26.9.2013 | 21:54
"Groundhog Day" á Capitol Hill í Washington!
Það verður enn eitt "rerun" á dramanu um skuldaþakið á Bandaríkjaþingi á næstu dögum. Þessu má líkja við leik krakka af eldspýtum - það gæti orðið eldur af í þetta sinn. Þó ekki hafi það gerst í fyrri skiptin.
En í þetta sinn, er Obama á lokametrunum með sitt risaflumvarp, og ég meina virkilega "risafumvarp" sem kallað er The Affordable Care Act - þetta er sem sagt loksins komið á nokkurn veginn endanlegt form, hans stóra útspil um það, að bæta aðgang almennings að því sem kallast "velferð."
Þetta snýst sem sagt um aðgang að heilsugæslu á viðráðanlegum kjörum. En sannarlega felst í þessu umtalsverður kostnaðarauki fyrir alríkið.
Það er á það atriði sem Repúblikanar hengja sig, en ekki síst einnig á það - að með þessu stækkar ríkið, þ.e. alríkið gerir meira en áður, verður stærra að umfangi.
Allt til verri vegar í augum hægri sinnaðra Repúblikana, sérstaklega leggur Tehreyfingin mikla áherslu á að drepa það frumvarp.
Þ.e. í þessu samhengi, sem verið getur, að núverandi deila um svokallað skuldaþak, sé hættulegri en fyrri skiptin.
En Obama og Demókratar eru jafn ákveðnir að ná heilbrigðismálafrumvarpi Obama í gegn.
- "Congress must pass a new budget by October 1, or trigger a partial government shutdown.
- A fortnight or so later, on October 17, the US Treasury says it will be near to running out of money to pay its bills."
Tíminn til stefnu er afskaplega stuttur, eða einungis fram á þriðjudag í nk. viku.
tveim vikum síðar, getur alríkið ekki lengur staðið við skuldbindingar.
Eins og flestir ættu að vita, þá hafa Demókratar og Repúblikanar meirihluta í sitt hvorri deildinni, sem leiðir fram þessa teppu - þ.s. hvor deild fellir niðurstöðu hinnar deildarinnar.
T.d. samþykkti meirihluti Repúblikana í Fulltrúadeildinni um daginn, að hengja undir frumvarp um framlengingu á skuldaþaki alríkisins, klásúlu um það að "Obama care" fengi engar fjárveitingar.
Sem að sjálfsögðu, var ekki ásættanlegt í augum meirihluta Demókrata í Öldungadeild.
----------------------------
Eins og síðustu 2 skipti. Verður líklega drama fram á lokastund.
Í ljósi reynslunnar, virðist líklegra að samið verði á endanum.
En hver veit, kannski til þess að drepa "ObamaCare" verða Repúblikanar, nægilega kærulausir um afleiðingar til þess - að láta alríkið verða tæknilega gjaldþrota.
Enginn veit í reynd hverjar afleiðingar slíks tæknilegs gjaldþrots verða - sumir segja litlar. Sumir aðrir - miklar.
Eins og áður má Evrópa ekki við miklu ruggi!
Sannarlega er ástandið minna viðkvæmt að sumu leiti en á sl. ári, eða árið á undan. Þ.e. ekki er paník á mörkuðum, ekki er ótti við yfirvofandi hrun evrunnar, minni svartsýni gætir í dag en árin 2 á undan. Örlítill hagvöxtur hefur mælst í fyrsta sinn í 2 ár.
- Þ.e. einmitt punkturinn, að sá er örlítill. Eða ca. 0,2%.
- Veikur neisti er getur auðveldlega kulnað.
Að auki er staðan viðkvæmari í sumum atriðum, þ.e. atvinnuleysi er meira en fyrir ári.
Skuldir aðildarríkja eru enn í aukningu, staðan um það verri en á sl. ári.
Síðan er pólitíska "kaosið" á Ítalíu - að nálgast hættulegt stig!
Lawmakers in Silvio Berlusconi's Party Say They Will Resign if Former Premier Loses His Seat
Italy PM Letta returns to resignation threat from centre-right
- "The Senate is due to vote next week on whether to strip Mr. Berlusconi of his seat following his conviction of tax fraud and four-year prison sentence.
- A 2012 law bans anyone sentenced to more than two years in prison from holding or running for public office for six years. "
- "With tensions high going into the vote, members of Mr. Berlusconi's People of Freedom party met Wednesday and indicated they would resign if Mr. Berlusconi is removed from the Senate."
- "In an unusually stern statement, President Giorgio Napolitano accused Mr. Berlusconi's party members of undermining Italy's parliamentary system."
- "He said if carried out, their "worrisome" threat would have the effect of pressuring him into dissolving parliament, a move that would spark a crisis in the 5-month-old, left-right hybrid government led by Premier Enrico Letta."
Svo þá liggur það fyrir:
- Þingmenn flokks Berlusconi hóta allir sem einn - afsögn. Ef Öldungadeild ítalska þingsins samþykkir, að svipta Berlusconi þingsæti og þar með þinghelgi.
- Forseti Ítalíu hefur á móti hótað - að rjúfa þing. Þannig að þingkosningar fari fram innan 5 mánaða.
Enginn veit heldur hvernig þetta "game of chicken" fer.
----------------------------
Ástæða er samt að hafa áhyggjur af stöðu Ítalíu, en skuldir eru komnar í rúml. 130%. Þær eru virkilega risastórar þ.e. 3. hæstu ríkisskuldir í heimi. Einungis Bandaríkin og Japan skulda hærri upphæðir mælt í peningum.
Það er í reynd ekkert afl í Evrópu sem getur bjargað Ítalíu - nema Seðlabanki Evrópu.
Ef Ítalía dettur á hliðina.
Það sem gerir ástandið áhugavert - er að hafa þessi 2-drömu í gangi samtímis.
Þetta víxlverkar síðan við viðkvæmt ástandið í Evrópu.
Niðurstaða
Enn eina ferðina leika þingmenn á Bandaríkjaþingi sér að eldinum. Verður þetta "Groundhog Day" eða mun núverandi "rerun" enda með öðrum hætti? Sá möguleiki er sannarlega til staðar - sérstaklega í ljósi hinnar öflugu andstöðu Repúblikana við "ObamaCare" sem þeir virðast virkilega vilja drepa.
Ég þori engu um það að spá, hvort það geti verið að þingmenn Repúblikana séu það ákveðnir að drepa "ObamaCare" að þeir séu til í að spila rússnesku rúllettuna um skuldaþakið - alla leið á enda.
En ef þeir það gera, er engin leið að vita afleiðingarnar fyrirfram.
Þetta gerist á sama tíma og þ.e. drama á Ítalíu. Sem mjög vel getur endað í nýjum kosningum. Það ofan í það ástand, að skuldir Ítalíu hafa náð rúml. 130% á þessu ári.
Þær skuldir eru ekki sjálfbærar án umtalsverðs hagvaxtar.
Þá meina ég, Ítalía þarf alvöru hagvöxt - - ekki tölur á milli 0,1-0,5%. Það dugar ekki.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning