27.8.2013 | 21:43
Ótti um indverska efnahagskrísu!
Margir vilja bera saman atburðarás sem nú er að gerast, þ.e. lækkun nokkurra mikilvægra gjaldmiðla í svokölluðum ný-iðnvæddum ríkjum, við upphaf Asíukrísunnar um miðjan 10. áratuginn. En mér skilst af erlendum hagfræðingum að "trigger" atburður hafi einmitt verið, þegar Seðlabanki Bandar. hóf að herða peningastefnu. Sem einmitt er að gerast í dag.
Wall Street Journal var með áhugaverða mynd!
Hún sýnir áhugaverðan mun á "emergent Asis vs. emergent Europe" þ.e. að A-Evrópa er aðeins að njóta aukins áhuga fjárfesta, sem WSJ túlkar sem að A-Evr. sé "haven in a storm."
Emerging Europe Is a Haven in Selloff
Indland vekur þó mesta athygli! Enda dramatískasta þróunin þar!
Takið eftir þróun rúpíunnar vs. dollar sl. 6 mánuði!
Mér sýnist lauslega að gengisfallið sé að nálgast 18% sl. 6 mánuði.
Sem er töluvert fyrir gjaldmiðil þjóðfélags upp á rúmlega milljarð manns.
En óttinn virðist stafa af þeirri stöðu að Indland virðist hafa stóran viðskiptahalla eða um um 5% af þjóðarframleiðslu, sem verður að teljast töluvert.
Á sama tíma og hægt hefur á hagvexti, en það sennilega magnar upp óttann við viðskiptahallann. Þó sá virðist töluverður á vestrænan mælikvarða eða um 5%.
Þannig séð ætti gengisfallið að laga viðskiptahallann, en á hinn bóginn - - sverfur þá í staðinn að launafólki, og þ.s. skammt er í kosningar - - vill ríkisstjórnin líklega í lengstu lög.
Að sú lífskjaraskerðing komi ekki fyrr en eftir kosningar, sem getur skýrt neyðaraðgerðir ætlaðar að stemma stigu við innflutningi ýmissa munaðarvara, með því að leggja á þær viðbótar gjöld.
Það virðist sem að gengisfall dagsins eða um 2,9% sem telst met á einum degi, hafi komið til vegna þess að ríkisstjórnin - samþykkti að auka niðurgreiðslur á verðlagi hrísgrjóna. Sem fátækir eru mjög háðir.
Greinilega ætlað að stemma stigu við skerðingu kjara þess hóps a.m.k. fram að kosningum, en á móti - eykur hallarekstur ríkisins og skv. frétt Reuters hafi þetta magnað ótta aðila á markaði.
Rupee hits life low below 66, posts biggest fall in 18 years
Ég hef séð umfjallanir um hugsanlega alvarlega skuldastöðu fj. indverskra fyrirtækja, sem hafi tekið risalán - gjarnan í erlendum gjaldeyri til að fjármagna fjárfestingar.
Það gætu því orðið nokkur risagjaldþrot, ef núverandi óróleiki leiðir til kreppu á Indlandi.
Indias reserves squeezed as investors shun rupee assets
Þessi grein úr FT bendir á, að þó svo að Indland eigi nú gjaldeyri fyrir 7 mánaða innflutningi, en viðskiptahallinn valdi verulegu nettó fjárstreymi úr landi.
Og það minnki sjóðinn stöðugt - auk þess að töluvert digrar afborganir erlendra lána detti inn næstu mánuði.
Með öðrum orðum, ef þetta ástand heldur áfram - - sé ekki loku fyrir skotið að Indland lendi aftur eins og á 10. áratugnum, í því að þurfa neyðarlán frá AGS.
"Palaniappan Chidambaram, finance minister, has sought to reassure investors not only that India will cut the current account deficit, from $88bn or 4.8 per cent of GDP in the last fiscal year to $70bn this year, but will also be able to finance the gap with the help of billions of dollars of foreign currency debt issues from state oil companies and financial groups."
Fljótt á litið virðist a.m.k. ástandið ekki vera vonlaust.
En það geti orðið töluverð barátta að halda sjó meðan "US Federal Reserve" herðir peningastefnuna.
En það virðist hafa verulega áhrif á flæði fjármagns milli svokallaðra "emergent markets/currencies" og markaða í svokölluðum þróuðum löndum.
Niðurstaða
Það verður forvitnilegt að sjá hvort að hert peningastefna í Bandaríkjunum, mun valda eins dramatískri atburðarás og á fyrri hl. 10. áratugarins. En þ.e. ekki bara að þá skall á Asíukreppan fræga. Heldur er áhugavert að rifja upp. Að tími ofurdollarsins sem síðan stóð yfir seinni hl. 10. áratugarins meðan vextir í Bandar. voru háir. Hafði miklar afleiðingar fyrir Argentínu sem þá var með gjaldmiðil sinn geirnegldan við dollarinn í gegnum svokallað "currency bord" - - niðurstaða gjaldþrot þess lands árið 2000.
En meðan "US Federal Reserve" hefur verið að prenta af miklum móð, allra síðustu ár. Hafa gjaldmiðlar "emergent economies" hækkað í verði gagnvart vestrænum gjaldmiðlum ekki bara dollar, og verð á mörkuðum í sömu löndum hafa einnig stigið. Líklega vegna flæðis dollara þangað.
Síðan virðist að þeir flæði til baka nú til Bandar. þegar peningastefnan er hert, sem skilar því að gjaldmiðlarnir lækka til baka og verðin á mörkuðum sömu landa lækka aftur.
Leiðrétting þannig séð - - en þegar slík lækkun á sér stað.
Getur reynt á - - en markaðir stundum yfir leiðrétta, síðan ef fyrirtæki hafa skuldsett sig of mikið þegar erlent lánsfé var mjög ódýrt meðan fjármagn streymdi inn, þá gæti lækkun hagvaxtar líkleg að eiga sér stað í slíkri atburðarás ofan í líklega lækkun virðis bréfa sömu fyrirtækja; leitt til hræðslukasts á mörkuðum um stöðu slíkra skuldugra fyrirtækja.
Nokkur risagjaldþrot gætu alveg hrundið af stað efnahagskreppu t.d. á Indlandi, kreppa þar gæti startað dóminóinu innan Asíu.
Það þarf ekki að fara ílla, en getur gert það.
Asíukreppa væri óþægilega tímasett - ef hún gerist innan segjum næstu tveggja missera, en vesturlönd eru enn stödd í viðkvæmri efnahagslegri stöðu.
Asíukreppa gæti endurræst heimskreppuna!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning