Er kannski endurkjör Angelu Merkel, slæmar fréttir fyrir Evrópu?

Ég velti þessu upp. Vegna þess, að mig grunar að endurkjör hennar, leiði til þess. Að sú stefna sem mörkuð hefur verið af þýskum stjórnvöldum á sl. kjörtímabili Angelu Merkel. Verði fram haldið.

Ekki síst bendi ég á nýlega lesendagrein eftir Wolfgang Schäuble, þ.s. hann bendir á þá staðreynd, að síðan seinni hluta liðins sumars, mælist nú örlítill hagvöxtur í Evrópu: “Ignore the doomsayers: Europe is being fixed

Hans ályktun er, að þeir sem hafa efast um réttmæti aðferðafræði þeirrar sem ástunduð hefur verið innan evrusvæði, þ.e. innri aðlögun.

Hafi á röngu að standa, en hann - telur að þvert á móti, sé þetta að skila sér. Og héðan í frá, muni ástandið fara batnandi.

Ambrose Evans-Pritchard - svaraði þessu með sínum hætti sbr: My grovelling apology to Herr Schäuble

Í dag, kom fram svar Martin Wolf A huge structural current account surplus exports products – and bankruptcy

En ekki síst, er það hlekkur á ritgerð, sem vakti athygli mína - Kevin H. O’Rourke and Alan M. Taylor.

Hvort tveggja þekktir hagfræðingar: Cross of Euros

Í henni, er eftirfarandi graf!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_1216449.jpg

  • Það sýnir þróun launa með teknu tilliti til verðlags!
  • Það sem það sýnir, er að þrátt fyrir tilraunir landa í vanda innan evrusvæðis, til að lækka laun.
  • Hafi þau hækkað frekar en hitt, þegar tekið er tillit til - verðhjöðnunar, sem hefur verið til staðar á sama tíma.
  • Nema í Grikklandi, þ.s. raunlaun hafi lækkað um ca. 10%.

Þetta er áhugavert, því þetta bendir til þess að "internal adjustment" sé alls ekki að virka. 

Gavyn Davies hjá Financial Times, hefur áður sýnt fram í greiningu, að - - lækkun viðskiptahalla í aðildarríkjum í vanda. Viðsnúningur yfir í smávegis afgang.

Hafi átt sér stað með - - aukningu atvinnuleysis - -

The dramatic adjustment in eurozone trade imbalances

Það hafi minnkað neyslu - - þ.e. atvinnuleysið sjálft.

  • En mér virðist blasa við, að ef löndin í vanda ná ekki fram neinum "raun-launlækkunum" sbr. mynd að ofan, þá haldi hið gríðarlega atvinnuleysi einfaldlega áfram.

Það geti reynst hættulegt fyrir samheldni samfélaganna í S-Evrópu.

Ég bendi að auki á eina gagnrýnina enn, frá einum þekktum hagfræðingi í viðbót, í þetta sinn Daniel Gros: Emerging Markets’ Euro Nemesis

  • Hann bendir á einn vandann enn!
  1. Nefnilega, að samdráttur neyslu í S-Evrópu, sem náðst hefur fram með aukningu atvinnuleysis, einna helst.
  2. Á sama tíma, og aðildarlönd ESB í N-Evrópu, viðhalda sínum jákvæða viðskiptajöfnuði.
  • Þíðir, að Evrópa sem heild, sé komin með langsamlega stærsta hagstæða viðskiptajöfnuð í heimi, þ.e. stærri en Kína.

Þetta er kallað "beggar thy neighbour" á ensku, en vandinn sem Wolfgang Schäuble neitar að horfa á, er sá vandi - - hvar í ósköpunum getur verið til í heimi hér, næg eftirspurn?

Tilvitnun í Wolfgang Schäuble:

"What happened in the eurozone early in the decade is only contextually different. In the “boom” phase, several of its members let labour grow expensive and their share of world trade shrink. As the bust came, jobs vanished and public finances deteriorated." - "The reaction was not only the produce of a European consensus – backed in many cases by national parliaments – but it followed a well-established recipe, not just by Germany but by the UK in the 1980s, Sweden and Finland in the early 1990s, Asia in the late 1990s and many other industrial and emerging countries."

Hann sem sagt, telur leið þá sem verið er að fara í S-Evrópu. Sambærilega við vegferð Þýskalands milli 2003 og 2005, einnig sambærilegt við aðlögun Svíþjóðar á 10. áratugnum, að auki nefnir hann Bretland undir Thatcher.

Gott og vel, vandinn er sá - - að í tilvikum sem hann nefnir. Vildi svo til, að það voru hagstæð efnahagsskilyrði í hvert skipti í heimshagkerfinu. Útflutningur Svía græddi á hagstæðum skilyrðum á uppgangsárunum fram að Dot.com kreppunni. Þegar Bretland var í sinni aðlögun, var einnig tiltölulega hagstæð skilyrði í ytra hagerfinu. Þýskaland, hitti svo þægilega á, að vaxandi hagvöxtur var í löndunum í kring - - Þjóðverjar þurfti ekki annað að gera en að frysta launahækkanir, laun hækkuðu í löndunum í kring. Það dugði þeim!

---------------------------------

Síðan er það vandamálið með "skölun" en í Evrópu eru nú mörg hagkerfi að gera tilraun til innri aðlögunar - öll á sama tíma.

  1. Þegar það gerist samtímis, að N-Evrópa ástundar ekki stefnu líkleg til að styðja við aukningu eftirspurnar, heldur viðheldur aðhaldssamri stefnu hjá sér - einnig.
  2. Þá þarf öll sú eftirspurn, er hagkerfin innan Evrópu þurfa á að halda, til þess að borga fyrir endurreisn hagvaxtar - - að koma utan frá.

Þetta er þ.s. átt er við með  "beggar thy neighbour".

  • Ef Evrópa á að hafa gígantískan viðskipta-hagnað, þ.e. stærsta jákvæða viðskiptajöfnuð í heimi.
  • Þarf einhver annar, að hafa jafn risastóran viðskiptahalla - - svo heimskerfið gangi upp.
  • En ekki geta menn flutt út til Alpha Centauri. 

Hver á sá einhver að vera?

Þetta er risastóra vandamálið við - leið þá sem Wolfgang Schäuble.

Hann nefnir ekki einu sinni það atriði, hvaðan á eftirspurnin að koma.

En hagvöxtur í Bandaríkjunum er lélegur!

Og virðist ekki líklegur til að batna að einhverju umtalsverðu ráði á næstunni.

Skv. nýlegum fréttum, hefur komið fram - að laun í Bandaríkjunum, eru svipuð í dag þ.e. rauntekjur, og 2003.

Þ.e. launatekjur í Bandar. hafa í reynd dregist aftur úr - um heilan áratug.

Ekki get ég séð Asíu, vera áhugasama um það, að gerast - - nettó innflytjandi varnings frá Evrópu.

Hún hefur þvert á móti, leitast við að viðhalda nettó viðskiptajöfnuði við Evrópu.

Ábending Daniel Gros er áhugaverð, þess efnis - - að þessi viðskiptastefna Evrópu, sé líkleg til að valda kreppu í Asíu.

Gjaldmiðlar þar falli þá, eða evran hækkar miðað við asíska gjaldmiðla. Það virðist rökrétt afleiðing, að Asía mæti þessu með - gengissveiflu.

Kevin H. O’Rourke and Alan M. Taylor segja:

"The difficulty of developing eurozone-wide automatic stabilizers should focus attention on the design and policies of the European Central Bank. Since asym-metric adjustment based on internal devaluation is so costly and ineffective, the European Central Bank should allow a higher rate of inflation for the eurozone as a whole at times of economic and financial stress to facilitate relative price adjust ment. This could be embedded in various policy regimes, like the much-debated nominal GDP target or the “Evans rule” of the US Federal Reserve, which promises to keep interest rates low until certain unemployment targets are reached. A shift to such a regime need not be viewed as incompatible with the price stability mandate, of the European Central Bank. If these kinds of changes are politically impossible, pessimism about the euro’s survival becomes more justifi able."

Þeir eru ekki einu hagfræðingarnir sem hafa stungið upp á þessari lausn, þ.e. að Seðlabanki Evrópu. Hleypi upp verðbólgu, í á krepputímum. Til að auðvelda, innri aðlögun.

En þá gætu lönd í efnahagsvanda farið sömu leið og Þýskaland áratuginn á undan, haldið launum í frystingu meðan að þau hækkuðu meir annars staðar.

En þetta hefur u.þ.b. "0" líkur á að verða að veruleika, vegna einbeittrar andstöðu Þjóðverja við verðbólgu.

Þess í stað, verða löndin í vanda - að fara í verðhjöðnun.

Og  Kevin H. O’Rourke and Alan M. Taylor sýna fram á að ofan, að þegar almennt verðlag lækkar, þá hækkar í reynd "vísitala" launa, getum sagt að virði launa aukist eða raunlaun hækki.

Þú þarft þá viðbótar launalækkanir, til að vinna upp áhrif verðhjöðnunarinnar - svo að launakostnaður sé lækkandi í samhengi við verðlag.

Eins og þeir benda á, hafi eingöngu Grikklandi tekist - að fá fram "raunlauna-lækkunum" skv. tölum frá 2012.

Það í ástand, kreppu og efnahagssamdráttar upp á ca. 23%.

 

Niðurstaða

Mér virðist þvert á móti að innri aðlögun á evrusvæði sé ekki að virka sérdeilis vel. Aðlögun viðskiptajafnaðar hafi fyrst og fremst átt sér stað, með aukningu atvinnuleysis. Meðan að laun í samhengi við verðlag, lækka ekki. Þá mundi viðskiptahallinn koma strax til baka. Um leið og dregur út atvinnuleysi. 

Aðlögun viðskiptajafnaðar hafi fyrst og fremst gerst, vegna minnkunar neyslu. Ekki vegna aukningar á útflutningi. Sú neysluminnkun sé einkum fyrir tilstuðlan þeirrar miklu aukningar atvinnuleysis er hefur átt sér stað.

Síðan bendir Daniel Gros á það, að sá gríðarlegi jákvæði viðskiptajöfnuður - sem samdráttur neyslu í S-Evrópu hefur skapað, í samhengi við það - að aðildarlönd evru í N-Evr. hafa ekki á sama tíma dregið úr sínum jákvæða viðskiptajöfnuði; sé hvorki meira né minna en - ógnun við heimshagkerfið.

Má jafnvel segja, að þetta sé tilraun Evrópu til að flytja út kreppuna. Líkleg viðbrögð Asíu, verða líklega þau - - að láta gjaldmiðla sína síga gagnvart evrunni. 

Á sama tíma, er lélegur hagvöxtur í Bandaríkjunum, og neitendur þar ekki líklegir til að kaupa upp allan þann varning, sem Evrópa þarf að selja annað. Ef útlönd eiga að fjármagna með viðskiptahalla, efnahagslega endurreisn Evrópu.

Ég tel því, að stefna þýsku ríkisstjórnarinnar þ.e. Angelu Merkel og  Wolfgang Schäuble muni ekki ganga upp.

Það hve augljóst sé, að þau tvö séu blind á þetta atriði, og líkleg til að keyra áfram á öldungis ófæra stefnu, þíðir líklega - að þvert ofan á bjartsýni sumra.

Sé endurkjör Merkelar og líklegt áframhald Schäuble sem ráðherra efnahagsmála, líklegt til að auka á efnahagslega óvissu í Evrópu sem og í heiminum.

Þessi "beggar thy neighbour" stefna geti ekki gengið upp!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þarna er Einar Björn Bjarnason að velta upp inn og útflutningsjöfnunni.

 

Er kannski endurkjör Angelu Merkel, slæmar fréttir fyrir Evrópu?

 

 

Við þurfum að finna bærilega lausn.

Inn og útflutningsjafnan

 

Ef þú átt auð, mannauð þá er hollt að búa til kaupgetu,

með vinnu við innviði þjóðfélagana.

 

Þú þarft að búa til kaupgetu, og það er holt að vinna.

 

Ekki eyða tíma í að gæla við peningabókhaldið, það er peningakerfið

eins og bókhaldið sé verðmætið.

 

Peningabókhaldið er nauðsynlegt, og við höfum það einfalt og rétt.

 

Inn og útflutningsjafnan

Egilsstaðir, 27.09.2013  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 27.9.2013 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband