Það tekur gjarnan þjóðfélög langan tíma að læra á lýðræði!

Það er vinsæl kenning að lýðræði sé ekki mögulegt í ríkjum múslíma, nema að Íslam sé með einhverjum hætti haldið til hliðar - - íslamistaflokka verði því að takmarka eða halda fyrir utan.

  • Það sem menn þurfa að muna er að - lýðræði er ekki auðvelt.
  1. Það krefst þess að almennt samkomulag sé meðal íbúa um það að leysa ágreining lýðræðislega.
  2. Sem krefst þess, að til staðar sé lágmarks virðing fyrir skoðunum hinna.
  3. Og þá að auki, að bæði stjórnendur og andstaða sýni hana í verki.

Ef við íhugum sögu 20. aldar, þá ættu flesti komnir á miðjan aldur eða yfir, að muna eftir fjölda dæma þess bæði í Afríku og Suður sem og Mið Ameríku, að lýðræðislega kjörinni stjórn sé ýtt til hliðar í byltingu hersins.

Lýðræði virkar illa ef gagnkvæmur skilningur hópa er ekki fyrir hendi, né virðing.

Þá er hættan einmitt sú, að þeir sem komast til valda - hugsi eingöngu um hagsmuni þess hóps sem kaus þá til valda.

Saga 20. aldar sýnir að ef hópur nær slíku taki á valdstólum í gegnum kosningakerfi, og lætur alfarið vera að taka tillit til hagsmuna annarra innan þjóðfélagsins.

Þá virðist sterk freisting þeirra sem urðu undir í kjörklefanum, og sjá jafnvel litlar líkur á að verða ofan á þar, að kalla til herinn og styðja byltingu hans og valdatöku.

Síðan sýnir saga 20. aldar, í löndum þ.s. gagnkvæma virðingu hópa skortir, að í slíkum tilvikum - tekur sá hópur sem þannig gerir bandalag við herinn - einmitt upp iðju þess hóps sem sá hópur hataði; ég á við, þá iðju að hlaða undir eigin stuðningsmenn og varpa alfarið fyrir róða hagsmunum þess hóps sem hafði betur í kjörklefanum.

Í nokkrum löndum, í Afríku og Ameríku, áttu sér stað her-byltingar ofan í her-byltingar. 

Þ.e. hóparnir fóru í það far, að taka völdin til skiptis - - til þess að maka krókinn, það var alltaf þannig að hópurinn sem náði völdum hlóð undir eigin stuðningsmenn og þeir sem urðu undir töpuðu miklu.

En það áttu sér einnig stað tilvik, þ.s. lýðræðisskipulag var endurreist eftir einhver ár af herstjórn, t.d. í Brasilíu - Chile - Í Nígeríu voru nokkrar lýðræðistilraunir gerðar, en þar voru einnig þess á milli ákaflega "repressive" herforingjastjórnir.

Meðan hópar samfélagsins voru ekki búnir að læra gagnkvæma virðingu fyrir hagsmunum og skoðunum hvers annars.

Þá höfðu ríkisstjórnirnar hvort sem þær voru með lýðræðislegu ívafi eða voru herforingja, þá tilhneigingu - að sinna nær eingöngu hagsmunum síns stuðningshóps.

Þær voru gjarnan ákaflega spilltar líka, vegna þess að ekki var horft á heildarhagmuni, heldur eingöngu á hagsmuni valdahópsins.

Sjá lista Wikipedia.org yfir herforingjabyltingar í heiminum á mismunandi tímum!

  • Mig rámar að í Bólivíu hafi þetta verið röð einræðisherra, sem alltaf réðu sjálfan sig til lífstíðar, þeim var eins og mafíósa"bossum" skipt út með þeim hætti, að bossinn var drepinn og hans næstu lykilmenn - annar hópur herforingja tók völdin og foringi þess hóps varð næsti boss.
  • Valdaskipti voru sem sagt, með byltingum.


Egyptaland virðist mér geta farið 2-vegu!

Sættir virðist mér minnst líklega útkoman, svo ég vík þeirri útkomu til hliðar.

Hinar tvær eru - borgarastríð eða lögregluríki.

Hvort verður ofan á fer þá eftir því hvort herforingjaklíkan sem náð hefur völdum, hefur getu til þess að berja andstöðu Bræðralags Múslima niður, og koma á "repressive police state."

Með öðrum orðum, hvort að Bræðralagið hefur nægan styrk eða nægan fjölda að baki sér, til að halda áfram að standa uppi í hárinu á herforingjunum og þeim hluta þjóðfélagsins sem styður þá.

Í seinna tilvikinu, yrði þróun í átt að borgarastyrjöld líklega ofan á.

Væntanlega láta herforingjarnir af hótun sinni, að banna Bræðralagið, og því handtaka meðlimi þess eða dreifa þeim með ýtrustu hörku, hvar sem þeir leitast við að safna saman.

Það mundi þíða - Pinochet stíl "skítugt stríð" þ.s. eins og í Chile gæti vel verið að yfir 100þ. láti lífið, eða þ.e. unnt að bera þetta saman við byltingu herforingja í Alsír fyrir allnokkrum árum síðan, eftir að kosningaúrslit leiddu fram sigur íslamista flokks.

Í Alsír var andstaðan öflug og skærustríð stóð í nokkur ár. En herforingjunum fyrir rest tókst að lama að mestu hreyfinguna sem barðist á móti.

Það er engin leið að segja til um það algerlega með vissu - en Bræðralagið er hreyfing með nærri 100 ara sögu í Egyptalandi, voru lengi í andstöðu við hernám Breta, það virðist hafa þróað það módel sem síðan margar aðrar hreyfingar íslamista hafa apað eftir - - þ.e. að vera "all encompassing" eða með öðrum orðum.

Þeir bjóða fylgismönnum upp á algera tilvist frá vöggu til grafar, þ.e. halda uppi barnafræðslu, heilsugæslu, aðstoð við aldraða meðlimi, reka einnig skóla með sterku trúarlegu ívafi fyrir lengra komna nemendur.

  • Þetta þíðir auðvitað að hreyfing af þessu tagi hefur gríðarlegt fylgi meðal fátækra. 
  • Í landi þ.s. aðstoð við þá sem minna mega sín af hálfu ríkis og sveitafélaga er í skötulíki.

Af þessu leiðir að sjálfsögðu, í landi þ.s. fátækir eru svo rosalega margir - - að grunnur fylgis Bræðralagsins er mjög sterkur.

En sama skapi frekar einskorðaður við þá sem minna mega sín. Fólk sem á þá gjarnan allt sitt að þakka Bræðralaginu.

Og því líklega til að vera fremur viljugt til að láta lífið í baráttu fyrir þess hönd.

----------------------------------------

Sem dæmi um hópa sem hafa afritað aðferðir Bræðralagsins nefni ég Hamas og Hesbollah, önnur er hreyfing sem er súnní íslam hin er shia íslam.

En sömu aðferðirnar virka fyrir báðar, og framkalla í báðum tilvikum mjög sterka stöðu hópsins meðal fylgismanna.

Ólíkt Hamas og Hesbolla hefur Bræðralagið hingað til ekki haft - - eigin her.

Haft hernaðararm - - en það getur breyst ef átökin í Egyptalandi halda áfram að magnast.

En skipulag Bræðralagsins gerir það ákaflega "resilient" þ.e. þú útrýmir slíkri fjöldahreyfingu ekki auðveldlega.

Ísrael t.d. komst að þessu á 9. áratugnum, þegar Hesbolla efldist sem andstöðuhreyfing shía múslíma í Líbanon gegn hernámi Ísraels á þeim áratug, og alveg sama hve hart Ísraels her beitti sér gegn Hesbolla, og trúið mér - - þeir virkilega beittu hörku.

Þá hélt Hesbolla áfram að styrkjast, þeir eru í nákvæmlega sömu vandræðum með Hamas hreyfingu súnni múslíma í "landinu helga" eða nánar tiltekið á svokölluðu Gaza svæði, þeir geta ekki útrýmt hreyfingunni og ef e-h er, hún eflist við andstreymið.

----------------------------------------

Hafandi í huga hve illa Ísraelsher hefur gengið með það verkefni að brjóta niður tvær öflugar hreyfingar sem hafa afritað starfsaðferðir þær sem Bræðralagið upphaflega fann upp.

Þá í reynd held ég ekki að herforingjunum í Egyptalandi muni ganga neitt betur með sitt verkefni, að brjóta Bræðralagið á bak aftur með dæmigerðum tækjum lögregluríkis í anda Pinochet.

  • Ég á því frekar von á því, að við taki mjög raunverulegt borgarastríð með mjög miklu manntjóni.

Ég held að þeir muni þó gera tilraun með lögregluríkis aðferðina, eins og Ísrael reyndi og hefur reynt, muni reyna að brjóta Bræðralagið niður með aðgerðum lögreglu og hers.

Sennilega felur það í sér, að þeir koma sér upp fjölmennum fangabúðum - - þ.s. fylgismönnum verður haldið þúsundum saman jafnvel hundruð þúsundum saman.

Á meðan, smám saman verður Bræðralagið líkara hreyfingum íslamista sem hafa hernaðararm, og Bræðralagið muni þróa slíkan - - og verða því líkari en þ.e. í dag Hesbolla og Hamas.

Þó að Bræðralagið hafi fram að þessu gert sér far um að vera hófsamari en þær hreyfingar.

Muni stríð stjórnvalda gagnvart hreyfingunni, neyða hana til þess að gerast róttækari.

 

Niðurstaða

Ég minni fólk á að í mörgum ríkjum sem í dag eru stöðug lýðræðisríki þá hefur gengið á ýmsu í fyrri tíð. Lönd verða ekki endilega velheppnuð lýðræðisríki í fyrstu tilraun. Á hinn bóginn, eru samfélög sem gera slíka tilraun einnig misjafnlega mikið klofin í fylkingar áður en tilraun til lýðræðis er gerð. Það eru sannarlega til dæmi þ.s. mjög hæfum stjórnendum tókst að leiða samfélög sín framhjá hindrunum. En það eru ekki öll samfélög svo heppin að fá góða stjórnendur á réttu augnabliki. Algengara reyndar er að þau séu ekki það heppin, það eiginlega sýnir saga 20. aldar þ.s. í fjölda ríkja var spilltum og gagnslitlum lýðræðislega kjörnum stjórnum skipt út fyrir a.m.k. eins spilltar herforingjastjórnir og litlu eða engu skilvirkari, oft enn spilltari og lélegri.

Í nokkrum löndum á 20. öld hafa verið borgarastríð, sem tóku enda fyrir einhverja rest eftir mikið manntjón og eyðileggingu. Stundum náðist einhvers konar sátt. En það eru einnig tilvik þ.s. borgarstríð endaði með fullum sigri annars hópsins t.d. Angola þ.s. enn gríðarlega spillt minnihlutastjórn. 

Ég bendi á þessa sögu, því að þ.e. eins og fólk muni ekki eftir henni - þegar það heldur því fram að lýðræði geti ekki virkað í löndum múslíma.

  • Vandinn við lýðræði er að það krefst - samfélagssáttmála.
  • Sem inniheldur leikreglur sem almenn sátt er um, og hópar hafa samþykkt að fara eftir.
  • Án slíks, getur það ekki virkað nema í besta falli illa. 

Þetta er ekki spurning um íslam eða ekki, í mörgum löndum tók langan tíma að skapa þann samfélagssáttmála, sem í dag er sátt um.

Sérstaklega í stórum klofnum samfélögum er það einfaldlega ekki auðvelt.

Langt í frá sjálfsagt að það takist að mynda slíkan.

Egyptaland hefði þurft að hafa sannkallaðan snilling við völd, og þó slíkur hefði verið til staðar, mundi hann ekki hafa átt auðvelt með að leiða landið framhjá hindrunum. Því miður var Morsi ekki snillingur. Heldur dæmi um marga þá misheppnuðu stjórnendur sem síðan var steypt.

Sem þíðir ekki að hann geti ekki orðið mikilvægt tákn í þeim hildarleik sem landið hans líklega er á leið inn í - sjá grein í Foreign Policy eftir Tawakkol Karman, en það má segja að hún líti Bræðralagið og Morsi töluvert öðrum augum en stuðningsmenn herforingjanna í Egyptalandi, þ.e. ekki ólíklegt að leitast verði við að dírlingsvæða hann og ef hann er drepinn af yfirvöldum verður hann að píslarvætti:

Morsy Is the Arab World's Mandela

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn

Það er ekki sama hvernig menn standa að því að koma á lýðræði?

"Obama’s policy of dumping weapons on radical groups, encouraging violence, and stirring up conflict is leading to civil wars and blowback terrorism.

Obama still refuses to stop dumping weapons all throughout the Middle East, even though he knows that the weapons are going to people on both sides of almost every conflict — leading to more bloodshed and decades more of resentment against the United States.

Now, even Egypt’s president, who is receiving arms from Obama, is sick of his encouragement of conflict, especially his encouragement of support for the Muslim Brotherhood who are pushing for Egyptian civil war."(http://www.capitalisminstitute.org/egypt-president-obama/)



Sjá einnig : http://www.capitalisminstitute.org/obama-armed-terrorists/

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.8.2013 kl. 17:12

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm, ég verð að benda á það, að það eru of margir þarna úti sem eru litaðir af tortyggni gagnvart múslimum og Íslam - jafmvel hatri.

Þeir sem lísa málum í Egyptalandi á þann veg að ástandi í Egyptalandi sé Bræðralaginu einu að kenna, að það sé öfgasamtök o.s.frv.

Þeir aðilar eru ekki að ástunda hlutlausa lýsingu af rás atburða - - þeir eru að stunda áróður. Í reynd að hjálpa herstjórninni í Egyptalandi við það ljóta vert sem hún ástundar í dag.

En þeir líklega styðja meðferð stjv. Egyptalands á Bræðralaginu þ.e. skipulagða morðöldu sem er í gangi gagnvart þeim hóp og stuðningsmönnum þess. Hafðu í huga að myrtir fylgismenn Bræðralagsins nálgast 800. Það veit enginn hvað er satt í meintum dauða fj. herlögreglumanna, en taktu eftir að jafnvel þó það sé allt sannleikanum skv., erum við að tala um meðferð á fylgismönnum Bræðralagsins sem er eins harkaleg, og tja meðferð ísraelskra hermanna á palestínskum unglngum þegar svokallað Intifada stóð yfir - og palestínskir unglingar hentu molotov kokteilum og voru skotnir fyrir. Ef þú studdir ekki meðferð Ísraels þá á palestínumönnum, þá er órökétt að styðja nákvæmlega eins aðferðir þegar þeim er beitt í dag af egypsku herlögreglunni gegn fylgismönnum Bræðralagsins - sem langflestir eru venjulegir borgarar.

Ekki styðja fjöldamörð.

Þú þarft eiginlega að leita uppi hlutlægari aðila.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.8.2013 kl. 23:05

3 identicon

Eg ætla mer að leifa mer að motmæla þessari imynd þinni af lyðræði.

Að island kalli stjornarskra sina fyrir lyðræði, þyðir það að lyðurinn a islandi raði? Hversu miklu red lyðurinn þegar allt for a hausinn. Engu. Með öðrum orðum, kallaðu það lyðræði en þu ert að villa mönnum syn. Að kongurinn, segi við lyðinn veljið a milli barnaheimila, eða heimilishjalpar. Að alita það vera lyðræðislegt að stilla upp þessu vali fyrir almenningi, er algjör frasinna. Og synir hversu heilaþveginn islenskur almenningur er.

Sannleikur malsins er, að það er meira lyðræði i egyptalandi og kina, en a islandi. Vegna þess að folkið þar berst fyrir sinum malum með kjafti og klom. Folkið, ræður a einn veginn eða annan. A islandi eru menn sattir við aðvera brauðfæddir.

Hinu er eg svo sammala að islam, er vegurinn till þrælkunnar og þar sem allir eiga að vera sammala. Ekki vgna malstaðarins, heldur vegna þess að guð segir það.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.8.2013 kl. 07:44

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ef þ.e. sönnun á skorti á lýðræði að efnahagshrun valdi almenningu búsifjum, þá hefur lýðræði ekki enn verið fundið upp. Því sú útópía sem fríjar almenningi frá afleiðingum mistaka stjórnenda burtséð frá því hvort þeir eru kosnir eða ekki, eða vandræðum dynja yfir út af efnahagserfiðleikum í öðrum löndum - - hefur ekki enn verið upp fundin. Kommar héldu því fram á sínum tíma að þeir þekktu leiðina á þann stað. En draumur þeirra varð að óskapnaði og hrundi. Egyptaland og Kína bjóða auðvitað sínu fólki upp á tegund af frelsi sem ekki er boðið upp á hér, þ.e. frelsið að þegar þú mótmælir þá færðu frelsi til þess að láta lífið fyrir byssukjöftum. Egyptaland er nú að bjóða almenningu upp á það frelsi í miklum mæli, og líklega vaxandi á næstunni. Þú leggur þá til væntanlega að ísl. bjóði sínum þegnum upp á lögregluríki og síðan kúlnahríð ef almenningur gengur fylktu liði fyrir byssukjaftana ósáttur við gang mála. Þannig verði Ísland eins frjálst og Egyptaland og Kína.

Einar Björn Bjarnason, 19.8.2013 kl. 11:01

5 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.8.2013 kl. 11:13

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, þetta er áróður stuðningsmanna stjórnarinnar í Egyptalandi, sem eru að leitast við að réttlæta fjöldamorð á eigin borgurum. Þegar hafa um 800 manns a.m.k. verið drepnir.

Ég ítreka, ekki styðja fjöldamorð.

Þ.e. alltaf rangt að strádrepa almenning þegar hann kemur að mótmæla, almenningur hefur rétt til að velja þann flokk sem hann vill tilheyra. Þ.e. ekki stjórnvalda að ákveða, að fyrst að þeir eru á móti þeim flokki, sem almenningur fer fram fyrir, þá sé í lagi að stunda fjöldamorð.

Þetta mynnir að mörgu leiti á meðferð Evr. ríkja fyrir rúmlega 100 árum, á stuðningsmönnum verkalýðsflokka - en þeir voru gjarnan eins og mótmælendur á vegum Bræðralagsins eru í dag skotnir, á þeim tíma voru þeir flokkar bannaðir tja eins og hugmyndir eru uppi um að banna Bræðralagið. 

Heimurinn hefur séð þessar aðferðir áður, fyrir 100 árum var beitt mjög sambærilegri réttlætingu þegar fátækir verkamenn voru skotnir, að þeim var sjálfum kennt um sem gengu, sagðir vera glæpamenn - réttdræpir í reynd.

Evrópa óx upp úr þessu, flokkar verkamanna voru heimilaðir, þeir urðu hluti af lýðræðiskerfinu - - þannig var friði og stöðugleika komið á.

Egyptaland þarf að gera slíkt hið sama, í stað þess að drepa - ræða við fólk. Þetta er þ.s. egypskum stjv. er sagt af t.d. Evr. ríkjunum. Takið upp samninga við stjórnarandstöðuna. Endursemjið stjórnarskrána - - með alla hópa við samningsborðið. Og síðan nýja þjóðaratkvæðagreiðslu og svo kosningar.

En umfram allt, hættið þessum morðum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.8.2013 kl. 12:05

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eitt sem þarf að muna að þegar samfélagsátök eiga sér stað - - spretta gjarnan upp raunverulegir öfgahópar.

T.d. fyrir 100 árum, þegar verkalýðsflokkar voru að berjast fyrir réttindum verkamanna þ.s. verkfallsréttinum og ekki síst til að kjósa. Þá voru á sama tíma uppi öfgasamtök lengra til vinstri, frá kommúnistum yfir til vinstri stjórnleysingja sem virkilega stunduðu hryðjuverk. Það var síðan notað sem réttlæting fyrir því, að stjv. væru að berjast við glæpamenn - - þó svo að meginflokkur verkalýðsins væri gersamlega saklaus af þeim hryðjuverkum.

Í Egyptalandi er það sama í gangi, að öfgahreyfingar eru að notfæra sér átökin, en stjv. hentar að kenna meginflokki stjórnarandstæðinga um allt þ.s. miður fer - - og segist vera berjast við glæpamenn.

Eins og ég sagði, heimurinn hefur séð þetta leikrit áður. Flokkarnir hétu öðrum nöfnum, löndin voru ú öðrum heimshluta, en það sama var reynd í gangi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.8.2013 kl. 12:35

8 identicon

Sæll Einar Björn

Sammála þér með að "ekki styðja fjöldamorð", en ég veit ekkert um það hvort þetta efni (eða linkar við athugasemd # 19.8.2013 kl. 11:13 ) séu áróður frá stjórnvöldum eða ekki? Þetta Múslímska Bræðralag er hins vegar orðið þekkt og/eða frægt orðið fyrir skuggalega fortíð: 

"In 1928 the Muslim Brotherhood was founded by an Egyptian schoolteacher named Hasan al-Banna. The Brotherhood was a religious secret society known publicly for its emphasis on Islamic education and for its charitable activities. Prior to World War II British Intelligence cultivated ties with the Brotherhood through agent Freya Stark, the British adventurer and writer (1). These covert connections were used to keep track of the growing German presence in North Africa and to stay informed of the many different political movements that were springing up. The Muslim Brotherhood spread throughout the Muslim world and has evolved into something like a Muslim equivalent of the West's Masonic brotherhood. It became one of the first Islamic Fundamentalist terror organizations and will crop up often in this study.(http://www.redmoonrising.com/Ikhwan/BritIslam.htm)


"The Muslim Brotherhood spread throughout the Muslim world and has evolved into something like a Muslim equivalent of the West’s Masonic brotherhood. It became one of the first Islamic Fundamentalist terror organizations…

According to CIA agent Miles Copeland, the Americans began looking for a Muslim Billy Graham around 1955… When finding or creating a Muslim Billy Graham proved elusive, the CIA began to cooperate with the Muslim Brotherhood, the Muslim mass organization founded in Egypt but with followers throughout the Arab Middle East… This signalled the beginning of an alliance between the traditional regimes and mass Islamic movements against Nasser and other secular forces.” (1)

The CIA was following the example of British Intelligence and sought to use Islam to further its goals. They wanted to find a charismatic religious leader that they could promote and control and they began to cooperate with groups such as the Muslim Brotherhood. With the rise of Nasser the Brotherhood was also courted more seriously by the pro-Western Arab regimes of Saudi Arabia and Jordan. They needed all the popular support that they could muster against the rise of Nasser-inspired Arab nationalism to keep their regimes intact.

The Muslim Brotherhood was an obvious ally against Nasser, because he had abolished it from Egypt after it was involved in a failed assassination attempt on his life in 1954. The Brotherhood rejected Nasser’s policy that, for the most part, kept religion out of politics. Officially the Brotherhood was an outlawed organization, but it remained influential and active within Egypt working against the secular regime, often hand-in-hand with British Intelligence. In June of 1955 MI6 was already approaching the Brotherhood in Syria to agitate against the new government that showed strong left-wing tendencies and a desire to merge with Egypt (2). The Brotherhood became an even more important asset after Nasser announced the Egyptian takeover of the Suez…(http://centurean2.wordpress.com/2011/03/19/the-use-of-the-muslim-brotherhood-by-mi6-and-the-cia-in-egypt-syria-and-iran/)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.8.2013 kl. 17:27

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þeir eru tækifærissinnar, það ætti vart að koma þér á óvart.

Vandinn í Egyptalandi er sá, að herstjórnir Nassers - Sadats og síðan Mubaraks, hindruðu þróun annarra flokka.

Bræðralagið í gegnum aðstoð sína við fátæka, en í Egyptalandi er mikil fátækt, auk þess að í gegnum skóla sem þeir reka, fá margir þá einu menntun sem þeir nokkru sinni fá á lífsleiðinni; mjög öflugt.

Lauslega áætlað að milli 30-40% af egypsku þjóðinni styðji Bræðrlagið. Sá stuðningur mjög mikið meiri meðal fátækari hluta þjóðarinnar.

Ég er samt ekki sammála því að kalla Bræðralagið hryðjuverkasamtök, það tel ég hæsta máta ósanngjarnt. En þeir eru mjög breið samtök trúarlegs eðlis, auk þeirrar þjónustu sem þeir veita fátækum.

Þ.e. einmitt þessi breiði stuðningur sem skapar svo mikla hættu, ef egypska herstjórnin virkilega ætlar í stríð gegn Bræðralaginu - - en með svo marga í reynd háða þjónustu þess, þ.s. aðstoð egypska ríkisins við fátæka og þá sem minna mega sín er í skötulíki.

Þá hefur Bræðrlagið að baki sér mikinn fjölda - sem er mjög líklega til í að láta lífið fyrir samtökin. Milljónir - eru engar ýkjur.

Ef Bræðrlagið fer að beita sér sem her, getur sá orðið afskaplega stór. Sem þíðir að þetta yrði virkilegt alvöru borgarastríð, og ég mundi ekki endilega augljóslega veðja á sigur egypska hersins.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.8.2013 kl. 23:27

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bendi á Rússn. kirkjuna, þó það virðist fljótt á litið ekki sambærilegt v. Bræðralagið, er rússn. kirkjan einnig trúarstofnun sem m.a. hefur lengi rekið skóla, sjúkrahús og margvíslega aðra almannaþjónustu; þetta eins og með Bræðralagið er hluti af ástæðu fyrir miklu fylgi við hana. **Punkturinn er þá sá, að þrátt fyrir 70 ár af kommúnisma tókst ekki að útrýma kirkjunni. Mig grunar að eins vonlaust sé fyrir egypska herinn, að ætla að útrýma Bræðralaginu. Það sé of útbreitt meðal þjóðarinnar. Tilraun til þess myndi kosta þó rosalega mörg mannslíf.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.8.2013 kl. 03:24

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband