10.10.2013 | 01:45
Repúblikanar bjóða skammtíma skuldaþaks hækkanir!
Ég efast reyndar að Obama sé til í að fylgja þessari nýju hugmynd þingmanna Repúblikana, sem Paul Ryan stakk upp á. En hugmyndin í grófum dráttum virðist vera - - að framlengja krísuna. Án þess að enda hana!
Það er, skuldaþaki verði lyft í t.d. 3 vikur eða 4 eða jafnvel e-h lengur, allt eftir því hvernig þeir sjálfir meta viðbrögð ríkisstjórnar Obama.
Hugmyndin virðist líkjast þeirri hugsun, að líta á Obama eins og fisk, og að Repúblikanar séu þá í hlutverki veiðimanns, sem ímyst gefi eftir línuna þegar fiskurinn streitist undan, eða hala inn þegar fiskurinn gefur eftir - - þangað til að á einhverjum endapunkti, sé fiskurinn halaður alla leið inn.
Shutdown Standoff Shows Signs of a Thaw
Obama steps up discussions with Congress to end budget stand-off
- "Those talks would consider proposals to overhaul the tax code and rein in entitlement programs, according to lawmakers briefed on the proposal."
- "The length of the next debt-limit extension would depend upon the size of cuts. "Small reforms, small extension; medium reform, medium extension," Mr. Ryan told the group of conservatives, according to one participant."
Þannig verði smám saman þvingað fram - - miklu mun dýpri niðurskurður á þjónustuprógrömmum við almenning, eins og MedicCare og MedicAid, og breytingar á skötum og öðrum þáttum - í þá átt sem þóknast afstöðu hægri sinnaðra Repúblikana; en Demókratar hingað til hafa getað sætt sig við.
Það væri ákaflega sár ósigur fyrir afstöðu Demókrata.
En Repúblikanar virðast vilja leysa skuldastöðu og ríkishalla, með niðurskurði eingöngu.
Meðan að Demókratar fókusa á að gera það með hagvexti.
Enn séu Repúblikanar með áherslu á að drepa "Affordable Care Act" eða "Obama Care" sem ég á mjög erfitt með að sjá, Obama samþykkja eftir 3-ára baráttu, og eftir að hafa náð lögunum sjálfum í gegnum þingið; að verði í reynd eyðilögð.
----------------------------------
Það geti samt verið að Obama samþykki eina lengingu - af slíku tagi. Sem þíðir þá mánuð í viðbótar á svokölluðu "government shut down" þ.e. ríkið rekið með lágmarks fjölda starfsmanna.
Helsta gagnið væri að kaupa tíma til frekari samninga við Repúblikana, en hann þarf þá líklega að sjá leið til þess, að nægilega margir Repúblikanar á þingi séu til í að mætast einhvers staðar, í ástandi þ.s. "OC" er ekki drepið. En viðbótar útgjalda niðurskurður í öðrum málum er framkvæmdur í staðinn.
Þetta er ein fræðileg leið að samkomulagi, Obama fái að halda "OC" það verði fjármagnað, en í staðinn verði framkv. einhver stór viðbótar niðurskurður útgjalda, á einhverju öðru sviði.
- Ef Obama sér slíka tengingu sem mögulega.
- En ef slíkur sveigjanleiki er ekki til staðar - - sé ég ekki að Obama græði neitt á því, að samþykkja slíka 3-vikna lengingu eða ef hún verður 4. eða 5. vikur.
Það gæti þess í stað höfðað frekar til Obama, að láta skuldaþaksdaginn líða hjá í fyrsta sinn, þannig að hverjar afleiðingar þess verða, að Alríkið ekki lengur eigi nægilegt fé. Komi þá fram.
En það ætti vel vera mögulegt að ákveða fyrirfram viðbrögð Alríkisins, við alvarlegum fjárskorti!
Við þær aðstæður að alríkið hefur ekki lengur heimildir til að gefa út nýjar skuldir. Og þarf að lifa á skatttekjum eingöngu.
Þá þarf það að ná jafnvægi á eyðslu - á 1. degi.
Sem felur í sér mjög harkalegan niðurskurð, líklega hef ég heyrt milli 4-5% af þjóðarframleiðslu.
Það djúpur að þá hefst aftur efnahagskreppa í Bandaríkjunum, algerlega án nokkurs vafa.
----------------------------------
Það sem Obama getur gert, er að velja að standa við greiðslur af ríkisbréfum. Þannig að það verði ekki eiginlegur "default" atburður.
Það þíðir þá í staðinn, að allur niðurskurðurinn þarf að bitna á kostnaði alríkisins - innanlands.
- Vandinn er þá auðvitað sá, að þá er ríkið ekki að standa við - bindandi samninga um greiðslur, t.d. til verktaka sem eru að vinna verk fyrir það.
- Slíkt augljóslega mun leiða til dómsmála síðar, og skaðabóta.
- Svo er líklegt að skorið verði mjög verulega á bætur til lífeyrisþega, sjúklinga og jafnvel ekkja hermanna.
Hann getur með öðrum orðum valið aðgerðir, sem lágmarka skaða á alþjóða fjármálakerfið, en hámarka hagkerfisskaða innan Bandaríkjanna.
Það eitt að sjálfsögðu mun hafa alvarlegar efnahagsafleiðingar víða um lönd, jafnvel þó að Bandar. standi v. allar greiðslur af ríkisbréfum.
----------------------------------
Þetta þíðir auðvitað að það dregur mjög úr neyslu í Bandar. og atvinnuleysi eykst aftur hröðum skrefum, verðfall hefst væntanlega aftur á húseignum og öðrum eignum.
Eins og var þegar kreppan þar var í hámarki ca. mitt ár 2008.
Slík efnahagskreppa án vafa, togar alþjóðahagkerfið með inn í þá kreppu.
- Þetta getur samt verið skárri kosturinn í augum Demókrata og Obama.
- En að láta Repúblikana teyma þá á asnaeyrum skv. hugmynd Paul Ryan.
Niðurstaða
Ég verð að segja að mál eru farin að verða nokkuð spennandi. Enn virðist markaðurinn hanga á þeirri von. Að samið verði áður en alríkið skellur harkalega á skuldaþakinu.
Hugmynd Paul Ryan, getur fræðilega gefið nytsaman frest til að semja, um víðtækari útgjalda niðurskurð - - ef Repúblikanar geta sætt sig við það að "OC" verði framkvæmt.
Þeir þurfa þá að auki, að sætta sig við það - að sá viðbótar niðurskurður sem náist fram, verði líklega ekki byltingakenndur.
Á hinn bóginn, eins og Repúblikanarnir hljóma í viðtölum Wall Street Journal, þá er tónninn ekki sérdeilis sveigjanlegur - - krafa þeirra um djúpan niðurskurð virðist ákaflega stíf.
Og þeir virðast enn hanga á þeirri hugmynd, að fjármagna ekki "OC."
Ef þeir gefa ekki eftir andstöðuna við "OC" þá virðist mér slíkt samkomulag minna líklegt en ekki, og að þess í stað - líklega virkilega stefni í að alríkið skelli á skuldaþakinu einhvern tíma í næstu viku eða fyrri hluta vikunnar á eftir.
Þá fara tímarnir í efnahagsmálum heimsins, virkilega að vera óþægilega áhugaverðir.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég veit ekki af hverju nokkur maður lítur á hækkun þessa skuldaþaks þeirra sem einhverja lausn - hvernig getur það verið lausn að koma sér í meiri skuldir?
Ég spái því að þetta hrynji allt innan 10 ára, mjög vel og kyrfilega, og enginn læri neitt á því.
Ásgrímur Hartmannsson, 10.10.2013 kl. 16:26
Ágrímur, lausnin á því er ekki að setja allt í baklás, og hindra greiðslu þegar lögbundinna skuldbindinga.
Það er sambærileg aðgerð við tja þegar fólk hélt að svokallað greiðsluverkfall væri góð hugmynd. Slík leiddu það góða fólk held ég ávallt í verri vanda.
--------------------
Hallinn á bandar. ríkinu er ekki alvarlegri en svo, að tæknilega séð er unnt að skattleggja fyrir honum, og samt halda almennum sköttum undir evr.
Þ.e. vísbending þess, að þessi vandi sé í reynd viðráðanlegur - - t.d. að vel fært sé að fara bil beggja - hækkun skatta í bland við niðurskurð.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.10.2013 kl. 00:14
Hafðu eitt enn í huga, að svo fremi að hagvöxtur nær að haldast yfir 2%, þá dugar það eitt sér til þess að smám saman eyða hallanum. Auðvitað þarf hann síðan að haldast á því bili í mörg ár.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.10.2013 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning