Gylfi Arnbjörnsson vill festa gengi krónunnar!

Ég alltof oft botna virkilega alls ekkert í því hvernig hann Gylfi hugsar. En hann er hagfræðingur að mennt. En spurningin sem ég velti upp er - - hvernig í ósköpunum á að tengja krónuna við annan gjaldmiðil. Við núverandi aðstæður? Þetta er algerlega galin hugmynd.

-----------------------------------------

Atvinnuleysið í raun 10 til 12 prósent

"Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að verkalýðshreyfingin sé ekki tilbúin að gera langtíma kjarasamninga sem byggðir verði á fljótandi gengi krónunnar. Til að ná tökum á stöðunni verði að byrja á því að festa gengi krónunnar"

-----------------------------------------

Vandinn er sá að það er ekki fluguséns í helvíti, að unnt sé að skapa trúverðuga tengingu krónunnar við þær aðstæður sem ríkja í dag.

Hagfræðingur ætti að sjá þetta á innan við 5 sekúndum.

  • Þ.e. rétt að gengi krónunnar liggur undir miklum þrýstingi, vegna erfiðrar gjaldeyrisstöðu.
  • Ekki síst vegna þess að framundan eru þungar greiðslur fjölda aðila sem tilheyra hagkerfinu, en sem ekki ráða yfir eigin gjaldeyristekjum.
  • Og keppa því við ríkið um takmarkað framboð þeirra.

Hugmynd Gylfa að lausn í slíku ástandi er - - að festa gengið.

Sér enginn af hverju þetta er snargeggjað?

  1. Punkturinn er einfaldur, nefnilega sá - - að tenging verður að hafa trúverðugleika.
  2. Sá getur ekki verið fyrir hendi, í ástandi eins og nú ríkir, að gjaldeyristekjur landsins eru ekki nema rétt svo nægar, og lítið má út af bregða.
  3. Og þegar slíkt ástand að auki fer saman við það ástand, að gjaldeyrissjóðir landsmanna eru nærri því tómir - - en þú telur ekki sjóð tekinn að láni með. Eingöngu þann hluta sem er eign.

Til þess að tenging geti verið trúverðug:

  • Þarf greiðslustaða landsins að vera traust, þannig að óvænt efnahagsáföll ógni ekki þeirri stöðu.
  • Gjaldeyrissjóður þarf að vera nægur í nútíð - þá meina ég eignasjóður - til þess að duga 100% fyrir öllum skammtímaskuldbindingum. Þ.e. greiðslum næstu þriggja ára.
  • Og að sjálfsögðu, má ekki hanga yfir fallöxi í formi - fjármagns sem er fast inni í landinu, sérstaklega má ekki stöðugt vera að bætast í það fjármagn er vill út, eins og er reyndin.

Þetta þíðir með öðrum orðum - - að losun hafta sé frumforsenda þess.

Að mögulegt sé að tengja krónuna við aðra gjaldmiðla með trúverðugum hætti.

En augljóslega mun markaðurinn tafarlaust ráðast að gersamlega ótrúverðugri tengingu, og Seðlabankinn með nær engan eignasjóð til umráða.

Mun ekki geta varið þá tengingu, ekki einu sinni í einn dag - kannski ekki einu sinni í heila klukkustund.

Tenging sem væri búin til skv. kröfu Gylfa, án þess að losað sé fyrst um stífluna að baki - - verður ca. svipað trúverðug og tilraun Davíðs Oddsonar sem stóð í nokkrar klukkustundir til að tengja krónuna, í miðju hruninu.

 

Niðurstaða

Stundum virkilega langar mann til að öskra mann hásan. Þegar Gylfi opnar munninn. Hvernig getur hagfræðimenntaður maður, sem að auki gegnir svo mikilvægri stöðu, komist upp með slikt bull? Og það án þess, að nokkur í stétt innlendra blaðamanna. Gangi að honum með erfiðar spurningar?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar, Það er alveg furðulegt að ekki sé meira sagt að hinar vinnandi stéttir skuli ekki fyrir löngu síðan vera búnar að senda Gylfa í langt frí.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband