14.9.2013 | 13:01
Sýrlandsstjórn hefur ca. 9 mánuði til að eyða efnavopnum sínum skv. samkomulagi Rússlands og Bandaríkjanna!
Þetta kom einnig fram í hádegisfréttum RÚV. Skv. erlendum fjölmiðlum felur samkomulagið í sér eyðingu efnavopna Sýrlands áður en fyrra helming ársins 2014 er lokið þ.e. ca. innan nk. 9 mánuða. Það er ekki ekki sérdeilis ríflegur tími, ef þ.e. rétt að efnavopnabirgðir Sýrlandshers séu varðveittar á 50-60 stöðum í landinu. Höfum í huga að sumar herstöðvarnar sem taldar eru að hafa innihaldið efnavopn, eru á átakasvæðum. Þó auðvitað sé hugsanlegt að Sýrlandsher hafi flutt birgðir til - sem voru í mestri hættu á að falla í hendur uppreisnarmanna. Hugsanlegt er að einhverjar efnavopnabirgðir hafi fallið í hendur uppreisnarmanna:
US and Russia reach Syria weapons agreement
U.S., Russia Agree on Syrian Plan
U.S., Russia agree to deal on Syria chemical weapons
"Under the terms of the agreement, Syria must submit to the international community within one week a comprehensive list of its stockpile." - "Initial on-site inspection by the Organisation for the Prohibition of Chemical Weapons, the international regulatory body, must be complete by November." - "There must then be complete elimination of all chemical weapons material and equipment in the first half of 2014."
- Sýrlandsstjórn hefur viku til að gera grein fyrir efnavopnum sínum.
- Vottun eftirlitsmanna SÞ á þeim birgðum Sýrlandshers, verður að vera lokið fyrir lok nóvember nk.
- Sýrland fær 9. mánuði til að eyða efnavopnabirgðum sínum.
- Ef Assad hlýðir ekki stórveldunum, mun Öryggisráðið taka ákvörðun um aðgerðir á grundvelli 7. kafla stofnsáttmála Sameinuðu Þjóðanna.
- 7. kaflinn heimilar SÞ aðgerðir gegn ríkjum sem ógna heimsfriði, eina skiptið sem aðgerðir fóru fram á þeim grundvelli, var þegar SÞ ákvað að beita sér gegn innrás N-Kóreu í S-Kóreu 1949. En þá gerðu Stalín og Maó þá reginskyssu, að ganga út af fundi Öryggisráðsins, þannig að þeir voru ekki viðstaddir til að beita neitunarvaldi - gegn ályktun Vesturveldanna um stríðsaðgerðir gegn innrás N-Kóreu. Þetta hefur aldrei síðan endurtekið sig - Rússland og Kína lærðu af þeim mistökum og síðan hafa ætíð beitt neitunarvaldi, þannig að aðgerðir hafa ekki verið síðan á grundvelli 7. kaflans.
- Það er því sérstakt óneitanlega að Rússar hafi opnað á þann möguleika, að samþykkja fyrir sitt leiti, að heimila "hugsanlega" aðgerðir gegn Sýrlandi á grundvelli 7. kafla stofnsáttmála SÞ.
- Ég er ekki viss um það, hvaða hagsmuna Kína er að gæta þarna. Sumir hafa talað um það, að Kína finnist það skapa slæm fordæmi, að leyfa aðgerðir vegna innanlandsátaka í landi, þ.s. eftir allt saman séu innan Kína svæði þ.e. Synkiang þ.s. svokallað Úhígúr fólk byggir og Tíbet þ.s. eru Tíbetar; en Kínverjar hafa fótum troðið réttindi þessara hópa - verið að Kínverjasvæða heimkynni þeirra. Á þeim svæðum hafa öðru hvoru brotist út átök vegna mótmæla íbúa.
- Annar möguleiki er að Kína virðist geta skapast óheppilegt fordæmi vegna N-Kóreu, sem Kína hafur fram að þessu varið gegn 3-ríkjum. Sama hvað hefur á gengið innan N-Kóreu. Einnig varið innan Öryggisráðsins með ráðum og dáð.
- Þriðji möguleikinn - sem mér finnst áhugaverður. Er að Kína sé þarna að gera "Íran" greiða. Fókus Kína sé á Íran - í reynd. En Íran á mikla olíu. Viðskiptabann vesturvelda gegn Íran hefur þrengt mjög valkosti Írana. Íran hefur lagt mikla áherslu á að styðja Sýrlandsstjórn. Sem er einn af örfáum bandamönnum Írans í heiminum. Það mundi veikja stöðu Írans ef Sýrlandsstjórn mundi falla. Spurning hvort að Kína sé að fiska eftir samkomulagi við Íran í tengslum við hugsanleg framtíðar olíuviðskipti við Íran. En fræðilega geta Kínverjar keypt alla olíu Írana, með Júönum. Þannig fullkomlega farið framhjá dollarahagkerfinu. Og viðskiptabanninu.
- Sem sagt - fiskurinn sem á að hala inn, sé Íran.
Punkturinn er sá, að þó svo að Rússland og Bandaríkin hafi náð samkomulagi sín á milli.
Þíðir það ekki endilega að leiðin sé greið um mitt næsta ár, ef Öryggisráðið hyggst taka ákvörðun um aðgerðir gegn Sýrlandi.
Niðurstaða
Nú þegar Bandaríkin hafa náð Rússlandi að einhverju leiti "um borð" (þó svo að Rússar hafi ekki skuldbundið sig til að samþykkja aðgerðir gegn Sýrlandi á grundvelli 7. kafla stofnsáttmála SÞ - einungis ekki útilokað slíkt fyrirfram) - verður forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum Kínverja í framhaldinu. En þ.e. ekki alveg kýrskýrt af hverju Kínverjar hafa talið sig hafa hag af því að koma í veg fyrir að Öryggisráðið hafi hingað til getað samþykkt aðgerðir gegn Sýrlandi, einnig hefur kína komið í veg fyrir samþykkt harðra ályktana um fordæmingu á Sýrlandi."
Ég velti upp 3-hugsanlegum möguleikum að ofan. Það er jafnvel hugsanlegt, að öll 3 sjónarmiðin liggi að baki. Ef Kína er að velta fyrir sér "að hala inn Íran" þá er ekki víst að það snúist einungis um olíu - kannski dreymir Kínverja um eigin herstöðvar við Persaflóa. Svo þeir eins og Bandaríkin geti - verði færir um að hafa eigin her á svæðinu til að tryggja öryggi flutninga á olíu. Það gæti jafnvel inniborið "öryggistryggingu" fyrir Íran.
Þetta eru hreinar vangaveltur - "speculation."
En mér finnst þetta geta allt komið til greina.
En það væri óvarlegt að vanmeta metnað Kínverja!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning