Kosningasigur flokks Marine Le Pen skapar titring í Frakklandi!

Fljótt á litið virðist þetta úlfaldi úr mýflugu. En flokkur Marine Le Pen "National Front" á einungis 2 þingmenn á þjóðþingi Frakklands, þar á meðal Marine Le Pen sjálfa. Nú eftir sigur helgarinnar, á flokkurinn nú 2 sæti af 4000 meðal svæðisstjórna Frakklands. Ef sigurinn er settur í samhengi.

French far-right victory stirs fear among mainstream parties

Þessi sigur vakti samt mikla athygli fjölmiðla:

French far-right pulls ahead in local election -"Its candidate Laurent Lopez took 40.4 percent of the vote in the canton of Brignoles, near Toulon, late on Sunday versus 20.7 percent for the UMP candidate and 14.6 percent for the Communist."

Það sem er áhugavert við þessa kosningu - - er að leiðtogar stærstu flokkanna í Frakklandi, þ.e. forseti Frakklands sjálfur og leiðtogi stærsta hægri flokksins í Frakklandi, beittu sér með formlegum hætti gegn "National Front."

Eftir að Laurent Lopez hafði auðveldlega fellt út frambjóðanda sósíalista, þá skoraði Hollande á sitt fólk að láta frambjóðanda hægri manna fá sín atkvæði í seinni umferð kosninganna.

En allt kom fyrir ekki, og frambjóðandi flokks Marine Le Pen vann öruggan sigur.

Kastljósi fjölmiðla var með öðrum orðum beint að þessari kosningu. Og helstu heims fjölmiðlar hafa fjallað um hana.

  • Þetta virðist vera klassísk óánægjukosning.

En skv. fréttaskýrendum, hefur Marine Le Pen verið að sækja mjög fylgi til vinstri kjósenda. Þó einhverjum geti virst það koma spánskt fyrir sjónir.

En hún hefur beint gagnrýni sinni mjög harkalega gegn niðurskurðastefnu stjórnarinnar, kennir henni um aukið atvinnuleysi - - hafandi í huga vonbrigði margra franskra kjósenda með Hollande.

Getur verið að þessi kosningaáróður Le Pen sé að virka.

Skv. skoðanakönnunum hefur fylgi National Front rokið upp.

En á næstunni verður kosið til Evrópuþingsins, og "NF" hefur verið að mælast með allt að 24% fylgi. Gæti orðið stærsti þingflokkurinn frá Frakklandi á Evrópuþinginu." 

Sem væri skemmtileg kaldhæðni.

Best að muna að Marine Le Pen fékk 18% sem forsetaframbjóðandi.

"NF" virðist um þessar mundir vera sá flokkur er helst græðir á almennri óánægju með svokallaða "hefðbundna flokka."

En hægri flokkarnir hafa ekki náð sér eftir tapið í síðustu forsetakosningum, og sjaldan hafa vinsældir fallið eins hratt hjá nokkrum forseta eins og Hollande.

Nú þegar á lýður virðist sífellt minni munur á stefnu hans og Sarkozy, sem kannski hvetur óánægju kjósendur til að flykkjast um flokk Marine Le Pen.

 

Niðurstaða

Flokkur Marine Le Pen er ósvikinn "þjóðernissinnaður" flokkur hvort sem hann telst öfga slíkur eða ekki. Hann hefur lengst af talist til öfgaflokka til hægri ekki síst í tíð stofnanda síns, föður Marine Le Pen. Þá má einnig segja að þjóðernissinnuð afstaða flokksins hafi verið ákaflega hörð á þeim árum. En síðan Marine tók við flokknum, hefur hún tónað niður þann harða tón er áður var á honum. Til að breikka hans fylgisgrundvöll. Það er umdeilt hvort það sé raunveruleg breyting eða "cosmetísk."

"FN" a.m.k. er enn með þá stefnu, að herða innflytjendalöggjöf. Hann er ekki frjálslyndur í efnahagsstefnu, heldur vill verja þ.s. franskt er - er því hallur undir verndarstefnu.

Og hann hefur í seinni tíð verið að leitast við að veiða einnig fylgi frá vinstri flokkum, svo það á ekki að auka sveigjanleika á vinnumarkaði, eða losa um tök verkalýðsfélaga.

Spurning hvort þetta geti gengið upp, að veiða jafnt fylgi frá vinstri sem hægri.

  •  Þetta er a.m.k. ekki ný nasistaflokkur í stíl við Gullna Dögun.
Flokkurinn er alls ekki að boða einhverja byltingu. Heldur virðist hann höfða til frekar "íhaldssamra" kjósenda hvort sem er til hægri eða vinstri. Þá sem eru andvígir þeim breytingum sem eru í gangi. Þá sem óttast að halli á hefðbundin frönsk gildi.
  • Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort Marine Le Pen verði næsti forseti Frakklands.
  • Ef allt gengur áfram á afturfótunum.

Bendi á umfjöllun Ambrose Evans-Pritchard um "Front National" eins og flokkurinn heitir á frönsku:

Time to take bets on Frexit and the French franc?

Hann fjallar nokkuð ítarlegar um stefnu Marine Le Pen.

 

Kv. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband