Hin endalausu vandræði Argentínu!

Rakst á þessa frétt á vef Financial Times: Argentina loses appeal of ruling forcing it to pay bondholders. En alla leið síðan í Argentína varð gjaldþrota kringum árið 2000, hefur Argentína staðið í deilum við sína kröfuhafa. Og margvíslegt vesen hefur fylgt þessu - - t.d. hafa kröfuhafar elt eignir argentínska ríkisins á röndum, sbr. fyrir nokkrum árum var skólaskip argentínska flotans haldið föstu í erlendri höfn er það var í kurteisisheimsókn og ég þekki ekki hvað varð um það skip fyrir rest, þetta hefur einnig komið fyrir ef argentínsk varðskip eitt eða tvö skipti sem hafa komið við í erlendum höfnum.

Ég held að eftir þetta hafi alfarið tekið fyrir siglingar skipa í eigu argentínska ríkisins út fyrir landsteina, nema til að heimsækja tiltekin lönd - eins og Venesúela eða Kúbu, þ.s. stjórnir hafa setið að völdum sem hafa þ.s. stefnu að hundsa slíkar beiðnir.

 

Hver eru vandræðin akkúrat?

Þröngur hópur kröfuhafa hefur neitað að taka sátt sem argentínska ríkisins náði við meirihluta kröfuhafa fyrir nokkrum árum - þetta er svokallað "voluntary agreement" og var gerður undir umsjá réttarkerfis New York borgar. Sem skírir af hverju kröfuhafar sem neita að taka sátt, hafa verið að sækja mál sín gegn argentínska ríkinu þar.

Slíkar "voluntary" sættir hafa byggst á þeirri hugmynd, að ef tilskilinn meirihluti kröfuhafa næst fram - - sem samþykkir sátt um greiðslur skulda, sá tilskildi meirihluti einmitt náðist fram.

Þá sé það ekki réttur annarra kröfuhafa að krefjast meira!

Þeir séu bundnir af meirihlutanum, þó þeir séu ósáttir.

En þröngur hópur kröfuhafa fyrir rúmu ári, náði fram dómsniðurstöðu í New York, þ.s. dómari úrskurðaði að Argentína ætti að greiða þeim sem neituðu að taka sátt þeirri sem meirihluti samþykkti - - í samræmi við þeirra kröfu á argentínska ríkið að fullu.

Með öðrum orðum, úrskurðaði að þeir fái sitt greitt upp í topp.

  • Skv. úrskurði áfrýjunarréttar í New York, kemur fram í frétt - - tapaði argentínska ríkið málinu, og fyrri úrskurður undirréttar er staðfestur.
  • En þ.s. málinu hefur verið vísað til Hæstaréttar Bandaríkjanna, þá er dómurinn ekki framkvæmdur - - heldur býður fullnusta útkomu æðsta dómsstigs Bandaríkjanna.

 

Þetta er í reynd ákaflega mikilvægt mál!

Málið er að ef þeir kröfuhafar sbr. "holdouts" sem neituðu sátt, fá sitt fram fyrir rest - að það verði að greiða þeim þeirra kröfu 100%. Með vöxtum og öllu.

Þá er búið alfarið að eyðileggja þessa aðferð, þ.e. "voluntary dept agreement" leiðina.

Og það getur skipt töluverðu máli fyrir framtíðina, því ef við horfum á heiminn í kring - - þá er afskaplega mikið af þjóðum þarna úti. Sem skulda hættulega mikið.

En engin sátt getur gengið upp, ef minnihlutinn getur alltaf neitað og þvingað sitt fram.

Þess vegna hefur Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, aðstoðað Argentínu í þessu máli í seinni tíð, vegna þess hve "monumental" að mikilvægi það allt í einu varð, er undirréttur í New York úrskurðaði minnihluta kröfuhafa í vil.

Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn hefur lýst yfir áhyggjum af þessu máli.

 

Niðurstaða

Það er alger grundvöllur "voluntary" sáttar sem leiðar til að endurskipuleggja skuldir ríkja, að slík sátt haldi þ.e. að tilskilinn meirihluti kröfuhafa bindi minnihlutann. Sannarlega virðist þeim sem eiga slíka skuld það ósanngjarnt að fá ekki greitt að fullu. En ef engin sátt er möguleg, þá verður skuldakreppan sú sem til staðar er í heiminum í dag. Jafnvel enn hættulegri en áður.

Ef mál eru þannig að aðilar elta ríki á röndum alveg án endimarka, þá verður mjög erfitt fyrir lönd að rísa aftur upp úr öskustónni.

En skuldir geta gengið kaupum og sölum, þannig að fræðilega er unnt að elda þá lönd næstu hundrað - tvö hundruð - þrjúhundruð árin.

Hættan er þá að þau lendi í endalausri mýri upplausnar og óstöðugleika, sem mundi valda alþjóðasamfélaginu ærnum kostnaði.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband