Ríki heims fagna samkomulagi um Sýrland!

Það hefur verið merkilegt að fylgjast með deilunni um efnavopn Sýrlands. Hvort að Sýrlandsher raunverulega - er sekur um þá efnavopnaárás, sem var upphafspunktur. Skiptir sennilega úr þessu engu máli.

  1. En Bandaríkin, Frakkland og Bretland. Gengu á lagið - með hótun um árás. Og það virðist líta svo út, að það geti tekist - að losna við þau vopn. Sem hlýtur að einhverju leiti veikja stöðu Sýrlands.
  2. Það er auðvitað algerlega óvíst ennþá, hvort að áætlunin um - eyðingu vopna Sýrlandshers, getur gengið upp á einungis 9 mánuðum. En afskaplega líklegt virðist mér, að tafir geti átt sér stað. Og þá þarf ekki að vera, að stjv. Sýrlands séu vísvitandi. Að valda töfum. Einfaldlega sá vandi, að þ.e. styrjöld. Þ.e. óvíst hvar átakalínur munu liggja - akkúrat. Þegar verkefnið gengur fram.
  3. Eitt er þó öruggt, að þ.s. þetta er hugmynd stjórnvalda Rússlands. Hafa þau sett eigin ímynd að veði, þau munu því beita Assad þrýstingi. Svo hann standi við samkomulag stórveldanna. Þannig að líklega mun Assad það gera. Það má segja að - túlkun hans sé vísbending, sbr. frétt Reuters þ.s. fram kemur, að hann fagnar þessu sem sigri:  Assad government hails 'victory' in arms deal, troops attack
  4. Að einu leiti hefur hann rétt fyrir sér, en meðan að eyðing efnavopnanna fer fram, þá er a.m.k. ekki líklegt, að gerðar verði árásir á Sýrland. Þannig séð, hefur Assad tekist með aðstoð Rússa, að forða þeirri útkomu. Að einhverju marki getur það skoðast sem sigur fyrir Assad. Þannig að það sé ekki út í hött, að hann þakki Rússum fyrir - veitta aðstoð.
  • Sem náttúrulega beinir sjónum að næsta punkti.
  • Sem er sá, að þó svo að mikill hávaði hafi orðið út af tiltekinni efnavopnaárás, er sú sorglega staðreynd, að langsamlega flest fórnarlömb stríðsins hafa beðið bana af völdum hefðbundinna vopna.
  • Á meðan að eyðing efnavopnanna gengur fram, mun stríðið halda áfram, og því mannfall óbreyttra borgara.


Obama sagði frá bréfaskriftum við forseta Írans!

Obama upbeat on Iran nuclear talks after contacting Rouhani

Obama - "The Iranians should not view the past two weeks of Syrian crisis diplomacy as a sign that “we won’t strike Iran”, Mr Obama said in an interview with ABC. “On the other hand, what they should draw from this lesson is that there is the potential of resolving these issues diplomatically.”"

Obama ímyndar sér, að hann geti beitt svipuðum aðferðum á Íran, og virðast hafa virkað gegn Assad.

  1. Íran er náttúrulega dálítið - stærri fiskur. Ekki því eins auðvelt að draga að landi.
  2. Síðan er Íran ekki nærri því eins klofið land, eins og Sýrland - sbr. þar er ekki borgarastyrjöld. Sú andstaða sem hefur gosið þar upp öðru hvoru. Virðist ekki nein raunveruleg ógn við stjórnvöld landsins.
  3. Stjórnvöld Írans eru því í mun sterkari samningsstöðu. Ekki heldur gleyma því, hve óskaplega fjöllótt land Íran er. En innrás í Íran. Væri hrein martröð. Þar sem úir og grúir af náttúrulegum varnarlínum, í öllum þessu fjallagörðum og fjallaskörðum. 

http://www.worldofmaps.net/uploads/pics/topographische_karte_iran.jpg

  • Það er held ég algerlega ljóst. Að Íranir munu ekki gefa kjarnorkuprógramm sitt eftir. Nema gegn einhverju bitastæðu á móti.
  • Og ég efa, að þeir sætti sig einungis við, endalok viðskiptabanns. Þeir muni vilja eitthvað meira. 

Þeir muna náttúrulega eftir því, þegar vesturveldin og Arabaríkin, studdu styrjöld Saddams gegn Íran, eftir að það stríð hófst með árás Saddam Hussains.

Það er örugglega enn mjög veruleg biturð, sem situr í Írönum - enda misstu þeir lauslega áætlað eitthvað yfir milljón manns, í þeim átökum.

Menn tala gjarnan um ógnina frá Íran - aðstoð Írana við hryðjuverkahópa.

En þeim var gerður afskaplega slæmur óleikur - þegar vesturveldin studdu árásarstríð Saddams.

Þeir hafa ástæðu til þess að vera reiðir.

Þeir vilja alveg örugglega einhverja "tryggingu" sem hald er í, svo að landið sé "öruggt" í framtíðinni.

Eftir allt saman eru megin rökin fyrir því að eiga kjarnavopn, öryggið sem þau veita. Ef Íran getur fengið sambærilegt öryggi án slíkra vopna.

Þá er það kannski - möguleiki. Að Íran gefi prógrammið eftir.

  • Ég er þá að tala um einhverskonar formlegt samkomulag, sem Arabaríkin líklega verða að fá að taka þátt, þ.s. deilurnar eru settar niður.
  • Svo aðilarnir hætti þeim leik sem hefur staðið yfir nú í 30 ár. Að styðja öfgahópa hvort sem það eru öfgasinnaðir shíta eða öfgasinnaðir súnnítar.
  • Þetta er að skapa - stigmagnandi átök. Ekki síst, fjölgar stöðugt vopnuðum öfgamönnum á Miðausturlandasvæðinu. 


Niðurstaða

Obama virðist ætla að sleppa frá Sýrlandsmálinu, án þess að tapa andlitinu. Að auki sleppur hann við stríð. En hann virðist mér vera ákaflega tregur til þess að taka áhættu. Sbr. hernaðarlist hans, sem einkennst hefur af notkun ómannaðra loftfara af margvíslegu tagi.

Putin, er sá sennilega sem mest græðir á þessari deilu. En honum tókst að hindra árás Bandaríkjamanna á Sýrland. Bandamann Rússlands í Miðausturlöndum. Það getur vart annað en styrkt orðstír Rússa á því svæði.

Meira að segja stjórnvöld Írans, hafa tekið þann pól í hæðina. Að fagna samkomulaginu. Það gerðu einnig stjórnvöld Kína. Þannig, að einhvern veginn - sameinast allir, a.m.k. út á við, í þeim fögnuði.

Næst ætlar Obama að ræða við Írani. Þar er miklu erfiðari þúfa og stærri. Ólíklegt virðist mér að Obama fái Írani til að lúffa með sitt kjarnorkuprógramm. En ég tel að uppruna þess, megi skilja með því öryggisleysi sem líklega sé til staðar í Íran. 

En margir virðast búnir að gleyma stuðningi Vesturveldanna, við árásarstríð Saddam Hussains á sínum tíma. Yfir milljón Íranir létu lífið. Það stríð skiptir örugglega enn miklu máli í augum Írana.

Ég er ekki viss því, að Obama sé að skilja málið með réttum hætti þegar hann - áminnir Írani um það. Að hann sé ekki búinn að taka það alfarið af borðinu - möguleikann, að Bandaríkin geri árásir á Íran. Til þess að stöðva eða hægja á kjarnorkuprógrammi Írans.

Margir telja að Sýrlandsmálið sýni - að hótun um árás. Skipti máli.

En ég held að Íranir séu miklu mun minna hræddir. En Sýrlendingar við slíka árás.

Mynni líka á, að Íranir héldu út í nærri áratug gegn Saddam, þrátt fyrir yfir milljón manns féllu.

Ég held nefnilega, að Íranir séu aðeins öðruvísi þenkjandi en Sýrlendingar, slíkar hótanir minni þá á ógnina - sem þeir skynja af Vesturveldunum.

Geri þá minna líklega til að gefa eftir!

  • Miklu mun árangursríkara, væri - gulrótarleiðin!
  1. Enda er það fjölmargt sem Bandaríkin geta boðið Íran, í formi gulróta.
  2. Og það getur verið, ein hér - önnur þar - ein gulrót fyrir hvert skref. 

Kv.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Iranir vaeru kjanar, ef their gaefu upp kjarnaprogram sitt.  Og syrlendingar eru kjanar, ad gefa fra ser thessi vopn.  Ef vid snuum daeminum vid, hverjum thjonar thetta samkomulag? I hvers thjonustu, var notkun evnavopnana?

Madur a alltaf ad lyta a, hver hefur hagnast a daeminu ... 

Syrland, er i sama mali i dag og Irak a sinum tima.  Bandarikin stodu i 13 ar, i stridu vid that hvort their aettu efnavopn.  Og stodu fyrir eydingu theirra.  Ad lokum gerdu their aras, og gerdu utaf vid Irak.

Vid getum natturulega sagt, ad thad se gott ad Saddi Hussi se daudur ... en hverjum hefur thad thjonad, thvi ad glaepir, mord og daudi er meir i Irak i dag, en undir timum Saddam Hussein.  Miljon manns eru daudir, og buid ad hreinsa upp likin fra "hradbraut daudans", thar sem Galni Kin George, hin eldri ... myrti Iraksa herinn a leidinni heim.

I 13 ar, stodu bandarikjamenn fyrir thvi ad eyda "vörnum" theirra, til thess ad their gaetu att audveldar med ad gera aras.

Syrland er a sömu leid ... enda ma segja, ad forsetinn se "tannlaus" a allan hatt.  Hann, eins og adrir a thessum slodum, er ad leika "godan" kall, medal manna eins og George Bush, og nu Obama, sem eru stridsglaepamenn.

Ad 9 manudum lidnum, eru Syrlendingar vopnlausir og varnarlausir ... og uppreisnarmenn sterkari, og nidurstadan verdur annar Ghaddafi sem verdur vanvirtur fyrir framan myndavelar, med Bandariska "serfraedinga" i bakgrunninum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.9.2013 kl. 08:13

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Farðu varlega í að líkja Sýrlandi við Írak. Saddam var það ílla þokkaður. Að hann naut stuðnings einskis. Stjórn Assads hefur a.m.k. fram að þessu, verið snjallari í sinni pólitík. Þannig tekist, að halda í stuðning utanaðkomandi landa. Meðan að Saddam var alveg orðinn einangraður.

Annar munur er sá, að það var ekki borgarastríð í Írak, áður en Bandar. réðust inn. Það sennilega er því vitlegra að koma með samlíkingu við Afganistan.

Þriðji er sá, að öfgahópar íslamista eru sífellt að verða áhrifameiri meðal hópa sem berjast gegn stjv. Sýrlands, meðan að upphaflega uppreisnin leidd af "Frjálsa sýrl.. hernum" er smám saman að láta undan síga.

"Al-Kaída hefur staðið á bak við morð á nokkrum leiðtogum FSA á síðustu vikum í norðurhluta Latakia héraðs og segjast heimamenn óttast að þetta sé hluti af áætlun öfgamanna til að ná algjörum yfirráðum á svæðinu."

Það virðist einmitt rökrétt út frá ískaldri rökhyggju öfgasinnaðra íslamista, að þeir sjái "FSA" ekki síður sem óvin, en stjórnarher Assads. Og munu gera sér far um að ganga milli bols og höfuðs á þeim hópi - sem enn er fjölmennastur.

Einhverra hluta vegna, hafa Saudi Arabar ekki fjármagnað FSA nema að litlu leiti. Sumir á vesturlöndum - segja, að "þau"verði að styðja FSA ef sá hópur á ekki smám saman lognast af. Þannig að uppreisnin verði eingöngu leidd af íslamistum.

  • Fyrir þá sem telja rétt að vesturlönd safni upp her, til að taka til í þessu landi.
  • Þá blasir við, að þá mundu vesturlönd þurfa ekki einu sinni að drepa núverandi stjórnarher þar til sá gefst upp, heldur einnig hina vaxandi hópa öfga súnníta. Ef það stendur til, að láta "FSA" taka við landinu.

Ímynduð stjórn "FSA" yrði að vera studd af hersetu vesturvelda, líklega árum saman - tja, eiginlega endurtekning af Afganistan. En það mundi í besta falli, taka flr. ár að útrýma þeim hópum eða a.m.k. berja þá það mikið niður, að nýr stjórnarher "FSA" í þeirri sviðsmynd, væri einn fær um að ráða við þá. Þetta hefur ekki gengið í Afganistan, en mjög fáir trúa því að núverandi afgönsk stjórnstöld haldi lengi velli. Eftir að herir vesturvelda eru farnir ca. við lok þessa árs. Najibullah sem Sovétríkin skildu eftir, hélt úti í nærri 2 ár eða hvort það var rúml. 2 ár.

  • Þess vegna á ég ekki von á því að vesturveldi láti til skarar skríða, þau hiki við það að súpa á þeim kaleik, að endurtaka annað "Afganistan" stríð.

En þ.e. alls ekki ólíkleg útkoma, að átök mundu standa árum saman, hernaðarútgjöld yrðu sligandi fyrir ríkissjóði vesturvelda. Sem þegar standa ílla.

Þetta eru öflugar ástæður til að fara ekki inn.


Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.9.2013 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband