Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið!

Skv. mjög áhugaverðri fréttaskýringu Wall Street Journal, eru engar vísbendingar þess að fylgismenn Bræðralags Múslíma sem leituðu skjóls í al Fatah moskunni í Kæró - hafi haft vopn um hönd. En skv. því sem herstjórnin heldur fram, þá hafi öryggissveitir hafið skothríð sem svar við skotum sem hleypt hafi verið af, af þeim sem voru staddir inni í moskunni.

Egypt Mosque Standoff Ends Amid Gunfire

"Reporters inside the mosque, however, said they didn't see any arms there, where supporters of the Brotherhood-led Anti-Coup Alliance were holed up."

Það áhugaverða er, að herstjórnin virðist efast um eigin styrk - - því hún hvetur landsmenn til að mynda sjálfsvarnarsveitir, og koma stjórninni til aðstoðar.

Hún með öðrum orðum, hvetur stuðningsmenn stjórnarinnar og þá hópa sem hata Bræðralagið, til að skipuleggja sig og standa með öryggissveitunum - í baráttu stjórnarinnar gegn Bræðralaginu.

Þegar hefur WSJ sagt frá því, að nokkur fjöldi hverfa í Kæró hafi verið girt af, og settir upp vegatálmar - - og hópar skipulagðir af íbúum sem tilheyra hópum andstæðir Bræðralaginu hafi verið að stöðva bíla og leita í þeim, og á fólki sem hefur ætlað inn í þeirra hverfi. 

Að sögn, í leit að hryðjuverkamönnum - - sem er orðalagið sem stjórnvöld nota nú um fylgismenn Bræðralagsins.

Það eru sem sagt skipulagðar ofsóknir, og stjórnvöld eru að hvetja íbúa til þátttöku.

"As antigovernment protesters and international journalists fled the mosque they were violently beaten by civilian groups, known as popular committees." -  ""We need more support from the Egyptian people to avoid any mistakes while we secure [government] facilities and churches," the spokesman for the prime minister said in televised remarks Saturday afternoon"

-----------------------------------

Þetta minnir mann á margt af því ljótasta sem átt hefur sér stað - munið eftir Júgóslavíu, þegar hatursvírusinn varð til þess að menn réðust á nágranna sína og drápu?

Eða í Afríku skipuleg morð í Rúanda á svokölluðu Tútsí fólki, og stjórnvöld í Rúanda sem þá voru skipuð hinum svokallaða Hútú hópi eða þjóðflokki, hvatti eigið fólk til að rísa upp og drepa alla Tútsa hvar sem til þeirra sást.

Það er ekki enn að því er sést verður verið að hvetja íbúa til að - drepa.

En það virðist vart nema stigsmunur þar á milli, og þess ástand sem nú er til staðar.

 

Síðan virðist Egyptaland vera að verða hættulegt fyrir erlenda blaðamenn!

Egypt Rebukes Foreign Press for 'Biased' Coverage

Skv. þesari frétt er nú fjöldi dæma þess að þeir hópar "stuðningsmanna" stjórnarinnar meðal almennings, sem hafa verið að skipuleggja sig að hvatningu herstjórnarinnar. Hafi haldið einstökum erlendum blaðamönnum um tíma - stolið tækum þeirra. Jafnvel barið þá í tilvikum.

En fjölmiðlar sem styðja stjórnvöld, og stjórnvöld sjálf - hafa verið að kvarta yfir "ósanngjarnri" fréttamennsku erlendra fjölmiðla. 

Sem sannarlega hafa verið gagnrýnir á aðferðir herstjórnarinnar, og að auki viðbrögð erlendra ríkja.

Þetta virðist vera að valda því, að greinlega andar köldu nú gagnvart erlendum blaðamönnum, nokkur dæmi eru nú um það að erlendir fjölmiðlamenn hafi látið lífið í róstunum - - og enginn veit akkúrat hver drap.

En þ.e. engin leið að sjá - að fylgismenn Bræðralagsins hefðu hag af því að vega að blaðamönnum, en ef e-h er, er það helsta von þeirra að áfram sé sagt frá því hvað er að gerast.

En aftur á móti getur vel verið, að stjórnvöldum standi ógn af "réttri fréttamennsku" sem birtir frásagnir, sem ekki passa við opinberar skýringar og þann áróður sem haldið er frammi.

 

Niðurstaða

Ég hef áður sagt að mér líst afskaplega ílla á þessa þróun. En þegar stjórnvöld hvetja landsmenn sem styðja þá, til að rísa upp hlið við hlið með öryggissveitunum. Þá virkilega boðar það ekki gott.

En hópar "vigilantes" hafa í borgarstríðum oft framið mjög mikið af hatursglæpum, t.d. í Mið Ameríku. En þar óðu uppi margíslegir sjálfskipaðir hópar - sem stunduðu morð á andstæðingum ríkjandi stjórnvalda. Þeir voru einnig mjög stórtækir í morðum Hútúa á Tútsum í Rúanda.

Mér virðist það því ógnvænlegt þegar herstjórnin hvetur eigin landsmenn að rísa upp sér við hlið - - og meðan að ríkisfjölmiðlarnir lísa andstæðingunum sem  - - hryðjuverkamönnum eða glæpamönnum, og segja stjórnina í harðri baráttu við öfl sem ógni allri þjóðinni.

Ríkisfjölmiðlarnir virðast í þaulskipulagrði hatursherferð gegn fylgismönnum Bræðralagsins sbr. Wall Street Journal.

Ég óttast að það sé skammt í að þessir "vigilanta" hópar sem eru að skipuleggja sig að hvatningu stjórnvalda, fari að endurtaka sambærilega hegðan við það sem sást í Mið Ameríku í borgarastríðunum þar eða í Júgóslavíu stríðinu eða í Rúanda.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar

Það er erfitt að átta sig á þessu öllu, þar sem önnur ríki eru að reyna hafa áhrif:

Mossad Orchestrates Coup in Egypt – Proof

Was Washington behind Egypt’s coup d’etat?

Egypt: Staging a “Democratic” Military Coup

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.8.2013 kl. 11:12

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Einar.

Þetta er vissulega óheillavænleg þróun. En alltaf eru tvær hliðar á öllum málum.

WSJ segir að fréttamaður þeirra hafi ekki orðið var við nein vopn inan moskunnar. Það segir ekki að þau hafi ekki verið þar, a.m.k. sést í fréttamyndböndum að skotið er frá moskunni. Þetta má einnig sjá á fleiri fréttamyndböndum frá öðrum atburðum þar syðra. T.d. sást greinilega að skotið var frá mótmæunum í vor, sem haldin voru í garðinum þar sem þetta allt saman hófst. Þá var reyndar verið að mótmæla Morsi.

Við sem ekki erum á staðnum getum lítt fullyrt um þessi mál og jafnvel þó freáttamaður láti frá sér fara að hann hafi engin vopn séð, er ekki víst að þar fari sannleikur.

Hitt er ljóst að barátta almennings gegn her getur aldrei orðið jöfn og slík barátta er ekki til fyrirmyndar. En hvað skal gera þegar ekki er hægt að halda uppi lögum og reglu? Hvað skal gera við fólk sem finnst það þjóna einhverjum tilgangi að ganga gegn vopnaðri byssu?

Gunnar Heiðarsson, 18.8.2013 kl. 12:04

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hafðu í huga einnig Gunnar að í Egyptalandi eru flr. samtök múslíma en Bræðralagið, þegar þú ert með þúsundir í mótmælum - tugir þúsunda, þá getur þú ekki haldið utan um þá alla sem þar eru.

Þ.e. sannarlega ójafn leikur milli hers og almennings, ætli þetta hafi ekki sést vel í svokölluðu "Intifada" í Ísrael. En ég man vel eftir fréttamyndum sem sýndu múslíma þar henda molotov kokteilum í átt að hermönnum og vera skotnir fyrir. Þar var e-h manntjón einnig meðal hermanna, en í háu margfeldi í samanburði meðal mótmælenda.

Þetta er kannski e-h svipað í Egyptalandi - - en ég virkilega held að Bræðralagið sé að leitast við að hafa hemil á sínum fylgismönnum, og halda mótmælum friðsömum, en þegar svo heitar tilfinningar eru í gangi - menn haf misst bróður sinn eða frænda; er hætt við því að einhver mæti með vopn á vettvang.

Sæti færi að jafna persónulega reikninga.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.8.2013 kl. 12:32

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, ég er nokkuð viss um eitt, að Bandaríkin skipulögðu ekki þessa gagnbyltingu hersins, en ég skal ekki útiloka að leyniþjónustur Saudi Arabíu og Ísraels hafi unnið saman að því - skv. gamla prinsippinu sameiginlegur óvinur geti gert viðkomandi fært að vinna saman um tíma að tilteknu verkefni.

Meðan stefna Bandar. í seinni tíð hefur verið að efla lýðræði í Miðausturlöndum, vill Ísraek "stöðugleika" og hafði áhyggjur af augljósri samúð Bræðralagsins gagnvart Hamas hópnum - svo þ.e. hugsanlegt. Á sama tíma, virðist mér Saudar eða Wahabar hafa ástæðu til að óttast Bræðrlagið af allt annarri ástæðu - Wahabar séu að reyna að lama hugsanlega hættulegan keppinaut um "hearts and minds" múslíma í arabaheiminum, vinkill Sauda sé hinn trúarlegi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.8.2013 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband