Meirihluti breska þingsins tók rétta ákvörðun - að hafna breskri þátttöku í árás á Sýrland!

Þessi ákvörðun getur reynst vera ákaflega söguleg a.m.k. fyrir Bretland. Skv. fréttum fór atkvæðagreiðslan þannig að 285 þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögu Camerons á móti 272 sem studdu hana. Þar af kusu 30 þingmenn Íhaldsflokksins gegn sínum eigin forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins í málinu. Þannig að atkvæðagreiðslan er ákaflega stórt áfall fyrir David Cameron.

En þ.s. merkilegast er líklega samt sem áður er, að Cameron hafði bakkað töluvert áður en til atkvæðagreiðslunnar kom, til að koma til móts við gagnrýni David Milliband leiðtoga Verkamannaflokksins. Þannig að tillagan var einungis samþykki á prinsippinu, um þátttöku Breta í aðgerð gegn Assad vegna meintra eða raunverulegra gasárásar af hálfu ríkisstjórnar hans. 

Hann var búinn að gefa það eftir, að önnur atkvæðagreiðsla mundi fara fram síðar, þ.s. hann samþykkti að aðgerðum yrði a.m.k. frestað þangað til að starfsmenn SÞ væru búnir að rannsaka vettvang gasárásinnar að fullu. 

  • Þannig að breska þingið hafnaði sjálfu prinsippinu um þátttöku Breta í aðgerðum gegn Sýrlandi vegna tiltekinnar meintrar eða raunverulegrar gasárásar stjórnvalda Sýrlands - spurning hvort það þíði að þingið hafni þátttöku Breta í aðgerðum gegn ríkisstjórn Sýrlands - yfirhöfuð.
  • Margir hafa risið upp, og benda á að Bretland geti verið að stefna að - einangrun.
  • Hið minnsta virðist ný staða komin upp, sú að Bretar treysta sér ekki lengur til að vera litli meðspilarinn, þegar Bandaríkin ákveða að beita sér - a.m.k. ekki í þetta sinn.
  • Á sama tíma, er François Hollande enn ákveðinn fyrir þrátt fyrir óvænt fráhvarf Breta.


Spurning hvort Bretland sé ekki einfaldlega að vakna upp við veruleikann!

En David Cameron hefur tekið mjög djúpan niðurskurð í hermálum. Dregið þar með úr getu breska hersins. Þetta kemur ofan á niðurskurð fyrri ára. Eins og einn Ameríkani komst að orði - "The (American) official remarked that if the prime minister wanted to indulge in sabre-rattling he should make sure he had his own sabre. “Hasn’t he just abolished your army?

Á sama tíma er herinn stríðsþreyttur. Liðið er á leið heim frá Afganistan. Þ.s. að sögn Financial Times mannfall Breta var heilt yfir meira en þegar Bretar tóku þátt í herförinni gegn Saddam, og báru ábyrgð á borginni Basra. Þangað til að þeir bökkuðu þaðan með hraði, eftir að borgarastríðið þar hófst.

Fjöldi herforingja hefur tjáð sig um stöðu hersins, og mælt eindregið gegn frekari þátttöku í hernaðarátökum.

  • Ekki síst þau ummæli ef til vill, gáfu þingmönnum Íhaldsflokksins sem kusu gegn eigin flokksleiðtoga og forsætisráðherra landsins, þá réttlætingu sem þeir töldu sig þurfa.

Bretland er skuldum vafið í ofanálag, efnahagur kannski ekki beint í kalda koli en a.m.k. í veiku ástandi. Ríkið í niðurskurðarferli sbr. m.a. djúpan niðurskurð á sviði hermála.

Bretland með öðrum orðum - virðist ekki í stakk búið fyrir enn ein átökin.

Þingið hafi með öðrum orðum - verið raunsærra en forsætisráðherrann og ráðherrar ríkisstjórnarinnar.

  • Spurning þó hvort þetta þíði endalok - svokallaðs "special relationship" Bretl. og Bandar.?

Málið með vesturlönd vs. átökin í Sýrlandi, er að það er líklega í reynd vesturlöndum um megn að stilla til friðar!

Margir leggja fram þá spurningu, af hverju gera vesturlönd ekki e-h? Af hverju er blóðbaðið ekki stöðvað?

  1. Ef Vesturlönd ætla sér að gera alvöru tilraun, þá krefst sú tilraun innrásar í Sýrland, alveg sambærilega við innrásina í Írak þegar Saddam Hussain var steypt af stóli. Og sú innrás þarf örugglega a.m.k. svipaðan liðsafla þ.e. yfir 100þ.
  2. Einhvers staðar þarf liðið að safnast saman, rökréttast væri Tyrkland. En Jórdanía er einnig möguleiki ef Tyrkland hefur ekki áhuga á að heimila þann liðsafnað.
  3. Það er líklega enginn vafi á því að fjölmennur NATO her, getur fremur auðveldlega hrakið Assad frá helstu borgum og bægjum. En spurningin er síðan - - hvað svo?
  4. En þ.e. alls ekki óhugsandi, að lið Assads taki upp skæruhernað í staðinn, og muni áfram njóta stuðnings Írans og líbanska Hesbollah. Þannig að svipað ástand geti skapast og hefur verið til staðar í Afganistan. Þegar Talibanar gátu leitað skjóls í Pakistan, hvílt liðið - þjálfað menn, og ráðist fram að nýju. Með svipuðum hætti, má vel vera að Hesbollah veiti því sem þá verða skæruliðar Assads, skjól í Bekah dalnum í Lýbanon. Þ.s. Hesbolla ræður mestu lögum og lofum.
  5. En það er flr. sem flækir stöðuna. Í Sýrlandi er mjög öflugur skæruher sem kallast Jabhat al-Nusra lauslega áætlaður um 10þ. að stórum hluta súnní öfgamenn frá öðrum múslíma löndum, harður kjarni öfgafullra heimamanna virðist einnig vera til staðar. Sem hefur lýst hollustu við Al-Qaeda netið og hugmyndafræði Osama Bin Laden. Þessi samtök njóta stuðnings öfgamanna frá súnní múslíma löndunum í kring. Þennan hóp þarf þá einnig að kveða niður. Sá skæruher keppir við svokallaðan "Frjálsa Her Sýrlands" um það að vera öflugasti einstaki skæruherinn, í andstöðu við ríkisstjórn Assads.
  • Hættan blasir við, að við taki langvinnt skærustríð - - með NATO hermenn beint í því miðju.
  • Að auki, er hættan augljós á því að NATO neyðist til að berja á Hesbollah og skæruliðum Assads innan Lýbanon, þannig að stríð NATO víkki út til Lýbanons.
  • Barátta NATO liða við Al-Qaeda liða Jabhat al-Nusra að sama skapi, getur auðveldlega náð yfir landamærin til Íraks. En þau samtök njóta stuðnings Al-Qaeda liða þaðan, og það blasir við að al-Nusra muni notfæra sér möguleikann að leita skjóls handan landamæra, til að ráðast fram síðan innan landamæra Sýrlands.
  • Það getur meira en verið, að íraskir shítar muni einnig leita frá Írak. En þess gætir í dag að róttækir shítar frá Írak, séu þátttakendur í Sýrlandsstríðinu. Það gæti einnig verið til staðar skæruher shíta sem væri að flakka milli landamæra Íraks og Sýrlands. Þannig, að átökin muni einnig kalla á aðgerðir NATO innan landamæra Íraks.
  • Mitt í þessu verði þá Íran áfram, sem muni að umtalsverðum líkindum styðja við róttæka shíta frá Írak, og við hið líbanska Hesbollah, og skæruher Assads. 

Hættan á endalausu stríði - - er það sem ég er að tala um.

Að NATO lendi í sífellt dýpkandi mýri eða brekku í dýpra og dýpra díki. Og vaxandi manntjóni eða a.m.k. stöðugt viðvarandi manntjóni. 

Endurtekning Afganistan, nema að þetta stríð - - getur orðið ennþá stærra.

Augljós spennu-upphlöðun milli vesturlanda og Írans, gæti skapast eða væri ákaflega líkleg, sem er vel unnt að sjá að geti á endanum leitt til beins stríðs við Íran.

Þannig að á endanum væri þetta orðið að virkilegri stórstyrjöld.

----------------------------------

Punkturinn er sá - - að efnahagslega ráða vesturlönd ekki við stríð af þeirri stærðargráðu.

Sem getur af hlotist, eða er jafnvel - - líkleg útkoma.

Í núverandi efnahagsástandi og erfiðri skuldastöðu sem vesturlönd eru stödd í þessi misserin.

En ef þetta fer alla leið upp í styrjöld við Íran, er heimskreppa algerlega örugg.

  • Og þar með, lenda vesturlönd í djúpri efnahagskreppu á sama tíma, og svimandi hár stríðskostnaður sökkvir þeim enn hraðar í stöðugt dýpkandi skuldakreppu.
  1. Ég sé fyrir mér möguleikann á efnahagslegu "harakiri" vesturvelda.
  2. Þeim hnigni þá mjög hratt í kjölfarið efnahagslega og hernaðarlega, og áhrif þeirra í heimsmálum verði þaðan í frá ekki nema svipur hjá sjón. 
  • Ég bendi á að það er ekki sérdeilis sjaldgæft sögulega séð, að stórveldi yfirkeyri sig og hrynji síðan, vegna þess að stríðskostnaður reynist því offviða.
  • Svíþjóð t.d. í tengslum við Norðurlandastríðið mikla á fyrsta fjórðungi 18. aldar.
  • Bretlandi hnignaði mjög hratt eftir Seinna Stríð, en Bretland var mjög klyfjað af skuldum í stríðslok.
  • Kostnaður við vígbúnaðarkapphlaup og viðhald gríðarlegs hers, hafði örugglega mikið með það að gera að veldi Sovétríkjanna hrundi 1989 og síðan þau sjálf 1991.


Niðurstaða

Málið er að það virkilega er á hæsta máta óráðlegt fyrir vesturlönd að blanda sér í stríðið í Sýrlandi. Líkur séu miklar á því að við það færist stríðið út og verði - enn mannskæðara. Flóttamönnum fjölgi enn frekar. Heldur en að innrás NATO leiði til batnandi ástand og stöðugleika.

Fyrir vesturlönd væri hin efnahagslega áhætta einnig mjög veruleg, þ.e. að stríðskostnaður í samhengi við versnandi efnahagsástand - - sligi hagkerfi vesturlanda. Og leiði þau inn í ákaflega alvarlega kreppu og síðan - - hraða hnignun.

Sjálfs sín vegna - - verði vesturlönd að halda sér utan við þetta stríð.

--------------------------

Ákvörðun breska þingsins að fella tillögu sem gerði ráð fyrir því sem möguleika að Bretland mundi framkvæma árás hlið við hlið með Frökkum og Bandaríkjamönnum á Sýrland. Er ákaflega áhugaverður atburður.

En sá getur markað upphaf þess, að Bretland átti sig raunverulega loksins á því, að tími breska heimsveldisins virkilega er liðinn.

Bretland sætti sig loks við að vera einungis svokallað meðalstórt veldi, með einungis svæðisbundin áhrif.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn

Þetta eru góðar fréttir, en hérna talandi um ákaflega áhugaverða atburði þá vildi ég benda þér á fréttir RT : 

Al-Qaeda's Jabhat al-Nusra Caught with Sarin Gas inside Turkey

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 31.8.2013 kl. 01:32

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já get sannarlega trúað Al-Qaeda til að beita gasi. Slíkir hópar virðast gersamlega án nokkurrar samvisku. Þú þarft auðvitað að beita gas-sprengju með öðrum hætti, ef þú átt ekki "mortar" eða byssu sem getur skotið henni. Sjálfsagt er unnt að festa sprengiefni utan um, setja tímarofa á og koma því fyrir þ.s. það springur eftir t.d. klukkustund. Til að gefa þeim sem komu henni fyrir tíma til að vera nægilega langt í burtu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.8.2013 kl. 03:37

3 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Þú veist hvað þeir segja:" Pentagon Contractors trained Syrian Terrorists to use Chemical Weapons "

Terrorists to use Chemical Weapons
Pentagon Contractors trained Syrian Terrorists to use Chemical Weapons  - See more at: http://real-agenda.com/2013/05/09/pentagon-contractors-trained-syrian-terrorists-to-use-chemical-weapons/#sthash.XUo34cZh.dpuf
Pentagon Contractors trained Syrian Terrorists to use Chemical Weapons  - See more at: http://real-agenda.com/2013/05/09/pentagon-contractors-trained-syrian-terrorists-to-use-chemical-weapons/#sthash.XUo34cZh.dpuf

"And once these Al Qaeda rebels had been supplied and trained in the use of WMDs by military contractors hired by the Pentagon,  the Syrian government would then be held responsible for using the WMD against the Syrian people." - http://real-agenda.com/2013/05/09/pentagon-contractors-trained-syrian-terrorists-to-use-chemical-weapons/#sthash.XUo34cZh.dpuf

Pentagon Contractors trained Syrian Terrorists to use Chemical Weapons  - See more at: http://real-agenda.com/2013/05/09/pentagon-contractors-trained-syrian-terrorists-to-use-chemical-weapons/#sthash.XUo34cZh.dpuf

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 31.8.2013 kl. 10:31

4 identicon

Syrian Rebels Use Sarin. Obama Silent

"Turkish security forces found a 2kg cylinder with sarin gas after searching the homes of Syrian militants from the Al-Qaeda linked Al-Nusra Front who were previously detained, Turkish media reports. The gas was reportedly going to be used in a bomb.

The sarin gas was found in the homes of suspected Syrian Islamists detained in the southern provinces of Adana and Mersia following a search by Turkish police on Wednesday, reports say. The gas was allegedly going to be used to carry out an attack in the southern Turkish city of Adana.

On Monday, Turkish special anti-terror forces arrested 12 suspected members of the Al-Nusra Front, the Al-Qaeda affiliated group which has been dubbed “the most aggressive and successful arm” of the Syrian rebels. The group was designated a terrorist organization by the United States in December."(http://www.redstate.com/2013/08/30/syrian-rebels-use-sarin-obama-silent/)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 31.8.2013 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband