2.10.2013 | 22:30
Silvio Berlusconi endanlega búinn að vera?
Dramað á Ítalíu hefur fallið í skuggann af atburðum í Bandaríkjunum, en í sl. viku skipaði Berlusconi ráðherrum flokks síns að hverfa úr samsteypustjórn Enrico Letta. Flestir held ég að hafi búist við að stjórn Letta væri þar með fallin, og það stefndi í kosningar. En Letta var ekki að baki dottinn, heldur ákvað að halda atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu sem haldin var á miðvikudag.
Það merkilega er, að stjórn Letta stóðst - er ekki fallin.
En sl. sunnudag fór að bera á sterkum orðrómi um uppreisn meðal hluta þingmanna og ráðherra flokks Berlusconi. Á mánudag varð sú uppreisn opinber.
Fyrir atkvæðagreiðsluna á þingfundi sl. miðvikudag, bakkaði Berlusconi með allt málið - og lýsti yfir stuðningi við stjórn Letta.
- Útkoman virðist benda til þess að Berlusconi sé að missa tökin á eigin flokki.
- Sem hann hefur fram að þessu stjórnað með járnaga.
Berlusconi U-turn secures Italian government survival
Silvio Berlusconi weakened after U-turn on Letta support
Letta Hangs On but Bigger Challenges Abound
Berlusconi's About-Face: A Vote of Confidence Will Not Suffice
Sá sem leiddi uppreisnina gegn Berlusconi er hans eigin skjólstæðingur í gegnum árin, maður að nafni Angelino Alfano!
Sjálfsagt hugsar Alfano, framkvæmdastjóri flokks Berlusconi, nú gott til glóðarinnar, eftir að uppreisnin heppnaðist - stefnir jafnvel á að verða nýr leiðtogi flokksins. Meðan að Berlusconi fari í fangelsi í 2 ár.
Ég reikna með því að Berlusconi líti á þetta sem rýtingsstungu. En sennilega eru þingmenn og ráðherrar, farnir að íhuga eigin hagsmuni. Í ljósi þess að karlinn er á leið í fangelsi.
Svo fremi sem meirihluti þingsins svipir hann þinghelgi, eins og til stendur.
En kannski bendir nú þessi skyndilega innanflokks uppreisn, til þess - að flokkurinn ætli ekki að hindra þá útkomu, þ.e. sviptingu þinghelgi svo gamli maðurinn fái að sitja af sér dóminn.
- Málið er að þegar Berlusconi gaf sig, þá var orðið ljóst að stjórn Letta mundi ekki falla, og þegar Berlusconi lét uppi að hann mundi styðja stjórnina eftir allt saman á háværum þingfundi á miðvikudag, voru viðbrögð Letta:
"Letta...reacted with visible surprise to Berlusconi's climbdown, laughing slightly and shaking his head in disbelief."
Það hefði sennilega litið enn verr út - að hluti flokksins hefði kosið gegn stjórn Letta ásamt Berlusconi sjálfum, en nægilega stór hluti með stuðningsmönnum Letta til þess að yfirlýsing um stuðning væri samt samþykkt.
"Berlusconi covered his face with his hands after he sat down; in what may be one of his last acts in the Senate before the procedure for his removal begins on Friday, the 77-year-old then cast his vote for Letta, a prime minister whom he had accused a day earlier of lacking credibility."
- "An opinion poll by the Ipsos institute conducted on Tuesday showed 61 percent of PDL voters felt the party should back Letta..."
- "...and 51 percent that it should pick a new leader to take over from Berlusconi and renew the party."
"Berlusconis humiliating U-turn, in the face of the impending defection of some two dozen of his partys senators, is an enormous boost to the prime minister and to his government. It leaves Berlusconi greatly weakened, and with the judicial noose tightening around him, his political star now looks to be firmly waning, commented Christopher Duggan, history professor at Reading university."
Eftir klofninginn í flokki Berlusconi, virðist að sögn fréttaskýrenda - umtalsverð hætta á endanlegum klofningi.
Það kemur í ljós á næstu dögum, en einn möguleikinn til að lægja öldurnar, væri einmitt hugsanlega sa, að Berlusconi - láti formlega af völdum yfir flokkinum.
Það má vera að eftir átökin, væri það ekki til að halda flokknum saman, að Alfano taki við - fyrst hann leiddi uppreisnina gegn karlinum.
Fyrir það er ekki ólíklegt, að einlægir stuðningsmenn sem þar er enn að finna, geti ekki fyrirgefið honum.
Þannig að það yrði þá vera einhver 3-maður, nema að Berlusconi sjálfur mundi ákveða að styðja Alfano, ef hann segir allt fyrirgefið.
Hver veit! Það á örugglega eftir að vera verulegt drama innan flokksins fram á föstudag.
- En á föstudag, verður greitt atkvæði um að - reka Berlusconi af þingi.
- Kannski Berlusconi geti selt það til Alfano, að sá styðji sinn mann í þeirri atkvæðagreiðslu, og klofningsmennirnir - gegn því að Alfano verði næsti leiðtogi.
Niðurstaða
Sá sem tapaði stórt er augljóslega Berlusconi. Eftir að innanflokksátök gusu upp, í kjölfar þess að Berlusconi ætlaði að fella stjórn Enrico Letta og þvinga fram þingkosningar. Þá hefur staða gamla mannsins veikst afskaplega mikið. Og möguleikar hans því sennilega til þess - að forða sér frá því að vera rekinn af þingi nk. föstudag. Sennilega orðnir litlir.
Það er vart nema sá eini gambíttur eftir, að halda sér á þingi.
Nánast það eina sem hann enn á eftir til að versla með, er ef til vill - leiðtogasætið í eigin flokki.
Spurning hver fær það hnoss? Og ekki síst, hvort flokkurinn helst saman?
Eitt virðist þó nær öruggt, að Berlusconi sé loksins - loksins á leið út úr pólitík.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:47 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning