28.9.2013 | 00:28
Washington og Teheran, gætu grætt mikið á endalokum óvináttu!
Hassan Rouhani, hinn nýi forseti Írans, hefur að sögn Financial Times - 6 mánuði til að skila árangri. En þá muni hefjast barátta fylkinga innan Írans, fyrir næstu þingkosningar í Íran. Og ef Rouhani sé ekki búinn að ná nokkru fram, í viðræðum sínum við ráðandi ríki Vesturlanda, þ.e. einhverskonar tilslökun á viðskiptabanni. Muni það verða vatn á myllu pólit. andstæðinga Rouhani innan Írans. Þeirra sem eru sannfærðir um það, að vesturlönd hafi ekkert annað en "illt" í hyggju gagnvart Íran.
Tja ef menn vilja, er unnt að sjóða saman frekar dökka mynd af samskiptum Írans við vesturveldin, þ.e. stuðningur Breta og Bandaríkjanna við byltingu 1953 gegn þáverandi forsætisráðherra Írans Mohammad Mossadegh, sem hafði þá verið forsætisráðherra Írans í 2 ár.
Hann fór fyrir flokki er vildi þjóðnýta eignir erlendra olíufyrirtækja - og í krafti þingmeirihluta, formlega tók yfir eignir hinna bresku olíufyrirtækja er höfðu fram að þessu átt og rekið íranska olíuvinnslu. Í kjölfarið brugðust bresk stjv. ókvæða við, settu viðskiptabann á Íran, hvöttu starfsmenn sína heim - hindruðu Íran í því að eiga olíuviðskipti.
Afleiðing, tekjuhrun af olíuvinnslu - að olíuvinnsla hrundi saman um ca. 90% þ.s. Íranar áttu þá ekki nægilega marga með réttu þekkinguna, til að halda vinnslunni gangandi. Stjórn Írans, gatt ekki nýtt gróða af vinnslu. Þessi deila stóð um nokkurn tíma - - í bland við þetta, blönduðust deilur um samfélagsmál, en Mossadegh vildi taka upp samyrkjubúarekstur, takmarka mjög réttindi landeigendaaðals, og keisarans.
Fyrir rest, virðist sem að, Bretar og Bandaríkin, hafi hagnýtt sér það ástand sem skapaðist, þ.e. vaxandi fátækt og atvinnuleysi vegna viðskiptabannsins, og samfélagsdeilur sem fyrirhugaðar breytingar líklega sköpuðu. Í samkrulli andstæðinga þeirra breytinga, var gerð bylting gegn Mossadegh.
Og einræðisstjórn komið á fót í staðinn. Þeirri var síðan ekki steypt fyrr en 1979.
Það er ein uppspretta haturs Írana á Bandaríkjunum, stuðningur við lögregluríki Resa Palavi frá 1953-1979.
Næsta var stríð Írans og Íraks, frá 1980-1988, í kjölfar árásar Saddam Hussain. En vesturveldin sáu írönsku byltinguna sem ógn við sína hagsmuni, íranski olíuiðnaðurinn var þá þjóðnýttur m.a. í annað sinn. Vesturlönd ásamt ríkjum Araba - studdu stríð Saddam Hussain gegn Íran. Um eða yfir milljón Íranar létu lífið.
Þetta stríð er alveg örugglega enn þann dag í dag, að hafa mikil áhrif á þjóðarsál Írana.
- Íranar örugglega upplifa sig - umsetna óvinum.
- Þ.e. Saudi Arabía og Persaflóa Arabar, er dældu milljörðum dollara í stuðning við Saddam Hussain á sinum tíma, meðan hann stóð í stríði við Íran.
- Ekki gleyma Ísrael og Bandaríkjunum, þarna eru einnig Bretar og Frakkar í aukahlutverki.
Ég held að viðskiptabannið sem í gildi hefur verið síðan gíslatökumálið fræga hófst nokkrum mánuðum eftir byltinguna og flótta keisarans. Sé mjög áhrifaríkt um það, að viðhalda þeirri sýn Írana, að þeir séu umkringdir óvinum.
Það er margt sem báðar þjóðir geta grætt á mun betri samskiptum!
Iran-US relations: Behind the smiles
Obama Speaks With Iranian President
Obama speaks by phone to Iran's Rouhani, sees chance for progress
Vesturlönd, þurfa eiginlega að skipta um hlutverk, þ.e. í stað þess að vera - taka þátt í því að magna spennu á Mið-Austurlanda svæðinu, þ.s. átök súnníta og shíta fara stig magnandi.
Ef e-h er hættulegt, þá er það "trúarbragðastríð."
Þá þurfa vesturlönd, að fara að "bera klæði á vopnin" - eða "róa ástandið."
- Ég sé ekki nokkra leið fyrir vesturlönd að græða á því, ef það brýst út stríð við Íran.
- Þ.e. eiginlega vart unnt að ímynda sér annað, en slíkt stríð endurræsi heimskreppuna - en áhrif á olíumarkaði af stórstyrjöld við Persaflóa. Yrðu frekar "svakaleg."
- Að auki, sjá kortið að ofan, er Íran líkara Afganistan en Írak, þ.e. ákaflega fjöllótt meðan að stærsti hluti Íraks er sléttlendi. Ég efa að stríð innan Írans væri þægilegra, en stríð innan Afganistan. Íranar eru að auki töluvert fjölmennari, betur vopnum búnir til mikilla muna en Talíbanar.
Vesturveldin sjálfra sín vegna, rökrétt - ættu að vilja forða þróun sem leiðir til slíks stríðs.
Það getur einmitt verið, að tækifæri til slíks - sé að opnast.
En Hassan Rouhani er að bjóða upp á nýjar viðræður - eins og fram kemur í erlendum fréttum, átti hann kurteist spjall í gegnum síma við Obama sjálfan, þ.e. í fyrsta sinn sem íranskur leiðtogi ræðir við forseta Bandaríkjanna síðan á 8. áratugnum.
Að auki var staðfest sl. fimmtudag, að formlegar viðræður vesturveldanna og Írans, hefjist 15. október nk. í New York.
- Friðarsamkomulag við Íran, getur leitt til þess - að unnt verði að binda enda á átökin í Sýrlandi.
- Að sjálfsögðu þarf samkomulag, að leiða til a.m.k. afléttingar viðskiptabanns að hluta. Þ.e. þ.s. Rouhani þarf á að halda - - en Íran er ekki "monolith" stefna Rouhani á sína andstæðinga innan Írans, þeirra sem eru sannfærðir um að - vesturlönd stefni eingöngu að því að klekkja á Íran.
- Ef ég mundi vera í aðstöðu til að ráðleggja Obama. Þá mundi ég ráðleggja Obama, að beita "gulrótum" í stað hótana. Þær geta komið í skrefum, þ.e. gulrót fyrir hvert skref.
- En hótanir muni hjálpa andstæðingum Rouhani, meðan að gulrætur muni styrkja hann í sessi. Og það sé ef til vill einmitt þ.s. - við ættum að vilja.
Sannarlega þarf að sannfæra Íran um það, að hætta stuðningi við stjórn Assads.
En Íran er ekki síst að styðja Assad, vegna þess að Íran á nánast enga bandamenn í heiminum.
Það er mikilvægt að Obama skuli hafa sagt - - að Bandaríkin stefni ekki að "regime change."
En það hefur gjarnan áður verið stefna Bandaríkjanna.
----------------------------------
Það er margt sem Bandaríkin geta veitt Íran, þ.e. ekki eingöngu aðgang að mörkuðum - í skrefum. Heldur einnig margvíslega tæknilega aðstoð við þróun olíuvinnslu. En Bandaríkin hafa betri tækni á þeim sviðum en Íranar ráða yfir. Tækni-aðstoð gæti einmitt verið "stór gulrót."
Þ.e. einnig vesturveldunum í hag, að kæla niður það ástand óvináttu og fjandskapar, sem ríkir milli Arabaríkjanna og Írans.
Í tengslum við þetta, væri hugsanlega mögulegt að skapa einhverskonar "öryggiskerfi" í samvinnu þjóðanna á svæðinu, þ.e. Írana ekki síður en Arabaríkjanna.
Rouhani fyrir sitt leiti, hefur sagt - helför gyðinga glæp sem ekki sé unnt að gleyma.
Sem greinilega er ætlað að milda andstöðu þeirra, sem styðja Ísrael.
- Ef fjandskapur vesturlanda og Írans hættir.
- Þá að auki vinnst það, að lönd eins og Rússland eða Kína, geta þá ekki lengur fært sér slíkt ástand sér í nyt. Sér til framdráttar. Vesturlöndum hugsanlega til tjóns.
Niðurstaða
Ég held nefnilega, að það sé ótti Írana sem reki þá til að halda kjarnorkuprógrammi sínu í gangi. Ef þeir sannfærast um það, að vesturveldin hafi ekki illt í hyggju gagnvart Íran. Viðskiptabanninu ljúki í tengslum við samninga um - frið. Þá líklega séu írönsk stjv. til í að - binda enda á tilraunir til þess að þróa kjarnavopn.
Þetta geti samt reynst langt ferli - þ.e. menn verði að klifra í smá skrefum frá því ástandi sem ríkir í dag.
Vesturveldin geta þá í hvert sinn - veitt eina gulrót.
Gulrætur séu líklegri til að hjálpa vilja Írana til þess að halda áfram slíku ferli, heldur en hótanir.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning