Hækkandi gengi evrunnar getur verið farið að skaða hagvöxt!

Fyrstu vísbendingar hafa komið um það, að hugsanlega sé sú uppsveifla á evrusvæði er hófst sl. vor farin að kólna. En nú sést í fyrsta skipti síðan þá - hreyfing í tölum í hina áttina. Auðvitað getur verið, að þetta sé skammtímasveifla - að tölur október séu ekki að sýna nýtt trend.

En hafandi í huga hækkandi gengi evrunnar undanfarið, getur skýring blasað við.

Rising Euro Threatens Bloc's Fragile Recovery

Markit Flash Eurozone PMI ®

  • Eurozone PMI Composite Output Index (1) at 51.5 ( 5 2.2 in September ). Two - month low .
  • Eurozone Services PMI Activity Index (2) at 50.9 ( 5 2.2 in September ). Two - month low .
  • Eurozone Manufacturing PMI (3) at 51. 3 ( 51. 1 in September ). Two - month high .
  • Eurozone Manufacturing PMI Output Index (4) at 52. 9 ( 52.2 i n September ). Two - month high 

Það er lækkun innkaupastjóravísitölunnar sem gefur þessa vísbendingu.

En sú stærð horfir alltaf inn í næstu framtíð - þ.e. pantanir segja til um vöxt eða minnkun innan athafnalífs í næstu framtíð. Þar kemur fram greinilega minnkun í vexti neyslu og/eða sölu þjónustu til annarra landa.

Síðasta stærðin, sýnir hvað gerðist í iðnframleiðslu þennan mánuð, meðan að innkaupastjóravísitalan sýnir hvað gerist sennilega í þeim næsta.

cat

Ef línurit yfir gengi evrunnar vs. dollars er skoðað - sjá: Dollar/Euro.

Sést að gengi evrunnar hefur verið í hækkunarferli síðan sl. apríl. En síðan í september hefur verið nokkuð brött hækkun. Sennilega hafa deilurnar á Bandaríkjaþingi haft þar áhrif.

En það getur vel staðist að hin viðkvæma uppsveifla á evrusvæði - - sem ca. samsvarar 0,2% hagvexti að meðaltali á evrusvæði á 3. ársfjórðungi - - geti skaðast af síhækkandi gengi evrunnar.

En það vinnur gegn tilraunum landa í S-Evrópu, til að vinna sig upp úr kreppu. Með þeim hætti að auka útflutning varnings og þjónustu.

En hærra gengi gerir þeirra útflutningsvörur minna samkeppnishæfar - - skaðar tilraunir þeirra til að ná fram samkeppnishæfni um verð og kostnað með launalækkunaraðferðinni.

Þetta getur t.d. dregið úr hraða aukningar í útflutningi á Spáni - - sem hefur verið megin drifkraftur þess smávægilega efnahagslega viðsnúnings sem þar virðist til staðar, skv. tilkynningur Seðlabanka Spánar að mælst hafi hagvöxtur á Spáni á 3. fjórðungi þessa árs upp á 0,1%.

  • Þessi gengishækkun, getur a.m.k. hindrað það - að sá hagvöxtur komist yfir 0,2%.
  • Hún getur einnig kæft þennan litla vöxt.

 
Niðurstaða

Það verður forvitnilega að fylgjast áfram með. Aðilar á evrusvæði hafa verið að fagna endalokum kreppunnar þar. Það getur verið að sá fagnaður hafi komið of snemma. En ef hagvöxtur kemst ekki hærra en 0,2%. Vegna þess að óhagstætt gengi evrunnar - dragi úr þrótt útflutningshagkerfisins.

Eða ef hann nemur staðar. Þá er ljóst að hin eiginlega krísa er ekki að hverfa.

En rétt svo mælanlegur hagvöxtur, er hvergi nærri því nægur - til að dragar úr atvinnuleysi.

Né til að binda enda á skuldakrísuna í aðildarríkjum evrusvæðis í vanda.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband