Evrópusambandið að leika sér að eldinum?

Það hafa borist fréttir yfir helgina af áhugaverðu bréfi sem Mario Draghi Seðlabankastjóri Evrópu - eins og hann er gjarnan titlaður, sendi sl. júlí til samkeppnisstjóra Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Joaquin Almunia.

Fyrst núna er þetta að berast út - ítalskt blað var fyrst með fréttina.

Draghi asked EU to keep state aid rules for banks flexible

Brussels stands ground against Mario Draghi over bailout curbs

 

Verður bankakrísa í ESB á næsta ári?

  1. Fyrsta vandamálið eru eru nýjar reglur sem banna að stjórnvöld hjálpi við endurfjármögnun banka, nema að fyrst hafi verið gengið að - eigendum ótryggðra skulda viðkomandi bankastofnunar. Þær taka formlega gildi 30. júlí nk.
  2. Annað vandamálið er að á næstunni stendur til af hálfu Seðlabanka Evrópu að standa fyrir ströngum "stress" prófum, þ.s. geta bankanna til að standast - áföll. Verður prófuð.
  3. Í þriðja lagi hafa kröfur um eigið fé verið hertar, og skal það að lágmarki vera 8%. Áður var krafan um 5% að lágmarki.
  • Búist er við því að "stress" prófin leiði í ljós - holur í bókhaldi einhvers fjölda bankastofnana innan ESB. En þessi próf kvá vera töluvert strangari en fyrri sambærileg próf áður framkvæmd. En Seðlabanki Evrópu er að notfæra sér það, að vera taka yfir eftirlit með bönkum innan Evrópu. Að framkvæma samræmd "stress" próf. Án þess að þau séu útvötnuð af innanlands pólitík hinna ýmsu landa, eins og fyrri stress próf eru sökuð um að hafa verið.
  • Þess vegna er reiknað með því skv. frétt af Seðlabanka Evrópu, að bókhaldsholur muni koma fram í dagsljósið.
  • Þannig að einhver óþekktur fj. bankastofnana muni þurfa að afla sér nýs fjármagns, til að uppfylla skilyrði.
  • Hingað til hefur Seðlabanki Evrópu veitt bankastofnunum a.m.k. 6 mánaða frest, til að uppfylla skilyrði um eigið fé og/eða óbundið lausafé.
  • Því er það ekki ólíklegt, að ofangreind regla - muni vera búin að taka gildi.

Í þessu samhengi þarf að skilja aðvaranir Draghi:

----------------------------------------

"Banks that are still viable but need state aid to boost their capital base should be allowed to receive help without inflicting losses on their junior bondholders, European Central Bank President Mario Draghi told the European Commission."

"Draghi said imposing losses on junior creditors in the context of such "precautionary recapitalisations" could hurt subordinated bank bonds..."

"He said “improperly strict” interpretation “may well destroy the very confidence in the euro area banks that we all intend to restore”."

""By structurally impairing the subordinated debt market, it could lead to a flight of investors out of the European banking market, which would further hamper banks' funding going forward," Draghi said in the letter seen by Reuters."

---------------------------------------- 

Hann virðist með öðrum orðum, óttast að nýju reglunum verði fylgt stíft fram - - þannig að bankar sem annaðhvort uppfylla reglur um eigið fé eða eru mjög nærri því að uppfylla reglur um eigið fé, en vantar töluvert upp á að uppfylla skilyrði um lausafé.

Þurfa því að afla sér viðbótar fjármagns, geti lent í vandræðum með þá fjármögnun - - eftir að nýju reglurnar hafa tekið gildi.

Það sem mig grunar, er að Draghi hafi áhyggjur af hugsanlegri myndun - - > Óttabylgju.

  1. Þ.e. nýju reglurnar hugsanlega fæli fjárfesta frá því að leggja bönkunum til nýtt fé - - vegna þess að þeir óttist að tapa því frekar, eftir gildistöku nýju reglanna. 
  2. Sem leiði til vandræða þeirra banka við nauðsynlega endurfjármögnun.

Ef slíkar tafir virðast ætla að eiga sér stað hjá einhverjum fj. banka, gæti slík óttabylgja myndast - - og hratt fjarað undan þeim bönkum. Sbr. "self fulfilling prophecy."

  • Þá gæti hratt vaxandi ótti um hrun þeirra, skapað að auki óróa meðal innistæðueigenda - - en hvað gerðist á Kýpur er að sjálfsögðu ekki gleymt.

Það er að auki mun líklegra en ekki, að bankar í S-Evrópu lendi í slíkum vanda en í N-Evrópu.

Ekki síst er rétt að muna:

  1. Að ef fj. banka er að selja eignir á sama tíma, geti það haft neikvæð áhrif á verðmyndun á dæmigerðum eignum þeirra.
  2. Svo má ekki gleyma áhrifum á lánveitingar - - en ein leiðin til að afla sér fjár, er að skrúfa fyrir lánveitingar og síðan "innkalla lán."
Þarna geta því mögulega orðið heilmikil neikvæð efnahagsáhrif. Þau séu líklegust til að skella á þegar viðkvæmum hagkerfum S-Evrópu.

----------------------------------------  

"Mr Almunia has so far stood his ground. Even at banks reaching their regulatory minimum, “subordinated debt must be converted into equity before state aid is granted”, the commission said in informal guidance issued last week. "

"“A stress test revealing a capital shortfall is as such not relevant for state aid control,” - “State aid control would only become relevant when the private means to raise capital had been exhausted and a bank would need to resort to public resources to fill the gap. In these cases, the bank’s soundness becomes doubtful.”"

"In a nod to Mr Draghi’s concerns, the commission highlighted that under its rules exceptions can be made “when the implementation of writing down or conversion of subordinated creditors would lead to disproportionate results or would endanger financial stability”. "

---------------------------------------- 

Það má velta því fyrir sér - - hvort að "case by case" undanþágur, geti dugað til að forða þeirri hættu, sem Draghi telur sig sjá?

En mig grunar að Framkvæmdastjórnin gæti hugsanlega reynst ekki vera nægilega snör í snúningum, en óttabylgja getur hlaðist upp - - hratt.

Menn gætu því misst stjórn á rás atburða. Ef viðbrögð eiga að vera "case by case" en ekki almenn, eins og Draghi óskar eftir.

 

Niðurstaða

Það stefnir í að Evrópusambandið standi fyrir áhugaverðri tilraun á nk. ári. En nýjar reglur sem kveða á um það, að stjórnvöldum sé óheimilt að endurfjármagna banka fyrr en fyrst hefur verið gengið að eigendum ótryggðra skulda viðkomandi banka. Þær taka gildi nk. sumar. 

Á næstunni mun "ECB" standa fyrir ströngum stress prófum, og reiknað með því að margir bankar muni þurfa að - - afla sér aukins fjármagns. 

Mario Draghi virðist telja að þetta samhengi geti framkallað umtalsverðar hræringar innan fjármálakerfis Evrópu - óttabylgja ekki útilokuð.

Er Framkvæmdastjórn ESB að leika sér að eldinum?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Er ekki þá líka hætta á því að bankar dragi saman í útlánum vegna hækkunar á eigið fé. Sem síðan smitar út í þjóðfélagið.

Hræðslubylgja getur farið svo hratt yfir að ég óttast stórlega að þeir verði undir það búnir að ráða hreinlega við það. Við sjáum það á bæði hrávörumarkaði og hlutabréfamarkaði að þar geta hlutir lækkað mjög mikið á 10 mínútum. Það mesta sem ég hef sé var hlutabréf í fjármálafyrirtækið í Ástralíu sem er með t.d. verðbréfasjóði sem lækkaði um 94,5% á innan við 1 klst.

Ómar Gíslason, 21.10.2013 kl. 18:23

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já ég held það sé einmitt hætta, að þeir verði alltof svifaseinir í viðbrögðum. Draghi hafi liklega rétt fyrir sér - að betra væri að fresta því að framfylgja nýju reglunum, þangað til að hið svokallaða "bankasamband" tekur formlega til starfa.

Það virtist vera tillaga hans, sem Joaquin Almunia hafnaði.

Já, þ.e. einmitt augljós áhætta - að það verði snöggur samdráttur í aðgengi að fjármagni sjálfsagt einna helst í S-Evr. Sem gæti dýpkað töluvert kreppuna þar fremur snögglega. Sem auðvitað bætist við annað í gangi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.10.2013 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband