15.10.2013 | 22:57
Stutt í að Fitch Rating lækki lánshæfi Bandaríkjanna!
Skv. erlendum fjölmiðlum hefur fyrirtækið Fitch Rating sett Bandaríkin á neikvæðar horfur. Út af ítrekuðum deilum í tengslum við svokallað skuldaþak. Skv. fréttum af atburðum dagsins á Bandaríkjaþingi. Liggur samkomulag ekki enn fyrir. En tilraunir til þess að ná fram einhverju samkomulagi, hafa þó ekki hætt. En það lýtur því miður þannig út - - að það getur verið að þingmennirnir nái ekki að klára málið fyrir miðnætti á miðvikudag. Þó það sé hugsanlegt að þeir nái því innan einhverra daga þaðan í frá, eða jafnvel fyrir helgi. Ef það ástand varir bara í örfáa daga - - getur vel verið að hlutir sleppi fyrir horn. En skv. erlendum fréttum er áætlað að alríkið eigi 30ma.$ lausafé á miðvikudag. Það þíðir, að eiginleg vandræði hefjast ekki endilega á fimmtudaginn, Þó Bandaríkin skelli á skuldaþakinu. En talið er þó að lausaféð klárist fyrir mánaðamót hið minnsta.
US rating put on negative watch on default fears
Fitch warns it may cut U.S. credit rating from AAA
- The repeated brinkmanship over raising the debt ceiling also dents confidence in the effectiveness of the US government and political institutions, and in the coherence and credibility of economic policy."
- "It will also have some detrimental effect on the US economy.
- In the event of a deal to raise the debt ceiling and to resolve the government shutdown, which Fitch expects, the outcome of a subsequent review of the ratings would take into account the manner and duration of the agreement and the perceived risk of a similar episode occurring in the future.
- Þetta þíðir líklega að mjög miklar líkur séu á lækkun lánshæfis ríkissjóðs Bandaríkjanna.
- Vegna þess að allt útlit er einmitt fyrir að þessar deilur haldi áfram, þær halda þá áfram að skaða efnahag Bandar.
- Líkur að auki á að þessar síendurteknu deilur um skuldaþakið, leiði til hækkunar vaxta á bandar. ríkisbréf - - álags vegna pólitískrar áhættu.
En skv. þeim hugmyndum sem eru til umræði, stendur til að hækka skuldaþakið einungis fram til febrúar 2014.
Það myndaðist deila á þriðjudag milli Repúblikana í Fulltrúadeild annars vegar og hins vegar í Öldungadeild, en það virðist að Repúblikanar í Fulltrúadeild treysti sér ekki að ganga alveg eins langt til móts við Obama og Repúblikanar í Öldungadeild.
Skv. tillögu Repúblikana í Öldungadeild. Felur framlenging skuldaþaks til febrúar nk. í sér fulla fjármögnun alríkisins á meðan.
Sem er töluverð eftirgjöf gagnvart Obama, sem ávallt hefur heimtað "fulla fjármögnun" svo að starfsmenn alríkisins sem hafa nú verið í launalausu leyfi í nærri 2. vikur, komi til starfa.
En Repúblikanar í Fulltrúadeild, vilja ekki bjóða fulla fjármögnun nema fram í desember, þ.e. mánuði skemur. Þó skuldaþakinu væri lyft fram í febrúar.
Að auki eru þeir enn að þvælast með hugmyndir, sem þrengja að heimildum alríkisins til að forgangsraða greiðslum, sem alríkið hefur getað beitt - - til að spara sér fé svo það hafi meira svigrúm í samningum af þessu tagi áður en peningarnir klárast.
Viðbrögð demókrata við tillögunum voru:
"Democrats quickly rejected details of the latest plan from House Republicans. "The bill the Republicans are putting on the floor today is a decision to default," House Minority Leader Nancy Pelosi (D., Calif.) said after a White House meeting between Democrats and President Barack Obama. Among other objections, Democrats have resisted efforts to limit the Treasury's abilities to maneuver around the debt ceiling. House Minority Whip Steny Hoyer (D., Md.) called the latest provision on that front "very, very damaging.""
Markaðir eru farnir að sýna fyrstu greinilegu óttamerkin, þetta sést á því að vaxtakrafa fyrir skammtíma ríkisbréf frá alríkinu hefur rokið upp, vegna þess að eftirspurn er að þorna hratt upp.
Bankar eru nú á fullu að takmarka sína áhættu, og hafa t.d. stöðvað frekari kaup á bandar. skammtímabréfum.
Það er þó ekki eiginleg paník enn - - en skammt er í hana, held ég.
Niðurstaða
Þó svo að bandar. þingið nái 11. stundar samkomulagi á morgun. Þá í ljósi þess, að það samkomulag sem er líklegast, framlengir deilurnar um skuldaþakið fram á nk. ár. Þannig að óvissan sem þeim fylgir heldur þá áfram að skaða bandar. efnahag. Þá líklega mun Fitch Rating láta verða af hótun sinni um lækkun lánshæfis Bandaríkjanna.
Mér virðist einnig líklegt að þessar síendureknu hörðu deilur, muni að auki hækka vaxtakröfu á bandar. ríkisbréf - - af völdum þeirrar pólitísku áhættu sem fylgir þessum deilum.
Það muni skaða getu alríkisins til að lækka niður, þann halla á rekstri alríkisins sem deilan ekki síst snýst um. En hækkaðir vextir, munu auka þann halla með því að gera nýtt lánsfé dýrara. Þau áhrif muni þó skila sér einungis smám saman, eftir því sem ríkisbréf renna út og ný eru gefin út í staðinn.
Að auki séu hin neikvæðu efnahagslegu áhrif þeirra deilna, skaðleg tilraunum til að vinna á ríkishallanum. En öflugur hagvöxtur mundi afnema hann fljótt.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
The 14th Amendment to the Constitution of the United States of America section 4 has a debt safeguard.
"At the same time that the Framers of the Civil War Amendments were amending the Constitution in a number of fundamental ways — abolishing slavery, ensuring equal protection of the law, and protecting the right to vote — they made another important change that was designed to ensure that payment of the national debt would not be subject to, as one leading senator of the time put it, “the varying majorities which may arise in Congress.”" (Brianne Gorod Detroit Free Press guest writer).
Þess vegna er þetta leiðinda leikrit á 6 mánaðafresti og soon to be á þrigja mánaðafresti bara leiðindar leikrit stjórnmálamanna og bankaelítunar.
House of Representatives eru þeir einu sem hafa leyfi til að auka skuldir ríkisins, en þeir eru skildugir að fara eftir the 14th amendment section 4. Þannig að það getur aldrei orðið annað en að USA Ríkið borgi skuldir sínar, svo framarlega sem aðrar þjóðir vilja lána.
Hversu lengi Ríki koma til með að lána USA sem er með skuldabagga sem margir hagfræðingar segja að það verði aldrei staðið í skilum fyrir alla skuldina, einhverjir hljóta að tapa í píramida scheminu. Unfunded liabilities 90 Triljónir $USA og 17 Triljónir skuldir til annara Ríkja.
The Federal Reserve Bank má ekki lána USA Ríki beint, en ég er viss um að lögfræðingar finna leið til að sniðganga það og meðan til er papír og blek so to speak þá verður USA Ríki aldrei peningalaust.
Þá kemur spurningin; verður $ USA einhvers virði ef prentað er endalaust? Auðvitað ekki.
Niðurstaða:
USA er sjúkt ríki sem kann ekki að fara með peninga, eyðir meira en það tekur inn í sköttum og gjöldum.
Spurningin er auðvitað; hvenær springur þetta? Þegar skuldin er 30 Triljónir eða 40 Triljónir eða 50 Triljónir. Heilvita menn sjá það að það er ekki hægt að reka USA Ríkið á lánum endalaust.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 16.10.2013 kl. 09:31
"Unfunded liabilities 90 Triljónir $USA og 17 Triljónir skuldir til annara Ríkja."
Þú ert að vísa til framreiknings á framtíðar kostnaði við "MediCare" og "MediAid."
Þegar þú ert að tala um framtíðar kostnað sem ekki er enn orðinn til, þá er svo óskaplega margt sem getur breytt þeirri stöðu.
T.d. ef hagkerfið 2-faldast að umfangi í millitíðinni. Sem getur vel gerst, ef þú ert að miða við nk. 20 ár.
Ef kerfinu er breytt þannig að kostnaðurinn hleðst hægar upp, jafnvel hagkerfið 2-faldast einnig á nk. 20 árum.
Það þarf að taka slíkum núvirtum framtíðar kostnaði með fjölda saltkorna.------------------------
"Þá kemur spurningin; verður $ USA einhvers virði ef prentað er endalaust? Auðvitað ekki. "
Versta aðferðin er "gjaldþrot" eða "default." Þú velur hana ef þú ætlar þér að taka heims fjármálakerfið með þér niður, og líklega að auki heims viðskiptakerfið. Búa síðan til 40% atvinnuleysi í Bandar. eins og eftir 1931, með "shantytowns" í grennd við borgir.
Aðferðin sem þú velur frekar heiltir "verðbólguleið" sem einmitt felur í sér seðlaprentun, þá leið er þú vildir hafna. En hún er ákaflega skilvirk við það verk að eyða upp "excess" skuldum, með því að eyða upp verðgildi gjaldmiðilsins.
Þá getur þú sleppt, allsherjar fjármálahruni hvort sem þ.e. "local" eða "global" og að auki, hruni alþjóða viðskiptakerfisins. Það þíðir að auki að þú sleppir þessu 40% atvinnuleysi og hreysaborgunum eða hverfunum í grennd við borgir. Munum að auki það að heimskreppan mikla endaði í Seinna Stríði. Þ.e. ekki ólíklegt að hafi verið orsök hennar. Við skulum ekki halda að það geti ekki gerst aftur. Þegar má sjá fyrstu einkenni upphleðslu spennu á Indlandshafi og Kyrrahafi Asíumegin. Í kjölfar niðurbrots heimskerfisins eins og gerðist í heimskreppunni miklu, mundi þá heimurinn skiptast í svæði er væru viðskiptalega lokuð, þetta yrði auðvitað hluti af því af hverju atvinnuleysi yrði 40% í Bandar. og líklega svipað í Evr., einnig hrikalegt atvinnuástand víða annars staðar. Það blasir við, að við endurteknningu aðstæðna 4. áratugarins.
Skellurinn er með öðrum orðum miklu minni.
Það er í alvöru engin hætta á greiðsluþroti Bandar, því Bandar. geta alltaf prentað endalaust fyrir sínum skuldum - þá virkilega meina ég endalaust já þ.e. virkilega mögulegt og já þ.e. miklu mun skárra en að fara hina leiðina þ.e. hrun og síðan stærra hrun, að lokum hrun heims kerfisins. Þó það sé þannig séð "form of default" þá virkar það kerfislega séð mun vægar, þ.s. ógnar ekki heims kerfinu né grunn kerfi landsins, ekki heldur heims viðskiptakerfinu.
Þ.e. vegna þess að fjármálakerfið heldur velli þegar verðbólguleiðin er tekin.
En hrunið hefst eins og 1931 auðvitað á fjármálahruni, er þá mun hríslast í gegnum heiminn.
Síðan í kjölfarið fellur heims viðskiptakerfið, og það bætir við sínu viðbótar hruni í efnahag heimsins.
Það getur orðið áhugavert ástand í kjölfarið.
En þ.e. samt mun skárra, en þ.s. gerist ef Repúblikanar vinna, og tekin verði sú ákvörðun að "defaulta" á skuldbindingar landsins.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.10.2013 kl. 11:33
Já rétt er það Einar það er svo óskaplega margt sem getur breytt skulda og unfunded liabilities stöðuni eins og t.d. ef vextir fara upp þá hækka skudirnar ennþá meira ef vextir færu kanski í 12% eins og þeir voru 1979? Hvað þá?
Bara svona benda þér á að það er the House of Representatives sem hefur vald til þess að setja af stað impeachment forsetans og the Senate dæmir forsetan.
Ef við lítum á réttarkerfið í USA þá er impeachment hugsað sem indictment (ákæra) frá Grand Jury og Senate dæmir eftir sönnunargögnum sem lögð eru fram og yfirvegur hvort það eigi að vísa forsetanum frá völdum eða ekki, eins og við báðir sáum gerast með Bill Clinton
From the dictionary orðið "impeachment."
(in Congress or a state legislature) the presentation of formal charges against a public official by the lower house, trial to be before the upper house.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 16.10.2013 kl. 16:21
Á erfitt með að ímynda mér "Fed" setja vexti í 12% á næstunni. En meðan hagkerfið er þetta slappt - þ.e. eftirspurn - sem það er. Þyrfti svakalega mikla prentun til að ná verðbólgu í ca. það hátt. Að ástæða væri til að færa vexti alla leið þangað.
Ef það væri allt önnur tegund af ástandi, þ.e. eftirspurn væri það kröftug að húin væri að framleiða verðbólgu. Þ.s. atvinnulíf ætti í erfiðleikum með að vaxa nægilega hratt, til að mæta henni.
Væru vextir gagnleg leið til að kæla hlutina niður.
En þ.e. langt - langt í þannig ástand.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.10.2013 kl. 02:12
Hvað sagði ég þér í síðustu viku, stjórnmálaleikrit USA mundi enda 16/10, það sem verra er að það voru 6 mánúðir á milli þessa gamanleikrits en nú verða það 3 mánuðir í næsta gamanleikrit USA stjórnmála og bankamanna. Því miður.
18 Triljónir í skuld, Obama verður ekki lengi að eyða triljón.
Og hvað var gert til að minka eyðsluna svo að þyrfti ekki að fá lán hjá Kína til að reka daglegan Ríkisrekstur USA? Ekki neitt.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 17.10.2013 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning