18.9.2013 | 00:37
Verkfræðiafrek: Tókst að rétta risaskipið Costa Concordia við!
Sjálfsagt eru margir búnir að gleyma því er risaskipið Costa Concordia fórst við smáeyna Giglio meðfram strönd Ítalíu. Þegar skipið sigldi of nærri landi, og tók niðri - þannig að stór rifa rifnaði á byrðing neðan sjólínu. Síðan endaði skipið á hliðinni uppi í landsteinum, þegar stjórnendur í örvæntingu sigldu nánast upp í fjöru. Áður en skipið mundi sökkva. 32 fórust eigi að síður. Skipið hefur legið á hliðinni í fjörunni í rúmt ár.
Glæsilegt skip - fyrir óhappið
En það er engin smásmíði - eða var:
Class & type: | Concordia-class cruise ship |
Tonnage: | 114,137 GT |
Length: | 290.20 m (952 ft 1 in) (overall) 247.4 m (811 ft 8 in) (between perpendiculars) |
Beam: | 35.50 m (116 ft 6 in) |
Draught: | 8.20 m (26 ft 11 in) |
Depth: | 14.18 m (46 ft 6 in) |
Decks: | 13 |
Installed power: | 6 × Wärtsilä 12V46C 76,640 kW (102,780 hp) (combined) |
Propulsion: | Diesel-electric; two shafts Alstom propulsion motors (2 × 21 MW) Two fixed pitch propellers |
Speed: | 19.6 knots (36 km/h; 23 mph) (service) 23 knots (43 km/h; 26 mph) (maximum) |
Capacity: | 3,780 passengers |
Crew: | 1,100 |
Það lítur öllu verr út í dag! Skipið snýr sömu hlið að og á myndinni fyrir ofan!
Sjá Spiegel: Costa Concordia Successfully Raised
Þetta er víst erfiðasta aðgerð sinnar tegundar sem nokkru sinni hefur verið reynd, en aldrei hefur áður þetta stórt skip verið rétt við og enn fremur, aldrei skip sem er þetta mikið skemmt.
Fyrir aðgerðina, voru miklar vangaveltur um það, hvort skipið mundi hanga saman.
En hafa ber í huga að skrokkurinn var fullur af sjó, sem þíddi að mikið reyndi á hann - þegar verið var að rétta skipið við.
Og menn virkilega óttuðust þann möguleika, að skipið mundi - rifna í sundur.
Sjá frétt Spiegel: Colossal Shipwreck Ready for Salvage
Sjá mynd tekin áður en hafist var handa!
Það er alltaf ákveðin óvissa - þegar verið er að framkvæma e-h, sem aldrei áður hefur verið framkvæmt.
Stálkaplarnir sem strengdir voru utan um skrokkinn, vógu einir sér yfir þúsund tonn.
Tjakkarnir sem notaðir voru við verkið, höfðu afl upp á 14.200 tonn.
Það tók heilt ár að undirbúa verkið, þ.s. eftir allt saman. Þurfti að koma miklum búnaði fyrir. Og sá þurfti mjög traustar undirstöður.
Þetta hefur virkilega ekki verið ódýrt.
--------------------------------
Það er alltaf ánægjulegt að sjá, þegar erfiðu verkefni er aflokið. Og sá sem stjórnaði hópnum, sem vann verkið - - er kominn með stórt handtrikk á sinn feril.
Mynd tekin áður en verkið hófst: "The man in charge is Captain Nicholas Sloane a 52-year-old "salvage master" from South Africa."
Eða eins og Sloane sjálfur sagði - - að þetta væri langsamlega erfiðasta björgunarverkefni, sem hann hefði tekist á við.
Hann varaði við því, að vegna þess hve skrokkurinn hefði líklega veikst mikið það ár sem hann hefur hangið á skerinu, þá líklega hefði menn einungis - þetta eina tækifæri til að láta verkið heppnast.
Og allt gekk eins og í sögu!
Sem er eins og hlutir eiga að ganga fyrir sig - ekki satt?
Niðurstaða
Nicholas Sloane er greinilega einn af þessum mönnum, sem kallaðir eru "karlar í krapinu" einstaklingar sem taka að sér erfið verkefni, þ.s. þeir þurfa að taka til hendinni. Þ.s. ekki er komist hjá því að reyni á taugar. Þ.s. ekki er fyrirfram unnt að vera algerlega viss. Hvort verkið muni heppnast eins og til stendur. Þrátt fyrir alla hina vönduðu forvinnu.
Hann á lof skilið fyrir þessa velheppnuðu björgun.
Þó Costa Concordia muni fara til niðurrifs.
Þá hefur samt sem áður verið bjargað verðmætum.
Að auki, ef skipið hefði liðast í sundur á strandstað.
Hefði því fylgt mengun! Sennilega töluverð.
Kv.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta ekki eitthvað sem gæti hvatt íslenska"karla í krapinu"við að rétta við þjóðarskútuna?
Jósef Smári Ásmundsson, 18.9.2013 kl. 06:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning