Efnavopnaárásin í Sýrlandi var gerð með eldflaug með sérsmíðuðum sprengjuoddi, skv. skýrslu sérfræðinga SÞ!

Þessi skýrsla í sjálfu sér sannar ekki án nokkurs vafa að það hafi verið sýrlensk stjórnvöld sem framkvæmdu efnavopnaárásina í Ghouta í Sýrlandi. En hún a.m.k. sýnir fram á með óhyggjandi hætti. Að því er best verður séð. Hverskonar vopn akkúrat voru notuð.

United Nations Mission to Investigate Allegations of the Use of Chemical Weapons in the Syrian Arab Republic - Report on the Alleged Use of Chemical Weapons in the Ghouta Area of Damascus on 21 August 2013

Þeir fundu leifar af tveim týpum af sprengjum, sem bornar eru af eldflaugum.

Annars vegar 333mm. eldflaug - sem skv. erlendum fréttum getur borið 50-60 l. af eiturgasi, í sérsmíðuðum sprengjuoddi.

Og hins vegar töluvert smærri, 140mm. eldflaug, sem rúmar mun minna af eitri.

Stærri týpan, sé það þung að henni sé vanalega skotið af skotpalli, sem komið hefur verið fyrir á farartæki, t.d. óbrynvörðum trukki.

140mm. týpan, gæti verið nægilega meðfærileg. Til þess að fámennur herflokkur sbr. "platoon" gæti borið búnaðinn, og sett hann upp.

Sjálfsagt er ekkert útilokað að slíkur búnaður, hvort sem um er að ræða, trukka sem geta skotið eldflaugum eða smærri týpurnar, hafi getað fallið í hendur uppreisnarmanna.

Þegar einstakar herstöðvar hafa fallið í hendur uppreisnarmanna.

  • "According to Ake Sellstrom, the head of the UN investigating mission, these weapons were professionally made."
  • "Diplomats believe they, therefore, bear none of the characteristics of improvised weapons that might have been made by the opposition." 

Þannig að - þó svo að leifarnar af sprengjunum, sýni að þetta séu "vel smíðaðar" sprengjur, þá eitt og sér sannar það ekki nokkurn hlut.

Á hinn bóginn, má vera að ein vísbending sé "damning" en þ.e.:

"Calculations from the UN inspectors provide azimuth information for two of the rockets, which indicate the attack was fired from the northwest and therefore came from government controlled-areas."

Þeir töldu sig af ummerkjum, geta reiknað út - úr ca. hvaða átt tveim af sprengjunum var skotið.

Sem gefi vísbendingu um það, að a.m.k. þeim tveim - hafi verið skotið frá yfirráðasvæði stjórnarhersins.

----------------------------------

A.m.k. úr þessu, munu líklega deyja samsæriskenningar, af því tagi. Sem halda því fram að árásin sé sviðsett. Að engin árás hafi í reynd farið fram.

Enginn mun efast um, að árás hafi átt sér stað.

En enn virðist vera mögulegt að rífast um það - hver framdi árásirnar.

Þó það verði að segja sem svo - - að líkur virðast hníga í átt að stjórnarhernum.

Sem sannarlega býr yfir tækninni - - og ekki síst, hefur sérþjálfaðar liðssveitir sem kunna að beita þessum vopnum.

 

Niðurstaða

Mestar líkur virðast á því að stjórnarher Sýrlands hafi í raun og veru, framkvæmt hinar umdeildu efnavopnaárásir. Þar sem hann er í langsamlega bestu aðstöðunni, til þess að framkvæma slíka tegund af árás. Sannarlega á nóg af vopnum af þessu tagi. Hefur að auki til umráða sérþjálfaða hópa hermanna - er kunna á þetta. Fyrir utan, að starfsmenn SÞ telja að tvær sprengjur hafi líklega skv. vísbendingum á vettvangi, verið skotið frá yfirráðasvæði stjórnarhersins.

Á hinn bóginn, er þannig séð ekki unnt að útiloka að uppreisnarmenn. Eigi slíkar eldflaugar jafnvel skotpallana einnig. Eftir að hafa tekið herstöðvar áður í eigu stjórnarhersins. 

Þ.e. þó líklegt, að stjórnarherinn. Hafi lagt áherslu á. Að forða slíkum vopnum, er ljóst var að stefndi í að tiltekin herstöð mundi falla. Eða á að eyðileggja þau, ef ekki var unnt að nema þau á brott.

  • Miðað við þetta - virðist þrýstingurinn sem Sýrlandsstjórn hefur verið beitt, réttlætanlegur.
  • Ef tekst að afvopna Sýrland hvað þessa týpu vopna áhrærir, þá a.m.k. er það sigur fyrir, bann alþjóðasamfélagsins á notkun efnavopna.

Óvíst er þó, að nokkur verði nokkru sinni ákærður!

Og, áfram heldur borgarastríðið. Þó Sýrland sé svipt efnavopnum.

Og miklu mun fleiri hafa fram að þessu fallið fyrir tilstuðlan venjulegra vopna.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú verður líka, Einar Björn, að gera ráð fyrir þeim möguleika, að stjórnarhermenn, sem ekki fengju um það skipun að ofan frá sínu herráði og Assad-stjórninni, hafi getað beitt þessu vopni í tilfelli sem þeir hafi freistazt til vegna vígstöðu sinnar á tilteknum stað. En almennt var Sýrlandsstjórn komin með nokkra yfirburði í þessari innanlandsstyrjöld og því undarlegt, ef hún hefur talið sér einhvern hag af því að gera svona hneykslanlega árás á almenna borgara.

Hér, á aukabloggi mínu, skrifaði ég síðast um málið: Enn óvissa um hina seku í efnavopnaárásum [í fleirtölu] í Sýrlandi.

Jón Valur Jensson, 17.9.2013 kl. 01:12

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er rétt, að sá möguleiki er til staðar. Á hinn bóginn, efa ég að lágt settir geti tekið slíka ákvörðun. Það yrði að vera skipun frá einhverjum hershöfðingja. En þ.e. alveg hugsanlegt, að einhver slíkur - hafi verið í vanda á sínu svæði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.9.2013 kl. 04:46

3 identicon

Her er um ad raeda glaep, og tha eiga menn ad rannsaka hverjir hagnast af glaepnum.

I öllum tilvikum ma segja ad efnavopnid sem um raedir, kemur hvorki fra uppreisnarmönnum ne stjorninni.  Vopnid er framleitt af halfu vestraenna thjoda.  Ef ekki ad öllu leiti, tha ad mestu leiti (bara samsett a stadnum).  Thess vegna er ekkert gagn af thessum upplysingum.

Sidan eru "false flag" adgerdir, naestum thvi alltaf notadar vid byrjun styrjalda.  Allt fra russum, thjodverjum, bretum til bandarikjamanna.  Tha notast menn vid "false flag" til ad hefja stridid, og sidan er notast vid "insurgents" til ad heyja stridid.

Allt thetta ad ofan, er bara kjanalegt bull sem notast er vid til ad fa afjada menn til ad trua bodskapnum, og svo ad haegt se ad hefja stridid sem fyrst.

Spyrjid ykkur heldur ad thvi, hverjir i heimnum framleida thessi vopn og selji thau til stridandi landa.  Og svo ekki se sist talad um, landa eins og midausturlanda sem eru sifellt i erjum.

Til daemis vor vopn Saddam Hussein, bandarisk ad uppruna ... thess vegna hafa thau aldrei fundist.  Ekki vegna thess ad han hafdi engin.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.9.2013 kl. 10:22

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það væri meira gagn af því ef að sameinuðuþjóðirnar, RÚV of. reyndu að kortleggja vandann í landinu með borgarlandakortum:

Hvar eru höfuðstöðvar stríðandi fylkinga?

Hverjir eru að sækja að hverjum úr hvaða áttum?

Hvaða svæði eru orðin ónýt?

Hvaða nágrannalönd halda með hverjum?

Hvaða hópar ráða yfir hvaða bygginum/landsvæðum?

Hvert treymir flóttamannastraumurinn?

osfrv.

Jón Þórhallsson, 17.9.2013 kl. 11:30

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, ef þú horfir eingöngu á málið frá þinnig forsendu. Eru "obvious suspects" - Saudi Arabía og Ísrael. Ísrael getur verið til í það, að handan landamæranna verði veik stjórn - sem þarf stöðugan stuðning vesturveldanna til að halda velli. "Not a threat then." Saudi Arabía virðist ávallt stuðja öfga súnníta, svo fremi þó sem þeir eru "þeirra öfgaíslam." Þ.e. hópar sem lúta þeirra vilja. Þeir eiga næga peninga til að "manipulera" fjölmiðla innan Bandaríkjanna sjálfra, til að kaupa einstaka þingmenn til liðs við sig o.s.frv. Með öðrum orðum, má vera að bandamenn Bandar. séu að spila sinn eigin leik - leitast við að fá Kana og vesturlönd, til að fylgja þeirra hagsmunum. Obama hefur aftur á móti verið með þá stefnu, að fókusa meir að nýju á Asíu. Hann er eins og að hafi tekið feiginshendi, þeim bjarg-hring sem Rússar hentu út til hans. Obama þannig kemst hjá stríði, sem væri óskaplega kostnaðarsamt, og engin mögulegur gróði í - fyrir Bandar. eða vesturveldi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.9.2013 kl. 11:40

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón, svona eins og stríðið í Líbanon á sínum tíma, var orðið kortlagt. Þegar landið var skipt milli stríðandi fylgkinga, höfuðborginni einnig.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.9.2013 kl. 11:42

7 identicon

Sæll Einar Björn


"..Þó það verði að segja sem svo - - að líkur virðast hníga í átt að stjórnarhernum..."

Biddu, biddu gleymdist ekki að minnast á, að ekki einn einasti einstaklingur úr röðum uppreisnarmanna FSA og félaga varð fyrir þessari árás þarna þann 21. ágúst sl.? 

'CIA fabricated evidence to lure US into war with Syria' (http://rt.com/op-edge/us-syria-cia-fabrication-620/)

Obama & Kerry Caught Misleading on Syria & Weapons Inspectors  (http://www.youtube.com/watch?v=c4c4YuAUByw&feature=share) 

Hvernig er það má nokkuð benda á, að vitað sé til þess að fundist hefur Sarin gas hjá uppreisnarmönnum þeas. fyrir þessa atburði þann 21. ágúst, eða erum við svo upptekin að öllum Zíonista- CNN og BBC áróðrinum?

Syria Rebels Ordered 10 Tons of Sarin Nerve Agent in Turkey

Það er ekki hægt að segja að stjórn Obama hafi eða sé að reyna vinna að einhverjum samningum eða vopnahléi, heldur er núna allt kapp lagt á þjálfun uppreisnarmanna og svo frekari hergagnaflutninga til uppreisnarmanna, ekki satt?   

Obama Arms Muslim Terrorists With Machine Guns But Wants U.S. Taxpayers Disarmed (http://politicaloutcast.com/2013/09/obama-arms-muslim-terrorists-machine-guns-wants-u-s-taxpayers-disarmed/#0ZB0oz8kGt8Xiivo.99)

Obama waives ban on arming terrorists to allow aid to Syrian opposition (http://washingtonexaminer.com/obama-waives-ban-on-arming-terrorists-to-allow-aid-to-syrian-opposition/article/2535885)

West vows to boost Syria rebels, Russia says they should be 'compelled' to join peace talks (http://rt.com/news/syria-uk-us-france-919/)

SYRIA: Obama-backed FSA ‘rebels’ storm Chrisitan holy sites, warning Christians to “convert or be beheaded” (http://www.barenakedislam.com/2013/09/14/syria-obama-backed-fsa-rebels-storm-chrisitan-holy-sites-warning-christians-to-convert-or-be-beheaded/)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.9.2013 kl. 13:02

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég verð að segja, að sumt af þessu er afskaplega undarlegur fréttaflutningur. T.d. fyrirsögn um "Obama backed terrorists" er um árás al-Qaeda tengdra aðila, sem vitað er að stjv. í Washington styðja ekki. Visvitandi villandi fyrirsögn með öðrum orðum.

Það eru ekki nýjar fréttir, að Bandar. - Frakkland - Bretland, séu að íhuga að styðja. FSA í stórauknum mæli - en þ.e. einmitt vegna þess, hve öfgamönnum hefur vaxið fiskur um hrygg. Óttast að annars taki þeir yfir uppreisnina.

Varðandi "CIA fabricated evidence" bendi ég á skýrslu SÞ hlekkjað á að ofan. En þessi ágæti maður, nefnir í reynd ekkert máli sínu til stuðnings. Annað en sína skoðun, að þessi árás hafi verið óskynsamleg. Ég held að enginn deili á það.

En þ.e. ekkert létt verk, að setja slíka árás á svið. Ef rannsakendur kunna sitt fag. Bendi á að tékka á því plaggi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.9.2013 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband