26.10.2013 | 00:46
Merkel klúðrið mikla!
Það hefur verið magnað að fylgjast með ákvörðun sem sennilega er að þróast yfir í eitt af stærstu stórslysum seinni tíma. En þ.e. ákvörðun sem Angel Merkel tók, að loka kjarnorkuverum í Þýskalandi á ca. áratug.
Í staðinn fyrir ca. 1/3 orkuframleiðslu - á að koma vindorka í bland við sólarorku.
Hugmyndin er að þetta sé umhverfisvænt.
En í staðinn, er þetta að valda aukningu í losun gróðurhúsa lofttegunda.
Þetta er að verða sorglegt dæmi um mistök á virkilega mjög stórfelldum skala!
Germany's Defective Green Energy Game Plan
Orkuhryllingurinn!
Myndin sýnir að hluta af hverju dæmið er ekki að ganga upp.
- Stór hluti vandans er sá að verið er að leggja af orkuver sem staðsett eru þ.s. mest er þörf fyrir orku, sjá staðsetningu kjarnorkuvera í S-Þýskalandi þ.s. stór hluti iðnaðarins er.
- Í staðinn koma vindorkuver, takið eftir svörtu krossunum, en þeir sýna þá umframorku sem er til staðar eftir svæðum, svörtu strikin sýna eftirspurnina - - vandinn er sem sagt í annan stað sá, að stór hluti hinnar nýju orkuframleiðslu er á svæðum þ.s. orkunotkun er miklu mun minni, því megnið af iðnaðinum er notar orkuna er ekki þar.
- Til að mæta þeim vanda, þarf að reisa gríðarlega mikið af nýjum flutningslínum fyrir rafmagn, en eins og sést á mynd - hefur fram að þessu einungis verið reist lág prósenta þess sem þarf af þeim nýju línum.
- Hinn stóri vandinn er sá vandi, að vindorkuver og sólarorkuver framleiða orku mjög sveiflukennt þ.e. sólarhlöður framleiða stundum mikið og stundum ekki neitt, sama um vindorkuver.
- Tæknilega séð er unnt að nýta tækni sem geymir orku - t.d. dæla vatni í lón sem hleypt er af síðar eða hlaða upp risastórar rafhlöður; en alltof lítið framboð er af slíkum orkugeymslum, og lítil hvatning er byggð inn - a.m.k. enn sem komið er - til að byggja upp leiðir til að varðveita hina sveiflukenndu orku til nota síðar.
- Þetta þíðir fyrir bragðið - - miklar spennusveiflur innan kerfisins. Og það gengur alls - alls ekki, þ.s. nútíma tæknikerfi eru viðkvæm fyrir nákvæmlega slíku.
- Það er því brugðið á það ráð - - að keyra upp kolaorkuver.
- Til að jafna út spennusveiflurnar er annars væru.
Það eru fleiri vandamál!
Kostnaðurinn við uppbygginguna, er ægilegur - - og er að keyra upp orkuverð innan Þýskalands í áður óþekktar hæðir, og þ.e. ekkert sem bendir til annars en að þær orkuverðs hækkanir haldi áfram.
Ef þetta dæmi væri í reynd að gera e-h gagn, þ.e. minnka losun.
Eitt vandamál enn, er hvernig fyrirtæki eru hvött til að framleiða sem mest af orku með svokölluðum umhverfisvænum aðferðum.
Þetta er gert með því að skattur hefur verið lagður á framleiðslu orku með svokölluðum "óumhverfisvænun" aðferðum. Takið eftir að sá fer hækkandi.
Í kaldhæðni örlaganna er sá skattur að gera rekstur gas-orkuvera óhagkvæman. Meðan að kolaorkuver, geta enn framleitt rafmagn án þess að skila taprekstri fyrir eiganda sinn.
Þannig að gas-orkuverum fækkar, sem þó menga miklu minna hlutfallslega en kolaorkuver. Það væri mun skárra, ef gas-orkuver væru notuð til að fylla upp í, til að taka af orkulægðirnar til að lágmarka spennusveiflur.
Annað vandamál við hvernig fyrirtæki eru hvött til að framleiða sem mest af orku með svokölluðum umhverfisvænum aðferðum, er það.
Að þau græða meir eftir því sem þau framleiða meiri orku með þeim aðferðum sem skilgreindar eru - umhverfisvænar.
Til þess að flýta sem mest fyrir uppbyggingunni. Er þeim tryggt ákveðið lágmarksverð fyrir orku framleidd með þeim hætti, þannig að slík orkuframleiðsla skili alltaf hagnaði. Þetta þíðir m.a. að þessi sérstaki skattur "surcharge" hækkar öðru hvoru - sjá mynd.
Að auki fær "græn" orka - forgang innan orkukerfisins. Og því er alltaf skilt að kaupa hana - burtséð frá því hvort kerfið hefur þá stundina þörf fyrir þá orku eða ekki.
Vegna þess að ekki eru nægar línur til staðar - til að flytja orkuna þangað þ.s. hennar er mest þörf.
Fer mjög mikil orka til spillis - - sem er ekki mögulegt að nýta. Sem orkukerfið þarf samt að kaupa á fullu verði.
Þetta er verulegur hluti af því, af hverju orkukostnaður stöðugt hækkar.
Að auki, hafa þar með framleiðendur - hvata til að setja upp framleiðslu. Hvar sem þeir geta, burtséð frá því hvort framleiðsla á þeim stað með vindmyllum eða sólarhlöðum er yfirleitt skynsöm eða hagkvæm á akkúrat þeim stað eða ekki.
Þetta er viðbótar ástæða fyrir sóun.
- Til samans er þetta að leiða til þess, að gríðarleg aukning er í sóun.
- Samtímis er gríðarlega hröð aukning á kostnaði.
- Og ekki síst, stöðug hækkun á verðlagi fyrir rafmagn.
Vonandi verður þetta "fíaskó" stöðvað - - áður en það veldur mjög stórfelldum skaða á þýska hagkerfinu.
En þegar eru fyrirtæki farin að hrekjast úr landi, vegna stöðugt hækkandi orkukostnaðar.
Sem fyrirséð er að haldi áfram að hækka.
Og ekki síst, sífellt flr. fólk hefur ekki lengur efni á að greiða rafmagns reikninginn.
Svokölluðum "orkufátæklingum" fer hratt fjölgandi.
Ég veit ekki hvað þarf til að stöðva þetta brjálæði - en brjálæði virðist virkilega ekki of sterkt orðalag.
Niðurstaða
Ég segi eins og ég sagði síðast. Að "energy wende" stefnan sem Merkel hóf á sl. kjörtímabili, er líklega hennar verstu mistök. En í ofanálag, er sú stefna líklega ein hver verstu pólitísku mistök í nútíma sögu Evrópu hvorki meira né minna. En það getur tekið þó töluverðan tíma, áður en það kemur fyllilega upp á yfirborðið. Hve hrikalegt þetta dæmi er.
Kv.
Flokkur: Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 12:54 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Með öðrum orðum, eins og svo oft áður, þá eiga stjórnmálamenn ekki að taka of stórar ákvarðanir að illa athuguðu máli? Frekar marka viðhorfsstefnu og stuðning við eitthvað sem fer í æskilega átt en hægt?
Takk fyrir góða grein.
Guðjón E. Hreinberg, 26.10.2013 kl. 02:18
Tek undir með Guðjóni, vandamálið er að stór hluti stjórnmálamanna eru lobbyistar og elta einhverjar hugmyndir frá þrýstihópum sem oftast eru ekki hugsaðar til enda.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 26.10.2013 kl. 11:34
Eittt í þessu að þýskir fjölmiðlar virðast vera að bregðast í þessu, fyrir utan Der Spiegel. En fjölmiðlar ættu að vera að tæta þetta í sig. En þetta er a.m.k. ekki enn orðið hávært hneyksli í Þýskalandi. Það að fjölmiðlar geti verið sofandi gagnvart alvarlegu hneyksli í þróun, sé ekki endilega e-h er gerist bara hérlendis.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 26.10.2013 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning