Mikill stuðningur við það að halda flugvellinum í Reykjavík!

Eins og frést hefur af er söfnun undirskrifta á Lending.is komin yfir 60 þúsund. Ég er einn af þeim Reykvíkingum sem alltaf hefur líkað það - að Reykjavík á sinn eigin flugvöll. Einmitt vel staðsettur nærri hjarta borgarinnar.

62 þúsund er ca. 26% kjósenda miðað við fjölda á kjörskrá 2013.

Ef ca. 55% eru af höfuðborgarsvæðinu, þá miðað við fjölda í Rvk. Norður og Suður, ásamt Kraganum 2009 við sveitastjórnarkosningar: 145716 2009.

Þá væru það ca. 23% kjósenda höfuðborgarsvæðis, sem hafa skrifað undir söfnunina.

Sjá: Kjördæmi Íslands

Þessa mynd má einnig sjá á Wikipedia: Höfuðborgarsvæðið-kort.png

File:Höfuðborgarsvæðið-kort.png

En það gefur mun fyllri mynd af því hve vel staðsettur flugvöllurinn er, ef menn skoða kort af öllu höfuðborgarsvæðinu.

Hann er mjög nærri því að vera akkúrat í miðju byggðarinnar - ef við miðum við svæðið allt sem kallast höfuðborgarsvæðið.

  • Málið er að ég tel þéttingu byggðar vel leysanlega, án þess að afnema völlinn þaðan þ.s. hann er, en ef kortið er skoðað. Sést ákaflega vel að víða eru auð svæði milli byggðakjarnanna.
  • Sem mynda höfuðborgarsvæðið.
  • Ef menn geta fengið af sér að minnka fólkvanginn sem hefst við Vífilsstaðaspítala. Þá er þar meðfram þjóðbrautinni svæði sem myndu vera mjög hagkvæmt staðsett miðað við samgöngur. En þétting byggðar meðfram línunni mörkuð af Breiðholtsbraut svo áfram - virðist ákaflega hagkvæm, séð frá sjónarhóli heildarmyndarinnar.
  • Heilmikið land er laust á Álftanesi, en hugsa má sér brú yfir voginn frá Rvk. t.d. ca. frá Skerjafjarðarbyggðinni. Og síðan áfram brú yfir til Grafarvogshverfis hinum megin á nesinu. Þá er komin greið samgönguleið, og Álftanes mundi fúnkera eins og hverfi innan borgarinnar, mun nær t.d. miðborg en Breiðholt.
  • Með brú yfir til Grafarvogs, væri það hverfi samgöngulega mun nær miðborginni. Og land sem enn er vannýtt á því svæði einnig.

Það er kannski hinn eiginlegi vandi - - skortur á samræmdu skipulagi á höfuðborgarsvæðinu.

Reykjavík er að skipuleggja sig, einungis frá sjónarmiði Skipulags Reykjavíkur, og síðan gerir hvert sveitafélag það sama að skipuleggja sig í einangrun.

 

Ég held að Reykjavík eigi að skoða tækifærin fyrir borgina af flugvellinum!

Það er ekki það eina að völlurinn er mikilvægur fyrir landið allt. Hann er mikilvæg samgöngumiðstöð einnig fyrir ferðamennsku - - sem Reykjavík einmitt vill efla sem mest.

En eitt enn er hvernig tilvist vallarins getur rímað við hugmyndir um uppbyggingu hátækni-iðnaðar í borginni. En í þeim greinum er oft litið á þ.s. mjög mikilvægt að hafa greiðan aðgang að samgöngumiðstöðvum, en skv. hugmyndum um "just in time delivery" - - er varningur fluttur helst samdægurs og með sem skjótustum hætti til kaupenda.

Það má vel ímynda sér að þróa Rvk.-völl sem útflutningsleið fyrir hátæknifyrirtæki sem framleiða dýran varning beint til útflutnings, með sem mestum hraða.

Það væru þá litlar þotur sem draga samt yfir hafið t.d. 737. Völlurinn þegar þjónar sem varavöllur fyrir Kefló. Svo þotur geta vel lent á Rvk.-velli.

 

Ef völlurinn fer - - þá augljóst er einungis um það að ræða að nota Kefló! En Ísland hefur ekki efni á nýjum flugvelli!

Þá tel ég að rétt væri að reisa nýtt sjúkrahús nærri Kefló. Ætlað að þjóna landsbyggðinni. Hugmyndir um spítala á höfuðborgarsvæðinu væru þá smættaðar niður skv. því. Þá væru spítalar höfuðborgarinnar ekki lengur að þjóna landinu utan við borgina.

Varðandi utanlandsflug, þá verður Rvk.-völlur ekki lengur varavöllur. Heldur eingöngu völlurinn v. Húsavík. Það líklega þíðir að ívið meir þarf að hafa af eldsneyti um borð. Sem a.m.k. að einhverju leiti hækkar fargjöld í ferðum til og frá landinu með flugi.

Spurning hvað gerist með innanlandsflugið, en nokkuð meira umstang er fyrir höfuðborgarbúa að aka til Kefló heldur en að aka að núverandi Rvk-velli. Það getur þítt að færri Reykvíkingar noti þann fararmáta.

Svo kannski er það rétt, að innanlandsflugi myndi hnigna verulega.

 

Niðurstaða

Ég er ekki á því að brýn þörf sé fyrir Reykjavík að losna við flugvöllinn. En tal um þéttingu byggðar. Virðist eingöngu miðast við Skipulag Reykjavíkur í einangrun, þegar sagt er að Rvk. verði að fá þetta land fyrir nýja byggð.  Það virðist hafa skapast nokkur þráhyggja meðal Rvk. miðaðs skipulags, um meinta þörf fyrir brotthvarf Reykjavíkur flugvallar. En það virðist augljóst af skoðun á heildarmynd höfuðborgarsvæðisins, að nóg er af byggingarlandi innan marka byggðarinnar sem heildar. Án þess að afnema völlinn. Völlurinn geti aftur á móti verið ákaflega gagnlegur fyrir höfuðborgarsvæðið sem heild, enda eins og sést af mynd að ofan ákaflega miðlægur. Þannig að starfsemi nærri því hvar sem er innan byggðarinnar, mundi geta hagnýtt sér völlinn. Það er, ef mönnum er alvara með uppbyggingu hátækni-iðnaðar á höfuðborgarsvæðinu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband