Hverjar verða afleiðingar af "US Gov. shut-down"?

Flestir hagfræðingar virðast telja að lítið muni gerast. Skv. fjármálaráðherra Bandar. er kritíski dagurinn 17. október. Skv. því hafa Demókratar og Repúblikanar þann tíma. Til að halda rifrildinu áfram.

Chance of U.S. government default less than 10 percent, economists say: Reuters poll

Eftir þann tíma, fari "stoppið" að hafa a.m.k. einhverjar raunverulegar afleiðingar. 

Paul Krugman, lýsir sennilega þeim verstu mögulegu: Rebels Without a Clue

Þetta er kannski klassíska vandamálið lýst í Gríms-ævintýrinu "Úlfur, úlfur."

Þ.e. "Gov.shutdown" hefur gerst áður, og það oftar en einu sinni.

Og í fyrri skiptin án umtalsverðra afleiðinga, þannig að menn reikna með því að sagan endurtaki sig, þ.e. að áður en raunverulega er farið fram af bjargbrúninni - semji menn.

Annar aðilinn blikki, og storminn lægi - sá skilji lítið eftir sig.

  • Í ævintýrinu kom úlfurinn fyrir rest, og söguhetjunni varð ekki bjargað. 
  • Það má segja, að ævintýrið tjái okkur, að leiða ekki aðvaranir hjá okkur - þó við séum vön því, að ekkert gerist.
  • Þíði það ekki, að ekki endilega að ekkert sé líklegt að gerast.
  • Sennilega þarf að skoða hvert tilvik fyrir sig.


Það fer því eftir því hve lengi "gov. shut-down" varir!

Markaðir eru rólegir ennþá. Sennilega verða þeir það a.m.k. út þessa viku. Og jafnvel út hin næstu næstu einni. En ef enn er pattstaða mánudaginn 14. Gæti taugaveiklunar farið að gæta.

Að sögn matsfyrirtækja, mun tveggja vikna stopp - litlum usla valda.

Hvor ætli sé líklegri að blikka?

Ég held að það verði ekki Obama, en málið er að hann hefur ekkert 3. kjörtímabil. Svo þ.e. ekkert endurkjör sem hann þarf að velta fyrir sér.

En aftur á móti, þurfa þingmenn að hafa áhyggjur af slíkum hlutum.

Þannig að líklegra sé að Repúblikanar - blikki fyrir rest.

Eða það ætti að gerast - svo fremi sem þeir hafa ekki skilið rökhyggjuna alfarið eftir.

Repúblikanar hafa alltaf sögulega séð - gert út á að vera ábyrgir, þannig að það lýtur ílla út. Að láta alríkið verða "tæknilega" gjaldþrota.

En greiðsluþrot alríkisins - væri 100% pólitísk ákvörðun. Ákvörðun, að láta skuldir alríkisins við aðila lönd og leið, hvort sem þær eru í eigu innlendra eða erlendra aðila.

Hver yrði fyrir tjóni?  National debt of the United States

Svk. upplýsingum á wikipedia síðunni, eiga aðilar á vegum ríkisins sjálfs - þá einna helst Seðlabanki Bandaríkjanna, um helming skulda alríkisins.

File:Estimated ownership of treasury securities by year.gif

Skv. sömu síðu eiga erlendir aðilar 32% af skuldum bandaríska alríkisins, eða 9.490ma.$.

File:Composition of U.S. Long-Term Treasury Debt 2005-2010.PNG

Þar af er Kína stærsti einstaki erlendi eigandi bandar. ríkisskulda, þ.e. 26% af erlendri eign, sem samsvarar því, að Kína á 8% af heildarskuldum bandar. alríkisins.

Sem virðist svona frekar - eyða þeirri vinsælu sögu, að Kína eigi nærri allar skuldir Bandaríkjanna.

--------------------------------------------

Ég held við getum alveg leitt hjá okkur tjón Seðlabanka Bandaríkjanna, enda getur sá prentað fé að vild - hans staða lendir ekki í nokkurri hættu, þó svo að bandar. þingið mundi láta alríkið verða "tæknilega" gjaldþrota.

  • Þá náttúrulega þíðir það, að meginhöggið lendir á öllum þeim fjölda útlendinga, hvort sem það eru bankar eða lífeyrissjóðir eða einstakir ríkissjóðir - - sem eiga bandar. ríkisbréf.

Það er þannig séð - endurtekning þess fornkveðna, að þegar Bandaríkin fá kvef fái heimurinn flensu.

Það getur því vel verið, að höggið yrði - stórt fyrir margvíslega alþjóðlega banka, fjármálastofnanir og sjóði.

Sem hafi keypt bandar. ríkisbréf.

 

Samt skulum við ekki mála skrattann á vegginn!

Það getur nefnilega vel verið, að þó "shut down" standi lengur en til 17/10. Þá fari ekki allt á hliðina strax. Því að erlendir aðilar vita, að Bandaríkin í raun og veru, geta borgað.

Málið snúist um pólitík og greiðsluvilja.

Þannig séð, að þó svo að það líði t.d. ein vika til viðbótar. Og ekki er greitt af ríkisbréfi á réttum tíma.

Þá gerist ekki mikið, þó að "Shut down" taki enda vikunni á eftir, og greiðsla berist seint.

Það sé líklega einungis, ef eftir þá viðbótar viku - - og engan bilbug væri að sjá á deilendum á Bandaríkjaþingi, að aðilar úti í heimi. Færu kannski að nálgast verulegt paníkástand.

  • Kannski sé því hinn krítíski tími í reynd þegar dregur að mánaðamótum okt./nóv.
  • Ef þá er enn ekki neitt samkomulag í augsýn.

Þá fari kannski allt dæmið af stað - sem Krugman lýsir.

Niðurstaða

Niðurstaða mín er sú. Að líklegt sé að menn sýni Bandaríkjunum töluvert langt langlundargeð. En það þíði þó ekki að það langlundargeð sé án enda. Það sé þarna úti endapunktur. Það sé mögulegt fyrir Bandaríkin að fara fram af því hengiflugi. 

Svo að ég skil alveg af hverju flestir hagfræðingar eiga ekki von á því að "shut down" hafi miklar afleiðingar.

Það verður áhugavert að fylgjast með atburðum á "Capitol hill Washington" næstu daga og kannski jafnvel - vikur.

Ég hugsa samt sem áður, að einhver paník fari að sjást. Ef ljóst verður að ekki náist samkomulag fyrir 17/10 nk. Síðan fari sú vaxandi, dagana eftir það. 

En "no return" sé kannski ekki fyrr en - "shut down" hefur gengið allan október til enda.

Kemur í ljós!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband