Hvað er hægt að gera til að losa hnútinn í Sýrlandi?

Eins og ég skil málið, þá er Sýrland í dag leiksoppur stærri átaka Írana sem standa fyrir shíta og Saudi Araba ásamt súnní múslíma furstadæmunum við Persaflóa. Og þau átök má rekja alla leið aftur á írönsku byltinguna 1979, þegar Khomeini erkiklerkur og íslamistahreyfing hans steypti Shah Resa Palevi, og hans ógnarstjórn - er hafði stuðning Bandaríkjanna. Íran var þá hluti af bandalagakerfi Bandaríkjanna, og uppbygging herja keisarans af Íran var með bandarískum og breskum vopnum. Og Íran mikilvægur hlekkur í þeirri keðju bandalaga sem Bandaríkin höfðu upp byggt.

Íranska byltingin varð frekar fljótt andbandarísk - sjálfsagt vegna þess haturs sem hafði upp byggst, eftir áralangan stuðning þeirra við hina "brútal" ógnarstjórn keisarans af Íran.

Og það krystallaðist er bandaríska sendiráðið í Teheran var tekið yfir af æstum múg, og sendiráðsfólki haldið í gíslingu í rúmt ár.

Síðan hófst Íran-Írak stríðið í 22. sept. 1980 þegar gíslakrísan var enn í gangi, en bandar. gíslunum var ekki skilað fyrr en 20. jan. 1981. Stríðinu lauk síðan í ágúst 1988.

  • Það er ekki síst stríð Íraks og Íran, sem má segja að marki upphaf þess leynistríðs sem ég er að tala um, en það er óhætt að segja að mjög stæk óvinátta milli Írans erkiklerkanna og ríkja súnní músima, þeirra sem voru og enn eru hluti af bandalagakerfi Bandaríkjanna, hafi þá hafist af fullum krafti.
  • En þau studdu Saddam Hussain og íraska herinn með fjárframlögum og vopnum, og Bandaríkin gerðu það að einhverju leiti einnig þ.e. fjárframlög en Saddam virðist aldrei hafa notað bandar. vopn, kosið í staðinn að nota ódýrari sovésk vopn.
  • En á þessum árum var kalda stríðið enn í gangi, og það sérkennilega ástand skapaðist sem ég held að sé einstakur atburður í Kalda Stríðinu, að bæði Sovétríkin og Bandaríkin, sáu hag af því að styðja sama ríkið - Saddam með vissum hætti gat spilað á bæði, tekið peninga beggja. En leikið sinn eigin leik. Þetta var örugglega hans besta tímabil.

Fyrir rest fékk Saddam sjálfur nóg af stríðinu við Íran, og eftir mjög harðar orustur lokamánuði þess, þ.s. her hans náði að vinna töluverða sigra á írönskum herjum - - bauð hann frið.

Og stríðinu lauk það ár lauslega áætlað eftir að yfir milljón hafði fallið.

-------------------------------------

En það má segja að alla tíð síðan, hefur verið stöðug mjög stæk óvinátta milli Írans og Persaflóa arabanna.

Og það eru engar ýkjur, að hvor aðilinn - gerir sítt ýtrasta til að vinna hinum aðilanum mein.

Þó ekki séu herir landanna að berjast með formlegum hætti.

Sem dæmi get ég nefnt, að fyrir 2. árum réðst hópur skæruliða inn fyrir landamæri Saudi Arabíu, frá Yemen, og það tók her Saudi Arabíu rúmt hálft ár að hrekja skæruliðana heim aftur - - þessi hópur var studdur af írönskum flugumönnum, og vopnasendingum.

Þetta er bara eitt lítið dæmi um það "tit for tat" sem verið hefur í gangi, og örugglega er fjöldi atburða sem fjölmiðlar hafa ekki hina minnstu hugmynd um.

  • Það er ofureinföldun að segja - Bandaríkjamenn að baki þessu öllu.
  • En óvinátta Persaflóa Arabanna og Írans er mjög raunveruleg.
  • Þetta leynistríð er ég algerlega viss, að lifir sínu eigin lífi - - kannski ekki alveg í upphafi, en þ.e. löngu liðin sú tíð, að það eitt að Bandaríkin legðu af afskipti sín af svæðinu myndi binda enda á þau átök. 
  1. Bandalagakerfi Bandaríkjanna er ekki alveg sambærilegt við "COMECON/Warsaw Pact" Sovétríkjanna.
  2. Bandalagsríki Bandaríkjanna, eru ólíkleg með áberandi hætti skaða bandar. hagsmuni, en þau hafa samt sem áður a.m.k. sum hver, töluverða hæfni til þess að standa í eigin aðgerðum, og hafa sjálfstæð áhrif.
  3. Og áhrifin eru ekki endilega á einn veg, heldur beita gjarnan bandalagaríki Bandaríkjanna, Bandaríkin sjálf þrýstingi - og leitast við að hafa áhrif innan bandar. stjórnmála, á töku ákvarðana innan Bandaríkjanna sjálfra.
  4. Þetta séu sem sagt - mun flóknari samskipti, en það "top down" fyrirkomulag sem Sovétríkin höfðu.

-------------------------------------

Eins og ég skil þetta, eru það nú bandamenn Bandaríkjanna á svæðinu, sem eru sjálfir nú í ökumanns sætinu, í átökum Írana við Persaflóa Arabana.

Og Persaflóa Arabarnir og Ísrael, eru að leitast við að þrýsta frekar "reluctant" ríkisstjórn Obama, til að stinga sér á bólakaf inn í - - enn ein átökin í Mið-Austurlöndum.

En bandamennirnir vilji að Bandaríkin leggi íranska byltingaríkið í rúst, meðan að það er óhætt að segja - - séð út frá stöðu Bandaríkjanna sjálfra.

Er langt í frá augljóst að það sé snjallt fyrir Bandaríkin, að fylgja hagsmunum bandamanna sinna í málinu.

  • Miðað við erfiða skuldastöðu Bandaríkjanna, og slakan hagvöxt - sem má ekki við miklum áföllum.
  • Þá virðist mér að enn eitt stríðið, frekari stríðsskuldir, séu áhætta sem séu ekki þess virði.
  • En því má ekki gleyma, að stríð við Íran - mundi örugglega endurræsa heimskreppuna, vegna áhrifa á olíuverð af stríði við Persaflóa á þeim skala.
  • Og þá verða Bandar. komin í efnahagskreppu, á sama tíma og mjög kostnaðarsamt stríð, væri að sökka þeim á auknum hraða í átt að hættumörkum - skuldalega séð.

Takið eftir á mynd hve óskaplega fjöllótt land Íran er!

Teheran er á hásléttunni ofan við miðju nær Kaspíahafi!

 

http://www.worldofmaps.net/uploads/pics/topographische_karte_iran.jpg

En er unnt að stöðva þessa keðjuverkun í átt að allsherjar stríði?

Það hugsa ég. En til þess þurfa þeir deiluaðilar sem leiða þá deilu, að setjast niður og ræða formlega saman.

Þ.e. Bandaríkin + Persaflóa-arabarnir + Íran.

Þetta eru megin persónurnar og leikendurnir.

Það væri ekki nauðsynlegt að bjóða Kína og Rússlandi að því samningsborði.

Og jafna ágreininginn - - áður en sá ágreiningur sökkvir Mið Austurlöndum í allsherjar blóðbað.

Kína og Rússland, eru einungis tækifærissinnar - sjá hugsanlega brauðmola fyrir sig.

-------------------------------------

  1. Það þarf að binda enda á viðskiptabannið sem Íran hefur verið undir, síðan ca. 1979.
  2. Aðilarnir þ.e. Íran - Persaflóa-arabaríkin, þurfa að hætta að leitast við að grafa undan ríkisstjórnum hverra annarra, heima fyrir. Og hætta að styðja skemmdarverkastarfsemi, innan landa hvers annars.
  3. Og Bandaríkin, þurfa að hætta aðgerðum, ætlað að grafa undan ríkisstjórn Írans.
  4. Íran þarf að hætta vopnasendingum til hópa eins og Hesbollah, og flr.
  5. Ekki síst, hætta að beita Íran þvingunum vegna kjarnorkuáætlunar Írana.

En málið er, að ég tel að Íranar séu að því fyrst og fremst, vegna öryggisleysis sem þeir finna fyrir. En ekkert kjarnorkuveldi hefur orðið fyrir innrás.

Ef löndin koma sér saman um að hætta formlegri óvináttu, grunar mig að Íranar muni ekki framleiða kjarnorkuvopn - þegar öryggisleysið hverfur. Kjarnorkuprógramm kostar mikið.

Íranskur almenningur muni beita stjórnvöld heima fyrir nægum þrístingi, til þess að þau noti þá það fjármagn til að bæta aðstæður almennings, í stað þess að smíða kjarnorkuvopn - - þegar réttlætingin um ógn að utan hverfur.

Þó það sé ekki 100% öruggt, tel ég hvort sem er, verði írönsku kjarnorkuveldi ekki forðað, ef þ.e. raunverulegur vilji Írans að verða kjarnorkuveldi.

A.m.k. verði Íran sem kjarnorkuveldi, mun minna hættulegt, eftir að bundinn hefur verið endir á það ógnarástand  óvináttu, og átaka milli fylkinga sem verið hefur í gangi alla tíð síðan 1980.

Íranskt kjarnorkuveldi, yrði hættulegt fyrir alvöru, ef það næði að sprengja fyrstu sprengjuna, eftir að formlegt stríð væri hafið. Þ.e. ekki það óraunhæf hugmynd, þ.s. Íran væri alls - alls ekki auðvelt heim að sækja. Sjá - - kort af Íran að ofan.

  • Það þyrfti að sjálfsögðu að vera hluti af samkomulaginu um frið milli aðilanna, afskiptum af Sýrlandi væri hætt af öllum aðilum þ.e. Íran, Persaflóa-Arabar, og Bandaríkin.  
Þá fyrst verður friður í Sýrlandi einnig mögulegur!


Niðurstaða

Er einhver von til þess að viti verði komið fyrir deiluaðila í Mið-Austurlöndum, áður en það dæmi er keyrt alla leið inn í styrjöld. Sem gæti haft mjög verulega hnattrænar afleiðingar?

Á þessari stundi virðist vonin ekki sterk. En svo lengi hefur hatur aðila fengið að gerjast, þ.e. í 30 ár. Að haturs-vírusinn hefur náð að skjóta djúpum rótum. 

Fjöldi á báða bóga, geta ekki séð annað en mótaðilann í öðru en mjög dökkum og ákaflega neikvæðum litum.

Það eru mjög margir á báða bóga, sem vilja að átökin endi í stríði. Vaxandi fjöldi því miður.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þyrftu Sameinuðuþjóðirnar ekki að byrja á því að taka upp venjulegt lýðræði

á meðal ALLRA meðlima þess?

= Að leggja niður neitunarvald stórveldanna svo að framkv.stjórinn hverju sinni geti brugðist við þjóðarmorðum með skilvirkari hætti?

Jón Þórhallsson, 2.9.2013 kl. 15:18

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Í ídeal heimi - já. En þ.e. ekki séns í helvíti að það muni gerast.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.9.2013 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband