26.8.2013 | 22:34
Angela Merkel varar við skuldaniðurfærslu Grikklands!
Það er reyndar önnur áberandi frétt í gangi, en Yannis Stournaras fjármálaráðherra Grikklands tjáði heimsfjölmiðlum að Grikkland þurfi að fá 10ma. aðstoð til að ná endum saman. Hann fór mjög fínt í orðalagið sbr:
We are not talking about a new bailout but an economic support package without new (austerity) terms. Until 2016 the targets our obligations have been set and other measures or targets cannot be required.
Hann afneitar orðinu "björgun" talar um efnahagslegan stuðningspakka - og hafnar fyrirfram frekari niðurskurðarkröfum, segir skilyrðin liggja fyrir og að frekari komi ekki til greina.
Það hefur reyndar legið fyrir um nokkurn tíma að Grikkland þarf frekari fjármögnun, eða a.m.k. síðan snemma í vor á þessu ári.
En einhvern veginn hefur verið farið með þá staðreynd eins og mannsmorð, eins og að þagnarbindindi hafi verið í gangi: Greek finance minister sees need for 10bn fresh support
En það sem mér finnst áhugaverðara er afstaða Merkelar!
En jafnvel þó að Grikkland fái með einhverjum hætti 10ma. sem enginn veit á þessari stundu hvernig verða útvegaðir - - en ljóst virðist að sú hugmynd að nota fé frá stuðningssjóðum ESB gengur ekki upp.
Á sama tíma er ekki áhugi á að lána Grikklandi meira fé - - þá eru menn komnir að þeim punkti.
Að vera gefa Grikklandi fé án skilyrða - - en ég get ekki skilið orð Stournaras öðruvísi, en að hann heimti að þetta verði hrein peningagjöf og án nokkurra skilyrða.
Merkel Leaves Door Open to Greek Debt Cut
Túlkun blaðamanna Spegilsins þýska er sérdeilis áhugaverð sbr. orð Merkelar:
"I would explicitly warn against a debt cut,"
Sjá túlkun blaðamanns - "That's just a warning, and it falls far short of the categoric statement made by Finance Minister Wolfgang Schäuble on Sunday when he said that the euro-zone finance ministers had vowed that the first debt cut for Greece was a "total one-off, never again.""
Blaðamanni finnst orðalag Merkelar ekki það ótvírætt - - að hans túlkun er að Merkel sé búin í reynd að opna litla glufu fyrir möguleikann á - niðurskurði skulda Grikklands.
Ég skal ekki segja - - en sjálfsagt hafa Blaðamenn og rýnar Spegilsins mun meiri reynslu af því, að túlka Angelu Merkel en ég!
En andstaðan við niðurskurð skulda Grikklands virðist útbreidd meðal pólit. stéttarinnar.
Jörg Asmussen sem situr fyrir hönd Þýskalands í stjórn Seðlabanka Evrópu - - var ekki skemmt yfir umræðu af slíku tagi - "Repeated talk of a debt cut isn't helpful," - "It distracts attention from what needs to be done under the current program for budget consolidatuon and more growth."
LOL - - einmitt!.
Eins og það skipti engu máli, hve augljóst er að skuldir Grikklands eru gersamlega ósjálfbærar.
Sem að sjálfsögðu hefur slæm áhrif á möguleikann á hagvexti, þ.s. sú staða fælir frá hugsanlega fjárfesta.
"The Greek government expects the debt level to amount to 173 percent of annual GDP by the end of 2013 -- about just as high as before the country's first debt cut. "
Takið eftir að þrátt fyrir að einkaaðilar hafi verið neyddir til þess að afskrifa allt að 70% af andvirði eignar sinnar í ríkisbréfum Grikklands - fyrir tæpum tveim árum.
Er Grikkland nánast komið skuldalega séð í sömu stöðu aftur - ef miðað er við hlutfall af þjóðarframleiðslu.
- "A face-saving compromise for Greece could involve prolonging the duration of the loans to Greece,
- or reducing interest payments or
- even scrapping interest payments if certain conditions are met.
- That would avoid a formal debt cut, and it would enable Greece's creditors to keep up their pressure on Athens to keep on reforming."
- "Stournaras, the Greek finance minister, raised this possibility in an interview with German business daily Handelsblatt. The message would be: The money for Greece isn't gone. The Germans just won't be getting it back for the time being."
Þetta verður sennilega lausnin hugmynd Stournaras, að aðildarlöndin gefi alfarið eftir - - vaxtagreiðslur.
Þó það sé í reynd "afskrift" þá sé höfuðstóllinn ekki lækkaður í slíkri sviðsmynd.
Og menn geta hártogað það - - að ekki sé verið að gefa eftir peninga skattgreiðenda.
Niðurstaða
Það virðist einmitt málið - - að 2-skuldaafskrift Grikklands blasir við. Ég man eftir því að fyrir 3-árum spáði erlendur fjármálamaður því að Grikkland mundi ganga í gegnum 3-afskriftir áður en yfir lyki. Man ekki hver það var - bara að hann spáði þessu.
Hún verður líklega ekki kölluð "afskrift" og einnig líklega í samræmi við orð Yannis Stournaras verður 3. eða 4. björgun Grikklands, ekki nefnd því nafni. Heldur bara - stuðningsprógramm.
En það virðist ákaflega mikilvægt af hálfu pólitíkusanna - - að láta ekki standa sig af því að hafa svikið yfirlýsinguna sem gefin var fyrir um 2-árum síðan. Er Grikkland fékk skulda-afskrift.
En þau orð voru "aldrei aftur" og einnig "að vandi Grikklands væri einstakur og ekki að óttast að fleiri lönd hafi þörf fyrir slíka aðstoð."
Jens Weidmann - Debt relief that results in us being in the same situation in five years time would be counterproductive and would send the wrong signal to countries with (aid) programmes,
Yfirmaður Bundesbank sagði það ekki algerlega skýrt, en óttinn virðist við einhverskonar "dómínó" áhrif, ef í annað sinn verði samþykkt að skera af skuldum Grikklands.
En það eru flr. lönd í skuldavandræðum, sérstaklega er Portúgal að leita eftir því að komið sé á móts við erfiða stöðu landsins, og Írland hefur verið með kröfur einnig.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af hverju má þetta land ekki bara verða gjaldþrota? Það væri lang ódýrast og best fyrir íbúana líka.
Ásgrímur Hartmannsson, 27.8.2013 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning