Þarna ráða hagsmunir. Ísrael leggur áherslu á fyrst og fremst eitt, stöðugleika í samskiptum við Egyptaland. Ísrael treystir betur egypskri herforingjastjórn til að standa við það samkomulag sem Ísrael gerði á sínum tíma við Sadat.
Saudi Arabía og furstadæmin við Persaflóa, styðja gagnbyltinguna í Egyptalandi sem batt enda á stjórn Bræðralags Múslíma hugsanlega af tveim ástæðum. Þessar stjórnir eru allar ólýðræðislegar og þeim stendur stuggur/ógn af hugsanlega velheppnaðri lýðræðisþróun í súnni múslímalandi. Síðan er til staðar trúarlegur vinkill fyrir Sauda a.m.k., en Bræðralagið viðheldur sínum eigin súnni íslam trúarskóla sem ekki er eins og Wahabi trúarskólinn sem Saudar styðja og er ríkistrú Saudi Arabíu.
Þessu má líkja við deilur milli fylkinga mótmælenda innan kristinnar trúar áður fyrr. En fyrir 300 árum var litið á mismunandi túlkanir á Biblíunni af ólíkum fylkingum sem villutrú. Mig grunar að Wahabar hafi svipuð viðhorf til trúarlegrar sýnar Bræðralagsins innan súnni íslam, að þeir séu villutrúarmenn.
Það liggi ekki síst að baki vilja Sauda til að styðja fjöldamorð á fylgismönnum Bræðralagsins.
Hið augljósa hatur sem felst í yfirlýsingum ráðherra Sauda, þ.s. þeir tala um baráttu gegn hryðjuverkum, sem í reynd er absúrd þ.s. Bræðralagið er ekki hryðjuverkasamtök heldur trúarsamtök í samkeppni við samtök Wahaba um "hearts and minds" snúnní múslima alls staðar. En áhrifa Bræðalagsins gætir víðar en innan Egyptalands eins, heldur um N-Afríku alla.
En þ.e. kannski "terrorismi" að vera ekki sammála túlkun Wahaba á Kóraninum.
Allies Thwart America in Egypt
Afstaða Obama virðist mótast af því að hann telji það ekki mögulegt að þurrka út Bræðralagið!
Ég er algerlega sammála því, en við erum að tala um samtök stofnuð á 3. áratugnum í Egyptalandi - sem voru framanaf virk í andstöðu við yfirráð Breta. Síðar hafa þau verið í bakgrunni í Egyptalandi í gegnum þá löngu sögu einræðis sem þar hefur verið til staðar nærri samfellt í gegnum sögu sjálfstæðis Egyptalands.
Það hefur gengið á ýmsu, stundum hefur Bræðralagið verið ofsótt oft árum og árum saman, og stundum ekki. En aldrei virðist sem að þær ofsóknir hafi neitt að ráði veikt þá hreyfingu.
Lauslega áætlað styður milli 30-40% egypsku þjóðarinnar Bræðralagið, en Egyptar eru um 82 milljónir.
Þeir fundu upp skipulag sem byggist á hugmyndum um samfélag íslam, þ.s. fylgismenn eru meðlimir frá vöggu til grafar, en þegar barn fæðist er líklega ljósmóðir frá Bræðralaginu sem tekur á móti barninu, síðan fer það líklega í trúarskóla á vegum þess sem kennir a.m.k. gagnlega hluti eins og lestur, skrift og einfaldan reikning - síðan fá aldraðir sem ekki geta bjargað sér einnig líkn og skjól.
Þetta er sambærilegt mannúðarstarf og kirkjur hafa gjarnan ástundað í Evrópu í gegnum aldirnar.
Í Egyptalandi er enn gríðarleg fátækt, stuðningur Bræðralagsins leiðir eðlilega til mjög útbreidds fylgis meðal fátækra, sem gjarnan eingöngu hafa aðgang að þeirra aðstoð - aðstoð ríkisins sé í skötulíki.
- Punkturinn er sá, að þetta þíðir að stuðningurinn hefur mikla dýpt, er líklega mjög "robust."
- En Hamas t.d. beitir mjög svipuðu skipulagi, og Ísrael hefur ekki getað veikt þau samtök, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
- Hesbollah er annað dæmi þó þau séu samtök shíta, þá þegar þau komu til sögunnar meðan hernám Ísraela á Líbanon stóð yfir á 9. áratugnum, tóku þau upp sambærilegt skipulag þ.e. stuðning við meðlimi af því tagi sem Bræðralagið veitir. Og Ísraelar virkilega gerðu sitt ýtrasta til að eyða þeim samtökum, en samt styrktist Hesbollah í stað þess að veikjast - undir álaginu frá stöðugum árásum Ísraela meðan þeir hersátu Líbanon m.a. svæði líbanskra shíta.
Það eru þessi dæmi sem fær mig til að taka undir þ.s. virðist vera afstaða Obama, að það sé óraunhæft að ætla sér að brjóta Bræðralagið á bak aftur.
Tilraunir til þess séu líklegar til að neyða Bræðralagið til þess að taka upp hernaðarskipulag eins og Hamas og Hesbollah viðhafa, þ.e. koma sér upp hernaðararmi.
Miðað við hinn mikla fjölda stuðningsmanna, ætti það ekki að vera neinn vandi.
Síðan er risastór vopna basar í Líbýu. En stjórnleysið þar hefur skapað þar algert "free for all" og þar m.a. getur hver sem er komið og keypt sér hvaða vopn sem er hvort sem þ.e. skriðdrekaeldflaug - vélbyssa - "RPG" eða jafnvel skriðdreki.
Þannig að það verður ekkert vandamál fyrir Bræðralagið að vopnast ef það vill, síðan er nóg af radikölum í Líbýu næsta landi við hlið, sem gætu séð þ.s. áhugavert að koma til Egyptaland til að slást við egypska herinn.
Egypt Risks Further Radicalization
Nú hefur æðsti trúarleiðtogi Bræðralagsins verið handtekinn, og talað er um að rétta yfir honum. Augljóslega sýndarréttarhöld því öruggt er að hann verður annaðhvort dæmdur til langrar fangelsisvistar eða til dauða.
Þetta auðvitað er mjög fín aðferð ofan á morð á yfir 800 fylgismönnum, til að sannfæra meðlimi Bræðralagsins - að sækja sér vopn og taka upp vopnaða baráttu gegn egypska hernum.
Ég er nærri því fullviss, að við erum að sjá skrefin stigin í átt að mjög stóru blóðbaði.
Á meðan styðja Persaflóaríkin herstjórnina með 12ma.$ framlagi.
Sem ætti að borga fyrir uppihald hermanna í töluverðan tíma.
Niðurstaða
Mér hryllir við líklegri framtíð Egyptalands. En annað af tvennu blasir við. Að það stefni í gríðarlega grimmt lögregluríki þ.s. fyllstu grimmd í stíl Pinochets verður beitt til að brjóta niður hin fjölmennu samtök Bræðralag Múslima. Ef það tekst mun það ekki takast fyrr en miklu blóði hefur verið hellt. Ef það tekst ekki, tja þá blasir við langvarandi borgarastríð og ég er alls ekki viss. Að egypski herinn muni vinna á endanum.
Og þá er eins gott að þeir sem styðja herstjórnina eigi sér heimili B einhver staðar í fjarlægu landi.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:47 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning