Obama ætlar sennilega að keyra harkalega yfir Repúblikana!

Ég las áhugaverða greiningu eftir Jack Balkin við Yale háskóla: Shutdown versus default.

  1. Hann bendir á það, að Obama sé líklegur að hafa undirbúið neyðaráætlun, eftir sambærileg átök fyrir tveim árum. Þegar kom í ljós, að meirihluti þingmanna Repúblikana. Var tilbúinn að beita alríkið hótuninni um "tæknilegt" gjaldþrot, í pólitískum tilgangi.
  2. En að á sama skapi, til þess að hámarka samningsstöðu sína, sé líklegt - að hann segi ekki Repúblikönum frá þeim neyðaráætlunum.
  3. Þær neyðaráætlanir, líklega fela í sér - áætlun um það, að velja hverjum er borgað. Fræðilega er það ólöglegt að borga ekki öllum þeim sem teljast "mandatory" en bersýnilega í ástandi þegar peningur er ekki til fyrir öllum þeim greiðslum. Er ekki lengur hægt að greiða allar slíkar. Þá sé líklegt, að Obama og hans aðstoðarmenn. Séu búnir að sjóða saman áætlun - - um það hverjum er ekki greitt, sem líklegust sé að hámarka líkur þess. Að Repúblikanar neyðist fljótt til að láta undan.
  4. Eins og ég sagði, fræðilega er slíkur gerningur ólöglegur, en hugsanleg dómsmál munu taka langan tíma að fara í gegnum Hæstarétt "US Supreme Court" þannig að krísan verður löngu liðin, áður en dómararnir svara því - hvort Obama mátti þetta eða ekki.
  5. Eða eins og Balkin orðar þetta; "After all, if you stop paying Social Security and Medicare checks, lots of people in the Tea Party/ Republican coalition will start pushing for a quick settlement."

Það má jafnvel líta svo á, að Obama hafi undirbúið "gildru" fyrir Repúblikana.

Hann þurfi ekkert annað að gera til þess að smala þeim í hana, en að neita að semja um skuldaþakið - með öðrum orðum, akkúrat það sem hann er að gera.

Hann heimtar að Repúblikanar lyfti skuldaþakinu.

Hann hafnar því að semja um, hvort "Obama Care" fer í gegn, og verði fjármagnað.

Repúblikanar eru að beita skuldaþakinu, til þess að stöðva "OB" en Obama er líklega búinn að undirbúa krók á móti bragði. Sú taktík feli beinlínis í sér - að hann ætli að keyra málið alla leið.

Þ.e. alla leið að skuldaþaks deginum þann 17/10, þegar bandar. alríkið mun ekki hafa peninga til að greiða af öllum sínum skuldbindingum. 

Því hann sé búinn að hanna sérstaklega fyrir Repbúlikana afleiðingar í gegnum vel ígrundað val á því, akkúrat hvaða prógrömm verða ekki lengur - fjármögnuð.

Sem muni leiða til þess að þeirra eigin kjósendur, muni hringja í sína þingmenn - - og sjá um að smala Repúblikunum til eftirgjafar.


Núverandi meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni virðist fljótt á litið ekki líklegur að gefa eftir!

For House Republicans, confrontation is safer than compromise

Skv. greiningu Reuters, þá eru langflest þingsæti núverandi meirihluta Repúblikana algerlega örugg, þ.e. 205 af 232. Þeirra kjósendur séu haldnir viðhorfum sem séu mjög neikvæð til alríkisstjórnarinnar - - þeir þingmenn séu því ólíklegir að sýna nokkurn hinn minnsta samningsvilja.

Þeir vilja ekki sjá neitt nýtt alrikisprógramm - punktur. Og séu til að taka áhættu á tæknilegur greiðsluþroti Bandar., ef það skaðar hina hötuðu alríkisstjórn.

Þetta séu með öðrum orðum, aðilar komnir vel út fyrir meginstraum stjórnmála, en með snjöllum hagræðingum á kjördæmamörkum. Hafi tekist að búa til traust þingsæti um slíka afstöðu.

  • Það væri mun áhættumeira fyrir þessa Repúblikana, að virðast auðsýna alríkisstjórninni í Washington hina minnstu linkind.

Þetta sé vísbending þess, að Obama eigi í reynd ekki neinn úrkosta annan.

En að spila "hardball" og hafa sjálfur líklega ákveðið, að lofa Repúblikunum að súpa að fullu það seyði sem þeir eru að búa til. Og komast að því, hve þægilegt það í reynd er.

Skv. The Economis: Will voters punish the Republicans?

Hefur meðalkjósandinn þegar mikið ógeð á þingmeirihluta Repúblikana - - "Republicans in Congress already have a -44% unfavourable rating (68% unfavourable to 24% favourable),"

En þetta sé svipað og var fyrir síðustu þingkosningar, Repúblikanarnir eru kosnir í sínum héröðum, ekki af meðal-Bandaríkjamanninum. Þeim sé því líklega slétt sama um viðhorf hins þögla meirihluta.

Skv. Reuters: "A CNN poll released on Monday found that 46 percent of those surveyed would hold Republicans responsible, while 36 would blame Obama. The poll also found that two of three voters say it's more important to keep the government open than to block Obamacare."

 

Obama virðist kominn í "political campaign mode"

Hafið í huga, að sennilega sér Obama tækifæri að velgja Repúblikunum eftirminnilega undir uggum. Hann hélt ræðu í Washington, til að fagna lögunum um "Obama Care" eða "Affordable Care Act" þ.s. hann hélt eina af sínum tilfinningaþrungnu ræðum, og skoraði á Repúblikana. Að svipta ekki 30 milljón Bandaríkjamenn - aðgangi að heilsugæslu. Sem gert er ráð fyrir að þeim sé tryggður.

Obama er sennilega í afskaplega góðri stöðu, til þess að tryggja - - að almenningur muni kenna Repúblikunum um allt klabbið, þegar neyðarprógrammið sem Obama hefur örugglega rækilega undirbúið kemst til framkvæmda.

Afleiðingin fyrir flokk Repúblikana, verði sú - að fækka stuðningsmönnum enn frekar en orðið er. Minnka enn frekar líkur á því að Repúblikanar eignist forseta í náinni framtíð. Og að auki tryggja áframhaldandi meirihluta Demókrata í Öldungadeild.

En þ.e. aldrei að vita, kannski dugar "fallout"-ið til þess, að Repúblikanar sjálfir. Fái nóg af Tehreyfingunni.

  • Ef þ.e. svo að ofangreind kenning er rétt, að Obama er með tilbúna neyðaráætlun, sem er hönnuð til að skapa hávært ramakvein meðal kjósenda þingmanna í Fulltrúadeild, svo þeir smali þingmönnum sínum til að semja.
  • Þá er það alveg í samræmi við hana, að Obama sé nú dagana fram að 17/10 í "campaign mode" að smala þjóðinni, utan um sína afstöðu. Styrkja þá "impression" sem mest hann má, áður en hann reiðir til höggs - að þetta sé Repúblikönum að kenna.
 

Niðurstaða

Neikvæða hliðin á því - að ef kenningin er rétt. Að Obama sé með það undirbúið að sverfa til stáls við Repúblikana. Og keyra málið alla leið að 17/10 og jafnvel daga umfram það.

Að það verður ekki hjá því líklega komist, að afleiðingar þess "brinkmanship" verði umtalsverðar fyrir bandarískan efnahag.

Skv. lauslegu mati erlendra matsaðila, mun ein vika af núverandi ástandi - að ríkið er í lágmarksrekstri áður en kemur að 17/10. Skaða hagvöxt í Bandar. þetta ár um 0,3%.

Sem þíðir væntanlega, að þegar að stoppdeginum kemur þann 17/10 er alríkið á ekki lengur fé til að greiða af öllum skuldbindingum, og það þarf að velja þá þær sem mikilvægast er að greiða.

Þá mun efnahagslegt tjón klárt verða töluvert meira en ofangreind 0,3%. Hafandi í huga að hagvöxtur þ.s. af er ári hefur einungis verið milli 1,3-1,5%. Er vel hugsanlegt að við þetta högg, fari Bandaríkin í samdrátt lokamánuði ársins.

Þau muni þá væntanlega rétta aftur við sér upphafsmánuði nk. árs, en það getur vel verið að tjónsins muni áfram gæta í því að hagvöxtur verði lakari þá útmánuði, en nú er reiknað með.

Ég á þá von á því, ef kenning Balkin er rétt, að Obama hafi hannað slíka neyðaráætlun, að hún sé þannig útfærð að tryggt sé að greitt sé af skuldabréfum í eigu erlendra aðila, til að lágmarka hættu á alþjóðlegri fjármálakrísu. Hann beiti frekar svipunni heima fyrir, til að neyða þingmenn með hraði til uppgjafar.

En á móti með þeirri leið, hármarkar hann líklega efnahagstjón heima fyrir. Þannig að það má jafnvel vera, að Bandaríkin hefji nýárið í samdrætti, séu ekki nema að smáskríða til baka um mitt ár. 

  • Áhrif á Evrópu verða að sjálfsögðu slæm, þá fer hún örugglega einnig aftur til baka yfir í samdrátt fyrir lok þessa árs, ef Bandaríkin það gera. Að auki skaðar málið einnig hagvöxt í Asíu og víðar. Það yrði stórt verðfall á mörkuðum o.s.frv.
  • Varðandi Ísland, þá örugglega rætist ekki spá í nýju fjárlagafrumvarpi um hagvöxt milli 2-3%. Það er þá frekar svo að við værum heppin að mælast með nokkurn hinn minnsta hagvöxt, fyrstu mánuði nk. árs.
Það er eins og sagt er, ef Bandaríkin fá kvef fær heimurinn flensu.


Kv.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð

Það virðast allir vera sammála um flenusna og kvefið

Davíð, 2.10.2013 kl. 01:46

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mikið álit hefur þú á Obama Einar Björn.

Ég held að Obama hafi ekki hugmynd um hvað er að gerst og því síður að hann hafi einhverja drottningarfórn til að vinna þráteflið, so to speak.

En eins og er þá er ekki mikill skaði af þessu Government Shutdown, er bara eins og löng helgi þegar all flestar ríkisskrifstofur eru lokaðar hvort sem er.

En hvað halda menn að þetta þrátefli standi lengi, ekki gott að segja?

Kveðja frá Niamey Niger.

Jóhann Kristinsson, 2.10.2013 kl. 16:18

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Eitt af því sem Obama sagði að þeir sem eru í einkennisbúningi fái greidd laun. Spurning sem kemur er að þingmenn eru ekki í einkennisbúningi og samkvæmt því eiga þeir ekki laun greidd.

Ómar Gíslason, 2.10.2013 kl. 17:21

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar, það var víst samþykkt sl. mánudag frumvarp af báðum deildum þ.s. hermönnum eru tryggð laun.

--------------------

Tja, Jóhann, það auðvitað kemur í ljós hvort Obama er með undirbúinn slíkan krók á móti bragði, en þ.e. ekkert sérdeilis flókið endilega í útfærslu - einfaldlega spurning hvort valkostirnir hafa verið fyrirfram undirbúnir eða ekki, en það mun þurfa að ákveða hverjir fá greitt og hverjir ekki, og þ.e. vel unnt að stilla þeim kostum upp með fleira en einum hætti.

Þ.e. ekkert óhugsandi eða frámunalega ólíklegt, að Obama hafi hugsað það fyrifram fyrir núverandi átök, eftir reynsluna af átökunum 2011. Hann þarf ekkert að vera frámunarlega snjall.

Einfaldlega vera haldinn smá baráttuanda. Hægri menn í Bandar. virðast of uppteknir af þeirri hugmynd að Obama sé fífl, hann er það ekki.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.10.2013 kl. 18:02

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"En eins og er þá er ekki mikill skaði af þessu Government Shutdown, er bara eins og löng helgi þegar all flestar ríkisskrifstofur eru lokaðar hvort sem er."

Jóhann, þetta er afskaplega naív skoðun. Þú ert að tala um það að milli 800þ.-milljón starfsm. fái ekki borguð laun hugsanlega í allt að mánuð. Ef þetta stendur að auki það lengi, þá fer alríkið að hætta að fjármagna hluta af starfsemi sinni alfarið þ.s. alríkið á ekki fyrir öllu því sem er "mandatory."

Þ.s. þú ert að tala um er að neysla milljón manns skreppi verulega saman, síðan að auki þegar 17/10 kemur. Að einhverjir hlutar af starfsemi ríkisins þurfa líklega að loka alfarið. Þá fjölgar þeim sem ekki fá laun, að auki að hluti af mikilvægri þjónustu ríkisins er ekki framkvæmdur.

Áhrifin á þjóðfélagið eru alls ekki lítil, þegar þú ert kominn í ástandið sem mun vera til staðar eftir 17/10.

Við erum ekki að tala um efnahagshrun, en þ.e. ekkert ólíklegt sérdeilis að hagvöxtur sem hefur ekki verið á þessu ári meiri en milli 1,3-1,5% hverfi eða fari yfir í smá samdrátt. Lokamánuði ársins, og jafnvel að það líðir e-h fram á ný árið, fyrstu mánuði ársins. Áður en hagvöxtur fer aftur af stað. Það þá minnkar að auki hagvöxt nk. árs.

Áhrifin verða að sjálfsögðu hnattræn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.10.2013 kl. 18:09

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Einar Björn betra að lesa athugasemdirnar áður en þú svarar þeim.

Hvernig byrjar þetta hjá mér sem þú ert að vitna í,"Eins og er....... ég er hvergi að tala um að laun fólks séu ekki greidd í mánuð.

En svona þér að segja 800 þúsund er ekki nema smá brot af heildar veltuni í USA (það eru yfir 300 miljón borgarar í USA plús ólöglegir innflytjendur) og verður ekki neitt stórt áfall fyrir hagkerfið enda hefur Wall Street ekkert hrunið, en auðvitað verður áfallið hjá þeim sem ekki fá launin.

Hitt er svo annað mál að það hefur alltaf verið venjan þegar svona shutdown hafa gerst að þá er set í lögin að allir fá greidd laun eins og ekkert hafi gerst þegar lausn á þráteflinu er samþykkt.

Þetta er ekkert nýtt að Government Shutdown gerast í USA, Jimmy Carter t.d. var með 10 daga shutdown og ekki hrundi Ríkið.

Jimmy, Ronnie og Billy fengu shutdown, USA Ríkið fór ekkert á hausinn, en góðar úrlausnir komu út úr þessum þrátöflum.

Naivete er þitt að halda að þetta sé einhver gífurleg krísa eins og er, legg til að þú hættir að horfa á CNN.

Hitt er svo annað mál með það sem kemur seinna í mániðinum, The Debt Limit, þá er möguleiki á að það verði krísa.

USA ríkiskassinn tekur inn nóg til að greiða vexti af lánunum, en þá verður eitthvað eða einhver ríkisbáknin að loka vegna fjárskorts, af því að það verður ekki til nógur peningur til að greiða skuldir og reka Ríkið.

Það verður gaman að sjá hvernig þeir leisa Debt Limit vandan, men sem geta ekki komið saman og rætt málin hingað til.

Málið er svo erfit að USA Ríkisbáknið getur ekki verið rekið nema fá lán frá Kína og það furðulegasta er að ekki hefur neitt verið reint að lækka eiðsluna til þessa að lækka lánatökurnar hvorki hjá demókrötum eða rebpublíkönum þangað til núna síðustu þrjú árin.

USA hefur yfir 90 triljónir í svokölluðum IOU "I Owe You" unpaid reliabilities sem eru t.d. eftirlaun aldraðra, sjúkrakostnaður aldraðra o.s.framv og auðvitað 17 triljónir í skuldir til annara ríkja og við erum ekki að tala í íslenzkum krónum.

Stay tuned; en ekki á CNN, frekar Aljazeera.

Kveðja frá Niamey Niger.

Jóhann Kristinsson, 2.10.2013 kl. 19:55

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta eru áhrifin af því þegar rifist var fyrir tveim árums skv. samantekst The Economist: The cost of a showdown.

Það eru allir sammála því að "shut down" í viku hefur lítil áhrif, áætlun eins stærsta fjármálafyrirtækis Bandar. er að vika kosti 0,3% í töpuðum hagvexti fyrir Bandar. Þ.e. e-h sem Bandar. taka ekki eftir.

En þér minn kæri eruð að gera of lítið úr hættunni, ég var ekki að segja að þetta væri meiriháttar "disaster" ég sagði, að þetta gæti valdið því að bandar. hagkerfið fari yfir í smávegis samdrátt lokamánuði þessa árs og jafnvel hugsanlega, eitthvað fram á fyrstu mánuði þess næsta. 

Útkoman verði að hagvöxtur nk. árs verði undir væntingum. Ég er því ekki að spá nýrri heinskreppu eins og Krugman gerði.

Ef þ.e. "distaster" er þín skilgreining á slíku önnur en mín.

En ég á von á því, að þegar dæmið er komið í  "debt ceiling" þann 17/10, þá verði virkjað það prógramm sem Obama líklega er með undirbúið.

Þ.e. hann hafi valið fyrirfram, hverju verður hætt - - þ.e. stöðvað. Hann muni láta alríkið halda áfram að greiða af erlendum skuldum, svo það verði engin risaboðaföll á erlendum mörkuðum.

Þrátt fyrir að "debt ceiling" dagurinn mundi líða hjá, og ekki verða samt - samið strax.

-----------------------------

Það verður samið að sjálfsögðu fyrir rest.

En sennilega ekki fyrr, en tjónið er orðið það - sem ég nefni.

Þ.e. efnahagssamdráttur lokamánuði þessa árs, og líklega í upphafi þess næsta einnig. Og nokkuð lélegri vöxtur á nk. ári en áður var búist við.

Þetta skili einnig nokkru lakari vexti í heiminum, í Evrópu að auki o.s.frv.

Allr er svo nátengt orðið í heimi hér.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.10.2013 kl. 22:45

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég held Einar Björn að við séum sammála um það sem er að gerast núna, það er bara smá skaði miðað við það sem gerist ef Debt Limit verður ekki hækkað.

Eins og ég benti á, þessi budget shutdowns hafa verið gerð annars lagið og það hefur ekki haft mjög alvarleg áhrif á hagkerfið og ríkisstarfsmenn hafa aldrei mist a nickel í launum.

Ég veit ekki hvernig menn fara að því að semja ef það er enginn sveigjanleiki hjá öllum þremur aðilum, sem geta varla verið í sama herbergi svo mikil er andúð þeirra á hver öðrum.

Jimmy, Ronnie og Billy gátu kallað alla saman og það sem kom út úr því var; give a little, take a little. En þetta er ekki fyrir hendi hjá þeim sem eru að deila núna.

Eins og ég sagði: það verður áhugavert að sjá hvering hlutirnir fara fram eftir tvær vikur?

Kveðja frá Niamey Niger.

Jóhann Kristinsson, 3.10.2013 kl. 09:53

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Svona er að vera latur, nenti ekki að Googla Government shutdowns og trúði því sem ég heyrði á CNN sem er eina sjónvarpsstöðin með ensku hér á hótlinu í Niamey.

Ég mátti vita það að þeir væru að ljúga, enda kunna þeir ekkert annað.

Hér eru Government Shutdowns síðan 1976 til 1995:

List of All Government Shutdowns and their Duration

This list of government shutdowns in the past was drawn from Congressional Research Service reports:

1995-1996 (President Bill Clinton): December 5, 1995, to January 6, 1996, - 21 days

1995 (President Bill Clinton): Nov. 13 to 19 - 5 days

1990 (President George H.W. Bush): October 5 to 9 - 3 days

1987 (President Ronald Reagan): December 18 to December 20 - 1 day

1986 (President Ronald Reagan): October 16 to October 18 - 1 day

1984 (President Ronald Reagan): October 3 to October 5 - 1 day

1984 (President Ronald Reagan): September 30 to October 3 - 2 days

1983 (President Ronald Reagan): November 10 to November 14 - 3 days

1982 (President Ronald Reagan): December 17 to December 21 - 3 days

1982 (President Ronald Reagan): September 30 to October 2 - 1 day

1981 (President Ronald Reagan): November 20 to November 23 - 2 days

1979 (President Jimmy Carter): September 30 to October 12 - 11 days

1978 (President Jimmy Carter): September 30 to October 18 18 days

1977 (President Jimmy Carter): November 30 to December 9 - 8 days

1977 (President Jimmy Carter): October 31 to November 9 - 8 days

1977 (President Jimmy Carter): September 30 to October 13 - 12 days

1976 (President Gerald Ford): September 30 to October 11 - 10 days

Þetta sýnir að budget government shutdowns eru ekki nein nýbóla, en Debt Limit government shutdowns hafa gerst svo að ég viti.

Kveðja frá Niamey Niger.

Jóhann Kristinsson, 3.10.2013 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband