Eiturgasárás undirskorar hve stríðið í Sýrlandi er hræðilegt!

Flestir virðast telja að sýrlenski stjórnarherinn hafi framið hana. Nánast eina vörnin liggur í því, að eftirlitsaðilar frá Sameinuðu Þjóðunum voru á sama tíma á ferð um landið, m.a. til þess að rannsaka ásakanir um - eiturefnahernað. Og eins og utanríkisráðherra Rússlands komst að orði:

“They think that Assad might be ugly but he’s not crazy. To do such a sort of demonstrative attack while inspectors are there is really just an act of madness.”

Það eru rök fyrir því að árásin geti hafa verið framkvæmd af einhverjum hópum uppreisnarmanna, það merkilega er - - að þ.e. alls ekki útilokað.

En á svæðinu eru í dag tveir hópar á vegum al-Qaeda, sem þekkt er að hafa ekki hinn minnsta vott af samvisku, og er trúlegt til alls.

Þó fleiri telji að aðilar á vegum Sýrlandsstjórnar hafi verið að verki, þó svo það virðist vægt sagt sérkennilegt, að framkvæma slíka árás - akkúrat þegar rannsóknarmenn á vegum SÞ eru í landinu.

Syrian Rebels, Supporters Demand Response to Gas Attack Claims

U.N. presses Syria to allow gas attack inspection

Obama faces growing calls to act over Syria gas attack allegations

France hints at use of force in Syria if chemical attack proved

 

Þrístingur á Obama að gera eitthvað?

  • Laurent Fabius - "There would have to be reaction with force in Syria from the international community, but there is no question of sending troops on the ground,"
  • "State Department spokeswoman Jen Psaki said the United States had not "conclusively" determined that chemical weapons were employed but that Obama had directed the U.S. intelligence community to urgently gather information to verify the reports from the Syrian opposition."
  • "But another U.S. official said intelligence agencies were not given a deadline and would take the time needed to "reach a conclusion with confidence.""
  • ""You don't want to lay down a red line and not enforce it," said Andrew Tabler, a Syria expert at the Washington Institute for Near East Policy, who called the Syria crisis the "biggest black mark" on Obama's foreign policy record."
  • "Fred Hof, a former senior State Department adviser on Syria who is now at the Atlantic Council think tank, wrote on Thursday, "The Assad regime, Iran, its Lebanese militia, and Russia have taken the measure of the United States in the Syrian crisis and have concluded they can win.""
  • ""It is long past time for the United States and our friends and allies to respond to Assad's continuing mass atrocities in Syria with decisive actions, including limited military strikes to degrade Assad's air power and ballistic missile capabilities," McCain, a harsh critic of Obama's Syria policy, said in a statement."

--------------------------------------------

Málið með Sýrlandsstríðið er - - að það er löngu hætt að vera "bara borgarastríð."

Þetta er angi af mun stærri átökum, eins og sjá má af stuðningi Írana og Rússa við ríkisstjórn Assads í Sýrlandi, síðan af ástæðum sem liggja ekki fyrir - - velur Kína einnig ásamt Rússlandi að hindra ályktanir í Öryggisráðinu - beint gegn Sýrlandsstjórn.

Á hinum kanntinum eru Arabafurstadæmin og konungsríkið við Persaflóa, sem dæla milljörðum dollara í stuðning við vopnaða andstöðu gegn Sýrlandsstjórn, ásamt vopnasendingum.

  • Inni á milli eins og krækiber í helvíti - virkilega.
  • Er sýrlenskur almenningur, sem ber vitni af því að þeirra lands er leiksoppur mun öflugari landa.

Þegar menn velta fyrir sér stríði, borgar sig að íhuga - - hversu stórt það mögulega getur orðið!

Sýrland er leiksoppur keppni um áhrif og völd í Miðausturlöndum milli Saudi Arabíu sem fer í fararbroddi arabaríkjanna við Persaflóa, sem í bandalagi reka fullt leynistríð við Íran.

Og Íran er þá megin mótherjinn - - andstæðingurinn, og Íran er stutt af Rússlandi og af einhverjum ótilteknum ástæðum, Kína.

Bandaríkin hafa verið væflast - hikandi í málinu, með volgan stuðning við Saudi Arabíu, án þess þó að vera til í að beita sér að nokkrum umtalsverðum krafti, til að styðja framtak Sauda í Sýrlandi.

Obama hefur heimilað CIA að dreifa vopnum til uppreisnarmanna, en þær vopnasendingar virðast þó dropi í hafið við hlið aðgerða Persaflóa-arabanna.

----------------------------------------

En hættan virðist augljós að ef Bandaríkin myndu senda her til Sýrlands, að snjóboltaáhrif gætu mögulega endað alla leið í styrjöld við Íran.

Sem sjálfsagt einhverjir myndu fagna, en þá erum við að tala um allsherjar styrjöld í Miðausturlöndum, þ.s. súnnítar og shítar væri að berjast um þau nánast öll, meðan að Bandaríkin væru þá með her sem berðist við hlið súnníta ríkjanna og leitaðist við að sækja inn í Íran - - í gegnum fjallgarðana í því landi.

Íran er ákaflega fjöllótt - - eins og sést á mynd.

http://www.worldofmaps.net/uploads/pics/topographische_karte_iran.jpg

Á myndinni sést vel, að Írak er stórum hluta láglendi - sléttlendi. En Íran nærri því allt hálendi.

Teheran er síðan á hásléttu í miðju landi, þangað þarf að sækja í gegnum röð af fjallagörðum.

Íran væri því alger martröð heim að sækja, og þar er nóg af frábærum stöðum til varnar fyrir fjölmennt varnarlið.

----------------------------------------

Svo þarf vart að taka fram að stríðið ef það snjóboltaðist alla leið í bein átök við Íran.

Þá hefði það líklega ákaflega slæm áhrif á olíuverð í heiminum.

Ofurhátt olíuverð örugglega mundi endurræsa heimskreppuna.

Með það í huga að efnahagsleg staða Bandaríkjanna er ekki sterk þessa dagana, skuldastaða óþægileg, stríðskostnaður mundi vera stjarnfræðilegur - - á sama tíma og Kína er að eflast.

En útkoman gæti mjög vel veikt Bandaríkin alvarlega, einmitt þegar Kína er að sækja í sig veðrið.

  • Jafnvel þó að Bandaríkin næðu fram hernaðarsigri.
  • Gætu þau orðið fyrir miklum "strategískum" ósigri, ef efnahagsleg staða þeirra ásamt skuldastöðu versnar það mikið, að Kína nær að auka áhrif sín umtalsvert á þeirra kostnað.

----------------------------------------

Síðan er afskaplega líklegt að slíkt stríð mundi leiða til átaka nánast án enda!

Það væri jafnvel enginn raunhæfur hernaðarsigur í sjónmáli, en stríðið væri samt að veikja efnahag Bandar. og samtímis að veikja stöðu þeirra gagnvart hinum rísandi keppinaut.

 

Niðurstaða

Málið er að varfærni Obama er ákaflega rökrétt. Staða Bandaríkjanna er veikari nú en hún hefur nokkru sinni verið síðan fyrir Seinna Stríð. Þetta er stórum hluta vegna veikrar efnahagsstöðu ásamt óþægilegri skuldastöðu. 

Hættan er veruleg á því, að enn eitt kostnaðarsama stríðið, veiki Bandaríkin heilt yfir - enn frekar. Þ.e. stíðskotnaður geri skuldastöðuna enn verri, og þar með veiki framtíðargetu þeirra til að standa uppi í hárinu á rísandi veldinu í Asíu.

Ég held að Bandaríkin þurfi að gæta sín, þeirra staða er enn hernaðarlega séð miklu mun sterkari en Kína, en þ.e. staða sem er ekki meitluð í stein.

Ef skuldastaðan versnar enn frekar, munu Bandaríkin þurfa að minnka enn frekar en þau þegar eru að gera hernaðarútgjöld, og það þá flýtir fyrir því að Kína nái að jafna þann aðstöðumun sem enn er til staðar. Sá er verulegur ennþá, en ef Bandar. eru að leggja heilu flotadeildunum, á meðan að Kína er að stækka við sig - - þá dregur saman hraðar en ella, augljóslega.

Og auðvitað, ef Bandar. lenda í mjög dýru stríði, gæti höggið sem fylgdi á eftir hvað útgjöld varðar, orðið töluvert mikið - - þ.e. ekki bara flotadeildir aflagðar heldur heilu flotarnir. Þá minnkar bilið hratt.

Síðan má vel vera að stríð mundi verða alfarið án verulegs árangurs sbr. þau endalok sem stríðið í Afganistan stefnir, stríð án augljóss enda þangað til Bandaríkin leggja niður skottið og hætta.

Svo má ekki gleyma, að stækkun stríðsins í Sýrlandi, víkkunn til fleiri landa, mundi að sjálfsögðu leiða til útvíkkunar mannfalls meðal almennra borgara sem og útvíkkunar flóttamannavanda.

  • Punkturinn er þá sá, að þó svo að Sýrlandsstríðið sé ákaflega hræðilegt.
  • Virðist fátt benda til þess að það sé góð hugmynd fyrir Bandaríkin, að hefja beina þátttöku í því stríði.
  • Jafnvel séð frá mannúðarsjónarmiði, væri hættan frekar á þann veg að gera íllt verra, en til þess að bæta ástandið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Eru skuldir USA ekki með veði í USA söluskattskyldri framleiðu? Er það þá ekki hagur lánadrottna USA að auka þjóðarframleiðslu USA.  það er ekki sama hver skuldar þegar skuldarstaðan er metin.  Ónægja 80% Sýrlendindinga með ASSAD fjölskylduna er áratuga gömul. Vaxandi raun neyslu minnkun PPP á Vestulöndum eftir 1970 , skýrist að framboðs færslu til hluta áður þriðja heimsins. Araba ríkin hafa öll orðið fyrir tekju missi vegna þessa ástands í EU sér ílagi.  þessvegna rísa millistéttir þar upp gegn sínum fjölskyldu forréttinda stéttum, sem varpar öllum skerðingum á þær.  Borgríki Vestulanda hafa öll að markmið að lækka verð í sínum stöðuleika grunni: hráefna og orku til raunvirðsauka sköpunnar.  Íslensku gleraugun  er alls ekki góð til skilja menningar arfleiðir annarra ríkja.   Hér á Íslandi er aðalatriðið að hækka öll verð [veldisvísislega] í grunni [hráefna og orku] á hverju ári: nema mannlega vinnuframlaginu sem ber vsk.   UK , Aröbum, Rússum og Norðmönnum gengur illa að hækka heimsmarkaðverð á Olíu.

Júlíus Björnsson, 23.8.2013 kl. 05:18

2 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Það má líka líta á þetta út frá eftirfarandi sjónarhorni:

Íslamistar hefðu mikinn hag af því að draga Bandaríkin inn í stríð til framdráttar íslömskum markmiðum - og á sama tíma myndu þeir veikja Bandaríkin, höfuðandstæðing sinn.

Það kallar maður að slá tvær flugur í einu höggi.

Ef staða Bandaríkjanna veikist þá er líkegt að staða hins vestræna heims veikist einnig. Því má ætla að hagur hins vestræna heims sé sá að USA/UK/Frakkland/ESB skipti sér ekki af þessum átökum.

Þorgeir Ragnarsson, 23.8.2013 kl. 10:08

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það má auðvitað velta fyrir sér hvort Kína sé að vonast eftir því að vesturlönd stingi sér á bólakaf í þetta stríð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.8.2013 kl. 12:41

4 identicon

Sæll Einar Björn

Já, rétt hjá þér Einar:"Flestir virðast telja að sýrlenski stjórnarherinn hafi framið hana" og allt fyrir fleiri stríð og svo stærra Zíonista Ísrael, ekki satt?
Það ótrúlegt ef þetta kemst allt saman upp hjá þeim, en þeir hljóta geta fundið eitthvað upp til að kenna sýrlenska stjórnarhernum um þetta allt saman og þvegið yfir þetta svo í öllum vestrænum fjölmiðlum:

Al Jazeera, Reuters Published the news of Massacre in Syria one day before the Massacre Happened

Syria: Chemical Attack in Ghouta 'an Accident Caused by Free Syrian Army'

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.8.2013 kl. 13:15

5 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.8.2013 kl. 14:27

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

1: Hvað þýðir "undirskorar?"

2: Eiturgas er bara enn ein aðferð til að drepa fólk. Hvað gerir það að einhverri ástæðu til þess að skifta sér af?

Mér finnst einhvernvegin eins og vestræn ríki séu að leita sér að ástæðu til að fá að taka þátt í þessari fjöldaskemmtun þeirra þarna í Sýrlandi.

Eins og þau hafi ekki nóg á sinni könnu. Eða kannski vegna þess að þau hafa leiðinleg mál á sinni könnu, og vilja dreyfa athyglinni aðeins.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.8.2013 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband