Áhugaverð niðurstaða könnunar á skoðunum Þjóðverja m.a. á evrunni!

Þetta er aðili sem kallast "Open-Europe" sem er breskur áhugahópur eða "think tank" um málefni Evrópusambandsins. En hópurinn stóð fyrir skoðanakönnun í Þýskalandi þar sem könnuð voru viðhorf Þjóðverja til ýmissa þátta tengd Evrópusambandinu, og evrunni.

En ekki síst verð ég að segja - að afstaða þýsks almennings til skuldakreppunnar.

Vekur ugg!

Press release

 

Í kynningu eru helstu niðurstöður kynntar:

Mér finnst merkilegt að meirihluti svarenda sé á þeirri skoðun að rétt sé að smætta evrusvæði niður í hóp ríkja sem séu tiltölulega lík Þýskalandi.

Þannig séð, hefði evran líklega aldrei átt að innihalda S-Evrópulöndin, eða að það hefði átt að hafa 2-gjaldmiðla. Annan í N-Evr. en hinn í S-Evr.

Á hinn bóginn, líst mér alls ekki á þá leið sem þetta bendir til að stuðningur sé vaxandi fyrir innan Þýskalands, nefnilega þeirri leið - - að slaka ekkert á.

Þá meina ég, ekki neitt - - láta þau lönd hrekjast út sem ekki þola álagið.

En þá afstöðu má sjá út úr frekari svörum!

-------------------------------------

  • When asked about Germany’s future membership of the euro,
  1. 55% of voters said they agreed “Germany should keep the euro but membership should be restricted to a select group of more similar countries”,
  2. while only 34% disagreed with this option.
  • Reverting to the D-mark is only backed by one-third of voters (32%) versus 60% opposing it, with a similar breakdown on the option of breaking up the euro completely (30% tend to agree, 59% tend to disagree).
  • 46% said the euro shouldn’t be saved “at any cost”, while 42% said it should. 
  • 42% said they agree the euro is now threatening the European project – only marginally lower than those who say it does not (45%).

-------------------------------------

Þetta er þ.s. á ég á við, en þarna má sjá óskaplega harða afstöðu gagnvart löndum í vanda. Samúð eiginlega nær engin.

  1. Engin frekari lán til ríkja í vanda.
  2. Engar eftirgjafir á skuldum.
  3. Engin sameiginleg bankaábyrgð.
  4. Engin sameiginleg ábyrgð á skuldum ríkja.
  5. Og ekki síst - - alls, alls ekki veita frekari peninga til aðstoðar ríkjum í vanda, nema að kosið sé um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta er ótrúleg afstaða - - en það hefur komið fram í Der Spiegel nýlega, að Þýskaland hefur í reynd grætt stórfellt á efnahagsvanda þeim sem nú er til staðar sbr: Crisis Has Saved Germany 40 Billion Euros. En í þeirri grein kemur fram að á móti vaxtasparnaði upp á 41ma.€ kemur 599milljón evra kostnaður sem er heildaráætlaður kostnaður Þýskalands af öllu björgunarsjóðakerfinu fram að þessu, með öðrum orðum að hagnaðurinn sé 68 faldur kostnaðurinn.

Einhvern veginn kemst þetta ekki til skila í Þýskalandi, þar virðist almenningur halda að Þýskaland hafi orðið fyrir miklum kostnaði af vanda Evr. landa í S-Evr. og víðar.

Fjölmiðlaumræðan í Þýskalandi hlýtur að hafa gefið þessa óskaplega skökku mynd, að Þýskaland sé að ausa fé hægri og vinstri, þegar ekki ein evra og þá meina ég virkilega ekki ein, hefur fram að þessu verið gefin eftir.

Ef slík stefna nær fram að ganga, skv. tóni svarenda - - þá yrði stefna næstu ríkisstjórnar enn harðari ef e-h er. Harka Merkelar nýtur bersýnilega almenns stuðning.

Og þá einfaldlega gerist það sem svarendur töluðu um sem ídeal evrusvæðið, að löndum fækkar.

En vandinn er þá, að þá verður fjöldi landa gjaldþrota - - og þ.e. ekkert sem þá verður hægt að gera, til að forða því að við slíka útkomu falli mjög mikill kostnaður á þýska skattgreiðendur.

Með því að gefa eftir hluta skulda - - væri í reynd verið að spara skattgreiðendum fé, til lengri tíma litið.

Því gjaldþrot þ.s. annars líklega verður útkoman í staðinn, verður þá mun dýrara - þ.s. þá mun minna verði greitt til baka; að flestum líkindum.

------------------------------------- 

  • Just over half (52%) don’t want the next government to commit to further loans for crisis-hit eurozone members (35% tend to agree); 
  • 57% said the next government should not have the mandate to forgive some debt owed by Southern eurozone countries (31% tend to agree);
  • 56% of voters said the next government would not have the mandate to sign up to a joint backstop for banks (29% agreed),
  • while 64% and seven in ten (70%) respectively, said the same of debt pooling via eurobonds and fiscal transfers.  
  • Almost two-thirds (65%) said the next Chancellor would only have the mandate to sign up to more money going to other eurozone countries if a referendum was held.    

------------------------------------- 

Þessi afstaða tónar við þá hörðu afstöðu gegn ríkjum í vanda og til þeirra fátækari innan ESB, sem virðist koma fram í svörunum fyrir ofan.

Einungis vilji til að setja á einhvers konar sameiginlegt eftirlit með því að ríki standi við viðmið um ríkishalla, þ.s. lönd væru skilduð til niðurskurðar - burtséð frá því hverjar afleiðingar þess væru innan viðkomandi lands.

Eiginlega segir þetta, að þýskur almenningur styður hinn svokallaða - "Stability Pact" sem eiginlega er ekkert annað en, að auka stórfellt á eftirlit með því að aðildarlönd fylgi viðmiðum um halla á sama tíma, og það var þrengt að því hve mikinn halla má hafa, og að auki reglur um það hve hratt þarf að lækka skuldir ef þær fara yfir sett viðmið - einnig hert.

Þetta er gríðarlega "pro cyclical" form af efnahagsstefnu.

------------------------------------- 

‘Political union’ is only supported if it means stronger budget controls:

  • Just over half of voters (52%) support turning the eurozone into a “political union, with stronger central budget controls” (34% don’t.)
  • However, when “political union” is defined as including “fiscal transfers”, this majority is reversed with 55% of Germans being against and only 30% supportive.    

-------------------------------------  

 

Hvað segir þetta okkur um framtíðar ríkisstjórn Þýskalands?

Miðað við ofangreind viðhorf, verða bjartsýnismenn um framtíð evrunnar og lausn á vanda aðildarríkja ESB í skuldavanda - - fyrir vonbrigðum.

Því skv. þessu er engin von til þess að næsta ríkisstjórn samþykki sameiginlega ábyrgð á skuldum, umfram þ.s. þegar orðið er.

Það sama gildir um bankasambandið, að þá verður það einungis - - sameiginlegt bankaeftirlit. 

Eins og skv. hugmyndum Merkelar - - er sameiginleg hagstjórn einungis aukið eftirlit ásamt því að unnt er að beita ríki sem brjóta reglur refsingum, þegar kemur að ríkishalla og skuldastöðu fram reglur.

Það séu engar eða afskaplega litlar á því, að næsta ríkisstj. samþykki að auka á sameiginleg fjárlög stofnana ESB svo unnt sé að veita aðildarlöndum í vanda - - beina aðstoð frá skattfé aðildarlanda, sem sagt - ekkert evrópskt "Marshall plan."

Og ekki síst, þýskur almenningur algerlega á móti því að gefa eftir skuldir landa í vanda, auk þess andvígur því að lána þeim ríkjum meira fé - - skv. þeirri afstöðu verður nk. ríkisstjórn ákaflega líklega mjög hörð í afstöðu sinni til þeirra sömu þátta.

 

Niðurstaða

Ef marka má ofangreinda könnun á viðhorfum þýskra kjósenda. Verða bjartsýnismenn innan ESB og evrusvæðis, fyrir vonbrigðum með næstu ríkisstjórn Þýskalands.

Það verði ekki af þeirri losun, sem vonast var eftir.

Þvert á móti miðað við ofangreind viðhorf krystallist í afstöðu nk. ríkisstjórnar, verður hún enn harðari - stífari og enn síður eftirgefanleg.

Ef það verður útkoman, þá líst mér ekki á framtíð Evrópu.

Slík stefna mundi leiða nokkuð örugglega tel ég til fjöldagreiðsluþrota aðildarlanda í efnahagsvanda. 

Líkur á nýrri fjármála- og bankakreppu, einnig myndu magnast. Ef mörkuðum verður ljós að afstaða nýrrar stjórnar er þetta eitilhörð.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þjóðverjar eru bara skynsamir.

Hey, þeir þurfa að borga fyrir þetta allt.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.9.2013 kl. 20:36

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Akkúrat hvað hafa þeir borgað? Þeir hafa lánað nokkuð af fé - sem þeir ætla ekki að gefa. Það eru samt líkur á að töluvert af því tapist.

Taktu eftir tölum fjármálaráðuneytis Þýskalands á kostnaði Þjóðverja og berðu saman við áætlaðan vaxtagróða skv. tölum fjármálaráðuneytisins:

"According to the Finance Ministry, the costs of the euro crisis for Germany have so far added up to €599 million."

"According to figures made available by the Finance Ministry, Germany will save a total of €40.9 billion ($55 billion) in interest payments in the years 2010 to 2014."

Hlutfallið milli upphæðanna er 1/68.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.9.2013 kl. 21:59

3 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Þjóðverjar eru skynsamir, þeir eru einfaldlega að spila þetta á þann hátt að þeir fái sem mest út úr þessu, þó það sé ekki öruggt að það gangi upp sem þeir vilja.

Það sem liggur milli línanna í þessu er undarlegt - að S-Evrópulöndin hafi virkilega áhuga á að hanga í evrunni. Þau eru ósamkeppnishæf innan þess gjaldmiðils, með viðvarandi viðskiptahalla. Ráðamenn þar, þeir spila þetta ekki eftir hagsmunum landa sinna.

Ef þessi lönd tækju upp eigin gjaldmiðil og ákvæðu um leið að skuldirnar yrðu í þessum eigin gjaldmiðli (Gætu vel komist upp með að) þá myndu þær verðfalla mjög hratt með honum. Þjóðverjar gætu ekkert gert við þessu, iðnframleiðsla í S-Evr. myndi styrkjast á kostnað Þýskalands; faktískt séð gætu þessi lönd sent kreppuna "heim" til Þýskalands.

Þorgeir Ragnarsson, 5.9.2013 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband