Spilling í Þýskalandi - hrun í fjárfestingum innan Þýskalands!

Tvær áhugaverðar fréttir. Báðar um Þýskaland. Önnur frá Wall Street Journal - hin frá Der Spiegel.

WSJ: Corporate Germany Looks to Invest Overseas—Not at Home

Spiegel: Donation from BMW Owners Raises Eyebrows

Fyrst um þann skort á fjárfestingum sem hefur vakið ugg þýskra stjórnvalda. En það er ekki bara á Íslandi þar sem skortur á ný-fjárfestingum veldur áhyggjum. Innan Þýskalands er einnig ný-fjárfestingaþurrð af hálfu þýskra fyrirtækja. 

Wall Street Journal skv. frétt, lét framkvæma skoðanakönnun meðal forsvarsmanna þýskra fyrirtækja fyrir skömmu. Hún er unnin að afloknum þingkosningum í Þýskalandi.

Niðurstöður hennar eru áhugaverðar - sjá mynd!

Niðurstaðan er skýr - - þýskt atvinnulíf ætlar að forðast Evrópu eins og heitan eldinn!

Einungis 15% fjárfestinga þeirra munu fara fram innan Þýskalands á þessu ári.

---------------------------------------------

"If the low rate of investment continues much longer, "it will put the competitiveness of the whole of German industry at risk," said Ralph Wiechers, chief economist of the VDMA engineering federation, which represents more than 3,000 Mittelstand companies."

  • "Most of the companies that responded to The Wall Street Journal survey—all of them nonfinancial companies from among the leading German corporations that make up the DAX-30 stock-market index—say they are aiming to maintain or slightly increase their overall investment in the year ahead."
  • "But they are mostly planning to spend money on maintaining rather than significantly upgrading their domestic production facilities."

"The survey's findings challenge hopes in Germany that investment will take off in coming months, following two years of weakness that has held down Germany's growth rate."

"German GDP is projected to increase by about 0.4% this year, due in part to companies' reluctance to invest."

  • "Meanwhile, foreign companies' appetite for investing in Germany is also waning. Foreign direct investment in Germany plummeted to €5.1 billion ($6.9 billion) in 2012, from €58.6 billion in 2007, according to data from Germany's central bank."
  • "The decline continued in the first six months of this year, when a mere €800,000 of FDI landed in Germany."

--------------------------------------------- 

Ráðandi þættir virðast vera:

  1. Arfa slakar horfur varðandi framtíðar vöxt eftirspurnar innan Evrópu.
  2. Stöðug hækkun raforkuverðs innan Þýskalands sem þegar hefur hækkað um 30% á 6 árum, og frekari hækkanir í sigtinu.

Stefnumörkun sú sem Angela Merkel hefur haldið á lofti á sl. kjörtímabili, hefur einmitt verið ákaflega eftirspurnar bælandi - innan Evrópu.

En fyrir tilstuðlan þrýstings hennar ríkisstjórnar, var svokallaður "Stöðugleika Sáttmáli" þvingaður í gegn, en hann felur í sér að þrengt hefur verið að heimild aðildarríkja evrusvæðis. Til að reka ríkissjóði með halla.

Að auki hafa aðildarlönd evrusvæðis, verið beitt mjög hörðum þrýstingi til þess, að fara leið verðhjöðnunar - til að aðlaga eigin hagkerfi.

Það hefur beinlínis falið í sér - - skipulagða eyðileggingu á eftirspurn innan þeirra hagkerfa.

Ekkert hefur komið á móti, þ.e. löndin í N-Evrópu hafa ekki í staðinn, hvatt til eftirspurnar aukningar innan eigin hagkerfa. Til að mæta eftirspurnar minnkun í S-Evrópu.

Þannig að útkoman hefur verið, mjög veruleg minnkun á eftirspurn í Evrópu heilt yfir.

  • Það þíðir, að eftir minna er að slægjast fyrir fyrirtæki.
  1. Þegar rætt er um skort á fjárfestingum á Íslandi, bæði að hálfu erlendra sem innlendra fyrirtækja, þá nota aðildarsinnar ávallt tækifærið, til þess að benda á skort á aðild - sem að þeirra mati, skýringu.
  2. Þeir vilja meina, að það eitt að viðhalda aðildarferlinu, hvetji til ný fjárfestinga.
  3. Vegna þess, að þá hafi menn von um aðild í náinni framtíð.
  4. En hvernig bregðast þeir við fréttum af því, að meira að segja í sterkasta hagkerfi Evrópu, hefur orðið mjög mikill samdráttur í ný-fjárfestingum síðan 2007.

Og fátt bendir til þess, að stórfelld aukning verði þar í nýjum fjárfestingum í bráð.

 

Hneyksli í Þýskalandi - tengt ríkisstjórn Angelu Merkel!

Þetta tengist stórri peningagjöf frá Quandt/Klatten fjölskyldunni sem enn þann dag ræður yfir ráðandi hlut í BMW fyrirtækinu í kosningasjóð Kristilegra Demókrata, flokk Angelu Merkel.

690.000€ * 163,75 = 112.987.500Kr.

Quandt fjölskyldan sem sagt gaf tæpar 113 milljónir króna.

Af hverju þetta vekur athygli er að þetta kemur fram örskömmu eftir að í ljós er komið, að innan Evrópusambandsins hefur verið tekin ákvörðun.

Sem er ákaflega hagstæð fyrir einmitt BMW!

--------------------------------------------- 

"On Monday, European Union environment ministers gave in to German demands to scrap an agreement to cap EU car emissions."

Peningagjöfin fer fram þann 9. október, þann 14. október er kynnt um ákvörðun framkvæmdastjóra ESB - - 5 dagar á milli.

Líklegt virðist að ákvörðunin hafi þá þegar legið fyrir, þó hún hafi ekki formlega verið kynnt - fyrr en þennan dag.

  1. "After months of forceful lobbying from Germany, the ministers from the 28 EU member states agreed to reopen a deal sealed in June."
  2. "German carmakers Daimler and BMW produce heavier vehicles that consume more fuel than vehicles made by firms such as Italy's Fiat."
  3. "That means they would find it harder to meet a proposed EU cap on carbon emissions of 95 grams per kilometer for all new cars from 2020, analysts say." 
  • "First, Germany browbeat smaller countries like Hungary, Portugal and Slovakia into supporting its line. German car firms run factories in those countries."
  • "Then Germany started working on the big EU nations. At the June EU summit, diplomats noticed that Merkel didn't object to Britain keeping its EU rebate intact in a dispute over a proposed new method to calculate the sum. The revised calculation would have slashed the rebate by 1.5 billion pounds (€1.8 billion) over the 2014-2020 budget period."

---------------------------------------------

Tek fram að ég hef nokkra samúð með þýsku lúxusbíla framleiðendunum.

En t.d. eina útgáfa af Porche sem skv. opinberum mælingum stenst þetta viðmið, er "hybrid" útgáfa af Panamera, en engin útgáfa af þeirra sportílum gerir það né af þeirra jeppum.

Porche yrði þá að framleiða eingöngu - - tvinnbíla.

Það sama ætti við BMW og líklega einnig Mercedes Bens. 

Mundi líklega drepa alla þeirra framleiðslu á bílum með bensín eða dísil vélar af stærri gerðinni.

Og örugglega alla þeirra jeppa.

Með öðrum orðum, þeir gætu a.m.k. ekki innan Evrópu framleitt þá bíla, sem þær verksmiðjur græða mest á.

  • Það getur auðvitað verið, að baki hafi legið hótun - - um að færa alla framleiðslu á bifreiðum frá Þýskalandi, á næstu árum.

Að þýskir bílar hættu að vera - þýskir.

"Klaus Ernst, a lawmaker for the opposition Left Party, said it was "the most blatant case of purchased policymaking in a long time. BMW has Merkel in the bag. No one's done it that openly so far.""

Umhverfisverndarsinnar eru brjálaðir.

En ég velti fyrir mér hvernig Þýskaland væri án Bens og BMW?

Hvort þetta er spilling - - fer auðvitað eftir því hver talar.

Í augum þeirra sem studdu þessa breytingu, þá er þetta bakslag í baráttunni fyrir verndun umhverfisins, og í þeirra augum keypti þýski bílaiðnaðurinn tiltekna stefnumörkun!

Umhverfissinnar í reynd saka Angelu Merkel um spillingu.

 

Niðurstaða

Málið varðandi fjárfestingu er það, að fjárfesting hefur minnkað mjög mikið í Evrópu allri síðan 2007. Mis mikið að sjálfsögðu. En mikil minnkun í öllum löndum. En þó mest innan landa í efnahagsvandræðum.

Ísland er því ekki eitt á báti. 

Það eru einmitt daprar framtíðar hagvaxtarhorfur sem letja mjög til ný-fjárfestinga innan Evrópu.

Þetta ástand virðist ekki líklegt til að skána á næstunni.

---------------------------------------------

Ég hugsa að stuðningur Angelu Merkel við þarfir þýska bílaiðnaðarins hafi verið nauðsynlegur. 

En það mundi ekki koma mér mjög á óvart, ef það lá að baki hótun frá þýska bílaiðnaðinum, um flutning starfseminnar úr landi.

Rétt er að halda á lofti, að töluvert af bílaframleiðslu er t.d. komin til Tyrklands.

S-kóreskir framleiðendur hafa verið að setja þar upp verksmiðjur á sl. árum, til að framleiða fyrir Evrópumarkað.

Það gætu fleiri framleiðendur flutt sig þangað. 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er staðreynd að þýskir bílaframleiðendur leita sífellt meira út fyrir Evrópu með sína smíði. BMW hefur flutt heilu framleiðsludeildir sínar til USA, enda fer orkuverð þar hratt lækkandi á sama tíma og það rýkur upp í Þýskalandi.

Þessa þróun verður erfitt að stöðva. Meðan óbreytt afstaða til orkuöflunar er innan ESB og meðan sífellt strangari reglur eru gerðar til þeirrar framleiðslu innan sambandsins, er ljóst að hvati framleiðenda til að halda sig við Evrópu er lítill.

Kjarnorka hefur verið bönnuð í Þýskalandi og eftir nokkur ár verður síðustu orkuverunum lokað. Frakkar hafa bannað "fracking" vinnslu og svona mætti lengi telja.

Embættismannaelítan í Brussel er dugleg við að setja regluverk, ekki aðeins á sviði umhverfismála, heldur á öllum mögulegum og ómögulegum sviðum. Þetta kemur illa fyrir bílaiðnaðinn. Skemmst er að minnast þeirrar undanþágu sem Bens þurfti að sækja til Brussel, vegna þess að framljós bíla frá þeim uppfyllti ekki einhverja nýja reglugerð frá ESB.

Vandi Evrópu er fjarri því að leysast og í raun fátt sem bendir til að hann muni yfirleitt verða leystur. Allar gerðir stjórnmála- og embættiselítunnar virðast þvert á lausn vandans.

Því ætti engum að koma á óvart þó stæðstu fyrirtækin leiti fyrir sér utan Evrópu. Það leiðir aftur til enn frekari hörmunga yfir álfuna.

Gunnar Heiðarsson, 17.10.2013 kl. 07:51

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ef þ.e. rétt hjá þér verður á endanum það mikið atvinnuleysi, að kjósendur gera einhverskonar uppreisn.

Kannski virkilega verður þá Marine Le Pen næsti forseti Frakklands. Það gæti meira að segja passað nokkuð vel í samanburði við kreppuna 1929-1939. En ef ég man rétt, yfirgaf Frakkland gullfótinn 1937 eða 8 árum eftir að kreppan mikla hófst.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.10.2013 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband