja koma með starfsemi hingað til lands ef áform um stórskipahöfn í Finnafirði verða að veruleika. Fyrirtækin sækjast eftir beinni siglingaleið á Asíumarkað. "

Eðlilegt er að taka slíkum málflutningi með einhverjum fyrirvara, á hinn bóginn bendir margt til þess að siglingar yfir Pólinn séu að vaxa mun hraðar - en svartsýnismenn töldu víst einungis fyrir ári.

Bremenports rekstrarfélag Brimarhafna, hefur tekið að sér að rannsaka aðstöðuna við Finnafjörð, og einnig það að athuga með áhuga annarra fyrirtækja, með þátttöku í verkefninu.

Kínv. félag sem nýverið sigldi yfir pólinn sbr: Kínverska flutningaskipið Yong Sheng mun klára pólsiglingu sína nk. mánudag!. Um er að ræða fyrirtækið Cosco Shipping. Aðilar á vegum þess hafa komið hingað, og virðast hafa áhuga á verkefninu fyrir Austan. Þeir tóku þátt kynningu á þessari hugsanlegu höfn, þ.e. ekkert út í hött að það geti verið, að það höfði til Cosco Shipping, að gerast meðfjárfestig og eiga síðar meir aðstöðu á svæðinu.

  • Það virðast a.m.k. ekki blasa við neinar tæknilegar ástæður af hverju risahöfn við Finnafjörð geti ekki orðið að veruleika, það að búið sé að skoða gögn um vind og öldumælingar, sem og úrkomu og snjóalög, bendir til þess að full alvara sé með athuguninni.

Og ef framkvæmdir hefjast eftir 5-8 ár, þá erum við að tala um næsta kjörtímabil - herrar mínir og frúr, sem upphafspunkt framkvæmda.

Ég er þess fullviss að tilkoma slíkrar hafnar verður alger bylting fyrir Ísland, meiri bylting heldur en tilkoma Reykjavíkurhafnar var: Hvað mundi risahöfn í Finnafirði gera fyrir Ísland?

Reykjavíkurhöfn var ástæða þess að þéttbýlið við Reykjavík varð að þungamiðju byggðar á Íslandi.

Þ.e. ekki ástæða að ætla að Finnafjarðarhöfn hafi smærri áhrif, reyndar tel ég þau stærri.

Þarna þarf auðvitað að tala um áhrif nk. 30-40 ára, en á þeim tíma grunar mig að eftir tilkomu Finnafjarðarhafnar, byggist upp í grennd við höfnina, þéttbýli fjölmennara en þéttbýlið við Eyjafjörð.

Þarna verði iðnaðarsvæði tengt fyrirtækjum sem framleiða varning til útflutnings til Asíu, svei mér þá að ég held að það geti virkilega gerst, fyrst að 2-þýsk fyrirtæki eru þegar hálfvolg.

  • Reykjavík getur orðið hátæknimiðstöð Íslands, þ.e. hugbúnaðargeirinn.
  • En Austurland, gæti orðið "manufacturing center of Iceland" þ.e. framleiðsla á varningi, tækjabúnaði, ekki hugbúnaði. Álverið getur tæknilega spilað rullu þar, en framleiðsla á hlutum úr áli gæti orðið vænlegur iðnaður.
  • Ég er ekki viss hvað Eyjafjarðarsvæðið getur gert, þar verður mikill landbúnaður áfram, þar er háskóli, þeir geta haft einhvern hugbúnaðariðnað, en mig grunar að það svæði geti hugsanlega grætt á þjónustu við Grænland. Þ.s. námufyrirtæki sem ætla að hafa starfsemi þar í framtíðinni.

Ég hef ekki nefnt olíu og gas.

Það er einfaldlega vegna þess, hve óvissan um það er risastór.

Tel það ekki með að sinni, nema frekari fréttir berist.

 

Niðurstaða

Málið að ég tel að lykilatriðið fyrir erlenda fjárfestingu hér, sé ekki að taka upp erlendan gjaldmiðil, það sé ekki heldur aðild að ESB, heldur sé það lækkun á flutningskostnaði til og frá landinu.

Í reynd sé hár flutningskostnaður ígildi umtalsverðrar viðskiptahindrunar fyrir Ísland.

Þetta sé í bland vegna fákeppni í flutningum til og frá landinu, en ekki síst vegna lítils flutningsmagns er gerir það að verkum að fáir aðilar hafa áhuga á því að sigla hingað.

Með tilkomu risahafnar sé ég allt það leysast, þ.e. magn þ.s. streymir hér um margfaldast, þannig að við það fara erlend skipafélög að sjá hag sinn af því að sigla hingað.

Þá bæði lækkar kostnaður af völdum þeirrar auknu samkeppni, og vegna þess að aukið magn í flutningum þíðir, að hagkvæmari flutningatæki verða notuð.

Þá um leið, snarbatnar samkeppnishæfni Íslands - gagnvart möguleikanum á erlendum fjárfestingum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 856026

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband