21.10.2013 | 23:12
Ætlar Merkel að láta svipuna ganga á Evrópu?
Það er mjög áhugaverð grein í Der Spiegel, en þ.s. er áhugavert við hana er ekki einungis innihald hennar heldur að auki "tónninn" í henni, þ.e. hin augljósa hrifning blaðamannsins á þeim hugmyndum, sem hann segir sig hafa heimildir fyrir að séu ræddar nú innan Kristilegra Demókrata, og verði líklega til skoðunar í þeim stjórnarmyndunarviðræðum - sem nú fara í hönd milli þeirra og þýskra sósíaldemókrata.
En "tónninn" í umfjöllun Spiegel, sýnir þá ólíku heimsmynd sem Þjóðverjar upplifa, samanborið við kreppuhrjáð lönd S-Evrópu.
En innihaldið er einnig áhugavert!
- Eins og hefur komið fram, í Der Spiegel, hefur ríkissjóður Þýskalands grætt stórfé á kreppunni, þ.e. vegna þess, að fjármagnsflóttinn frá S-Evr. til Þýskalands, hefur leitt til mikilla undirboða á fjármagni til boða, í Þýskalandi.
- Þýska ríkið hefur notfært sér það, og endurfjármagnað skuldir - og sparað sér skv. útreikningum fjármálaráðuneytis Þýskalands sjálfs 40ma. í lækkuðum vaxtagjöldum: Evrukreppan hefur sparað Þýskalandi 40 milljarða evra!. Og það þó tekið sé tillit til kostnaðar við veitt neyðarlán og annað tilheyrandi kreppunni.
Nú er svo komið, að þýska ríkið stendur frammi fyrir mjög þægilegum "vanda" þ.e. "rekstrarafgangi."
Angela's Agenda: A Grand, Controversial Plan for Europe
- Og skv. fréttum, stendur til að verja því fé - - ekki spara það.
- Eða nota það til að lækka skuldir hraðar!
Þetta virðist vera skv. fyrstu vísbendingum um það, hvert þreifingar Kristilegra Demókrata og Sósíaldemókrata stefna.
Þ.e. það á að - - auka útgjöld.
Á sama tíma eru skv. Der Spiegel hugmyndir um að - - herða svipuna að Evrópu.
Það sem menn þurfa að átta sig á, að þessar hugmyndir fela ekki í sér "sameiginlega hagstjórn" þó svo að í "Merkel Speek" sé það orðalag notað. Ambrose Evans-Pritchard kom eitt skiptið með afskaplega gott orðalag yfir þessar hugmyndir. Orðaleppurinn hans Brósa: Punishment Union.
En sameiginleg hagstjórn er þ.s. Bandaríkin hafa, sem felur í sér umtalsverð sameiginleg fjárlög, ásamt heimild alríkisins til að skuldsetja alla skattborgara þeirra ríkja sem mynda Bandaríkin.
Þessar hugmyndir Angelu Merkel fela í sér hvorugt.
Heldur snúast þær um að auka völd Framkvæmdastjórnar ESB yfir fjárlögum einstakra ríkja - - í reynd að, troða öllum aðildarríkjum ESB inn í sambærilegt fyrirkomulag, og þ.s. ríki í svokallaðri björgunaráætlun búa við.
Þannig að Framkvæmdastjórnin fái alltaf "fjárlög" aðildarríkis til fyrirfram yfirlestrar. Áður en þing aðildarríkis gengur frá samþykki. Síðan hafi framkvæmdastjórarnir heimild til að gefa bein fyrirmæli um útgjaldalækkanir eða launalækkanir eða annað, svo að ríkjunum sé hagstýrt skv. þýskum hugmyndum um það hvað telst vera góð hagstjórn.
Auk þessa, hefur þegar með svokölluðum "Stöðugleika Sáttmála" Evrópudómstólnum verið veittar auknar heimildir, til að kæra ríki fyrir brot á hallarekstri. Og skv. þeim sáttmála er þegar búið að takmarka mjög heimildir aðildarríkja til að reka sig með halla.
Viðbót Merkelar væri þá að bæta við þessum - valdheimildum Framkvæmdastjórnarinnar.
----------------------------------------------
- "The goal is to achieve extensive, communal control of national budgets, of public borrowing in the 28 EU capitals and of national plans to boost competitiveness and implement social reforms."
- "The hope is that these measures will ensure the long-term stability of the euro and steer member states onto a common economic and fiscal path."
- "This would be the oft-invoked and ambitious political completion of Europe's monetary union -- a huge achievement."
- "...what is new is the thumbscrews Brussels will be allowed to apply if Merkel has her way, including sooner and sharper controls and veto rights, as well as contractually binding agreements and requirements."
- "In short, this would amount to a true reconstruction of the euro zone and a major step in the direction of an "economic government" of the sort the SPD too would like to see put in place."
- "For instance, the Commission could be given the right to conclude, with each euro country, an agreement of sorts to improve competitiveness, investments and budgetary discipline."
- "Such "contractual arrangements" would be riddled with figures and deadlines, so that they could be monitored and possibly even contested at any time." "
- In return, a new, long-discussed Brussels budget will become available to individual countries, an additional euro-zone budget with sums in the double-digit billions for obedient member states."
----------------------------------------------
Rétt að taka fram - - að þessum hugmyndum hefur þegar verið hafnað.
En þær dúkkuðu upp á fundum ca. í sl. nóvember, þ.e. 2012. Þ.e. allur ofangreindur pakki.
Og ég man ekki betur en að François Hollande hafi hafnað þeim - ákveðið. Einhver ráðherra hans, sagði e-h á þá leið, að ekki komi til greina að afhenda Þýskalandi stjórn yfir efnahagsmálum í Frakklandi.
Og ég á alls ekki von á því, að þær fái betri móttökur nú ári seinna.
Þær séu því "dead on arrival" eða "D.O.A."
En það segir samt áhugaverða sögu að flokkur Angelu Merkel skuli ekki hafa fallið frá þeim.
- Að stjórn Merkel sjái engan hroka í því, að ætla sér sjálf að auka á ríkisútgjöld.
- En á sama tíma, vilja setja hin aðildarríkin í "spennitreyju."
Það er einnig viðbótar punktur - - en það sést hversu "pro cyclical" þessi stefna er, einmitt á því að samtímis því að þýska ríkið ætlar að nota afganginn til að auka ríkisútgjöld, þá ætlast hún til að löndin í S-Evrópu herði að sér sultarólar.
Þessi stefna er öfug við dæmigerðan Kanes-isma, þ.e. reka ríkið með afgangi þegar vel gengur, en halla í kreppum.
Niðurstaða
Ég get nefnt einn veikleika til viðbótar á þeirri stefnu sem lýst er að ofan. Nefnilega þann, að Þýskaland græðir meðan fé vill streyma frá S-Evr. til Þýskalands, því þá undirbýður það fé vexti innan Þýskalands. Það kaldhæðnislega er - - að ofangreind stefna, mundi viðhalda þeim vaxtahagnaði Þýskalands. En meðan að ríkjandi stefna í flestum öðrum aðildarlöndum evrusvæðis, er niðurskurður og verðhjöðnun. Þá heldur fé áfram að streyma til Þýskalands. Og þrýsta niður vöxtum þar - sem m.a. að stórum hluta skýrir það af hverju ríkissjóður Þýskalands stefnir í rekrarafgang þetta kjörtímabil. En sá gæti horfið aftur, ef þessi vaxtagróði hverfur.
Það gæti því komið fram sú ásökun t.d. í S-Evrópu, að Þýskaland sé einfaldlega að beita valdi sínu, til þess að þröngva fram þeirri stefnu, sem Þýskaland græðir á en hin löndin að sama skapi tapa á.
Bendi á skemmtilega grein eftir Ambrose Evans-Pritchard - en hann fjallar um áhugaverða bók sem er skrifuð af engum öðrum en formanni "International Institute for Strategic Studies (IISS)."
Frexit fever reaches heart of French establishment
Sá ágæti maður virðist hafa söðlað um, og vill nú leggja evruna niður til þess að bjarga Evrópusambandinu, en hann telur að annars muni evran ganga af því dauðu. En hann áður studdi evruna.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.10.2013 kl. 08:26 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning