Stefnir í framhald á últrahægum hagvexti á evrusvæði?

4. mánuðinn í röð heldur áfram uppsveifla svokallaðrar "pöntunarstjóravísitölu" þ.s. mælt er aukning eða minnkun pantana til helstu iðnfyrirtækja í Evrópusambands-aðildarríkjunum. Löndum þ.s. pantanir eru í aukningu hefur fjölgað - þannig að einungis Frakkland og Grikkland mælast enn í samdrætti í pöntunum til iðnfyrirtækja.

Ofan við 50 er aukning - neðan við 50 er samdráttur

Markit Eurozone Manufacturing PMI

Countries ranked by Manufacturing PMI ® : Aug.

  1. Netherlands 53.5 27 - month high
  2. Austria 52.0 18 - month high
  3. Ireland 52.0 9 - month high
  4. Germany 51.8 (flash 52.0 ) 25 - month high
  5. Italy 51.3 2 7 - month high
  6. Spain 51.1 29 - month high
  7. France 49.7 (flash 49.7 ) Unchanged
  8. Greec e 48.7 44 - month high

Það sem er áhugavert við þetta - er að hvergi er í reynd um kröftuga aukningu að ræða, meira að segja í Hollandi. En hollensk stjv. hljóta samt að gleðjast. Því Holland er búið að vera í efnahagssamdrætti nú í tæpt ár samfellt. 

Áhugavert að Frakkland er eina landið í samanburðarhópnum, þ.s. ekki mælist aukning milli mánaða.

Grikkland mælist enn í samdrætti, þó sá sé ekki mikill - en rétt að árétta að sá kemur ofan á samdrátt áranna á undan. Einhverntíma hlaut að hægja á honum a.m.k.

"Growth rates for production, new orders and new export business all accelerated to the fastest since May 2011, with back - to - back increases also signalled for each of these variables." 

Bestu tölur fyrir útflutning og aukningu pantana í iðnaði síðan í máí 2011.

"All of these nations also reported higher levels of new export business, with rates of increase hitting 28 - month highs in Italy and the Netherlands, a 32 - month record in Spain and a 29 - month high in Austria. German exports rose fo llowing five months of decline, while the rate of growth in Ireland held broadly steady at July’s seven - month peak."

Einungis í Frakklandi og Grikklandi var samdráttur í útflutningi, í öllum hinum löndunum í samanburðarhópnum var aukning í útflutningi í ágúst, þar af bestu tölur í rúm 2 ár á Ítalíu, Spáni, Hollandi og Austurríki.

Eins og ég sagði þó áðan, aukningin þó besta í þetta langan tíma, getur samt ekki talist - kröftug.

"Employment remained a weak point for the manufacturing sector in August, with job losses recorded for the nineteenth straight month. The pace of reduction was slightly faster than in July – mainly due to steeper rates of decline in Germany, Italy and Spain – but still weaker than the average for the current sequence of job shedding . Only Ireland reported an increase in staffing levels."

Áhugavert að störfum hélt samt áfram að fækka í iðnaði fyrir utan Írland. Fyrirtæki að leggja áherslu á það að auka skilvirkni - - sem væntanlega þíðir, að auka vinnuframlag hvers starfsmanns.

"Jobless recovery" eins og þ.e. kallað á ensku.

 

Niðurstaða

Þessar tölur ef pöntunarstjóravísitala fyrir þjónustugreinar sömu landa mun einnig mælast í sambærilegri aukningu, er þá "consistent" við mjög - mjög hægan hagvöxt á evrusvæði. Það er að sjálfsögðu ekki gleðiefni fyrir atvinnulausa. Því störfum er enn að fækka. Síðan þarf töluvert kröftugan hagvöxt í nokkur ár samfellt. Ef atvinnuleysi á að minnka að einhverju ráði. En það virðist harla ólíklegt að muni gerast.

Síðan að þó verið geti að evrusvæði nái að halda sér í últrahægum hagvexti, þá fylgir því ekki einungis áframhaldandi atvinnuleysi ca. í núverandi tölum, heldur að auki það að ólíklegt virðist að aðildarríki evrusvæðis, nálist það að vera fær um að standa undir sinum skuldum.

En þó svo að það hafi hægt á skuldaaukningu flestra landa, hefur hún ekki stöðvast. Og líklega dugar ekki hagvöxtur á bilinu 0,1-0,5% til að stöðva þá aukningu skulda.

Þannig að ef ekki næst að skapa kröftugari vöxt en þetta, þá mun ekki viðsnúningurinn sem nú er í gangi, duga til að forða fjölda aðildarlanda frá líklegu greiðsluþroti.

Fyrir utan, að ef það verður ekki nein umtalsverð fækkun atvinnulausra, þá heldur óánægja almennings enn að magnast. 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband