4.10.2013 | 22:52
Viðræður ESB og Bandar. um fríverslun - tefjast!
Skv. frétt Financial Times frestaði Obama forseti "annarri lotu" samningaferlis Bandaríkjanna og ESB um fríverslun. Skv. fréttinni, frestast sú samningslota svo lengi sem þingið heldur áfram að mistakast að ná samkomulagi um fjárlög. Þannig að fjármögnun alríkisstjórnarinnar sé tryggð næsta fjárlagatímabil.
Ekki er búist við því að þessi töf á viðræðunum muni reynast örlagarík.
Shutdown puts trade talks on ice
Það sem er talið alvarlegra, er að Obama hefur aflýst opinberri reisu til Asíulanda, sem lengi var búið að planleggja.
Þar á meðal, átti hann að koma við á ráðstefnu sem talin er mikilvæg fyrir framtíðar stefnumótun Bandaríkjanna gagnvart Asíuríkjum, en þetta snýst einnig um viðræður tengdar verslun.
Þetta er tengd viðræðuferli sem Obama hefur kallað "Trans-Pacific Partnership" sem snýst um eflingu viðskipta, 12 svokallaðra "Pacific Rim" landa þ.e. Ástralía, Brunei, Kanada, Chile, Japan, Malaysia, Mexikó, Nýja Sjáland, Perú, Singapore, Bandaríkin og Víetnam.
Þetta snýst um "strategíu" Obama um að efla samskiptin við þessi lönd á verslunarsviðinu m.a., en þetta er að sjálfsögðu þáttur í þeirri stefnu Obama að viðhalda áhrifum Bandaríkjanna.
Þrátt fyrir vaxandi veldi Kína.
Ferð Obama átti að vera í þeim tilgangi að hitta leiðtoga þessara ríkja, á sameiginlegri ráðstefnu sem fer fram í næstu viku í Jakarta í Indónesíu.
Viðræður eru enn á viðkvæmu stigi, og vonast var til þess að þátttaka Obama á ráðstefnunni, mundi gefa það mögulegt - að ná frekari árangri í þeim viðræðum.
Þetta gæti valdið töluverðum töfum á þessu viðræðuferli, kemur fram í fréttaskýringu FT.
Ástæða þess af hverju þetta gerist, er auðvitað deilan á Bandaríkjaþingi!
Lawmakers Step Up Blame in Shutdown Fight
Republicans hang tough in standoff over U.S. government shutdown
Aðilar á markaði eru enn pollrólegir, en skv. Reuters eru þó aðilar á markaði farnir að íhuga þann möguleika, að deilan verði ekki leyst - áður en dæmið skellur á skuldaþakinu þann 17/10.
Deilur um skuldaþak hafa gerst nokkrum sinnum áður, og í nokkur skipti hafa leitt til "partial gov.shutdown" í nokkra daga. Ef deilan verður enn óleyst í lok næstu viku.
Fer þessi deila að nálgast að vera söguleg, og ef hún klárast ekki fyrir 17/10 verður það í fyrsta sinn, sem skuldaþaks dagurinn dettur á - án þess að ný fjárlög liggi fyrir.
Þá mun alríkisstjórnin ekki lengur hafa fjármagn til þess að standa straum af öllum skuldbindingum sínum - - en þá þarf Alríkið að ná jafnvægi milli tekna og gjalda, þegar í stað.
Punkturinn er, að þó svo að skuldaþaks dagurinn skelli á, þá eru alríkið enn með fjármagn.
Þ.e. skatttekjur, þ.s. Alríkið getur ekki gert ef skuldaþakinu er ekki lyft, er að gefa út ný skuldabréf.
Því verður alríkið þá að ná jafnvægi á útgjöld vs. tekjur "samstundis" - - hugmynd sem sumum Repúblikunum skilst mér, einfaldlega lýitist vel á.
Sbr. Krugman Rebels Without a Clue, þarf þá þegar rúmlega 4% af þjóðarframleiðslu niðurskurð, ef þetta gerist og ekki er nokkur von á samkomlagi.
Fræðilega er þetta hægt, en ekki án þess að mjög mikið sjái á verkefnum alríkisins.
Að auki mundi svo skarpur niðurskurður, leiða Bandaríkin inn í nýjan efnahagssamdrátt, líklega a.m.k. út nk. ár.
----------------------------
Enn reikna nánast allir með því að þetta gerist ekki.
Tja, einfaldlega vegna þess að þetta hefur aldrei gerst áður.
Mörg þau verkefni sem alríkið þá ekki getur nema að hluta fjármagnað, eru lögbundin verkefni - í reynd væri það lögbrot að fjármagna þau ekki að fullu.
Fræðilega geta Bandar. sleppt því að borga af skuldabréfum í eigu margvíslegra aðila um víðan heim, en það er talið muni valda mjög miklum óróleika innan alþjóða fjármálakerfisins, ef sá valkostur væri valinn. Því er sá að sjálfsögðu talinn minnst líklegur.
Líklegast ef á þetta reyni, að skorið verði á starfsemi alríkisins innan Bandaríkjanna sjálfra, en þess gætt að greiða að fullu af útgefnum ríkisbréfum alríkisins.
Niðurstaða
Deilan á Bandaríkjaþingi er farin að hafa sínar fyrstu heimspólitísku afleiðingar sbr. frestun á viðræðum Bandaríkjanna við Evrópusambandið um fríverslun, og það að Obama neyddist til að aflýsa mikilvægri viðskiptaráðstefnu í Indónesíu.
Enn virðist enginn bilbugur á deiluaðilum á Bandaríkjaþingi. Fátt benda til annars en að deilan haldi áfram a.m.k. fram í næstu viku.
Ég held að markaðir verði líklega rólegir a.m.k. fram eftir nk. viku, en það má vera að ef enn er staðan við það sama nk. föstudag. Þá hefjist eitthvert verðfall á mörkuðum fljótlega í kjölfarið á því.
Og ef 17/10 lýður án þess að deilan sé leyst, yrði líklega umtalsvert verðfall á mörkuðum, en þá líklega fara markaðir líklega að reikna með snöggum viðsnúningi Bandaríkjanna yfir í - samdrátt.
Ef það gerist, hefði það víðtækar afleiðingar. Ég er ekki að tala endilega um djúpa kreppu. Nema að deilan verði alls ekki leyst svona yfirleitt.
En meira að segja ég á von á því að hún endi með samkomulagi fyrir nk. mánaðamót, og ef það gerist. Þá muni markaðir róast fljótt, þó svo að greiðslur á einhverjum bréfum alríkisins dragist í nokkra daga.
En ef það gerist ekki, væru mál komin yfir á ókortlagt svæði - eins og sagt er.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 523
- Frá upphafi: 860918
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 470
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning