Bandaríkjaþing að verða helsta efnahagsvá heimsins?

Án gríns, má vel velta þessu fyrir sér. En það þarf ekki nokkur að efast um það. Að Repúblikanar og Deókratar, með Obama í miðjunni. Sömdu einungis um - - > vopnahlé.

Það sé alveg ljóst að Repúblikanar í Fulltrúadeild, ætla að hefja nýtt áhlaup á alríkisstjórnina og hið hataða "Obama Care" eða "Affordable Care Act."

Seinni atlagan verði líklega þó betur undirbúin, og líklega því hugsanlega - - hættulegri.

En eins fréttir heimsfjölmiðla segja:

  1. Er skuldaþakinu lyft til 7. febrúar.
  2. Alríkið er fullfjármagnað til 15. janúar.
  3. Og viðræður flokkanna, sem skulu fara fram á meðan, skal vera lokið 13. des.

Það blasir við að deilan hefst aftur af krafti fljótlega á nýárinu. Að víðtækt samkomulag náist virðist ólíklegt fyrir 13. des. Miðað við gjána milli aðila.

Washington becomes the biggest risk to the U.S. economy

US government returns to work after debt deal

House Conservatives Gird for Next Budget Battles

Was the Point Republicans Made in the Shutdown Worth the Price?

‘Reality Set In’ at Republican Meeting Wednesday

 

Vandinn er óvissan sem þetta viðheldur!

Hún ein mun halda eftir af hagvexti, þ.e. fyrirtæki halda frekar að sér höndum - en að hefja áhættusama fjárfestingu. Fyrirtæki vegna óvissuástandsins, séu líkleg að leitast við að tryggja að þau hafi nægt lausafé. Það þíði að auki að þau verði - tregari til að fjölga fólki.

Líklega hefur deilan sem varaði sl. 2 vikur, skaðað hagvöxt á lokamánuðum ársins.

  • Þessar ítrekuðu harkalegu deilur, hafa líklega rænt Bandaríkin töluverðum hagvexti.
  • Ég hef heyrt því haldið fram, að hugsanlega muni 2% á hagkerfi Bandar. til eða frá, síðan 2011.
  • Þetta þíðir að færri hafa vinnu en annars, og einnig "í kaldhæðni örlaganna" að hallinn á alríkinu er meiri en hann annars væri.
  • En meiri efnahagsumsvið þíddu meiri skatttekjur.

Það má jafnvel vera, að óvissan og deilurnar, séu a.m.k. góður hluti af ástæðu þess að bandar. hagkerfinu er ekki fram að þessu að takast að komast úr hagvaxtartölum upp á milli 1% og 2% upp í milli 2% og 3%.

""We have crisis after crisis after crisis and it has a corrosive impact on the economy," said Greg Valliere, an analyst with Potomac Research Group. "If you're a business, how do you make plans in this environment?""

En lykilatriðið fyrir Bandaríkin, ef við erum að hugsa um lausn á skuldavanda þeirra, er að skapa nægan hagvöxt.

Þ.e. ekkert sem hraðar mildar erfiða skuldastöðu, heldur en það að tekjur fari vaxandi vegna þess að þjóðarkakan fari sístækkandi.

---------------------------------

Vandi virðist vera að innan raða Repúblikana er fjöldi sannfærðra hugmyndafræðinga - - sem virkilega líta svo á "að það verði að minnka alríkið og það helst mikið." 

Þó er bandar. ríkið verulega smærra að umfangi en tíðkast í N-Evrópu að jafnaði, ca. 23% af þjóðarframleiðslu að umfangi. Það má bæta a.m.k. 10% við færum okkur til Evr.

Þeir virkilega líta á baráttuna gegn "OC" sem mikilvægan þátt í þeirri "meginbaráttu" þannig að því miður sé útlit fyrir, að tíminn fram að janúar. 

Muni líklega fara einna helst í, undirbúning fyrir næstu rimmu.

Sem gæti orðið jafnvel enn meira "nastí" og hættuleg, og því skaðvænleg fyrir heims hagkerfið.

  • Kannski startar Bandar.þing heimskreppu við upphaf nk. árs.

 
Niðurstaða

Það slæma fyrir Ísland er auðvitað að þessi óvissa frá "Capitol hill Washington DC" mun líklega einnig draga úr möguleikum Íslands á hagvexti á nk. ári. Jafnvel þó að ekki verði heimskreppa. Heldur að í staðinn, verði nk. ár nokkurn veginn "endurtekning núverandi" þ.e. hagvöxtur verði áfram til staðar í Bandaríkjunum. En áfram einungis milli 1% og 2%. Evrópa mari þá áfram rétt í hálfu kafi.

En hættan við þessar endurtekningar er auðvitað, að eitthvert skiptið - - fari hlutirnir handaskolum.

Mjög þekktur einstaklingur kallaði skuldaþakið "political weapon of mass destruction." Sá maður heitir Warren Buffet -  U.S. debt limit threat 'political weapon of mass destruction'-Buffett. Buffet var ekkert að skafa af þessu í viðtalinu sem vitnað er í.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

There is no debt ceiling in place and here is why:

http://news.yahoo.com/there-is-no-debt-ceiling-in-place-and-here%e2%80%99s-why-235736781.html

Þessar vangaveltur um hvort USA standi við skuldir sínar er fásinna vegna 14th. Amendment section 4 to the Constitution of America.

Það er auðséð að Fulltrúadeildinn verður að hækka skuldalimitið og leifa lánatökur sem eru gerðar með verðbréfum sem Ríkissjóður selur, Öldungardeildin verður að samþykkja það og Forsetinn verður að skrifa undir.

Ef eitthvert af þessum þremur völdum stendur í vegi fyrir að skuldir USA séu greiddar þá er það brot á Stjórnarskrá USA og enginn þeirra vill verða ákærður fyrir brot á Stjórnarskráni.

Það sem er rifist um fram til síðasta klukkutíma er hvernig eigi að lækka eyðsluna og meðan á því stendur er skítkast á milli beggja flokka og jafnvel innan flokka sem byrjar venjulega 3 til 4 vikum fyrir deadline.

En að halda það að USA standi ekki í skilum við verðbréf sem USA Ríki gefur út og selur er algjör fásinna, af því að það er bannað með lögum Stjórnarskránar að borga ekki áfallnar skuldir.

Warren Buffet hefur ekki alltaf rétt fyrir sér og ef hann heldur að USA Ríkið borgi ekki áfallnar skuldir, þá hefur hann ekki lesið Stjórnarskrá USA, eins og svo margir ameríkanar hafa ekki gert.

En hvað sem gerist, ef ekki er samkomulag með aðgerðir milli flokkana 2 til 3 vikur fyrir 7. febrúar þá byrjar skítkastið aftur og rifist til síðasta dags og svo sparka þeir dolluni niður götuna so to speak, og gamanleikritið endurtekur sig aftur sennilega 3 til 4 mánuðum seinna.

Næsta lokun starfsemi USA Ríkis 15. janúar er vegna þess að demókratar vilja nota þvinganir um að stoppa Sequestration sem varð að lögum 2011 sem er hugmynd Obama og hann sjálfur skrifaði undir og varð að lögum.

Sequestration hægir á automatic hækkunum til starfsemi Ríkisins og er þyrnir í augum demókrata þó svo að þetta hafi verið uppástunga Obama.

Með öðrum orðum þeir geta ekki eitt eins miklu vegna Sequestration lagana.

Hvað gerist á næstuni:

Demókratar fara af stað með áróður um að ef Sequestration verði ekki afnumin þá fá gamalmenni ekki ellilífeyrin og sveltur etc. etc.

En við vitum að það er lígi af því að USA Ríkið verður að greiða skuldir og liabilities sem auðvitað eru skuldir Ríkissjóðs.

Af hverju vitum við það; 14th Amendment section 4 to the Constitution of America.

Repúblíkanar koma til með að senda til Öldungardeildarinnar hreint frumvarp um að halda Ríkinu gangandi.

Öldungardeildin verður að samþykkja sem gerist daginn fyri lokun Ríksstarfseminar sem sagt 14. janúar.

Af hverju vilja demókratar ekki að loka Ríkisstarfsemini; af þvi að þeir eru búnir að segja öllum hversu mikil fásinna það er í rúmman mánuð.

Sem sagt annar hluti Sequestration tekur gildi 15. janúar.

Dept limit verður rifist um ti 6. febrúar og einhverjar smábreytingar sem skipta engu máli verða hengdar á frumvarpið að hækka debt limitið eða framlengja það.

Sem sagt 3 til 4 mánuðum seinna (maí og júní) þá fer þetta gamanleikrit af stað aftur. Það er möguleiki að næstu framlengingar verði þangað til eftir kosningar nóvember 2014 og mér þykkir það sennilegt.

Af hverju? Skoðunarkannanir sýna að 80% kjósenda vilja henda öllum þingmönnum og forsetanum út, ef kosningar væru í dag.

Svona hefur þetta verið hingað til og svona verður þetta í framtíðini; it is just the nature of the beast.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 18.10.2013 kl. 18:39

2 Smámynd: Davíð

Hvað hækkuðu erlendar skuldir Bandaríkjanna mikið í dag, ertu til í að finna það út fyrir mig? Ég veit það en mig langar að sjá þig skrifa það með tölustöfum t.d. í Íslenskum krónum þannig að fólk skilji um hvað málið snýst.

Davíð, 18.10.2013 kl. 21:06

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Einar Björn ég læt þig um að setja þetta í íslenzkar krónur en skuldin fór úr tæpum 17 triljónum dollurum í gær í 17 triljónum 350 biljónum dollara í dag, fer eftir hvaða fjölmiðil menn lesa sumir fjölmiðlar nota 328 biljónir hækkun.

17,075,000,000,000 USA dollarar ef við notum lægri töluna.

Á einum degi fór eiðslan í yfir 350 biljónir dollara á einum dagi segja sumir aðrir segja 328 biljónir, what is 22 biljónir dollara betwenn friend?.

Svona hefur þetta verið hingað til og svona verður þetta í framtíðini; it is just the nature of the beast.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 18.10.2013 kl. 21:24

4 Smámynd: Ólafur Ingi Brandsson

Það eru teikn á lofti að þessi stöðvun hafi verið að miklum hluta trúarlegs eðlis.

Tepokahreyfingin innan repúblikana hefur flokkin í hnút, og trúarlegi vængur flokksins setur t.d. greinar í Obamacare fyrir sig vegna getnaðarvarna fyrir konur.

 "In a September 26 letter to the House and Senate, Cardinal Seán O'Malley of Boston and Archbishop William E. Lori of Baltimore said the policy of the Health Care Conscience Rights Act (H.R. 940/S. 1204) should be incorporated into must-pass legislation such as the Continuing Resolution and debt ceiling bill. Cardinal O'Malley and Archbishop Lori chair the USCCB Committee on Pro-Life Activities and Ad Hoc Committee for Religious Liberty, respectively."

 http://www.usccb.org/news/2013/13-176.cfm

 http://www.huffingtonpost.com/morgan-guyton/the-theology-of-governmen_b_4020537.html

Ólafur Ingi Brandsson, 19.10.2013 kl. 00:24

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Óli það er svolítið meira að Obamacare en þú ert að reina að fá fólk til að trúa þegar fólk getur ekki skráð sig og þeir sem hafa getað það þurfa að greiða iðgjöld sem eru meira en helmingi hærri en þeir hafa í dag. Ef fólk getur ekki skráð sig fyrir 1. janúar 2014 þá fær það sekt.

Þar fyrir utan þá er deductible allt upp í $12,750 fyrir sjúkratrygginguna, deductible er það sem sá tryggði þarf að greiða áður en sjúkratryggingin greiðir eitthvað.

Er það furða að Obama vill ekki sína fjölskyldu í Obamacare, varaforsetinn, ráðherrar, þingmenn og starfsfólk vilja ekki vera í Obamacare og eru ekki í Obamacare. Ef þetta er svona gott sjúkratryggingasystem af hverju vilja þessir Ríkisstarfsmenn ekki vera í Obamacare og afhverju gaf Obama undanþágu fyrir sig og all þessa Ríkisstarfsmenn að þurfa ekki vera í Obamacare?

Verkalýðsfélagsmenn sem voru ákafir stuðningsmenn Obamacare áður en Obamacare varð að lögum, núna vilja þeir ekki vera í Obamacare og heimta undanþágu eins og Obama er með og aðrir Ríkisstarfsmenn.

Einhvern tíman var sagt "what is good for the goose is good for the gander," en svo er ekki með Obamacare.

Af hverju ætti ég 63 gamall karl að þurfa tryggja mig og hafa getnaðarvarnir fyrir konur, fóstureyðingarpillur og fóstureyðingar í mínum tryggingum? Hvenær ættli ég þurfi að nota þennan varning og aðgerð?

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 19.10.2013 kl. 00:46

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann, ef þetta bætir ekki ástandið. Mun Repúblikunum takast ætlunarverk sitt. Að byggja upp nægilega andstöðu gegn lögunum, til að fá þeim á endanum kollvarpað.

Hugmyndin virðist vera, að ef þ.e. skildutrygging, þá geti ríkið hlutast til ástundað markaðsinngrip, til að tryggja lægri tryggingakostnað. En ef markaðurinn einn mundi ráða.

Það getur alveg hugsanlega gengið upp.

"Af hverju ætti ég 63 gamall karl að þurfa tryggja mig og hafa getnaðarvarnir fyrir konur, fóstureyðingarpillur og fóstureyðingar í mínum tryggingum?"

Þetta er bara það sem þykir sjálfsagt almennt á vesturlöndum, þ.s. fyrirkomulagið er að allir borga þetta í gegnum skatta. En fá það síðan að öðru leiti mestu frítt. Sem niðurgreiðir mjög mikið kostnaðinn fyrir þá sem eru á lágum tekjum eða jafnvel engum. En í dag er viðhöfð lág kostnaðarþátttaka til að koma í veg fyrir ofnotkun á þjónustu er væri fyrir hendi, ef ekkert væri rukkað.

Smá "empathy."

"Á einum degi fór eiðslan í yfir 350 biljónir dollara á einum dagi segja sumir aðrir segja 328 biljónir, what is 22 biljónir dollara betwenn friend?."

Ef Bandar. mundu taka upp evr. aðferðina, gætu þeir minnkað kostnaðinn við heilbrigðismál um a.m.k. 1/3.

Að sjálfsögðu er það sósíalismi - en "so what."

Sumir í Bandar. nota orðið sósíalismi eins og það sé slæmur hlutur.

Öll samfélög þurfa eitthvað af sósíalisma - - en það getur ekki eingöngu byggst á einstaklingshyggju, eins og tja hægri sinnaðir anarkistar vilja.

  • Annars hef ég engar áhyggjur af skuldum Bandar.
  • Virkilega engar, þ.s. þær eru allar í US-Dollar.
  • Bandar. væru í vandræðum, ef meir en helmingurinn af þessu væri t.d. í Evrum.

Þá væri ástæða til að hafa af þessu áhyggjur. Bandar. geta alltaf útvegað sér dollara.

Þannig að spurningin er ekki um gjaldþrot eða hættu á því, heldur hve mikla verðólgu Bandaríkjamenn treysta sér að búa við í framtíðinni.

En því meiri sem eyðslan verður, því meiri verður famtíðar verðbólgan.

"En að halda það að USA standi ekki í skilum við verðbréf sem USA Ríki gefur út og selur er algjör fásinna, af því að það er bannað með lögum Stjórnarskránar að borga ekki áfallnar skuldir."

Hef heyrt um þetta stjórnarskrárákvæði. Enda er ég á því að ef til kastanna kemur, munu alríkið velja að skera niður: lífeyrisgreiðslur, til ekkja hermanna og annarra sem fá greiðslur á lífeyri frá Alríkinu; bætur til bótaþega sem þiggja stuðning við vegna fátæktar eða vegna annarra félagslegra þarfa, og auðvitað niðurgreiðslur á lifjakostnaði til aldraðra. 

Síðan auðvitað framkvæmdir - verktakasamninga o.s.frv.

Það væri aldrei ekki greitt að fullu af skuldum.

  • Þetta er samt nóg til að framkalla "heimskreppu" og koma Bandar. í verðhjöðnunarspýral og sífellt vaxandi atvinnuleysi, við sjáum sambærilegt á evrusvæði þ.s. slíkur hjöðnunarspýrall hefur verið í gangi í nokkrum löndum.
  • Það þíddi líklega liðlega 2-földun á atvinnuleysi, jafnvel 3-földun.
Það væri orðinn mjög lítill munur á kreppuástandinu og því sem var 1932 t.d.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.10.2013 kl. 02:07

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég er alveg viss um það að enginn á Íslandi sem er með minstu tegundina og ódýrustu af Mazda vilji borga sama tryggingariðgjald og eigendur dýrustu gerðar Range Rover.

Hvar er þetta littla empaty til Range Rover eigenda?

Það hefur enginn verið að tala um einhverja hræðslu um hversu miklar skuldir USA eru orðnar, enda held ég að öllum sé nákvæmlega sama hvort að ég eða þú séum hræddir eða óhræddir um skuldastöðu USA. Það er verið að ræða hvernig og hvaða möguleikar eru til að komast út úr skuldunum. En auðvitað meðan lántakan er ekki stöðvuð þá minka skuldirnar ekkert.

Ég hef ekki trú á því að það verði skorið niður í USA meðan demókratar hafa völdin og ef þeir missa völdin að þá verður allur niðurskurður stoppaður í málþófi í Öldungardeild þingsins. Ég get ekki séð að Repúblíkanr nái 60 Öldungardeildarþingmönnum í náini framtíð til að geta stoppað málþóf. Það sem verður gert og er í raun og veru að gerast, er seðlaprentun, so to speak.

The Federal Reserve reinir að halda vöxtum niðri en þegar verðbréfasalan verður dræm þá hækka þeir vexti, en á meðan verður gjaldmiðillinn verðminni og verðbólga fer af stað.

Og eins og ég sagði fyrr í athugasemd, 1 miljón dollara verður að 100 þúsund kaupgetu, þannig verða skuldir USA greiddar.

Það algjört fools gold að fjárfesta í USA securities, sérstaklega til 10 ára og lengur.

1971 var Cadillac fully loaded $5,000 nú þarf að greiða yfir $50,000 fyrir fully loaded Cadillac. Þannig að minka kaupgetu dollarans er engin nýbóla í USA. Ættli að $5,000 á sparibók í banka væri kominn í $50,000?

Svo kvarta menn yfir ísl. krónuni.

Ég held að fólki í USA sem er komið á fimmtugs aldurinn sé nákvæmlega sama hvað gerist eftir 30 til 40 ár, eins og þau segja, "it will not be my problem." Það verður engin heimskreppa fyrr en eftir 40 til 50 ár í firsta lagi, svo segir þetta fólk.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 19.10.2013 kl. 13:46

8 Smámynd: Davíð

Athugasemdirnar hér eru búnar að vera í lengra lagi, þannig að ég ætla að enda þetta á smá brandara.

Eigum við Íslendingar að leyfa Bandaríkjamönnum að taka upp íslenska krónu ef dollarinn hrynur. ? ! ?....

Davíð, 19.10.2013 kl. 16:09

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Fer eftir gæðum papírsins og bleksins.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 20.10.2013 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband