Der Spiegel segir að fjármögnun nýrrar björgunar Grikklands muni koma úr fjárlögum ESB

Þetta hefur verið heitt umræðuefni sem leitast virðist vera um að ræða sem minnst, fram að kosningum í Þýskalandi. En fjármálaráðherra Þýskalands opnaði þó á slíka umræðu er hann um daginn viðurkenndi að Grikkland mun þurfa nýtt björgunarprógramm.

En hvernig á að fjármagna nýja björgun Grikkland, um það þagaði Wolfgang Schäuble?

Tók þó skírt fram að ekki komi til greina að lækka eða fella að hluta niður skuldir Grikklands.

Það er þó talið af erlendum fjölmiðlum jákvætt, að Schäuble hafi sagt þetta, því með því gefi hann merki um það, að ekki standi til að gefa Grikkland upp á bátinn eftir kosningar.

Schäuble breaks German campaign taboo on Greece

Greece Funding May Come from EU Budget 

  1. "The paper claims that Brussels is considering tapping EU structural funds so as to avoid the massive political problems -- first and foremost in Berlin -- that a third bailout would stir up. "
  2. "Furthermore, a second debt haircut for Greece has been ruled out by Schäuble and is seen with skepticism elsewhere as well."
  3. "There is also concern that additional loans would only serve to inflate Greece's already untenable debt load." 
  • "The only option besides debt forgiveness remains a transfer from the EU budget or from the budgets of its partners,"

Þetta er vandinn - - augljóslega þíðir ekki að lána meira.

Grikkland líklega getur ekki borgað þ.s. það þegar skuldar.

Ekki er pólitískur vilji til að afskrifa - - NEIN.

A.m.k. ekki með formlegum hætti, hver veit - - kannski verður þess í stað lengt í lánum og greiðsludögum, raunvirði láns lækkað án þess að það sé kallað "afskrift."

Þessi hugmynd að beita "sjóðakerfi" ESB sem hefur þann tilgang, að styðja við gagnlegar framkvæmdir og fjárfestingar í þeim aðildarlöndum, sem eru fátækari en meðaltalið.

Er óvenjuleg nálgun, en þessir sjóðir eru ekki ætlaðir til þess að þeir séu notaðir, í þeim tilgangi að forða ríkissjóði aðildarlands frá gjaldþroti.

Ég stórfellt efa að slík notkun sé í samræmi við reglur þeirra sjóða.

Þetta kannski lýsir vissri örvæntingu!

 

Niðurstaða

Þ.e. a.m.k. formlega viðurkennt í Þýskalandi að Grikkland þarf frekari fjármögnun. En hvaðan á að sækja peninginn? Hugmyndin að taka fé úr sjóðakerfi sambandsins, virðist mér lýsa nokkurri örvæntingu. En í því kannski felst viss viðurkenning samt að sú aðferð að lána Grikklandi meira fé - sé gengin til húðar. Sú hugmynd að nýtt fjármagn væri styrkur - - er þannig séð, . Og kannski ákveðin nálgun á veruleikann, sem er sá að Grikkland skuldar þegar of mikið. Þrátt fyrir tvær afskriftir.

Þetta er þó a.m.k. vísbending þess að hugmyndagerjun sé í gangi.

Og ef til vill eftir kosningar, verði stærri skref tekin varðandi vanda Grikklands en áður.

Næsta björgun Grikklands verði kannski "raunhæfari" - - eða kannski ekki.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mann grunar sterklega að eftir þýsku kosningarnar í september muni evrukrísan blossa aftur upp fyrir alvöru.

Undirliggjandi vandi myntsamstarfsins hefur aldrei verið leystur öll þessi ár, þrátt fyrir stórar yfirlýsingar þess efnis, og litlar sem engar líkur eru á að það sé mögulegt sökum þess að menn fóru í myntsamstarf áður en pólitískur samruni átti sér stað. Þess vegna hefur nú myndast pólitísk togstreita á grundvelli ósjálfbærs myntsamstarf sem illmögulegt, jafnvel ómögulegt, verður að leysa.

Þó að vandamál evrusvæðisins snúist að miklu leyti um að ekkert tilfærslukerfi sé til staðar né sameiginlegt bankakerfi þarf að líta enn meira ofan í grunninn til að sjá stærsta vandamálið.

Grunnvandamálið, eins og í vel flestum vestrænum ríkjum, er hreðjatak fjármálageirans á stjórnmálamönnum og yfirskuldsettum raunhagkerfum (vörur/þónusta - ekki óskilvirk fjármálaþjónusta og fjárhættuspil). Það hreðjatak er nýtt til að draga meira og meira fjármagn úr raunhagkerfum inn í fjárhættuspil eignamarkaða sem leiðir til ósjálfbærra verðhækkana eigna í hlutfalli við vöxt raunhagkerfis. Þegar menn útiloka svo allsherjarafskriftir óborganlegra skulda raunhagkerfis er það eins og að segja að raunhagkerfið muni ekki ná sér fyrr en eftir mjög langan tíma. Afleiðingin er sífellt meiri misskipting tekna þar til eitthvað lætur undan. Þetta tel ég að sé ástæðan fyrir litlum sem engum breytingum til góðs á innri gerð myntsamstarfsins öll þessi ár.

Með þessu áframhaldi vona ég að eitthvað láti undan fyrr en seinna - held það sé bara spurning um tíma hvenær það gerist í hinum vestræna heimi.

Flowell (IP-tala skráð) 22.8.2013 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband