28.8.2013 | 21:24
Eldflaugaárás á Sýrland væri sennilega fyrst og fremst pólitísk aðgerð!
Eins og kemur fram í heims fjölmiðlum, virðist stefna hraðbyri í hernaðarárás Bretland - Frakklands og Bandaríkjanna á Sýrland. Líkur yfirgnæfandi að það verði árás gerð úr lofti. Líklega með stýriflaugum.
Bretar hafa lagt tillögu fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn Sýrlandi á grundvelli Kafla 7 Stofnsáttmála SÞ. Þetta er áhugavert en Kafli 7 sbr. "CHAPTER VII: ACTION WITH RESPECT TO THREATS TO THE PEACE, BREACHES OF THE PEACE, AND ACTS OF AGGRESSION" var notaður sem réttlæting stríðsins í S-Kóreu sem hófst 1949. En þ.e. í eina skiptið sem meiriháttar stríð hefur verið rekið í nafni SÞ. En fulltrúar Kina og Sovétríkjanna höfðu gengið út af fundi - þegar ályktun um aðgerðir gegn innrás N-Kóreu var rædd.
Ólíklegt virðist þó að útkoman verði önnur en sú, að Kína og Rússland beiti neitunarvaldi. Gegn tillögu Breta.
Af hverju segi ég - pólitísk aðgerð?
Aðgerðin virðist eiga að vera ákaflega takmörkuð, talað um 48-72 klst. Eða 2 - 3 daga.
Þ.e. ekki stefnt að því að skipta um ríkisstjórn.
Heldur virðist aðgerðin "punitive" þ.e. - ætlað að refsa Sýrlandsstjórn.
Barack Obama marshals his forces for war of non-intervention in Syria
Concerns mount over risks of triggering deeper conflict
The Cable segir að sannanir séu fyrir sekt Sýrlands: Intercepted Calls Prove Syrian Army Used Nerve Gas, U.S. Spies Say
Sbr. "Last Wednesday, in the hours after a horrific chemical attack east of Damascus, an official at the Syrian Ministry of Defense exchanged panicked phone calls with a leader of a chemical weapons unit, demanding answers for a nerve agent strike that killed more than 1,000 people. Those conversations were overheard by U.S. intelligence services, The Cable has learned. And that is the major reason why American officials now say they're certain that the attacks were the work of the Bashar al-Assad regime -- and why the U.S. military is likely to attack that regime in a matter of days"
Skv. þessu hljómar þetta eins og samskiptaleysi milli vinstri og hægri handarinnar, með öðrum orðum - - mistök. Þó ekki sé klárt hver akkúrat gerði mistök.
Það getur verið að hershöfðingi - hafi framkv. aðgerð án heimildar.
Það getur verið, að stjv. hafi verið búin að gefa almenna heimild til beitingar efnavopna við tiltekin skilyrði skv. mati hershöfðingja "in the field" en gleymst að gefa út aðvörun, um að tímabundið afnema þá heimild meðan aðilar á vegum SÞ voru í skoðunarferð í landinu.
Can military action be legally justified?
- Þannig séð - með það í huga að þetta séu líklega mistök! Og ekkert endilega vísbending þess að Sýrlandsstjórn sé að hefja - einhverja hrinu af efnavopnaárásum.
- Að auki má beina þeirri spurningu að, af hverju vesturveldin bregðast ekki við fyrr - þegar a.m.k. 70-80þ. sýrlenskir borgarar eru áður fallnir, yfir milljón börn flúin úr landi - a.m.k. 3 í allt?
- En einn fræðilegur grundvöllur árásar - - er svipaður þeim sem notaður var þegar Muammar Gaddhafi var steypt, vesturveldin aðstoðuðu uppreisnarmenn.
- Að vernda þurfi almenna borgara.
En þ.e. þegar búið að drepa töluvert mikið af einmitt almennum borgurum, og það í háu margfeldi miðað við þá sem fórust í gasárásinni. Og þeir munu áfram farast eftir því sem stríðið heldur áfram.
Mér virðist því ekki sá grundvöllur - - halda vatni.
En hvað með fælingarmátt aðgerðarinnar? Að refsa Sýrlandsstjórn, og þannig fæla hana frá því að beita efnavopnum gegn sýrlenskum borgurum í framtíðinni.
Tja, einn ágætur breskur flotaforingi á eftirlaunum komst þannig að orði:
"Admiral Lord West, the former head of Britains Royal Navy, played a leading role during the Nato operation against Serbia in 1999. A two-day bombardment of Syria will make Assads eyes water but it wont achieve much, he says. It took 78 days of bombing Serbia before we moved the Milosevic regime out of Kosovo. Even then, people forget that we only succeeded because the US and UK were threatening a land invasion."
Akkúrat - - slík aðgerð, sem líklega mun beinast fyrst og fremst gagnvart hernaðarmannvirkjum innan Sýrlands.
En bent er á í grein, að sennilega komi ekki til greina að ráðast á efnavopnabirgðir eða efnaverksmiðjur, vegna hættu á að skapa - hættulegt gasský. Sem gæti drepið miklu mun fleiri en nýleg efnavopnaárás.
Áhrif aðgerðarinnar séu líkleg að vera - - vart mælanleg á gang stríðsins.
Þannig að hugmyndin um fælingu - - haldi ekki heldur vatni.
-----------------------------------
- Þar sem aðgerðin, er ekki til þess að skipta um ríkisstjórn.
- Hún mun líklega nær engin áhrif hafa á gang stríðsins.
- Mun ekki vernda sýrlenska borgara, sem munu áfram falla stöðugt í yfirstandandi átökum.
- Og ólíklegt að hafa nokkur hin minnstu fælandi áhrif á Assad. Þvert á móti, gæti hún meira að segja sannfært Assad um það -- að beiting efnavopna hafi engar alvarlegar afleiðingar.
Lord West - What if our bluff is called and Assad uses chemical weapons again? What if we hit innocent civilians or, more likely, Russian technicians assisting the Syrian army? What is the branch or follow-up plan if our aim is not achieved first time round? What if the regime and its backers retaliate by launching scud missiles at the UK sovereign base in Cyprus? I doubt whether people have really thought through how we will respond then.
Það virðist fyrst og fremst vera einhver pólitísk paník í gangi!
Árás er ekki neitt sérstaklega rökrétt - - þegar málið er íhugað.
Að refsa Assad, virðist vera pólitískt markmið - frekar en hernaðarlegt.
Spurning hvort þetta sé í reynd ótti vesturveldanna - - við það að verða "irrelevant?"
Þau séu að sýna, að þau enn - geti!
En svona veik viðbrögð, augljóst viljaskortur til að gera meira - - er þvert á móti sýning á veikleika.
Og Kínverjar og Rússar, ásamt Assad og Íran. Munu skilja þau skilaboð ákaflega vel.
Niðurstaða
Akkúrat. Meginstilgangur árásar sé líklega til að mæta pólitískum markmiðum ríkisstjórna Frakklands, Bretlands og Bandaríkjanna -- einkum gagnvart aðilum á heimavelli. Kannski smá sýning á mátt og megin þeirra landa. En mér virðist að slík sýning, sanni fyrst og fremst - veikleika vesturveldanna.
Sem hefur farið vaxandi í þeirri efnahagskreppu sem er í gangi á Vesturlöndum í dag.
Síðan gæti Assad komið með áhugaverðan "spoiler" ef hann vildi?
- Að handtaka með nokkru "fanfare" þann hershöfðingja sem réð á því svæði sem efnavopnaárás átti sér stað.
- Lýsa yfir því, að hann væri handtekinn vegna þeirrar árásar, hann væri ábyrgur.
- Að auki því, að til standi að rétta yfir honum.
- Réttarhöld fari fram fljótlega.
Þetta gæti flækt verulega þá pólitísku leiksýningu sem er í gangi á vegum bandar., breskra og franskra stjórnvalda.
Herforingi gæti síðan verið náðaður nokkrum árum síðar, og settur á eftirlaun með góðum fríðindum. Eftir að málið væri gleymt af fjölmiðlum.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 29.8.2013 kl. 10:39 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bretlands-stjórnvöld ætla að hertaka Sýrland, og Bretlands-mafíustjórnvöld stjórna mafíunni í Bandaríkjunum. Frakklands, Danmerkur og Þýskalands-stjórnvöld virðast vera í sömu villimennsku-hertökuhugleiðingunum, eða ráða engu vegna yfirgangs Breska elítu-heimsveldisins.
Gömul saga sem á að endurtaka, undir fölsuðu yfirskyni ósiðmenntaðs mafíu-heimsveldis.
Bresk stjórnvöld kunna þetta hertöku-leikrit. Það er endurtekið efni úr síðustu heimsstyrjöld. Hver vill þriðju heimsstyrjöldina?
ESB-"friðarbandalagið" hvað?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.8.2013 kl. 01:27
Sæll Einar Björn
""Last Wednesday, in the hours after a horrific chemical attack east of Damascus, an official at the Syrian Ministry of Defense exchanged panicked phone calls with a leader of a chemical weapons unit, demanding answers for a nerve agent strike that killed more than 1,000 people...."
En það vantar alveg samtalið eða hvað fór þarna á milli þeirra. Nú og hvar er einhver sönnunin fyrir því að stjórnvöld og her í Sýrlandi hafi allt í einu ákveðið að skota sig svona í fótinn fyrir allt alþjóðasamfélagið eftir að hafa verið með yfirburðarstöðu yfir þessum svokölluðu uppreisnarmönnum í Sýrlandi?
Hvað með alla þessa tölvupósta milli bandarískra yfirvalda og hina svokölluðu uppreisnarmanna?
Leaked emails prove Obama "backed plan to launch chemical weapon attack on Syria and blame it on Assad"
"Phil
We've got a new offer. It's about Syria again. Qataris propose an attractive deal and swear that the idea is approved by Washington. We'll have to deliver a CW (chemical weapon) to Homs, a Soviet origin g-shell from Libya similar to those that Assad should have. They want us to deploy our Ukrainian personnel that should speak Russian and make a video record. Frankly, I don't think it's a good idea but the sums proposed are enormous. Your opinion? Kind regards David" (Hacked e-mails reveal 'Washington approved' plan to stage Syria chemical attack)
US Planned Chemical Weapons False Flag Attack for Syria, According to Leaked Documents
UN Says Rebels, Not Syrian Regime, Used Poison Gas
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.8.2013 kl. 03:18
Þorsteinn, kemur fram að e-h hakkari hafi hakkað tölvu og náð þessum gögnum. Hvernig í ósköpunum er unnt að vera viss að þau séu "genuine"?
-----------------------
Ég hallast frekar að mistökum þ.e. hægri höndin talaði ekki við vinstri höndina. Stjórnvöld hafi ekki lagt nægilega rýkt á það við hershöfðingjana a beita ekki slíkri sprengju akkúrat meðan SÞ var í heimsókn. Síðan eru smáýkjur að her Assad hafi verið að rúlla uppreisnarmönnum upp. Með aðstoð Hesbollah náðist tiltekin borg rétt við landamæri Líbanon. Þeir náðu einhverri mikilvægri herstöð. En síðan hafa uppreisnarmenn einnig sókt fram, t.d. í héröðum Alavíta. Þeir tóku e-h flugvöll nýlega. Stríðið virðist aftur í nokkurn veginn kyrrstöðu þ.s. hvor aðilinn getur ekki valtað yfir hinn. Þ.e. alveg hugsanlegt, að sýrl. hershöfðingi hafi fallið í þá freystingu að beita efnavopnum á svæði þ.s. orusta var í gangi, sem virtist ekki vera að fara með hagstæðum hætti fyrir sýrl. herinn á því tiltekna svæði. TIl að breyta vígstöðunni þar hans liði í vil. Þ.e. langt í frá óhugsandi.
-----------------------
Sem skýrir þá samtalið - að hringt sé í herinn, og spurt um "hvað andskotans" voru hershöfðingjarnir að hugsa.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.8.2013 kl. 10:38
Sæll aftur Einar Björn
"Þorsteinn, kemur fram að e-h hakkari hafi hakkað tölvu og náð þessum gögnum. Hvernig í ósköpunum er unnt að vera viss að þau séu "genuine"?"
Menn verða að skoða og/eða meta þetta eins og annað sem menn telja að sé "genuine" og í samhengi við annað, ekki satt? Ég fyrst sá fjallað um þetta á myndbandinu " US & NATO Framed Syria in Chemical Weapons Attack - Leaked Documents" (http://www.youtube.com/watch?v=HWLG_3y_A4M).
-------------------------------------------------------------------------
"Þ.e. alveg hugsanlegt, að sýrl. hershöfðingi hafi fallið í þá freystingu að beita efnavopnum á svæði þ.s. orusta var í gangi"
Ég hef ekki sé þetta samtalið allt, en gæti þessi gaur (eða "Hershöfðingi") ekki alveg eins verið frá Líbýu, Saudi Arabíu eða er til einhver sönnun hvað hann heitir með nafni og hvað hann sagði nákvæmlega?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.8.2013 kl. 11:45
Youtube vídeó eru ef e-h er, enn vafasamari heimild. Enda er gríðarlega virk starfsemi í dreifingu áróðurs af mjög margvíslegu tagi í gangi á youtube.
----------------------
Hershöfðingjar í Sýrlandsher eru vanalega alavítar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.8.2013 kl. 16:07
Sæll aftur Einar Björn
Ég sagði bara að ég hefði sé þetta fyrst á youtube með þessa tölvupósta, en þessar heimildir er hægt að finna víða, nú ef þú athugar neðst eða hérna "show more" þá getur þú fundið við hvað hann styðst í sambandi við myndbandið, ekki satt?
Hacked e-mails reveal 'Washington approved' plan to stage Syria chemical attack
Leaked emails prove Obama "backed plan to launch chemical weapon attack on Syria and blame it on Assad
Þetta hérna fyrir neðan segir þér kannski eitthvað:
Britain’s Daily Mail: U.S. ‘backed plan to launch chemical weapon attack on Syria
BUSTED! US, UK, Back False-flag Chemical Attack In Syria
US, UK, Back False-flag Chemical Attack In Syria
U.S. 'backed plan to launch chemical weapon attack on Syria and blame it on Assad's regime'
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.8.2013 kl. 17:16
Hérna varðandi MailOnline :
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.8.2013 kl. 17:28
Sjá einnig :
CONFIRMED: US Claims Against Syria – There is no Evidence
U.N. Official And Syrian Kurdish Leader: Assad Did Not Use Chemical Weapons
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.8.2013 kl. 17:49
Hvers vegna er Breta/Frakka/Dana/Þjóðverja-(Bandaríkja)-stjórnvaldið svona öruggt um að Sýrlensk stjórnvöld beri ábyrgð á efnavopna-notkun, án þess að rannsókn sé lokið, og siðaður réttar-dómstóll hafi komist að niðurstöðu?
Hvernig geta þessi stjórnvalds-forystumenn þessara þjóða rökstutt svona fullyrðingar, án rannsóknar, sannana, réttarhalda og dóms, samkvæmt reglum siðmenntaðra réttarríkja?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.8.2013 kl. 17:53
Þorsteinn - - mér sýnist að öll vefsvæðin séu að nota sömu heimldina. Sama fréttin birt af mörgum aðilum. Sama fréttin þó flutt af mörgum er samt sama fréttin. Ef þ.e. ekki til staðar nein sjálfstæð heimild, sem staðfestir þ.s. upphaflega heimildin sagði.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.8.2013 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning